Liverpool kaupa Nicola Saric, 17 ára framherja frá Danmörku

Það er ekki mikið af öðrum fréttum á leikmannamarkaðnum þessa dagana, allavega ekki hvað Liverpool varðar, en það er gott að sjá að vinna Rafa í að styrkja unglinga- og varaliðið okkar með efnilegum strákum víðs vegar að er enn í fullu fjöri. Setanta segja frá því að Liverpool hafi fest kaup á Nicola Saric, 17 ára framherja frá Herfolge í Danmörku.

Þetta er vart í frásögur færandi nema af tvennum ástæðum. Fyrst, þá voru víst Barcelona og Tottenham einnig á höttunum á eftir honum, og í öðru lagi þá kom það Herfolge-mönnum víst á óvart að Rafa Benítez hringdi sjálfur í þá til að ganga frá kaupunum. Sem segir okkur að Rafa hlýtur að meta þennan strák mikils, en ég veit ekki til þess að það sé venja að hann skipti sér beint af kaupum á unglingum.

Kannski er þetta bara enn ein Frode Kippe-týpan í varaliðið, en kannski, bara kannski, munum við eftir nokkur ár rifja upp þessa færslu þar sem fjallað var fyrst um Nicola Saric, besta framherja Evrópu tímabilið 2011-12 (á nýja vellinum). 😉

Sjáum til.

Hver er Mikel San Jose?

Spánn í kvöld