Torres byrjar fyrir Spán

Jæja, ég ákvað að henda inn stuttri færslu fyrir Spánar leikinn þar sem ábyggilega einhverjir vilja tala um þann leik.

Mér sýnist Spánn stilla upp sama liði og gegn Rússlandi. Það þýðir að Torres er frammi með David Villa. Reina, Arbeloa og Alonso eru allir á bekknum hjá Spáni.

10 Comments

  1. það má kanski bæta við þessa færslu, fyrst enginn er búinn að því , að gullpungurinn Torres er búinn að skora fyrsta mark leiksins. Ég á enginn lýsingarorð sem geta lýst þessum dreng… ég get bara ekki beðið eftir að deildin á Englandi byrji aftur…

    Insjallah…Carl Berg

  2. Iss, Torres bara búinn að skora! Hann er næstum því jafn sjóðheitur og þessi Kuyt hjá Hollendingum. Ímyndaðu þér að hafa þá tvo saman í liði, það yrði örugglega r-r-rosalegt! 🙂

  3. þeir sögðu á Rai Uno fyrir leikinn að Juventus hefði komist að samkomulagi við Liverpool um að kaupa Xabi Alsonso fyrir 18 milljónir Evra – sel það ekki dýrara en ég keypti það…

  4. Ef Liverpool væru núna að ganga frá kaupun á Dirk Kuyt sem er einn aðal leikmaðurinn í framlínu Hollendinga þá væru allir hér inni himinlifandi ! 🙂 hugsið ykkur það.

  5. Fínn leikur hjá Spáni, var SVO ánægður þegar varnarlið Svía fékk á sig markið í lokin. Flott klárað hjá Villa sem átti annars arfalélegan leik. Alonso karlinn virðist ekki vera í náðinni hjá Aragones, spurning hvort hann er með hugann við annað….

  6. Fínt að þú hafir svona færslu um hverjir byrja inná, virðast skora í 100% tilfella sem þú gerir það:)

  7. Alonso er bara ekki nógu góður til þess að vera í liðinu svo einfalt er það

Kuyt byrjar fyrir Holland

Sunnudagar eru safaríkari!