Kuyt byrjar fyrir Holland

Jæja, okkar maður Dirk Kuyt er í byrjunarliði Hollendinga, sem mér sýnist vera óbreytt frá stórkostlegum leik gegn Ítalíu.

Við báðir ritstjórar Kop.is erum auðvitað miklir Hollands-aðdáendur og því fáránlegt að við skulum ekkert hafa bloggað um frammistöðu Kuyt (ég var reyndar mikill gagnrýnandi Kuyt alveg þangað til að sirka 2 mánuðir voru eftir af síðasta tímabili), því hann var frábær gegn Ítalíu og lagði upp tvö mörk.

Dirk Kuyt heldur því mönnum einsog Arjen Robben og Robin van Persie fyrir utan liðið og er í þriggja manna sóknarmiðjulínu með Van der Vaart og Wesley Sneijder með van Nilsteroy einan fyrir framan þá. Þetta er auðvitað nákvæmlega sama uppstilling og Rafa spilaði með seinni part síðasta tímabils og Kuyt blómstraði í hlutverkinu hægra megin, sérstaklega í allra stærstu leikjunum í Meistaradeildinni.

Við vonum að hann spili álíka vel í dag og gegn Ítalíu. Hjá Frakklandi vekur það athygli að Henry er komin inn fyrir Anelka (sem var ólýsanlega lélegur gegn Rúmeníu). Benzema dettur einnig á bekkinn. Þetta verður fróðlegt.

Áfram Dirk Kuyt!

45 Comments

  1. Eigum við eitthvað að ræða þetta. Vinnusemin borgar sig. Kuyt búin að skora. Er heldur betur að þakka Van Basten traustið.
    Áfram Holland 😉
    YNWA

  2. 4-1 !!! þvílík snilld !?! Halland vinna EM!
    3-0 á móti heimsmeisturunum og svo voru Frakkland náttúrulega í öðru sæti á HM. algjör snilld.

  3. Mikið rosalega voru Hollendingarnir sannfærandi. Marco Van Basten er aldeilis búinn að troða upp í Johan Cryuff sem var búinn að gagnrýna leikstíl liðsins. 7 mörk í 2 leikjum mun seint kallast “of varnarsinnað”.

    Sterkt hjá Kuyt að vera búinn að leggja upp 2 mörk og setja eitt. Nú krosslegur maður bara fingur og vonar að hann muni tengja þessa fínu frammistöðu á EM inn í 2008/2009 tímabilið hjá LFC.

  4. Af hverju var þessi drengur hörmulegur allt síðasta tímabil hjá okkur ? en er að blómstra á EM. Eins gott að hann geti eitthvað hjá LFC líka.

  5. Allt síðasta tímabil hjá okkur Jón Björn? Er ekki lágmark að hafa fylgst með síðasta tímabili til að geta tjáð sig um það? Hann var hörmulega slakur framan af tímabili, en c.a. eftir stórslysið gegn Barnsley, þá var hann bara frábær.

  6. SSteinn
    hann var ekkert frábær eftir Barnsley leikinn. Hann er að skora heppnis mörk stundum, en hann vinnur og vinnur greyið en hann er ekki að sína sig í skotum eða stuttu spili . Brilliant á EM

    Holland eða Spánn vinna EM

  7. Framan af? Er þetta nú ekki bara til að fegra hlutina. Hann var fínn síðustu tvo-þrjá mánuðina, mjög slakur fram að því.

    Hann stóð sig ágætlega í dag og var lala(ef við tökum stoðsendingarnar í burtu) í síðasta leik, gerði samt ekkert rosalega mikið fyrir utan stoðsendingarnar tvær…og ef við skoðum þær þá er önnur þriggja metra langur skalli á mann sem stendur beint fyrir framan hann og hin var “redding” eftir að hafa klúðrað DAUÐA-færi. Þessar tvær stoðsendingar plata svolítið í fyrri leiknum, en hann gerði þó mjög vel í að gefa þær.

    Afhverju ætli honum hafi verði skipt útaf í upphafi síðari hálfleiks í dag? Afþví að hann var svo frábær? Mér fannst hann reyndar mun skárri í dag en í fyrsta leiknum.

    Og eru ekki bæði van Persie og Robben búnir að vera meiddir? þess vegna er Kuyt á undan í liðið núna? Allavega er nokkuð víst að hann labbar ekkert inní liðið gegn Rúmeníu eftir þessar innkomur hjá van Persie og sérstaklega Robben.

  8. Össs hvað sumir nenna að vera neikvæðir, geta ekki einu sinni hrósað mönnum sem eiga það virkilega skilið, sbr. Dirk Kuyt eftir þess fyrstu tvo leiki Hollands á EM.

    Benni Jón, hvernig geturu sagt að Kuyt var lala “ef við tökum stoðsendingarnar í burtu”? Þetta voru stoðsendingar og þá á ekkert að vera að taka þær í burtu. Getum við þá ekki sagt að Pepe Reina sé lélegur markmaður “ef við tökum markvörslurnar hans í burtu”? Eða að David Villa hafi ekkert verið spes á móti Rússlandi “ef við tökum mörkin í burtu”? Hahaha þvílík steypa sem vellur stundum upp úr þér.

