Phillip Degen kominn til Liverpool

Liverpool hafa staðfest að Phillip Degen, 25 ára svissneskur bakvörður, hafi skrifað undir 4 ára samning við liðið. Degen kemur frá Borussia Dortmund en áður var hann hjá Basel í Sviss.

Rafa er ánægður með að hafa krækt í Degen og sagði í dag:

>Philipp is still young but has gained great experience from playing in the Bundesliga with Borussia Dortmund and on the international stage with Switzerland. He also played in the Champions League during his time with Basel and so is used to top level football.

>”He is an offensive player with great energy and a winning mentality. His strength is going forward and I am confident he will be prove to be a quality addition to our squad. Sometimes you can find these players on the market. When you find a player like him who costs no money it means you can use money for improving other parts of the squad.

>”He is a good signing, a player of potential, who can help us improve in the wide areas.”

Degen kostar auðvitað ekki krónu, þannig að væntingarnar til hans verða ekki jafnmiklar og til Dossena, sem mun sennilega skrifa undir í næstu viku fyrir vinstri bakvörðinn. Alvaro Arbeloa verður að öllum líkindum fyrsti kostur í hægri bakvörðinn á næsta tímabili og Degen þá varamaður fyrir hann.

Þessi koma Degen mun væntanlega þýða það að Steve Finnan getur farið frá Liverpool fyrir lítinn pening, en honum fór gríðarlega aftur á síðasta tímabili eftir að hann hafði verið einn stöðugasti leikmaður Liverpool síðustu ár.

Við bjóðum Degen allavegana velkomin og bíðum með að dæma hann þangað til að við höfum séð hann spila nokkra leiki fyrir okkar menn.

Alves til Barca

Brasiískur marvörður á leiðinni?