Rafa: Ég hef EKKI beðið um 50 milljónir punda

Rafa kemur fram í fjölmiðlum í dag og hafnar þeim sögusögnum að hann hafi krafist þess að fá 50 milljónir punda til leikmannakaupa (skv. einhverjum snillingum til að kaupa Barry, Silva og Dani Alves). Rafa segir við Echo að þetta sé einfaldlega lygi.

“The stories are ridiculous. Total rubbish. They have me trying to sign Daniel Alves, who already has an agreement with Barcelona, so how could I be trying to sign him?

“I am working hard with Rick Parry, who is in regular contact with the Americans, and there are no problems.

“The reports are just unbelievable.”

Echo segja líka að Liverpool hafi hafnað 9 milljón punda tilboði Portsmouth í Peter Crouch. Talið er að Benitez vilji fá allavegana 10 milljónir punda fyrir Crouch.

4 Comments

  1. Ætli það sé ekki best að vera ekki að gera sér neinar vonir með leikmannakaup í sumar, þá verður maður ekki fyrir vonbrigðum.

Æfingaleikir að komast á hreint

Vinna hafin við nýjan völl