    Sama hvað hver segir þá er Kuyt búinn að vera einn af betri mönnum EM það sem af er mótsins.

  9. Kemur lítið á óvart, spilað vel síðustu mánuðina með liverpool og heldur sínu striki á em í sömu stöðu á vellinum. Einstakur leikmaður, eða hvað? Er eitthvað mikið um svona vélmenni í þessari stöðu sem stoppar ekki og fylgir greinilega leikskipulagi vel og er lúmskt góður í hraðaupphlaupum og hamagangi. 🙂
    Maður er farinn að telja það alveg sjálfsagt mál að hann sé kominn aftur á eigin teig að tækla andstæðinginn og taki einnig þátt frammi í hröðum sóknum sem koma í kjölfarið.

  10. “ef við tökum stoðsendingarnar í burtu” þvílík snilld 🙂

    og ég sem hélt að fótbolti gengi útá það að skora mörk

  11. og við megum ekki gleyma þætti hans í pressuvörn, hann á frábærar lokanir og knýr varnarmenn til að gera mistök, upp úr því fáum við færi og mörk. Þannig að þrátt fyrir að vera ekki mjög kreatívur leikmaður þá skapar hann, og á þátt í fjöldanum öllum af mörkum. Fúnkeraði ekki eins vel í 4-4-2 einhverra hluta vegna.

  12. Benni Jón… vera úti kallinn minn…
    Ef þú hefur ekkert gott um manninn að segja haltu þá kj.

  13. Ari, Júl.li og félagar…lesið aftur yfir það sem ég sagði.

    Ég get mér til að þið guttar séuð læsir(þó það sé alls ekki hægt að greina úr ummælum ykkar) þannig ég mæli eindregið með því að lesa hrósið og gagnrýnina sem ég gef honum í heild sinni. Það eru ekki nema blindir liverpool menn sem tala um frábæra leiki hjá honum, meira að segja þjálfarinn sjálfur, Maco van Basten er á mínu bandi og tekur hann útaf í báðum leikjum. Gæjinn er búinn að skapa þrjú mörk, mjög vel gert, en það er ekki þar með sagt að hann hafi verið potturinn og pannan í sóknarleik Hollendinga, langt því frá.

  14. …enda er hans hlutverk ekki að vera potturinn og pannan í sóknarleiknum hjá Hollandi. Þjálfarinn á sama bandi og þú, hvað veist þú um ástæðu skiptingarinnar? Fá frískan mann inn, þegar var farið að myndast svæði í leiknum sem RVP og Robben eru frábærir í að nýta sér, var sniðugt hjá van Basten. Kuyt var búinn að loka frábærlega og hlaupa svakalega mikið..og já skora eitt mark.

  15. Vá Benni Jón… var einhver að segja að hann hefði verið “potturinn og pannan í sóknarleik Hollendinga”???
    Hann er einfaldleg að gera þá hluti sem þjálfarinn biður hann um að gera… og er mjög duglegur í því…

    Það er enginn vafi á því að megnið af tímabilinu var hann alveg skelfilegur hjá okkur…
    En eftir að Rafa fór að spila með hann, Gerrard og Babel fyrir aftan Torres, þá sýndi hann hversu mikilvægur hann getur verið fyrir liðið… og fór líka loksins að skora…

    van Basten er að spila sama leikkerfi og Rafa var með undir lok tímabilsins og Kuyt er að gera nákvæmega sömu hlutina og hann gerði hjá okkur… leggja upp mörk, skora mörk og gera varnarmönnum (og þá sérstaklega vinstri bakvörðum) andstæðinganna lífið leitt, með því að vera endalaust að djöflast í þeim…

    Það þýðir ekkert að vera að lesa í það að van Basten sé að skipta honum út af sem vantraustsyfirlýsingar… hann er einfaldlega að setja inn á fljótari menn, eftir að Hollendingar eru komnir yfir, á móti liðum sem hann veit að verða að sækja…
    Taktíkin hjá van Basten er að pressa hátt í byrjun, komast yfir, og nota svo hraðaupphlaupin. Þar eru van Persie og Robben betri, enda fljótari og teknískari… en þeir skila ekki sömu varnarvinnu og pressu sem Kuyt skilar…

    Þannig les ég allavegna í það af hverju van Basten skiptir Kuyt útaf…

    “Gæjinn er búinn að skapa þrjú mörk” hehehehe
    Eru það ekki fleiri mörk en Frakkar og Ítalir eru búnir að skora, samtals???

  16. Kuyt var ekki tekinn útaf í þessum leikjum vegna slakrar frammistöðu, það er alveg á hreinu, ekki frekar en að Torres var tekinn útaf gegn rússum af sömu ástæðu.

    Í mínum huga eru 3 ástæður fyrir þessum skiptingum á Kuyt. Fyrir það fyrsta að þá hleypur Kuyt og djöflast sennilega meira en flestir leikmenn í einum leik og þegar van basten sér fram á að spila hugsanlega 6 leiki með 3-4 daga hvíld á milil þeirra sér hann eins og flestir rökhugsandi menn að Kuyt getur ekkert haldið uppi þessum rosalega krafti ef hann á að spila 90 mínútur í þeim öllum. Í öðru lagi eru þetta áherslubreytingar, Frakkar byrjuðu seinni hálfleikinn í gær af töluverðum krafti og van basten ákvað að bregðast við því með því að breyta aðeins til, sem gekk heldur betur upp hjá honum. Og í þriðja lagi að þá er van basten bara að nýta hópinn. Að skipta Kuyt útaf á 80. mínútu í leik sem holland er að stýra frá A til Ö og er 2-0 yfir telst varla neinn áfellisdómur yfir honum, við höfum nú séð ansi margar skiptingar af þeim toga í gegnum tíðina.

