Og eftir voru Spánverjarnir

Það er alveg ljóst að þetta EM mót hefur verið frábært. En ég er ansi hræddur um að áhugi ansi margra á þessu móti deyji endanlega í kvöld ef að Ítalía vinnur Spán.

Það er allavegana ljóst að fyrir okkur Liverpool aðdáendur, þá eru eingöngu Spánverjarnir okkar eftir í mótinu og ef þeir detta út í kvöld, þá verða engir fulltrúar frá Liverpool í undanúrslitunum (það er nú þegar enginn Manchester United maður eftir í keppninni og Arsenal og Chelsea eiga bara einn fulltrúa – allavegana þegar ég fer yfir þetta eftir minni)

Ég var að koma í bæinn eftir frábæra helgi (mig grunar miðað við lítið líf á síðunni að fleiri hafi verið utanbæjar) og er enn ekki almennilega búinn að átta mig á hollensku hörmunginni, sem ég horfði á í gær. Það er hálf súrealískt að ég skuli vera orðinn einhver sérstakur stuðningsmaður Dirk Kuyt, en að mínu mati var það fráleit ákvörðun hjá van Basten að taka Kuyt útaf fyrir van Persie í hálfleik í gær. Jú, ég efa það ekki að van Persie bauð uppá meira sóknarlega en Kuyt, en það kom vel í ljós hversu mikilvægur Kuyt vörnina líka að Rússarnir hreinlega léku sér að því að fara upp vinstri kantinn, sérstaklega í framlengingunni.

En allavegana, Rússar spila skemmtilegan fótbolta og allt það, en ég hreinlega get ekki einu sinni gert mér upp spennu ef að undanúrslitin í EM verða annars vegar Tyrkland – Þýskaland og hins vegar Ítalía – Rússland. Ég mun eflaust horfa á þessa leiki, en ég verð ekki spenntur.

Þannig að vonir flestra Liverpool stuðningsmanna eru sennilega bundnar við spænskan sigur í kvöld.

Fabio Cannavaro heldur því fram í viðtölum í dag að David Villa og Fernando Torres myndi saman besta framherjapar í heimi í dag og ég ætla alveg að sleppa því að vera honum ósammála. Það er nokkuð öruggt að Torres verður eini Liverpool maðurinn í byrjunarliðinu í dag með Alonso, Reina og Arbeloa á bekknum.

Það er líka alveg ljóst að ef að Spánverjar klára ekki Ítali í dag, þá eru þeir aumingjar. Ítala vantar m.a. Cannavaro, Pirlo, Gattuso og Totti ogSpánverjar eru að mínu mati með besta mannskapinn á þessu móti. Þeir eru með stórkostlega miðju í Silva, Xavi, Iniesta og Senna. Þeir eru með frábæran makvörð og sæmilega varnarmenn. Og þeir eru með besta framherjapar í heimi: David Villa, sem var besti framherjinn á Spáni síðasta tímabil og Fernando okkar Torres, sem var besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Ef þetta lið getur ekki unnið vængbrotið lið Ítala, þá eru Spánverjar einfaldlega farnir sjálfir að trúa því að á þeim hvíli einhver bölvun og að þeir muni aldrei komast langt á stórmótum.

Spánverjar eru klárlega með besta liðið sem er eftir í keppninni og það væri sigur fyrir fótboltann ef að þeir kæmust áfram í dag. Það yrði allavegana gleiðefni fyrir langflesta Liverpool aðdáendur.

Áfram Spánn!

26 Comments

 1. Já, hrikalega vona ég að ítalarnir detti út í kvöld.

  En þetta EM mót hefur sýnt mér það að næsti Zidane í boltanum er án efa Luka Modric sem er á leið til Tottenham, þarf ekki að fara að efla scoutana hjá félaginu okkar, ófyrirgefanlegt að reyna ekki einu sinni að kaupa þennan leikmann.

  Talandi samt um verðandi stjörnur, Zhirkov, Arshavin og Pavluychenko hjá Rússunum eru leikmenn sem gætu held ég labbað inn í byrjunarliðið hjá öllum stórliðum england og evrópu, þá sérstaklega Arshavin.

 2. Þetta rússneska lið er einfaldlega þrælgott. Andrei Arshavin er algjörlega frábær leikmaður og væri ég virkilega til í að fá hann til Liverpool. Strákurinn er reyndar orðinn 27 ára þó hann líti út eins og fermingadrengur. Ef hann kæmi þarf þó klárlega að gera eitthvað með þetta hár hans sem er með því hallærislegara í boltanum. Torres þyrfti að taka hann með sér til rakarans.

