Stórir bitar

Þar sem að akkúrat EKKERT er að gerast í kringum boltann núna, þá fór ég að velta því fyrir mér hvaða bitar eru á markaðnum þegar kemur að framkvæmdastjórum. Bara að taka eitt fram áður en ég held áfram, ég vil ekki fyrir mitt litla líf skipta Rafa Benítez út, ekki séns. En það voru nokkrar raddir hérna í vor og enn fleiri í janúar, sem vildu skipta kappanum út. Ég er á því að það eigi aldrei að skipta til að skipta og það verður að vera eitthvað betra sem kemur í staðinn. Er eitthvað betra þarna úti núna? Nei er svarið mitt. Lítum á þá sem eru búnir að vera lausir, eða eru “orðaðir” við stöður:

Jose Motormouth: Þarf ekkert að ræða það mikið, ekki séns að hann komi og taki við Liverpool. Ég blæs líka á það að hann “kunni” að vinna ensku deildina, því hann kunni það ekki þegar hann kom til Chelsea og munurinn sem hann bjó við hét +350 milljónir punda í leikmannakaup.


Frank Rijkaard:
Réttið upp hönd sem vilja skipta Rafa út fyrir hann. Búinn að vera algjörlega clueless með stjörnum prítt lið Barca síðustu tvö árin.

Roberto Mancini: Persónulega hef ekki ekki verið hrifinn af honum sem stjóra. Hann hefur náð árangri, en í skugga þess að Juve og AC Milan voru dæmd nánast úr leik. Hann sýndi að mínum dómi eindæmis karakterleysi þegar hann sagðist vera hættur og farinn eftir að Liverpool sló þá út úr Meistaradeildinni. Ekki góður kostur verð ég að segja.

Sven Goran Erikson: Líklega skásti kosturinn af þeim sem hafa verið á lausu, en engu að síður missti ég talsvert álit á honum þegar hann var með enska landsliðið, því þar fannst mér hann oft á tíðum algjörlega lost þegar kom að skipulagi og að rýna í mótherjana (sem nægur tími er til þegar um landslið er að ræða).

Mark Hughes: Hefur náð ágætis árangri með litla resourca hjá Blackburn, en engu að síður stórt spurningamerki í mínum huga. Man.Utd maður í þokkabót 🙂

Auðvitað er hægt að tala um fleiri en hér að ofan, menn sem eru farnir að einblína á landslið svona þegar þeir vilja hafa það rólegra á eldri árum, Lippi, Solari og Hiddink svo dæmi séu tekin. Barcelona eru nýbúnir að ráða mann í brúnna hjá sér og það var algjörlega óreyndur stjóri, Pepe Guardiola. Nei, bitarnir á markanum eru ekki stórir, og að mínum dómi ekkert sérlega góðir. Þökk fyrir Rafa Benítez og vonandi fær hann það backup sem þann þyrfti núna í leikmannakaupum. Ef hann fær það, þá er ég handviss um að við munum þrýsta vel inn í titilbaráttuna.

26 Comments

  1. Það er búið að ráða Mourinho til Inter, þannig að hann kemur ekki næstu árin.

  2. Nei, kannski skrítið blogg, engu að síður voru raddir um að við ættum að skipta um manni í brúnni hérna í vor. En eins og kemur fram í þessu hjá mér, þá finnst mér ekki koma til greina að skipta um mann í brúnni. En hvað er svo sem hægt að tala um þessa dagana? Það er afskaplega lítið að gerast opinberlega.

    Já, ég veit alveg að það er búið að ráða hann til Inter, var meira að spá í hvað var hugsanlega available eftir tímabilið, og þar var Motormouth á meðal.

  3. Hvað varð um alla mennina(þar á meðal mig) sem sögðu fyrir tímabilið að Rafa yrði að skila okkur titilbaráttu í það minnsta á síðasta tímabili(sínu fjórða) til að verðskulda áframhaldandi stjórasetu? Það voru ansi háværar raddir um það í haust og ekki síður í kringum jólin þegar illa gekk, að Rafa yrði metin eftir tímabilið.