    Mig langar svo í lokin aðeins að verja frammistöðu Kuyt í vetur. Það virðist nefnilega hafa farið framhjá ansi mörgum að pabbi hans dó síðasta sumar. Ég þekki það af eigin raun hvernig er að missa foreldri á meðan þú býrð erlendis og það getur haft töluvert meiri áhrif á daglegt líf heldur en flestir gera sér grein fyrir. Í tilfelli Kuyt hafði þetta alveg greinileg áhrif á spilamennskuna hans frameftir vetri og ekki hjálpaði það til að pabbi hans var vanur að mæta á leiki og sat víst alltaf á sama stað í stúkuni á anfield. Kuyt hefur sjálfur sagt það í viðtali að það hafi verið óþægilegt fyrir hann að kíkja upp í stúku og sjá ekki kallinn í sínu sæti þar. Það tekur flesta tíma að ná sér eftir svona missi, ég tala nú ekki um þegar tengslin eru mjög náin eins og virðist hafa verið tilfellið með þá Kuyt feðga. Það tók Kuyt rúmlega hálft ár að ná sér og eftir það fórum við að sjá hvað hann getur, nú er bara að vona að hann geti tekið þetta form sem hann hefur verið að sýna síðustu 3-4 mánuði með sér inn í næsta tímabil.

  17. Held strákar að þið ættuð aðeins að róa ykkur niður. Ég hef hvergi sagt slæman hlut um Kuyt hérna, ég er bara ekki tilbúinn að hefja hann upp til skýjanna eftir tvo leiki eins og margir. Hann er búinn að standa sig fínt í þessum tveim leikjum, ég hef aldrei sagt annað, en að hann sé nálægt því að vera besti maður hollands er fásinna.

    Í fyrri leiknum var hann lítið inní spilinu og maður sá greinilega hjá bæði Sneijder og van der Vaart að þeir treistu honum illa í sóknarleiknum og gáfu helst ekki á hann. Hann gaf tvær stoðsendingar, aðra tveggja metra á mann beint fyrir framan sig og hina rétt náði hann að redda sér eftir að hafa farið skelfilega illa með dauðafæri. Hann gerði vel að gefa þessar tvær stoðsendingar(sem hvorug voru af einhverju alvöru kaleberi), en að hann hafi átt heilt yfir eitthvern stjörnuleik er fásinna.

    Í gær fannst mér hann mun sterkari, hann gerði vel í markinu sínu og var mun betur inní spilinu hjá Hollendingum. van Basten ákveður samt að taka hann útaf strax í upphafi seinni hálfleiks. Klárlega ekki að hvíla hann, enda vita þeir sem fylgjast með Liverpool að Kuyt er ekki sá leikmaður sem hleypur mest eins og margir virðast halda, ætli hann hafi ekki viljað fá bæði Robben og van Persie inn eftir meiðslin, enda báðir mun betri leikmenn en Dirk Kuyt.

    Menn virðast bara í einfeldni sinni halda að Dirk Kuyt sé allt í einu orðinn frábær leikmaður afþví að hann er búinn að gefa tvær stoðsendingar og skora eitt mark. Ekki misskijla mig, það er mjög flott hjá honum, en hann hefur ekkert átt eitthverja svakalega stjörnuleiki, langt því frá.

  18. Ertu hvergi að segja slæman hlut um Kuyt hérna???
    Kallar okkur samt “blinda liverpool menn”, fyrir að hrósa honum…

    Það er enginn að segja að hann hafi átt stórleiki… hann hefur einfaldlega gert það sem þjálfarinn bað hann um að gera, vera duglegur og ógna marki andstæðinganna…

    Hvað meinarðu svo að stoðsendingarnar hafi “hvorug verið af einhverju alvöru kaleberi”???
    Þurfa stoðsendingar að vera eitthvað spes flottar til að þær teljist “alvöru” stoðsendingar???

    Svo er enginn að halda því fram að Kuyt sé “allt í einu orðinn frábær leikmaður”…
    Þetta er leikmaður sem kom til okkar sem markahæsti og besti leikmaður hollensku deildarinnar… hann hefur bara ekki blómstrað jafn vel hjá Liverpool og vonast hafði verið til, en hann virðist þó alltaf hafa traust þjálfara sinni til að vera í liðinu… Það eitt og sér ætti að segja þér eitthvað, óháð því hvort að van Persie og Robbin hafi verið eitthvað meiddir…

    Það er í fínu lagi að gagnrýna menn sem spila illa… en ég skil ekki hvernig þú nennir að gagnrýna gæði stoðsendinganna hans og gera lítið úr markinu hans, bara af því að þér finnst hann ekki nógu góður leikmaður… bara skil það ekki…

  19. Endilega sýndu mér Árni hvar ég hef gert lítið úr markinu hjá Kuyt…afhverju þarftu að gera mér upp skoðanir? Alveg merkilegt með suma gutta hérna inni.

