Riise farinn til Roma (staðfest)

Þar með er það staðfest að Norðmaðurinn rauðhærði, John Arne Riise, hefur yfirgefið Liverpool og gengið til liðs við ítalska liðið AS Roma fyrir fé sem sagt er vera í kringum 4-5m punda.

Ég hef í raun ekki mikið um þetta að segja í bili. Við stálum Riise nánast frá Fulham fyrir sjö árum síðan, hann byrjaði ferilinn hjá Liverpool á því að skora gegn Bayern Munchen í Meistarakeppni Evrópu (Super Cup) og hefur síðan þá skorað allnokkur glæsimörk, verið lykilmaður í titlaliðum Rafa Benítez hingað til og í raun verið það lengi í bakverðinum að maður á erfitt með að ímynda sér liðið án hans.

Síðustu tvö árin hefur hins vegar verulega farið að halla undan fæti hjá honum og á nýafstöðnu tímabili var Riise aðeins skugginn af sínu fyrra sjálfi. Fyrir rúmu ári setti hann allt á annan endann í herbúðum liðsins með því að slást við Craig Bellamy, rétt áður en þeir skoruðu báðir í fræknum útisigri á Barcelona, og svo í vor skoraði hann skelfilegasta sjálfsmarkið í sögu Liverpool FC. Það var þó ekki það sem gerði útslagið, það var í raun orðið löngu ljóst að Riise ætti ekki framtíð hjá Liverpool-liði sem hafði þróast fram úr hans getustigi.

Ég vil þakka Riise fyrir góðu minningarnar um leið og ég ítreka að ég er spenntur fyrir þeim nýja kafla sem er að hefjast í sögu Liverpool. Andrea Dossena verður vonandi betrumbót á liðinu sem staðgengill Riise. En á meðan nýji bakvörðurinn okkar hefur ekki tækifæri til að ylja okkur með sínum eigin töktum getum við yljað okkur við sum af snilldarlegri mörkum Riise. Ég vona að hann slíti netin hjá andstæðingum sínum á Ítalíu a.m.k. nokkrum sinnum.

27 Comments

 1. Verður maður ekki bara að þakka Riise fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina og vona að honum gangi sem allra best á Ítalíu. 4-5m punda er topp peningur fyrir Riise, bæði fyrir Liverpool og Roma. Ef hann nær sér aftur á strik eru þetta smáaurar fyrir Roma að borga miðað við verðin á leikmönnum í dag og miðað við hvað hann er búinn að vera arfaslakur fyrir okkur í langan tíma er þetta fínn peningur í kassann fyrir Liverpool. Win, win, win situation.

 2. Er búið að ganga frá kaupunum á Dossena? Það er allavega hvergi búið að staðfesta það.

 3. Roma borgar 5 milljónir Evra fyrir hann, í 4 jöfnum afborgunum.

  1. afborgun er 1. júlí 2008, 2. afborgun 30. september 2008, 3. afborgun 31. júlí 2009 og 4. afborgun 31. janúar 2010. Svo borga þeir 75þús Evrur fyrir hverja 25 leiki sem hann spilar, að hámarki 300þús Evrur. Svo eru það 100þús Evrur að auki ef Roma spilar í Meistaradeildinni tímabilið 2009-2010.

  http://bo.asroma.it/UserFiles/838.pdf

 4. Mikið er ég ánægður núna. Það átti fyrir löngu að losa okkur við hann. Of takmarkaður leikmaður fyrir Liverpool. Ef hann væri ekki örfættur hefðum við aldrei haft hann svona mikið eða fengið svona mikinn penning fyrir hann.

  Amen

 5. Sælir félagar
  Það er full ástæða til að þakka Riise fyrir það sem hann hefur vel gert fyrir Liverpool. Hann hafði alltaf hjartað á réttum stað gagnvart liðinu og gaf sig allan af sinni takmörkuðu getu í alla leiki fyrir liðið. Vonandi gengur honum vel í nýju landi með nýju liði. Farvel frans!
  Það er nú þannig.

  YNWA

 6. Gleymdi að bæta því við að það bætast við 100.000 Evrur ef Roma spilar í Meistaradeildinni 2010-2011. Verðið gæti því farið upp í 5.5 milljónir Evra.

 7. Hann var lengi vel nokkuð sterkur leikmaður, barðist eins og ljón, hefði alltaf hlaupið í gegnum vegg fyrir Liverpool og skoraði mörg glæsileg mörk. Síðan fór að halla undan fæti og þetta endaði auðvitað mjög sorglega. Fréttamaður BBC orðaði það best (frítt eftir minni): “Instead of using his right foot, he headed the ball into his own net with his orange head”.
  En samt, takk fyrir Riise, þó ekki væri nema fyrir “PISS OFF-markið” á móti Man U. á sínum tíma.

 8. Burtséð frá þessu;
  sáuði Spánverja í kvöld? Alonso átti víst að vera sá eini af innkomumönnunum í liðið sem sannaði sig ef svo má að orði komast. Er með 9.2 í meðaleinkunn hjá Sky. Ég sá ekki leikinn, en gott ef einhver myndi commenta á það, hvernig stóð Arbeloa sig, og Reina í markinu?