    Þó ég hafi verið á þeirri skoðun þá, þá vil ég alls ekki missa Rafa í dag…

    …aftur á móti vona ég að hann lagi sóknarleikinn okkar fyrir næsta tímabil en hann hefur verið allt of tilviljunarkenndur síðan Rafa tók við og bara vandræðalegur á löngum köflum.

  4. Sælir félagar
    Fínt blogg SSteinn enda ekkert til að tala um og því ekki að tala um það sem rætt var í vetur og vor frekar en ekki neitt. Ég tek undir með Bennajóni og var alveg á sömu línu á sínum tíma.
    Auðvitað hefur maður gagnrýnt RB og það bæði að sekju og ósekju. Og liðið og hann stóð ekki undir væntingum og tímabilið búið á svipuðum tíma og í fyrra. En eins og SSteinn segir það er ekki völ á neinu betra eins og er.
    Ég er til í eitt tímabil enn með RB en nú gerir maður kröfu um árangur, raunhæfa titilbaráttu og einhverja titla. Auðvitað helst þann stóra og þá á ég við meistaratitil Englands.
    Það er samt ljóst að skilyrðið er að RB fái peninga til að styrkja liðið eins og til þarf. Ef það verður ekki er hæpið að kenna Rafael Benitez um slæma niðurstöðu í lok næsta tímabils.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  5. Sælir – já ég vil gjarnan hafa Benitez áfram en hann þarf peninga til að ná árangri alveg eins og hin liðin sem við erum að keppa við eru að gera. Við sjáum lið eins og Man U og Chelsea kaupa marga dýra leikmenn á hverju ári. Nú er Chelsea búið að kaupa bakvörð á 16 miljónir punda á meðan að við fengum hægri bakvörð á free transfer. Hins vegar vona ég að þessi mál fari að skírast sem fyrst. Munum það að í byrjun maí sagði Benitez að hann vildi ganga frá þessum leikmannamálum fljótt og hann var að meina í maí. Nú er kominn 3. jan og ekki neitt komið í höfn enn. Það er slæmt finnst mér en maður situr við tölvuna og vonar. Enn og aftur vona ég að við klárum bakverði báðum megin og svo sárvantar okkur heimsklassa kantmenn báðum megin. Vonandi fáum við góðar fréttir bráðum.

  6. Ok skal taka undir það að gefa honum 1 tímabil enn, Hann hefur fengið slatta af peningum en notað þá bæði vel og illa. Er enn að reyna að fyrirgefa honum það að klikka á Alvez og nota aurinn í staðinn í meðalskussa og varaliðsmenn sem sennilega vera aldrei neitt. En sem sagt einn séns enn karlinn minn

  7. Sammála þessu.
    Skipting skiptingarinnar vegna er bara bull. Látum Rafael fá stuðninginn sem hann þarf.
    Reyndar hef ég rennt hýru auga til Hughes, en held að hann vilji frekar Chelsea eða United.
    Bara kýla allt í gang, nokkrir titlar og Ablett og Lee taka við eftir 5-7 ár…..

  8. Ég var einn af þeim sem var að gefast uppá á Rafa í janúar. Eftir að hlutirnir fór að ganga betur í þegar leið á veturinn gat maður fyrirgefið honum. Miðað við þær aðstæður sem hann hefur þurft að starfa undir á síðasta tímabili verðskuldar hann að vera áfram.
    Myndi vilja gefa honum eitt tímabil í viðbót, ef liðið verður úr leik um áramótin líkt og undanfarin ár held ég að það sé kominn tími til að finna einhvern annan sem getur tekið liðið skrefið nær toppnum.