    Árni minn, ég hef alltaf sagt að stoðsendingarnar tvær hafi verið góðar hjá honum. Hvernig þú nennir að gera mér upp skoðanir svona. Ég hef bara bent á að báðar hafi verið mjög “auðveldar”. Að vera út úr spili og gefa tvær “auðveldar” stoðsendingar er ekki að eiga stjörnu leik samkvæmt mínum kokkabókum. Kannski samkvæmt þínum?

    Bottom line: Kuyt er búinn að vera ágætur í þessum leikjum. Gerði mjög vel í markinu sínu og stoðsendingunum en er langt því frá að vera aðal maðurinn þarna eins og margir virðast í einfeldni sinni halda. Ef þið viljið berja hausnum í steininn og reyna gera Kuyt að eitthverju sem hann klárlega er ekki, þá þið um það.

  20. Hvað eru menn að nenna að rífast yfir þessu? Kuyt er að standa sig fantavel en hann er ekki lykilmaðurinn í þessu hollenska liði. Framlag hans er þó erfitt að ofmeta – þeir eru ekki margir heimsklassasóknarmennirnir í mótinu sem eru búnir að skora eitt og leggja upp tvö í tveimur leikjum.

    Ég er persónulega himinlifandi yfir spilamennsku hollenska liðsins í heild, og er Kuyt þar á meðal. Hvað hann sjálfan er ég feginn að hann fái yfirhöfuð að vera með, þar sem fyrir svona mánuði síðan virtist borin von að hann yrði valinn í hópinn á EM. En Van Basten sagði að hann ætti það skilið eftir að hafa bætt sig mikið með Liverpool eftir áramót og því komst hann inn, og er nú kominn í byrjunarliðið og mun væntanlega halda þeirri stöðu á meðan hann heldur áfram að skora/leggja upp og réttlæta val sitt í hverjum einasta leik.

    Fyrir mér eru þessir tveir leikir búnir að sýna okkur svart á hvítu að Kuyt á mikla framtíð í þessari hægri vængstöðu/framherjastöðu hjá bæði Liverpool og Hollandi. Ég fer hins vegar ekki ofan af því að við þurfum góðan mann til að deila þeirri stöðu með honum. Babel og Benayoun bjóða upp á ólíka kosti og gera því vinstri vængstöðuna mjög góða, ef við fengjum einhvern eins og t.d. Ribéry til að deila hinni vængstöðunni með Kuyt værum við komin með ansi fjölhæfa og öfluga framlínu á öllum sviðum.

  21. “Þetta er auðvitað nákvæmlega sama uppstilling og Rafa spilaði með seinni part síðasta tímabils og Kuyt blómstraði í hlutverkinu hægra megin, sérstaklega í allra stærstu leikjunum í Meistaradeildinni.”

    Rólegur!! Og rólegir þið flest allir í heild sinni.

    “Smala-hundurinn” er duglegur leikmaður, vinnur vel og frábær marki yfir. Marki yfir er hann einn besti fótboltamaður heims vil ég meina.

    En hann lék ekki frábærlega seinustu leiki ársins. Það er hrein firra að halda því fram að mínu mati. Hann lék vel, ég er alls ekki að segja annað, hann hljóp maraþon í hverjum leik og fór að sinna sínu hlutverki vel eða mun betur en áður. Hann gagnaðist liðinu vel og fleira.

    En hann lék ekki frábærlega strákar.

    Skil Benna Jón vel og er sammála honum að mörgu leyti. Held að menn ættu að lesa það sem hann er að skrifa í stað þess að ákveða sjálfir hvað það á að vera. Hann kallar menn “blinda” fyrir að tala um hve ótrúlega frábær hann er þegar hann er ekki nema góður role player og duglegur smala hundur. Hann sinnir sínu hlutverki nokkuð vel en er þó alls ekki nógu góður fyrir lið sem ætlar að vinna Premíuna. Til þess þarf betri “kantmann”.

  22. Af hverju í ósköpunum þurfa menn að detta niður á það plan að uppnefna menn sem spila fyrir okkar uppáhaldaldslið einsog Stb gera?

    Málið er einfaldlega að van Basten sá það sem margir sáu gerast hjá Kuyt í vetur. Kristján Atli veit það vel að ég gjörsamlega þoldi ekki Kuyt síðasta vetur. Ég held að ég hafi ábyggilega sent honum og öðrum vini mínum svona 20 sms bara um það hvað ég væri brjálaður útí Kuyt. Hann var næstum því kominn á sama level og Emile Heskey var kominn hjá mér.

    Og van Basten virtist vera mér sammála, enda datt Kuyt algerlega útúr Hollandshópnum í vetur og það leit út fyrir að hann yrði ekki með á EM vegna þess hvað hann var slappur.

    En svo skipti Rafa um kerfi og Kuyt blómstraði. Hann var okkar besti maður í leikjum í Meistaradeildinni, vann frábærlega fyrir liðið, skapaði færi og skoraði mörk. Ég er ekki enn sannfærður um að hann sé eitthvað svar við hægri kantinum hjá okkur í 4-2-3-1 hjá okkur, en ég verð bara að játa það að hann gerir meira með hverjum leik í að sannfæra mig um að hann gæti komið sterkur inn í þá stöðu á næsta tímabili.