  Og svo seljum við Xabi 🙁

 9. Ég vil bæta einu við. Hér hafa farið fram miklar umræður um Xavi Alonso á síðustu vikum. Eins og margir, þá varð ég fyrir vonbrigðum með hann síðasta vetur og metnaður minn fyrir Liverpool gerði það að verkum að ég “sveik” hann. Ég vildi betri mann. Í kvöld sá ég hins vegar bombuna hans á móti Grikkjum sem small í stönginni. Ég fór að efast um hvort ég hefði rétt fyrir mér. Eftir að Rússarnir voru komnir með þetta á móti Svíum þá skipti ég yfir á hinn leikinn og ég verð að segja að gamli Alonso virtist aldeilis mættur aftur. Fótbolti er ekki stærðfræði, það eru engin algild sannindi um getu leikmanna í framtíðinni. “Þarna er efinn…”

 10. Andri Fannar:

  Ég var greinilega að skrifa um leið og þú. Það var ekkert að gera hjá Reina í seinni hálfleik þannig að ég tók ekkert eftir honum. Ég tók hins vegar eftir Alonso. Annað var ekki hægt. Hann var skilgreiningin á leikstjórnanda í seinni hálfleik að minnsta kosti. Sá ekki fyrri hálfleik.

 11. Það ber að þakka Riise fyrir ágætis þjónustu síðustu 7 árin og gangi honum sem allra best á nýjum vettvangi. Við munum bombuna gegn ManU og fleiri góð augnablik, reynum að gleyma þessu sem miður fór 🙂

 12. þetta er mjög jákvætt. riise var í mikilli afturför og var kominn á algjöra endastöð. þetta er með hann eins og momo sissoko, þeir þurfa fresh start annarstaðar og ég vona að riise eigi bjarta framtíð hjá roma:)

 13. Ég er nú ekki sammála því að maður eigi erfitt með að ímynda sér liðið án Riise. En hann hélt sér vel í verði og það er fínt, vona að honum gangi vel í Róm.

 14. Stórkostleg tíðindi. Nú er rétt að fara með klisjuna sem þjálfarar nota þegar leikmaður snýr aftur eftir langvarandi meiðli:
  “It’s almost as we’ve signed a new player” Þannig líður mér gagnvart sölunni á Riise. 🙂

 15. Það er ekkert hægt annað en þakka Riise fyrir árin 7, hann verður seint sakaður um að hafa ekki reynt sitt allra besta og í mörg ár var hann í bakverðinum nánast heil tímabil. Liðið hefur þó augljóslega verið að styrkjast meira en Riise ræður við og því er þessi sala eðlileg. Hann gæti svo alveg orðið fínn leikmaður hjá Roma.

 16. Fulham? Hann kom frá Monaco.

  YNWA Riise. Hate to see you leave, love to see you go.

 17. Zúri, hann kom frá Monaco en var einhverjum klukkutímum frá því að skrifa undir samning við Fulham (var víst búinn að standast læknisskoðun hjá þeim ef ég man rétt) þegar Houllier stökk inn með tilboð sem hann gat ekki hafnað og hann kom til okkar í staðinn. Það er ástæðan fyrir því að stuðningsmenn Fulham hafa púað á hverja snertingu Riise í leikjum liðanna síðustu sjö árin.

 18. Ég geng út frá því að fólk sem almennt með á hreinu mína skoðun á honum Riise en þrátt fyrir það þá væri ósanngirni að þakka honum ekki fyrir oft á tíðum ágætis frammistöðu í gegnum árin. Skoraði flott mörk og stóð sig oft á tíðum vel. Liverpool hefur þróast í betri átt frá því hann var keyptur og er þetta því einfaldlega eðlileg þróun að hann sé seldur. Vonandi gengur honum vel á Ítalíu og verður gaman að mæta Roma á næsta ári í Meistaradeildinni.

 19. Ég verð nú að taka hatt minn að ofan fyrir Riise, kannski man einhver að fyrir utan bombuna á móti Scum þá átti hann fyrirgjöfina á móti Milan sem Gerrard skoraði með skallanum úr og startaði 6 mínútna geðveikinni. Þannig að ég hugsa alltaf hlýlega til Riise þrátt fyrir að hann hafi ekki haft það sem til þurfti til að halda dampi við síbatnandi Liverpool-lið.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 20. Stórkostlegar fréttir 🙂 Hefðí mátt gerast miklu fyrr, bara við að það eitt að losna við Riise þá hefur Liverpool liðið styrkst heilan helling…..þetta gætu jafnvel jafnast á við kaupinn á Torres 😉

 21. Eoooooo…ok. Man ekkert eftir þessu Fulham ævintýri. Grunaði að svo væri.

 22. Takk fyrir John Arne, áttir marga góða leiki, en líka of marga slæma.
  Rökrétt ákvörðun hjá LFC og nú er að nota peninginn í eitthvað skemmtilegt!

 23. Hmmm…Nonni athsemd nr. 6:

  Hverjir eru vextirnir?

  En ánægjuleg stund fyrir Liverpoolmenn, verð ég að segja.

  Megi norskri fótboltamenn aldrei stíga fæti aftur á Anfield Road eða Stanley Park framar….nema vera þess virðir auðvitað!

  GBE

Balague leiðréttir Villa slúður

Þrír Liverpool menn með Spáni