Balague leiðréttir Villa slúður

David Villa er spænskur og því þarf samkvæmt breskum lögum að orða hann við Liverpool. Guillem Balague, sem þekkir bæði vel til spænska boltans og til Rafa Benitez (Rafa hefur gefið honum lengstu og innihaldríkustu viðtölin sín), útilokar dregur mjög í efa þær sögusagnir að David Villa komi til Liverpool. Hann segir á blogginu sínu:

>People keep talking about David Villa and a possible link to Liverpool. I have said it again, but I will repeat it. There has been NO CONTACT between Liverpool and David Villa’s representative, Jose Luis Tamargo. Someone made up a quote that the player did not say in the mixed zone. He is supposed to have hinted he would be interested in a move to Anfield. It is not true; he has not said such a thing. He has told me so in an exclusive interview with guillembalague.com.

>His best friend in the national team is Pepe Reina, and Pepe has jokingly asked him to join Liverpool many times. But, believe me, that is as far as it has gone between David Villa and Liverpool. I will give you my prediction: David Villa IS NOT GOING TO LIVERPOOL. There has been interest from Juve, Inter, Real Madrid, Spurs and Barcelona and I have the impression he will end up going to one of those teams. Pep Guardiola is dreaming of playing Mario Gomez and David Villa together, but that is far from a reality yet.

Og hérna er viðtalið, sem að Balague vísar í við Villa. Þar segir David Villa:

>I have heard that I am supposed to have said that I would prefer to go to Liverpool to play next season or that I want Chelsea to be my next team. Please, Guillem, make sure that people know that I have not said anything like that. My club insists I am not for sale and, believe me, I am totally focused on the European Championships. As far as I know, nobody from Liverpool has been in touch, but in any case my future is not something I have in my mind at the moment. I do not understand why people put words in my mouth.

Semsagt, eins dipló og Villa getur verið. Hann vill eflaust skiljanlega minnka slúður í tengslum við sig á meðan að EM stendur. Það kemur jú fram í viðtalinu að Pepe Reina sé besti vinur David Villa, en það þýðir ekki að þeir þurfi að enda hjá sama liðinu. Ætli líklegast sé ekki einsog Balague talar um að Villa endi hjá Barcelona.

Villa og Torres saman í framlínu Liverpool er fallegur draumur, en verður sennilega áfram bara draumur.

37 Comments

 1. Hann útilokar ekkert komu Villa, enda er hann ekki í neinni aðstöðu til að gera það. Hann bara bendir á að það hafa ekki verið viðræður á milli Liverpool og umboðsmanns Villa, og svo gefur hann sína spá, að David Villa komi ekki til Liverpool.

  Ætli það sé eitthvað til í þessu eða ætli hann/þeir séu bara að reyna minnka slúðrið…maður veit ekki. Verð að viðurkenna að ég stór efa að Villa komi en vona það þó innilega. Ég er þó alveg sannfærður um að allavega 2 stór nöfn komi í sumar, og þá er ég ekki að tala um Dossena eða Barry.

 2. Fyndið samt að segja að Spurs sé líklegri áfangastaður en Liverpool : )
  Það er eitthvað svo fucked up : )

 3. Spurs eru örugglega ekki líklegri áfangastaður. Balague nefnir bara að þeir séu einn af þeim klúbbum sem hafi haft samband út af honum, en Liverpool hafi ekki gert það.

  Vissulega er Villa draumur fyrir okkur Púllara og yrði frábært að sjá hann með Torres frammi (2 spænskir og 2 hollenskir í framlínu okkar: brilljant!) en á meðan okkar menn eru ekki einu sinni að spyrjast fyrir um hann er það ekki að gerast. Ég vona bara að hann endi frekar hjá Barca en Madríd eða Inter, úr því hann kemur ekki til okkar.

 4. Ótrúlegt að Tottenham hafi meiri monninga milli handa til að spreða heldur en Liverpool. Erum ekki að fara að bjóða í Villa því það eru einfaldlega engir peningar til.

