Alves til Barca

Dani Alves, sem Liverpool gat keypt á 12 milljónir punda fyrir tveimur árum kláraði í dag félagaskipti yfir til Barcelona fyrir 23,5 milljónir punda! Hversu góður sem Alves er, þá er þetta geðsýkislega mikill peningur fyrir hægri bakvörð. Þetta er meira en Liverpool borgaði fyrir Fernando Torres fyrir einu ári!


Gareth Barry hefur svo verið refsað af Aston Villa fyrir að gefa viðtal í NOTW og hann mun því ekki mæta til æfinga hjá Aston Villa á morgun. Martin O’Neill mun því sleppa því að þurfa að tala við fyrirliðann sinn í smá tíma í viðbót. Heldur slappt finnst mér.

Talið er að síðasta boð Liverpool sé uppá 15 milljónir punda.


Ótrúlegt en satt, þá var Anthony Le Tallec leikmaður Liverpool alveg þangað til í gær þegar hann var seldur til Le Mans. Þar með lýkur sögu frönsku “demantanna” hjá Liverpoool.


Svo skrifaði Emiliano Insúa undir nýjan 3 ára samning við Liverpool.

Liverpool býður í Robbie Keane

Phillip Degen kominn til Liverpool