Ok, Torres ER EKKI TIL SÖLU (og meira um Barry)

Ok, ég veit að breska pressan er í vandræðum með slúður þessa dagana, en þetta Torres slúður er einfaldlega fráleitt. Ef að Fernando Torres yrði seldur þá myndi einhver geðsjúkur Liverpool aðdáandi myrða Gillett og Hicks í næstu heimsókn þeirra á Anfield. Það hljóta þeir að vita og Rick Parry gerir sitt besta til að klára þetta slúður í eitt skipti fyrir öll í samtali við BBC:

>”It is as simple as that, really – he is not going anywhere.”

Einfalt. Torres.ER.EKKI.TIL.SÖLU. Capiche?


Einnig halda BBC því fram að Liverpool muni hækka tilboð sitt í Gareth Barry. BBC halda því fram að tilboðinu sem var hafnað hafi verið uppá 13 milljónir punda, en ekki 15 einsog Kristján skrifaði um í síðustu færslu. Talið er að Aston Villa vilji um 18 milljónir punda. Ætli þetta endi ekki í 15-16 milljónum punda.

Martin O’Neill er auðvitað búinn að viðurkenna að Barry vilji fara til Liverpool.

6 Comments

  1. Móðir náttúra kom til mín í kvöld og sagði mér að Liverpool væru búnir að signa Villa, og samningurinn væri leyndur þangað til kaupin á Barry gengu yfir svo að Pool myndi ekki lenda í CSKA Moskva vitleysu varðandi asking price.
    Yes Sir

  2. Maður bara er gapandi yfir verðinu á þessum Barry dude!
    Hann er góður leikmaður en..hvað á hann að koma með í okkar lið?
    ekki man ég að hann væri skorari mikill? Vantar okkur á miðjuna?
    Ég er ekki að skilja. Væri ekki fínt að gefa ungum leikmanni séns?
    láta á það reyna. Eyða frekar þessum pening sem fæst fyrir Alonso
    í striker partner fyrir Torres??? En…Rafa ræður.

  3. Torres verður aldrei seldur frá Liverpool fyrir eftir svona 5 ár ef hann vill fara

  4. SJ, hugsanlega koma með það sem Alonso hefur ekki komið með nógu reglulega í deildinni. Fyrst þú minnist á mörk þá get ég sagt þér að hann skoraði 9 mörk í deildinni, þó líklega slatti af vítum. Það er þó varla ástæðan fyrir því að Rafa vilji hann, frekar það að hann er nokkuð stöðugur leikmaður á hátindi ferilsins ( hvað sem það er nú áreiðanlegur titill ). Ekki hægt að bíða endalaust eftir því að Alonso nái sér aftur á strik. Enn glæfralegra væri að selja Alonso og fá engan inn í hans stað. Það að ætla að veðja á einhvern óreyndan ( eða semi-óreyndan 😛 ) sem er nú þegar í lpool í alla leiki gæti reynst dýrkeypt.
    Að ætla að nota pening frá sölu á Alonso í sóknarmann væri nú ekki beint að halda jafnvæginu í þessum helstu stöðum.

  5. Ég hef alltaf haft mikið álit á Gareth Barry alveg síðan hann spilaði sem vinstri bakvörður og upp vinstri kant og svo núna síðast inn á vinstri helming miðjunnar. Hann er leikmaður sem hleypur endalaust og passar vel við Gerrard á miðjunni og með Mascherano til að bakka þá uppi. Ég myndi kaupa hann þótt hann myndi kosta 16-17m.
    Ég er ekki að líkja Alonso og Barry saman hér eða að gera upp á milli þeirra, en ég tel að með því að hafa Alonso og Mascherano erum við að setja stórkostlegan mann á bekkinn eingöngu vegna þess að þeir eru að spila sömu stöðuna. Rafa er að skipta út Alonso fyrir Barry til að geta spilað þeim öllum þremur í liðinu til að gera það sterkara. Það er allavega mín skoðun á þessu.

    Svo er ég virkilega feginn að Rick “Negotiatior” Parry komi fram og útskýri fyrir okkur að Torres sé ekki til sölu. Það samt róar mig akkúrat ekki neitt þar sem Amerískir eigendur liðsins (lesist: Þeir sem skráðir eru fyrir láninu) gætu tekið upp á því að selja hann og sett meiri hluta upphæðarinnar í nýjan leikvang. (Lesist enn frekar: Öll ráð verða nýtt til að þurfa ekki að punga sjálfir miklu út).

Nýju tilboði í Barry hafnað

Kuyt byrjar fyrir Holland