Ryan Babel ekki með Hollendingum á EM!

Andskotans.

Nei, í alvöru. ANDSKOTANS!

Mér er ekki beint hlátur í huga þegar ég les fréttir af því að sá leikmaður sem ég hlakkaði mest til að sjá á EM, okkar eigin Ryan Babel, hafi rifið liðbönd í ökkla á æfingu í morgun og muni því missa af Evrópumótinu með öllu. Þá er ekki vitað hversu lengi Babel verður frá en það má slá því á fast að þetta mun allavega þýða að hann byrjar að æfa á fullu síðar en aðrir leikmenn Liverpool á komandi undirbúningstímabili.

Ég lenti reyndar sjálfur í svipuðum meiðslum í febrúar síðastliðnum. Þá skaddaði ég liðbönd, sem er ekki það sama og að rífa þau því þau tognuðu en rifnuðu ekki alveg. Ég þurfti að hvíla fótinn algjörlega í fjórar vikur áður en ég gat farið að spila/æfa aftur og nú, þremur mánuðum síðar, finn ég enn til þegar ég sparka með vinstri fætinum. Ef Babel hefur rifið liðbönd, sem er enn alvarlegra, get ég ímyndað mér að þetta sé minnst mánuður frá áður en hann má byrja að hreyfa sig aftur.

Vonum að þetta sé ekki alvarlegra en svo að hann geti byrjað að æfa í júlí. En djöfull, Evrópumótið er skyndilega orðið helmingi áhugaminna fyrir mér.

23 Comments

 1. Já, ég er trylltur. Loksins var kominn leikmaður, sem ég gat haldið 100% með. Sem spilaði með uppáhaldsliðinu mínu og uppáhaldslandsliðinu mínu. Og ég var búinn að sannfæra mig um að Babel myndi virkilega skína á EM.

  Ömurlegar fréttir. Ég veit ekki hvort ég get peppað mig uppí jafnmikla spennu fyrir Dirk Kuyt.

 2. Sammála Einari, búnað vera með þvílíkar fullyrðingar um að Babel ætti eftir að verða maður mótsins. Anskotans helvítis djöfull.

 3. Ömurlegar fréttir að hann skuli missa af þessu móti en kannski fínt fyrir hann að fá fínt frí í staðinn.

  Elvar G, Ég er 99.9% um að það sé ekkert að marka þetta með Ribery

 4. hvur röndóttur. jæja, ég var farinn að hlakka til að sjá babel spila í sumar með hollandi.

 5. Þar fór eini áhugi minn á hollenska landsliðinu. Eina sem ég hef í raun áhyggjur af er hvort hann verði búinn að ná sér fyrir undirbúningstímabilið hjá okkur, það eitt skiptir máli í mínum huga.

  En með Ribery, afhverju ekki? Það væri þó frábær kaup(svona fyrirfram). Sjáið þið þetta fyrir ykkur:
  Reina
  Arbeloa, Carra, Skrtel/Agger, Aurelio
  Masch, Alonso
  Ribery, Gerrard, Babel
  Torre
  …spurning auðvitað með sölu á Alonso og kaup á Barry sem og bakvarðastöðurnar. En þetta lið lítur nú bara alls ekki svo illa út…

 6. Ribery yrðu fráábær kaup. Ein af þeim bestu í mörg ár hjá LFC. Hins vegar ætla ég einfaldlega að bíða eftir að einhverjir áreiðanlegir miðlar fari að ræða þetta áður en ég svo mikið sem íhuga þennan möguleika.

 7. Djöfull leiðinlegt með Babel, bjóst við miklu af honum í sumar.

  En með Ribery, það er eiginlega too good to be true 🙂
  Væri draumur, okkur vantar svona mann!

 8. Eins og ég sagði í öðrum þræði í dag, mætti ekki líkja sölu á Ribery við það að við seldum Torres? og það á lítinn pening.
  Held því miður að það sé ekki að fara að gerast 🙁

 9. Holland var alltaf mitt lið. Svo breyttist eitthvað, ákveðinn maður ákvað að ganga til ákveðis liðs og eyðileggja það allt fyrir mér. Ég kem aldrei til með að halda með Hollandi eftir að hafa séð ákveðin hrossakjaft í appelsínugulu treyjunni sem ég dáði svo mikið. RVN, farðu til andskotans!

  Áfram Spánn!

  P.S. Djöfull að heyra af Babel!

 10. Eitt gott við þettað .Hann verður til í slaginn þegar liverpool fer að spila.Við verðum að horfa á björtu hliðarnar, áfram Torres ,áfram Spánn

 11. Einsi, það er ekki vitað hvort hann verði tilbúinn í ágúst, þetta eru hræðilegar fréttir. Tek undir með þér “áfram SPÁNN”

 12. mér sýnist einn góður kantmaður vera að losna, hann er númer 7 hjá manutd og kostar eflaust ekki nema 60 millur, gætum sett riise uppí 🙂

  en án gríns, haldið þið að kappinn sé að fara? hann hefur verið mjög furðulegur í viðtölum og gefið vægast sagt óskýr svör. Spurning hvort að hann sé orðinn stærri en klúbburinn.

  mikið andskoti er orðið lítið um að vera hjá okkar mönnum á markaðnum þegar maður er farinn að velta sér uppúr þessu hehe.

 13. Var nú eitthvað um Quaresma á BBC slúðrinu í morgun. Það væri svo sem alveg í lagi.

 14. Það er einn ljós punktur við að Babel hafi meiðst, hann kemur þó vel hvíldur til leiks í haust 🙂 Hefði samt viljað geta fylgst með honum á EM.

 15. Held það sé fátt jákvætt við þetta. Held að það sé nú auðveldara að jafna sig eftir tveggja vikna fótboltamót heldur en erfið öklameiðsli. Þar að auki vilja Hollendingar svo ræna honum frá okkur til að spila á Ólympíuleikunum, sem eru hvenær, í águst eða september? Ég held þetta sýni bara enn frekar fram á nauðsyn þess að ná okkur í tvo kantmenn í sumar.

 16. Slæmar fréttir, það geta aldrei talist góðar fréttir að leikmenn meiðist. Verst auðvitað fyrir Babel sjálfan sem hefði fengið ómetanlega reynslu við að spila á þessu móti.

  En mikið djöfull er ég að verða pirraður á gúrkunni. Ligg veikur heima og bíð eftir góðum fréttum en ekkert gerist. O jæja, það gerist líklega ekkert fyrr en eftir Evrópumótið.

 17. Harry Kewell skoraði eina mark Ástrala í kvöld gegn Írak : )
  Spurning um að framlengja við kvikindið : )

 18. Hafliði, ég held að það sé málið, enda flestir í landsliði Íraka að spila í sterkustu deildum heims 😀

He’s Liverpool’s number 9

Stórir bitar