  En ég hef staðið sjálfan mig að því að halda með Rússum í þessum tveim leikjum sem ég hef séð með þeim, gegn Svíum og nú Hollendingum. Hollendingar voru einfaldlega ekki nógu góðir til að vinna Rússana. Rússarnir lokuðu á allt sóknarspil þeirra og sýndu að Hollendingar eru með kjánalega slakan varnarleik. Ég meina, fyrst að Chelsea flopp og maður sem kemst ekki einu sinni í liðið hjá Blackburn er það skásta sem þeir geta boðið uppá í vörninni, þá er ekki von á góðu.

  Skiptingin á Kuyt var fullkomlega eðlileg…nema að ég hefði viljað fá Robben inná. Kuyt gerði nákvæmlega ekkert sóknarlega í 45 mínútur og það er bara allt of lítið á svona leveli. En Kuyt var svo sem ekkert áberandi verstur, Rússarnir bara einfaldlega lokuðu á allt og áttu sigurinn bara skilinn. Ég held með Spánverjum í keppninni en er klárlega kominn með “varalið” í Rússlandi.

 3. Sammál Benna. Holland bara einfaldlega átti ekki séns gegn Rússunum! Spánn á við sálrænan vanda gegn Ítölum og ef þeir yfirvinna hann vinna þeir.
  Drauma úrslitaleikur héðan af er Spánn – Þýskaland, þó ég sé farinn að hrífast af Rússunum frábæru!
  En varðandi Dirk Kuyt, maður sá enn einu sinni í gær að í 4231 kerfi er hann feykilega mikilvægur fyrir liðið og Van Basten sýndi ótrúlega vanhæfni þegar hann tók vinnuhestinn útaf fyrir hrokasenterinn Van Persie sem spilar eingöngu fyrir sjálfan sig. Eins og Snejder, eins og Nistelrooy. Spánverjarnir gætu lent í því sama, að einstaklingar eins og Xavi, Villa og Silva ná ekki saman.
  En sjáum til.

 4. En svo verð ég nú að viðurkenna að ég hef verið feykispenntur yfir þessari keppni sem ég tel besta landsliðamót síðan HM í Mexíkó ’86! Þvílík sóknarlið um allt í þessari keppni og hver snilldarleikurinn á eftir öðrum!

 5. Rússarnir eru búnir að spila liða best í 2 síðustu leikjum.Þeir gjörsamlega rústuðu Svíunum með þvílíkt hröðu og skemtilegu spila og ekki voru þeir síðri í gær,Hollendingar sem eru búnir að vera sannfærasta liðið í keppninni áttu bara ekki breik í Rússana í gær,sama hvað hver seigir…..

  En ég vil samt meina það að flestir bestu leikmenn Rússa myndu tínast í stóru liðunum í Evrópu,ég spái að þetta verða allt svoa one hit wonder eins og gerist alltaf á svona mótum

 6. Mikið ofboðslega finnst mér skemmtilegt þegar menn eru að dissa ítalska landsliðið, því mest af því sem sagt er er tóm della. Ítalska liðið spilar ekki varnarbolta, það er bara úrelt goðsögn, og þótt það vanti nokkra menn þá koma bara aðrir í staðinn.

 7. Veit ekki hvort þú ert að tala um A liðið Árni eða eitthvert annað lið hjá Ítölum. Þessi fyrri hálfleikur hefur einkennst af skipulögðum varnarbolta hjá Ítölum og ekkert annað. Þeir eru greinilega búnir að ákveða að taka þetta í vító !

 8. Sem áhorfandi þá vill ég skemmtilegan bolta en ef ég væri Ítali þá myndi ég vilja árangursríkan bolta.

  En það er erfitt annað en að halda með Rússum eftir þennan leik í gær. Þetta hollenska lið var alveg glatað. Þetta var lélegasti hálfleikur sem ég hef séð til Kuyt lengi og vona að Benni kaupi David Silva. Liðinu vantar tilfinnanlega vinstrifótarmann í sóknarleikinn.

 9. Ég held að það skipti litlu máli með hvaða liði menn halda. Menn hljóta miklu frekar að vilja árangur en skemmtilegan bolta.

