Dossena skrifar undir

Andrea Dossena skrifaði í dag undir 4 ára samning við Liverpool FC. Dossena er vinstri bakvörður og það er engin spurning um það að honum er ætlað að taka þá stöðu í liðinu og gera hana algjörlega að sinni eigin. Hann hefur spilað einn leik fyrir hönd Ítalíu og er í raun fyrsti leikmaður frá því landi til að klæðast rauðu treyjunni (markvörðurinn sem fékk einn leik með liðinu spilaði aldrei í rauðri treyju).

Dossena var talinn bestur í sinni stöðu á Ítalíu á síðasta tímabili af flestum sparkspekingum, hann er sagður sókndjarfur og getur víst notað hægri löppina í neyð líka. Það eitt og sér er framför frá þeim sem hann kemur í staðinn fyrir. Ég man ekki eftir að hafa séð þennan leikmann spila leik, en fyrst Rafa er tilbúinn að snara út 7 millljónum punda fyrir hann, þá hreinlega hlýtur eitthvað að vera varið í hann. Hann er okkar dýrasti bakvörður frá upphafi og jafnframt dýrasti varnarmaður í sögu félagsins.

Velkominn Andrea (vonandi er hann harðari en fyrra nafn hans gefur til kynna)

Brasiískur marvörður á leiðinni?

Peter Crouch, leikmaður Liverpool