 5. Ég myndi ekkert slá hendinni á móti því að bæta eto´o og Ronaldinho í raðir Liverpool. Gæti gert ágætis hluti fyrir okkur í sókninni. Þó reyndar Eto´o væri í raun óþarfur.
  En ég tek það fram að þetta eru bara draumórar. En ég myndi samt alveg vilja sjá nafn Liverpool nefnt í sömu andrá og Ronaldinho. Maðurinn er bara 28 ára held ég og smell passar inní leikkerfi Liverpool.

 6. Af hverju erum við ekki með í baráttunni um Ronaldinho?

  Hann yrði fullkominn í holunni milli framherja og miðju.. Gerrard út hægra megin og Barry og Mascherano á miðri miðju.. Babel að sjálfsögðu vinstra megin og Voron…. ég meina Torres frammi!

 7. Það væri auðvitað geggjað að fá Ronaldinho til Liverpool, held að það yrði skemmtilegt surprice að klófesta hann.

 8. Á köldum og blautum janúardegi í útileik á móti Stoke myndi Ronaldinho liggja í miðjuhringnum skælandi í fósturstellingunni og biðja um mömmu sína, er ég ansi hræddur um…

 9. Svona svipað og Torres gerir? Það sem mér finnst einn stæsti kosturinn við Ronaldinho er fótavinnan hjá honum, hversu ótrúlegt jafnvægi hann hefur. Þetta er nákvæmlega sá leikmaður sem ég myndi vilja fá til okkar, að því gefnu að hausinn sé í lagi.

 10. Þótt Torres sé harður þarf það ekkert að þýða að Ronaldinho sé það… 🙂

  Mér hefur alltaf fundist Ronaldinho vera þessi týpíska léttleikandi prímadonna sem vill fá að spila sinn dúkkubolta í friði – og slíkar týpur hafa oft átt í erfiðleikum í enska boltanum. Fyrir utan það að hann virðist vera í lægð sem ómögulegt er að vita hvort hann komist upp úr. En þetta veltur líka á verðinu – ef það þarf að borga háa upphæð fyrir hann myndi ég segja það vera alltof áhættusama fjárfestingu.

 11. Ég er einmitt ósammála Kiddi, mér hefur fundist Ronnie með frábært jafnvægi miðað við boltameðferð og stendur oft ótrúlegustu hluti af sér…þó auðvitað eigi hann það til að fara full auðveldlega niður. Aftur á móti hefði ég meiri áhyggjur af hausnum á honum og launapakkanum…en spurning með markaðssetningu hans ef hún kæmist nú í lag, hvort hún coveri ekki launin og jafnvel kaupverðið.

 12. “Á köldum og blautum janúardegi í útileik á móti Stoke myndi Ronaldinho liggja í miðjuhringnum skælandi í fósturstellingunni og biðja um mömmu sína, er ég ansi hræddur um…”

  Kiddi – Mamma þín er er í miðjuhringnum skælandi

 13. Hressandi að fá svona 5 ára comment á miðjum miðvikudegi Gummi minn…

  …en eigum við nú ekki að reyna halda þessari síðu á hærra leveli en þetta?

 14. Ég er sammála Benna Jóni í þessu, eins og raunar mörgu öðru.

  Mér finnst það voðalega klisjuleg pæling að Ronaldinho sé einhver léttleikandi prímadonna sem þoli ekki líkamlegt álag. Mér hefur einmitt alltaf fundist hann frekar sterkur, sérstaklega miðað við að vera léttleikandi og asnalega teknískur. Hann getur alveg staðið af sér einhverja tudda, sbr. t.d. þegar hann sópaði gólfið með John Terry á sínum tíma. Ég hefði miklu frekar áhyggjur af hugarfari hans og því hvort hann sé einfaldlega orðinn saddur. Kannski þarf einmitt rigningu, sudda og einhvern kolbrjálaðan, tveggja-fóta-tæklandi Stoke vitleysing með tækni á við ungabarn til að vekja dýrið. Og ef svo færi, þá væri það dýr sem ég myndi svo sannarlega vilja sjá hjá okkar liði.