    En ég er samt pottþéttur á að við þurfum að fá einhvern annan á hægri kantinn, sem gæti boðið uppá aðra möguleika. Það sást vel hjá hollenska liðinu hversu nýja vídd varamennirnir komu með inná völlinn. Það þarf enginn að segja mér að þeir hefðu verið svona góðir hefðu þeir byrjað inná í stöðunni 0-0. Nei, Robben og van Persie nutu góðs af markinu hans Kuyt því þeir komu inná þegar að Frakkar voru að sækja og gátu því gert það sem þeir gera best, sem var að sækja hratt á fáa varnarmenn.

  23. Ég reyndi í marga marga mánuði og eyddi mikilli orku í að benda fyrst Babu, síðan Benna Jóni, Stb ofl. hérna á http://www.kop.is á kosti Dirk Kuyt sem leikmanns þegar hann var að spila mjög illa fyrir Liverpool í vetur. Bað þá um að hætta þessum óvægnu árásum á leikmann sem var enn að spila fyrir Liverpool.

    Þeir notuðu það einmitt það sem rök fyrir því hvað hann væri glataður leikmaður að Kuyt væri dottinn útúr hollenska landsliðshópnum. Þeir notuðu líka markaskor sem rök gegn Kuyt þó ég sýndi fram á að hann skoraði meira að jafnaði en Peter Crouch sem ýmsir töldu fyrir jól vera miklu betri leikmann.

    Nú þegar Kuyt er að spila stórvel á sjálfu EM, rétt svo brosa þeir útúm annað munnvikið og viðurkenna með herkjum að “Smalahundurinn” hafi spilað ágætlega “ef við tökum út stoðsendingarnar” o.s.frv. “Við skulum samt alveg passa okkur að gera ekki Kuyt neinu neitt sem hann ekki er”…….

    Þykjast síðan hafa hrósað Kuyt mjög mikið og biðja fólk um að gera sér ekki upp skoðanir þegar fýlan beinlínis lekur af hverjum staf sem þeir neyðast til að skrifa um Kuyt hér að ofan. 🙂

    Þetta uppnefni “Smalahundurinn” sýnir einmitt á hvaða leveli þessi gagnrýni á Dirk Kuyt, leikmann Liverpool, hefur verið alveg frá byrjun.
    Svona skrif eru mjög skaðleg fyrir Liverpool FC. Ég leyfi mér að efast um raunverulega hollustu þeirra Liverpool aðdáenda sem skrifa svona og hvort þeir séu ekki búnir að eyða aðeins of miklum tíma í CM og Football Manager.

  24. benni jons…
    þú virkar sem mjög leiðinlegur maður..og reyndar lika sem lélegur
    Liverpool fan…getur þú ekki farið með röflið þitt annað..

  25. Er ég lélegur Liverpool fan? Jahá, margt hef ég heyrt en aldrei þetta. Það er nokkuð greinilegt að þú þekkir mig ekki mikið. Held nú að margir hérna inni geti frætt þig egill minn um mig og minn stuðnings við Liverpool. Þetta innlegg þitt var þó frábært og algjörlega nauðsynlegt í umræðuna, þú átti mikið hrós skilið…ef það væru nú fleirri hérna svona málefnanlegir og kæmu með svona aðra vinkla í umræðurnar…algjörlega priceless.

    En Arnór minn, sýndu mér endilega hvenær það var sem þú rökræddir við mig um kosti Kuyt í vetur. Hvenær var það nákvæmelga sem ég minntist á að hann hefði dottið út úr landsliðinu eða skoraði lítið? …eða ertu kannski bara að ljúga þessu? Ég allavega man nú ekki eftir því að hafa verið í þessum umræðum við þig, kannski afþví að ég hafði trölla trú á Kuyt fyrir þetta tímabil eftir ágætis fyrsta tímabil en smátt og smátt sannfærði hann mig um hversu takmarkaður leikmaður hann er. Hann átti þó ágætis spretti undir lokin, en ekki nóg til að bjarga tímabilinu sínu, langt því frá.

    Ég er þó enn á þeirri skoðun að við eigum að halda honum, enda gefur hann okkur öðruvísi möguleika en margir aðrir og getur spilað nokkrar stöður. Hann er duglegur í varnarvinnunni þó tölur hafi margsýnt að hann hleypur ekki nærri því mest í liðinu eins og margir halda. En ef við ætlum okkur að laga markaskorunina hjá okkur þá þurfum við annan mann. Einhvern hraðan leikmann sem getur gert þetta óvænta…það er eitthvað sem Kuyt getur því miður ekki.

  26. Egill, Benni Jón má alveg hafa sínar skoðanir eins og aðrir. Það er ekkert samansemmerki á milli þess að styðja alla leikmenn í blindni og ljúga að sjálfum sér með að þeir séu allir stórkostlegir og þess að vera “sannur” Liverpool-aðdáandi.

  27. Vá hvað þú ert skemmtilega sjálfhverfur Benni Jón. Verða menn svona af því að skrifa of mikið á http://www.liverpool.is ?!