  9. Ég hef helst áhyggjur af því sem er ekki að gerast núna, það er nóg af því – og þessvegna kannski nóg um að tala. Nú eru Santa Cruz og Aaron Ramsey orðaðir við MU, af hverju erum við ekki að keppast um þá? Dos Santos er orðaður við Spurs, af hverju ekki okkur? Barry segist vilja komast frá Aston Villa, það þýðir bara að hann er að koma til okkar sem er mjög gott ef Alonso fer ekkert. Hughes fer líklega frá Blackburn, er að tala við Man City, búið að ráða Mourinho og Sven Göran rekinn. Mér finnst einmitt þessa vikuna vera fyrst eitthvað að byrja að gerast…

  10. Benitez Feelers out to Chelsea!
    By dixon9 June 3 2008
    Shocking rumours are emanating from Spain that Rafa Benitez has put the feelers out to Stamford Bridge via a 3rd party for the Chelsea job. We know that Rafa´s own dignity is being stretched to the limit at Liverpool due to the shenanigans of Hicks & Gilete but the idea of Benitez at Chelsea is one that I doubt the Stamford Bridge nor Anfield faithful could envisage!

  11. Það væri meiri framför ef við losnuðum við svona innantóm one line komment af síðunni.

  12. Ef það ætti að forgangsraða verkefnum og vandamálum á Anfield þá væri staða knattspyrnustjóra ekki ofarlega á þeim lista, allavega er það mín skoðun.

    Rafa hefur sína galla en hefur í það heila verið að standa sig vel og leikmannahópurinn styrkist milli ára. Staðreyndin er sú að það er ýmislegt sem þarf að laga hjá knattspyrnufélaginu Liverpool. Það kemur enginn knattspyrnustjóri til liðsins, veifar töfrasprota og þá séu öll vandamálin úr sögunni.

    Eigum við að tala um það fjárhagslega forskot sem Man Utd og Chelsea hafa? Eigum við að tala um mismuninn á áhorfendafjölda á Old Trafford og Anfield? Eigum við að tala um markaðslegt klúður Liverpool sem kostar félagið eflaust stórar fjárhæðir? Eða kannski blessuðu dramatíkina í kringum eigendur félagsins, Rick Parry o.s.frv?

    Það er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn. Rafa Benitez er langt frá því að vera veikasti hlekkurinn hjá Liverpool og því ekkert um það að ræða að láta hann fara!

  13. Sælir er að skrifa hér í fyrsta skiptið.

    Og ér er sammála Gumma Halldórs.Benitez er alls ekki maðurinn sem við eigum að losas okkur við.Margir leikmenn sem að Benitez vildi fá en fékk ekki vegna þess að það vantaði $$$$$ og svo ári seinna kosta þessir leikmenn 110% meira.

    Gefa Benitez fjármagn sem hann vill og fyrsta kost leikmenn sem hann vill.Vinnu frið og traust ,og ef það klikkar þá finnst mér rétt að fara að tala um þjálfara skipti.

    Afsaka allar villur og takk fyrir 🙂

  14. Jæja.. ég hef svo sem ekkert að segja í þessari umræðu, en ég ætla nú samt að segja það 🙂

    Í fyrsta lagi varðandi Mancini, þá er ég sammála því að ég er ekkert hrifinn af honum sem þjálfara þannig séð, en varðandi þetta glappaskot hans um að tilkynna að hann væri hættur, þá grunar mig að við höfum nú ekki allar forsendurnar á bak við það rugl. Nú er Motormouth búinn að segja frá því að Inter hafi haft samband við hann strax eftir þessa rimmu við Liverpool og getur ekki bara vel verið að Mancini hafi vitað af því , orðið fúll, og sagt eitthvað sem hann hugsaði svo til enda, yfir rauðvínsglasinu heima hjá sér….Nei, hvað veit maður..

    Auðvita vil ég ekki Rafa burt á þessari stundu..slíkt væri glapræði að mínu mati. En ég tel algert forgangsmál að klára þetta eigendabull áður en það fer illa. Ég væri miklu frekar til í að fá fréttir af því að þessi eigenda-deila væri úr sögunni, heldur en að einhver leikmaðurinn hafi verið keyptur. Ég vil steypa grunninn undir húsið mitt, áður en ég byrja á útveggjunum. Þetta ástand er ólíðandi, og það verður að leysa.

