Liverpool býður í Robbie Keane

Samkvæmt staðfestum fréttum BBC hefur Liverpool FC gert áhuga sinn á Robbie Keane opinberan með því að bjóða Peter Crouch auk penings í þennan írska varafyrirliða Tottenham Hotspur. Ég kalla þetta opinberar fréttir af því að BBC-síðan skellir þessu á forsíðuna hjá sér, og það er Phil McNulty sjálfur (ritstjóri) sem skrifar fréttina. Virtasti frétatmiðill Englands hefur öruggar heimildir fyrir þessu fyrst hann þorir að skella þessu svona kröftuglega fram.

BBC eru samt ekki fyrstir til að halda þessu fram. Í gær birtist frétt í Daily Mail þess eðlis að Liverpool væru búnir að bjóða Peter Crouch og 5m punda í Keane, sem hefði brugðist við með því að leggja inn beiðni hjá forráðamönnum Tottenham um að hann fái að fara, enda Liverpool liðið það lið sem Keane studdi víst í æsku og dreymir um að spila með. Svo á hann svo góða vini í Liverpool, þá Gerrard og Carragher, sem þið sjáið stilla sér upp á mynd með honum hér fyrir ofan.

Annars vorum við á Liverpool Blogginu löngu búin að skúbba þessari frétt, en í aprílbyrjun birtist hér gestapistill eftir Vilhjálm Liverpool-aðdáanda þar sem hann hafði eftir ummæli Phil Thompson þess eðlis að Keane vildi ólmur koma til Liverpool og að það væri góður möguleiki. Þannig erum við hérna á blogginu bara, jafnan þremur mánuðum á undan stóru miðlunum með fréttirnar. 😉

Annars líst mér mjög vel á það ef Robbie Keane er að koma. Hef lítið annað um málið að segja en það að Keane er leikmaður sem myndi prýða þetta lið. Tala nú ekki um ef hann er Púllari frá barnæsku, og yrði þá væntanlega hoppandi æstur í að standa sig vel fyrir liðið. Líst vel á þetta (ef af verður)! 🙂

Pepe hress

Alves til Barca