  Ég held sjálfur með Ítalíu og finnst liðið oft í gegnum tíðina fengið ósanngjarna gagnrýni.

 10. Held að Pepe Reina verði seint markvörður nr.1 hjá Spánverjum. Casillas er rosalegur!!

 11. Samt fyndið að lesa þetta – telur upp öll nöfnin og segir svo að Spánverjar séu með besta liðið sem eftir er ? Er þá skilgreiningin á liði innihaldið ?

  Mér fannst Spánverjar lélegir í dag – og eins og þeir spiluðu vel saman sem lið fyrstu tvo leikina (sá ekki þann þriðja) þá var þetta liðleysa í dag. 11 einstaklingar sem voru heppnir að vinna. Og ég er alltaf að sjá það betur að Xavi og Iniesta eru bara lélegir. Þeir eru kanski teknískir og geta leikið á mann og annan – en guð minn góður hvað þarf að snerta boltann oft til að koma honum fram á við ?

 12. Vona að nýtt nafn verði skrifað í sögubækurnar….

  Úrslitaleikurinn:

  Tyrkland vs. Rússland (tvær þjóðir sem aldrei áttu að vera í EVRÓPU)

 13. Voðalega var Torres eitthvað áhugalaus og slakur…..sérstaklega miðað við Villa sem var á fullu allan leikinn.

 14. Ítalarnir féllu á eigin bragði held ég. Þeir ætluðu sér aldrei annað en að sækja á einum manni, Luca Toni, sem átti að klára eina tækifærið sem liðið myndi fá. Ef það myndi ekki ganga þá væri allt í lagi að fara í vítakeppni. Toni barðist eins og naut í flagi, fékk lítinn stuðning og fór illa með þau fáu tækifæri sem komu.

  Spánverjar voru ekki góðir í þessum leik, það er rétt. Sóknarleikur þeirra var alltof hægur og líklega eru of margir á miðjunni með “Deco Syndrome” og finnst gaman að klappa boltanum. En það er líka mjög erfitt að leika við Ítalina eins og þeir spiluðu þennan leik. Mér fannst alltaf eins og þeir væru 7 í öftustu varnarlínu og þau voru lítil og fá svæðin sem Spánverjar höfðu.

  En mikið er ég ánægður að Spánverjarnir höfðu betur því ég átti ekki von því þegar komið var í vítaspyrnukeppni. Torres og félagar eiga erfiðan leik gegn Rússum og ég held að 4-1 leikurinn í riðlakeppninni hafi jafnvel meira að segja fyrir Rússana og virki sem góð hvatning fyrir þá. En vonandi vinna Spánverjar.

 15. Ítalirnir sýndu í dag einhverja þá leiðinlegustu knattspyrnu sem ég hef orðið vitni að. Ég verð að játa að ég sleppti því algjörlega að horfa á grikki í keppninni, ef undan er skilinn fyrsti leikurinn þeirra við svía, en ég þori þó nánast að fullyrða að þetta ítalska lið spilaði leiðinlegri bolta. Spánverjarnir ollu mér vonbrigðum með hugmyndaleysi sínu en þeir voru þó a.m.k. eina liðið á vellinum sem hafði áhuga á að reyna að vinna leikinn en voru ekki bara með hugann við að tapa honum ekki. Ítalir voru einfaldlega ömurlegir allt þetta mót og áttu ekkert annað skilið en að fara heim í dag. Ef ekki hefði verið fyrir enn verra franskt lið og óheppni mutu / snilld buffon hefðu þeir ekki einu sinni verið að spila þennan leik.

  Rússland – Spánn er í mínum huga svona tífallt áhugaverðari leikur en rússland – ítalía hefði orðið en spánverjar verða þó að sýna töluvert meira í þeim leik ætli þeir sér að vinna rússana aftur eins og í upphafi móts. 50/50 leikur þar á ferð á meðan þjóðverjar ættu að fara létt með tyrki.

 16. Það vantaði sprengikraftinn í Spánverjanna í dag. Greinilegt að Aragonis var búinn að brýna það fyrir sínum mönnum að tapa ekki boltunum á glórulausum stöðum. Það hægði jú tempóið og dugði 🙂
  Bring on the Russians.

  Eftitir mótið vorkennir maður dálítið Luca Toni.