    Ég talaði um “ykkur” sem hafa verið að gagnrýna Dirk Kuyt, og þetta með hollenska landsliðið og markaskorun hefði verið mantran sem flestir “ykkar” kyrjuðu fyrr í vetur. Ég rökræddi alltof mikið við Babu um þennan leikmann, síðan komst þú inní umræðuna seinna, samsinntir t.d. nánast alltaf því sem Babu skrifaði. Ætti að vera mjög auðvelt að finna það hér í fyrri þráðum.
    Ég er bara staddur núna í Austurríki á EM og hef eðlilega ekki tíma til slíks. Það er bara allt alltof gaman hér til að ég nenni að þrátta meira um svona tilgangslausa smámuni.

    Öfugt nefnilega við það sem þú skrifaðir(og vonaðir) hér í c.a. mars þá verður Dirk Kuyt ekki seldur í sumar. Hann verður leikmaður Liverpool 2008-2009 svo þú getur haldið áfram í neikvæðnina og hrósað honum á kaldhæðinn hátt allan næsta vetur. 🙂

  28. Ég var algjörlega kominn á þá skoðun að selja Kuyt, engin spurning. Eftir að hann sýndi smá líf undir lokin skipti ég um skoðun og hugsaði að það væri fínt að hafa hann í hópnum, en þá verður hann líka að byggja ofaná þetta leikform sem hann var að sýna. Hann var ekki að réttlæta þessar 9m sem við borguðum fyrir hann, en þó klárlega að taka skref í rétta átt. Hins vegar verðum við að fá betri mann í þessa stöðu og Kuyt þá sem back-up, enda gæti hann hugsanlega spilað uppá topp ef Torres þarf hvíld.

    En þú mátt ásaka mig fyrir neikvæðni ef þér líður betur með það. Ég er búinn að hrósa honum fyrir það sem hann gerði vel, en benti bara á að heilt yfir hafi hann ekki spilað neinn stjörnuleik eins og sumir virðast halda. Þú og fleirri bara virðist ekki skilja að ég er ekkert að drulla yfir Kuyt. Það fer bara í taugarnar á mér þegar verið er að gera menn að eitthverju sem þeir eru ekki….svona eins og það fer í taugarnar á mér þegar sagt er að Kurt Cobain og Nirvana séu upphafsmenn grunge tónlistar. Cobain og Nirvana voru frábærir, og tóku rokkið í nýjar hæðir, en að þeir hafi verið eitthverjir frumkvöðlar er af og frá. Hljómsveitir eins og Soundgarden, Mother Love Bone, Alice in Chains og Green River voru grunge bönd sem meikuðu það langt á undan Nirvana. Ekki ósvipað og með Kuyt núna. Hann er búinn að standa sig fínt, en af og frá að hann hafi verið eitthver superman í þessum leikjum.

    En hafðu það gott í Austurríki og Sviss og drekktu nú einn kaldan fyrir okkur kop.is nördana hérna heima 🙂

  29. Voðalega eru þetta barnaleg og uppskafin innlegg hjá þér Arnór minn. Hver er sá sjálhverfi, spyr ég? Þetta, “þeir hlustuðu ekki á mig”, en “i told you so” attitude er voðalega hallærislegt. Ég verð að viðurkenna að ég fékk kjánahroll niður í tær.
    Undirritaður er nefnilega einn “píslarvottunum” sem Arnór talar um að hafa ekki verið par hrifnir af Kuyt. Ég get þó brotið odd á oflæti mínu og viðurkennt að hann hefur spilað vel undir lok tímabilsins, sérstaklega í meistaradeildinni. Ég skal meira að segja það án þess að “fýlan” leki af hverjum staf (þó ekki þannig að sjálfumgleðin leki af hverjum staf).
    Heilt yfir átti þó Kuyt lélegt tímabil. Ég skil því vel afstöðu Benna Jóns & co. og get ekki séð neitt í skrifum þeirra sem fær mig til að efast um hollustu þeirra sem Liverpool aðdáenda, þvert á móti. Þá á ég erfitt með að túlka hvernig þessi ummæli ættu að vera skaðleg fyrir Liverpool klúbbinn. Ég hef allaveganna ekki fengið símtal frá Rafa, ennþá? Ég held einmitt umræður sem slíkar grundvallist af því að menn vilji klúbbnum sem best brautargengi og mesta vegsæld. Það er fásinna að halda öðru fram.
    Ég vona að Kuyt haldi áfram á sömu braut, þá gæti hann verið ágætis “squad” player. Ég held samt, að til að við geta veitt toppliðunum e-a keppni um titilinn á næsta ári, þurfum við að góðan dribblara á hægri hægri kantinn og e-n sem skorar meira en Kuyt frammi.

  30. Svona skrif eru mjög skaðleg fyrir Liverpool FC. Ég leyfi mér að efast um raunverulega hollustu þeirra Liverpool aðdáenda sem skrifa svona og hvort þeir séu ekki búnir að eyða aðeins of miklum tíma í CM og Football Manager.
    nr.28 Arnór þvílík snilld.
    Kuyt er búinn að vera að lesa kop.is síðustu mánuði með tár í augunum. ehehe

  31. Heilt yfir síðasta tímabil held ég að ég hafi sagt allt sem ég vill segja um Kuyt og stend ennþá við það allt saman. Afstaðan breyttist aðeins þegar hann hætti að vera gjörsamlega useless og er í dag eins og hún var í lok tímabils, halda honum í hópnum en klárlega fá hæfileikaríkari mann í þessa stöðu. Þeir sem halda upp á Kuyt hérna virðast fara í hreint rosalega vörn gagnvart honum ef menn eru ekki að taka undir með þeim eftir góða leiki (að þeirra mati stundum) hjá Kuyt.