  Maðurinn er 28 ára gamall. Að öllu eðlilegu á hann að eiga nóg eftir og auk þess væri líka hreinlega gaman að sjá hann sem nr. 10 hjá LFC. Menn verða að taka sénsa í þessu eins og öðru, það verður ekki hjá því komist ef menn ætla á toppinn.

 15. Skv. slúðrinu þá sýnist mér menn vera að tala um bull launatölur á hann og ég vil ekki að Liverpool taki þátt í þannig sirkus með mann sem í besta falli myndi flokkast sem áhætta.

  Efast stórlega að hann hafi verið að sýna hugarfar undanfarið sem heilli Rafa.
  Auðvitað gæti hann orðið frábær hjá Liverpool en mér finnst það svo óraunverulegt að hann komi að maður nennir ekki að spá í það, fyrir utan að það er ekkert í umræðunni!! Er það nokkuð?

 16. Eg held ad hann ronnie sem ekki ad koma enda vil eg david silva frekar en hann, enda er benitez ad kaupa leikmenn sem eru hungradri i titill, en eg myndi alls ekki grata ad sja ronaldinio i liv en ta verdur ad vera metnadur hja karli ad vera i lagi.

 17. Ég kvóta í pistlahöfund:
  [quote]”Villa og Torres saman í framlínu Liverpool er fallegur draumur, en verður sennilega áfram bara draumur.”[/quote]

  …og bæti við að þetta er álíka draumur og að Liverpool verði selt til DIC en það er ekkert gaman ef maður leyfir sér ekki að dreyma annað slagið.

  • og ég bæti við að ég kann ekki að kvóta!

  Ég kann ekki neitt í svona html tungumáli (eða hvað sem þetta heitir) og hef raunar óskað eftir leiðbeiningum í því, t.d. hvernig maður gerir [b]feitletur[/b] [i]skáletur[/i] [u]eða undirsrikanir[/u] en til að gera svona quote þá virkar oftast að gera bandstrik eitt bil og setja svo textann sem þú ert að quotea í.

 18. Hehe, það er < og > í staðinn fyrir []
  sbr.
  feitletrað
  skástrikað
  undirstrik

  Þegar ég kvóta þá nota ég oftast <“blockquote”> án gæsalappa.

  Kvót
  Asdfaasdfasdf

 19. Afsakið þetta en smá prufa (það má svo eyða þessu)

  prufa

  <

  blockquote>
  kvót

  <

  blockquote>

 20. Þetta er einfalt.

  Til að gera kvót, þá geriði svona:

  >Þetta er kvót

  Til að gera feitletrað og skáletrað, þá geriði svona:

  *skáletrað* og **feitletrað**

  Til að gera link, þá geriði

  [þetta er nafnið á tenglinum](http://www.kop.is)

 21. Væri ekki ráð að hafa þessar upplýsingar til haga þarna hægra megin á síðunni? 🙂

 22. Nr 12 Kiddi

  Ronaldo er nú verri en Ronaldinho. Helvítis smjörkúkurinn hann Ronaldo dettur á hverri mín.

  Ronaldinho væri fínt að fá

 23. Þetta er ekki endilega spurning um hvort hann detti mikið eða nái ekki að fóta sig þegar tæklingarnar fara að fjúka hjá Wigan og félögum. Frekar það hvort svona suðræn prímadonna í tilvistarkreppu sem er vön glamúrlífinu á Spáni þoli grámann og rigningarsuddann í Englandi og nái t.d. að rífa sig upp í týpískum útivallarleðjuslag á móti þessum B-liðum. Ég persónulega held að Ronaldinho sé ekki maður í það – en ykkur er velkomið að vera á öndverðri skoðun. Sönnunin fyrir því hverjir hafi rétt fyrir sér fæst náttúrlega ekki nema pilturinn komi. 🙂

Bentley vill fara frá Blackburn

Riise farinn til Roma (staðfest)