    Ég held að Rafa hljóti að hafa stærra Liverpoolhjarta en margan grunar, því það hefðu ekki allir haldið áfram að einbeita sér að liðinu sínu, undir þessari vitleysu. Hvernig honum tókst að vinna vinnuna sína, og, bæta spilamennskuna, með svona kjaftæði hangandi yfir sér…er mér bara alveg óskiljanlegt. En það hefur enginn mennskur maður endalausa þolinmæði fyrir rugli og kjaftæði…svo við verðum að klára þetta mál, áður en hann hreinlega nennir þessu ekki lengur ..og fer.
    Varðandi þetta fáránlega slúður um að hann gæti farið til Chelsea, þá er það nú varla svaravert… ef Rafa fer til Chelsea á næstu 11 mánuðum, þá skal ég í votta viðurvist, leyfa Ssteini að höggva, (eða bíta, hafi hann meiri áhuga á því:) af mér eina tá, á fæti að eigin vali.
    Þá finnst mér ekkert eftirsóknarvert við Mark Hughes… fyrir utan að vera United maður, þá bara er hann ekkert að heilla mig. Ég þoli ekki Blackburn, og ekkert sem tengist þessu liði. Í minningunni hafa 800 leikmenn Liverpool fótbrotnað á móti þessu liði (gætu verið færri, en þannig situr þetta eftir) og mér hefur alltaf fundist þetta hundleiðinlegt lið.

    Sven var góður hjá Lazio, og byrjaði vel með City. Kanski voru City bara ekki með sterkari og breiðari hóp en þetta..ég veit það ekki, en varðandi enska landsliðið.. þá var hann einfaldlega ekki með nógu sterkt landslið í höndunum. það voru of margar stöður á vellinum sem voru veikar, að mínu mati.
    …læt þetta nægja í bili….

    Insjallah….og hættiði svo að drekka kaffi..það er óhollt..
    Carl Berg

  15. Auðvitað höfðu Milan strax samband við Moaningho eftir tapið gegn Liverpool, hann hefur gríðarlega reynslu í svoleiðis löguðu : )

    Ps.
    Hvurnig gerir maður svona alvöru bros/fílu/blikk kalla á þessari síðu?

  16. Ég gerði nú bara svona tvípunkt og sviga á eftir..hafði ekki hugmynd um að það kæmi broskall. Ætli blikk sé þá ekki semíkomma í stað tvípunkts, og fýlupúki sé þá ekki öfugur svigi… sleppa bara að gera bil á milli sviga og tvípunkts…annars hef ég ekki hugmynd um það…

    Prófum það bara….

    😉 😉 🙂 🙁

    Ef það sést eitthvað hér að ofan, þá er það þannig. 😉

    Carl Berg

  17. Ja kvur fjandinn:) það má sem sagt ekki vera bil á milli punkta og sviga……hvern hefði grunað.
    Takk Carl Berg.

  18. Nóg að gerast og ekkert að koma hingað inn, Dossena víst orðið done díl, Rafa linkaður við Chelský, Villa falur fyrir 17m, Benitez að bjóða Villa díl uppá 15m fyrir Barry.

  19. Hvað meinar þú Ari? 🙂

    Skrifa ekki einu sinni um þetta Rafa og Chelski dæmi, of heimskt til að eyða orðum í það.

  20. Já ég átti nú ekki við að það væri möguleiki svosem, bara skemtilegra að henda sem mestu inn þegar mar kemur með svona upptalningu 😀 Ekkert að setja út á þessa síðu var bara svona smá skot. Enda tók ekki langan tíma að fá inn grein ! 😀

Ryan Babel ekki með Hollendingum á EM!

Loksins eitthvað að fara að gerast?