    • Ég talaði um “ykkur” sem hafa verið að gagnrýna Dirk Kuyt, og þetta með hollenska landsliðið og markaskorun hefði verið mantran sem flestir “ykkar” kyrjuðu fyrr í vetur. Ég rökræddi alltof mikið við Babu um þennan leikmann, síðan komst þú inní umræðuna seinna, samsinntir t.d. nánast alltaf því sem Babu skrifaði. Ætti að vera mjög auðvelt að finna það hér í fyrri þráðum

    Eins og Arnór benti á þá fór ótæpilegur tími í að rökræða við hann um þetta málefni og þar held ég að við höfum sæst á að vera bara ósammála í flestu ef ekki öllu, það virðist ekkert hafa breyst. Hann var þó farinn að fara í hringi í sínum vörnum án þess að ég nenni fyrir mitt litla líf að sanna það með dæmum. En hvað um það hafðu það sem best í Austurríki og hafðu það sem lengst allt of gaman… 🙂

    • benni jons…þú virkar sem mjög leiðinlegur maður..og reyndar lika sem lélegur Liverpool fan…getur þú ekki farið með röflið þitt annað..

    Hey þó ég hafi ekki tekið þátt í þessum þræði þá á ég klárlega skilið að vera tekin með í þessu kommenti egill 🙁
    Ekki þekki ég svo ég viti þá Benna Jón og Stefán kr. en þeir eru klárlega stuðningsmenn sem eru skaðlegir fyrir klúbbinn, verst að ég virðist oftar en ekki vera þeim sammála, eins og t.d. núna. Nota bene, þvílík halelúja samkoma sem þetta yrði btw. ef Benni Jón myndi ekki nenna að koma með “hina” hliðina, sem oftar en ekki er nú bara viljandi misskilin.

  32. (þetta átti að fylgja með, var þessu eytt?)
    p.s.
    – Þetta uppnefni “Smalahundurinn” sýnir einmitt á hvaða leveli þessi gagnrýni á Dirk Kuyt, leikmann Liverpool, hefur verið alveg frá byrjun

  33. (Það er einhvað rugl í gangi í þessu hjá mér svo ég reyni aftur, eruð þið til í að eyða út kommenti 37 takk)

    p.s.

    • Þetta uppnefni “Smalahundurinn” sýnir einmitt á hvaða leveli þessi gagnrýni á Dirk Kuyt, leikmann Liverpool, hefur verið alveg frá byrjun

    Varðandi það að kalla Kuyt smalahund, er ekki orðin FULL MIKIL viðkvæmin ef það má ekki á léttu nótunum á íslenskri bloggsíðu, ég meina hann líkt og smalahundur hleypur heilan helling og þessi samlíking er ekkert svo rosalega fjarri lagi. Hvernig væri að dempa viðkvæmina aðeins niður fyrir glensinu og ekki gera mál úr gjörsamlega öllu.

  34. Einar Örn og fleiri: Hahahahahahahahahaha, reyndar er viðurnefnið Smalahundurinn einmitt tilvitnun í færslu sem var einmitt rituð hér á Kop.is!!!
    Olli skrifaði hana og líkti Kuyt við hund sem þeyttist um tún Bretlands við smölun.
    Verri maður er ég ekki en það að vitna í þá sem stjórna síðunni. Og ekki á ég þetta svakalega “uppnefni”!!

  35. http://www.kop.is/2008/02/15/11.03.19/

    Bara svona mér til sönnunar!

    “Hollenski smalahundurinn verður klárlega á sínum stað og maður veltir því fyrir sér hvort það sé nokkuð sauðfé eftir á Bretlandseyjum eftir tignarlega spretti Kuyt um allan völlinn á þessu tímabili.”
    Segir ritari á þessa síðu.

    Vondur er ég maður!!! Ég uppnefni mann þegar ég vitna í hvað stjórnendur síðunnar kalla hann!

  36. Stb, það er munur á því hvaða skilningur er lagður í orðið. Olli ritaði að Kuyt væri “eins og” smalahundur, og var þar í raun að vísa í samlíkingu til að útskýra hvernig hann sæi leik Kuyt fyrir Liverpool fyrir sér. En í kjölfarið tóku þú og fleiri orðið “Smalahundur” og beittu því í orðsins neikvæðustu merkingu, Kuyt til minnkunar. Þegar þú kallar hann smalahund ertu alveg örugglega ekki að vísa í hvað hann sé duglegur að vinna skítugu hlaupavinnuna sem hirðirinn nýtur góðs af, eins og Olli talaði um, heldur ertu sennilega frekar að meina að Kuyt sé á svipuðu stigi og smalahundur hvað varðar útlit eða þroska eða hegðun. Þeta er einfaldlega tvennt ólíkt.