 17. Ég hef sagt það hér áður inni að ég er dyggur anti-Ítali og varð voða sár þegar ég frétti af kaupum okkar á Ítala. En hvað leikinn í kvöld varðar þá var hann í alla staði hundleiðinlegur og hands down, leiðinlegasti leikur mótsins að móinu mati. Held að opnunarhátíðin hafi verið skemmtilegri.

 18. Ég skal viðurkenna það að flestir miðjumenn Spánverja spila oft frekar hægt (þ.á.m. Fábregas og Alonso) en það er frekar ósanngjarnt að gagnrýna þá í þessum leik fyrir hugmyndaleysi og seinagang. Þeir voru allan tímann með 11 manna múr fyrir framan sig og erfitt að sjá hvað þeir áttu að geta gert annað nema kannski dúndra boltanum fram upp á von og óvon sem er mjög langt frá því að vera spænski stíllinn. Silva fannst mér beittastur fram á við og þvílík snilld væri að fá hann til Liverpool. Ótrúlegt touch og leikskilningur sem sá ungi drengur hefur.
  Og að segja að Iniesta og Xavi séu bara lélegir er að viðurkenna að maður veit ekkert um fótbolta (þó að Iniesta sé búinn að vera frekar slakur á þessu móti).

 19. Ég er nú dyggur stuðningsmaður Þjóðverja og hef verið til margra ára. Ég get bara ekki annað en dáðst að skilvirkni þeirra, og nú þegar þeir spila góðan fótbolta síðustu tvö stórmót þá er mun auðveldara að halda með þeim 😀

  Ef úrslitaleikurinn verður Þýskaland – Spánn þá hef ég smá blendnar tilfinningar. Það er að sannast að lífið væri allt mun einfaldara ef maður væri ekki litaður af Liverpool 😉

 20. Kjartan – góðir leikmenn vita að þegar þeir fá boltann í svona leik og fyrir aftan þá er hálft ítalska liðið þarf að sækja hratt. Þeir eru búnir að sýna að það geta þeir ekki. Þetta var svo augljóst í Barcelona leikjunum líka – þar sem Deco félagi þeirra var meðsekur. Þeir geta spilað boltanum hægri – vinstri og afturábak endalaust þessir þrír – sem er fínt ef þú ert 2:0 yfir. En annars bara kjánalegt.

  Ég skil bara ekki hvers vegna t.d. Fabregaz er ekki meira með – svo hefði maður líka viljað sjá Alonso dreifandi boltanum. Maður heldur stundum að Xavi og Iniesta hafi bara ekki orku í langar sendingar – þar sem ég held að það sé fullvíst að lengstu sendingar þeirra eru undir 3m.

 21. Fabregas átti að vera löngu kominn inná. Þessi Gorzola eða hvað hann nú heitir sem kom inná á sama tíma og Fabregas, hann sást ekki í svona 20 mín. eftir að hann kom inná.

  Xavi og Iniesta eru orðnir leiðinlegir áskrifendur á sæti sínu í þessu landsliði og alveg kominn tími á að skipta þeim út. Fabregas og Alonso eru miklu frískari og hungraðari í sigur heldur en þeir og miklu meiri team-players.

 22. Mmm, hefði verið gaman að sjá possession hlutföllinn ef Spánn hefði spilað skv. spekingunum hérna. Með ellefu ítalska slána í kringum sig þá er ég viss um að Iniesta, Silva og Villa hefðu unnið endalaust af skallaboltum úr öllum þessu löngu sendingum. Fyrir utan að allir þeir töpuðu boltar hefði gefið Ítölunum fleiri færi á að gera það sem þeir ætluðu sér og sækja hratt þegar Spánn missti boltann á slæmum stöðum.
  Svo sá ég ekki betur en að fyrir utan vítið sitt hafi Fábregas gert fuck-all meðan hann var inn á. Skal hins vegar samþykkja að Iniesta má fara að hvíla því hann er í einhverju formleysi og Cazorla má koma inn fyrir hann.

 23. Þessi leikur var bara hrein hörmung, bæði lið vöru mjög léleg. Ítalir voru samt næst því að skora þegar Camoranesi lét Casillas verja frá sér. Spánn átti hins vegar að fá víti í fyrri hálfleik þegar Villa var felldur.

  Það er óskandi að Rússar taki þessa hundleiðinlegu Spánverja í bakaríið og klár draumaúrslitaleikur er Tyrkland-Rússland.

Hicks og Gillett farnir að tala saman.

Æfingaleikir að komast á hreint