  37. KAR ertu ekki að ofhugsa þetta?

    Við sem höfum hvað mest verið að gagnrýna Kuyt höfum held ég allir alveg metið þessa vinnu sem hann er að vinna og tekið undir smalahunds samlíkinguna (sem mér finnst afar saklaus btw). Það sem við höfum verið að tala um (og menn hafa nú flestir eiginlega verið sammála um) er að við viljum hafa betri mann í þessari stöðu á vellinum.

    Eins tókum við nú flestir sem gagnrýnt höfum Kuyt sem mest undir það að hann hafi skánað til mikilla muna í lok tímabilsins, við tókum bara ekki alltaf undir að hann hefði verið frábær, bestur í leiknum og þess háttar, sem okkur fannst fásinna…. og fengum MIKIÐ bágt fyrir og vorum sakaðir um að hafa einhvað persónulegt á móti Kuyt, t.d. af “snillingum” eins og Arnóri sem vildu endilega gera álit mitt á Kuyt sem leikmanni að einhverju persónulegu.

    Menn fara í einhverja gríðarlega vörn þegar Kuyt og hans framlag er gagnrýnt eða ekki lofað nógu mikið og það er ALLTAF reynt að túlka það sem t.d. ég og Benni Jón höfum um hann að segja á versta veg.

    Hann (og allt liðið) er að spila vel með Hollandi það sem af er EM í sömu stöðu og hann er í hjá Liverpool sem er frábært, og ekki er hjartað minna sem hann sýnir þegar hann spilar fyrir þjóðina heldur en hann sýnir fyrir félagsliðið, hann skapar ágætis jafnvægi á móti mjög sókndjörfum vinstri væng og kerfið er að ganga vel upp. Það sem mér finnst samt vanta til að hinn varnarsinnaði Kuyt nýtist okkur betur eru þá bakverðir sem nýta sér þessa varnarvinnu betur, við höfum oft á tíðum verið að spila með lítið sókndjarfa og frekar hæga bakverði, tvo djúpa miðjumenn (annan þeirra afar lélegan í sókn, JM) og svo hægan og frekar varnarsinnaðan kanntmann (eða hægri sóknarmann í 4-3-3) Þetta hefur oftar en ekki skapað allt of litla ógn, og þegar okkur vantar hvað sárast ógn gegn sterkum vörnum verður Kuyt oftar en ekki farþegi, afar pirrandi farþegi.

    En líkt og Einar Örn þá var ég mikið mun meira pirraður á honum fyrr á tímabilinu þegar hann gat ekki neitt og skapaði lítinn sem engan usla með Sissoko vini sínum, hann olli miklum vonbrigðum enda keyptur sem striker sem gat skorað og var með hann ansi nærri þeim stalli sem ég hafði Emile Heskey á (það useless….) hlaupandi út um allt án þess að skapa neitt, en hann hefur hægt og sígandi stigið niður af þeim stalli þó ég sjái engar ofsjónir yfir honum, fínn squad player.

  38. Svona til þess að útrýma öllum misskilingi, þá tek ég “smalahundslíkinguna” alfarið á mig. Sjá komment þann; 11.12.2007 kl. 23:43.”Annars er ég farin að hallast að því að það væri réttast að prófa Babel í senternum í næstu leikjum og gefa smalahundinum Kuyt frí ” . Haturspóstar í boði. Hafið samband við síðuhaldara, þeir eru eflaust með netfangið mitt.
    Og svona á “léttari” nótunum. “Guð minn Góður” ef það eru ekki alvarlegri hlutir að hrjá mannkynið en saklaust grín af þessu tagi. (Þú ættir vita það EÖE á ferðalögum þínum (alls ekki illa meint). Ég “spyr” hvar er “húmorinn”. KOMMON!!!

  39. KAR: Hahahahahaha, er ég að segja það já? Var ég að gera lítið úr vinnu Kuyt? Var ég að tala illa um útlit hans, þroska og hegðun?

    Þú ert vonandi að grínast.

    Orðrétt:
    ““Smala-hundurinn” er duglegur leikmaður, vinnur vel og frábær marki yfir. Marki yfir er hann einn besti fótboltamaður heims vil ég meina.

    En hann lék ekki frábærlega seinustu leiki ársins. Það er hrein firra að halda því fram að mínu mati. Hann lék vel, ég er alls ekki að segja annað, hann hljóp maraþon í hverjum leik og fór að sinna sínu hlutverki vel eða mun betur en áður. Hann gagnaðist liðinu vel og fleira.”

    Kristján minn. Þarna tala ég m.a. um að hann sé líklega besti knattspyrnumaður heims við vissar aðstæður. Ég segi hann sinna hlutverki sínu betur en áður. Og segi hann GAGNAST liðinu vel.

    Var það ekki NÁKVÆMLEGA SAMA og Olli var að tala um??

    Olli alla vega var að meina “skítuga hlaupavinnu sem hirðirinn naut góðs af”.

    “Gagnast liðinu” er væntanlega alls ekki það sama eða?

    Málið er bara að það má ekki vera ósammála hér og enn og aftur sannast það. Ég segi sömu hluti og Olli en þar sem ég er ekki sammála stjórnendunum á þeim tíma má alls ekki segja þetta.

Ok, Torres ER EKKI TIL SÖLU (og meira um Barry)

Torres byrjar fyrir Spán