Gerrard vill Barry!

Steven Gerrard opinberar við BBC þá heitu ósk sína að fá Gareth Barry til Liverpool:

“I want Gareth Barry to become a Liverpool player. I am desperate for us to sign him”

“He’s a good player. I want Liverpool to be as strong as possible and Gareth Barry will certainly make us stronger.”

Og áfram heldur hann:

“You talk about improving the team, the starting XI and the squad, and Gareth will certainly help Liverpool to become a better team.

“It is easy to play with good players. I’ve been asked a lot of questions this season about Fernando Torres and the simple answer is ‘it’s easier playing with quality players’ – and Gareth comes into that category.”

Martin O’Neill mun ekki bjóða Steven Gerrard í mat á næstunni.

22 Comments

 1. Enska miðjuparið Gerrard/Lampard sem enska pressan missti töluvert af þvagi yfir í nokkurn tíma, fann sig aldrei almennilega og náði aldrei eins vel saman og menn voru að vonast eftir. Hinsvegar hefur Gerrard/Barry virkað mun betur og skemmst að minnast síðasta leiks hjá englandi þar sem Barry lagði upp mark fyrir Gerrard. Ég segi já takk ef hann kemur.

 2. Verð að viðurkenna það að ég hef ekkert séð GB spila með Villa né landsliðinu. Sem segir mér það að ég þarf að herða mig í því að horfa á aðra leiki en með Liverpool í deild, bikar og CL.
  En að geta spilað margar stöður og leyst þær vel af hendi, fyrirliðaband, landsliðssæti, góð statistic og lof frá Captain SG lætur mig langa mikið í að sjá þennan leikmann skrifa undir hjá LFC. Steven Gerrard hrósar nefnilega ekki bara til að hrósa.
  Þegar hann segir að einhver ákveðinn leikmaður bjóði upp á gæði þá býður sá hinn sami upp á gæði. Svoleiðis er það nú bara.

  Ég ætla líka að vona að allt bíóið í kringum Xabi passmaster Alonso þessa dagana herði hann bara í að æfa eins og rotta í sumar og hann muni sýna öllum hversu góður leikmaður hann er í raun og veru.

 3. Vonandi kemur Barry og vonandi fer Alonso ekki neitt. Það er pláss fyrir báða þessa leikmenn hjá Liverpool og í raun nauðsynlegt að auka breiddina í 16-18 manna hóp liðsins. Það gerist ekki með því að Barry verði keyptur á kostnað Alonso.

 4. Auðvitað Gummsi hvað annað!!
  Ég veit að að það eru ekki allir sammála mér, en hann er betri en Xabi.

 5. Barry kemur ,en ef konan hans Alonso er ekki ánægð að vera í Liverpool þá fer hann.Ég vona að hún geti verið allavegana eitt ár enn ,vegna þess að Alonsó er betri en menn halda. það er alltaf horft meira í mistök en það sem leikmenn gera gott.þú átt kanski 5-6 frábærar sendingar en klikkar einu sinni og þá er sagt,,,hann átti ekki góðan leik. Sem er ekki sanngjarnt.Já það er allta talað meira um það sem miður fer en það sem er gott.

 6. Það er ekki konan hans Alonso sem vill fara, umbinn hans Alonso sagði um daginn að það væri vilji Alonso að vera áfram en Liverpool sem vilja selja hann. Auðvitað væri það langbest ef við gætum haft þá báða til taks.
  Ekki slæmt að eiga þessa miðjumenn.
  Gerrard,Mascerano,Alonso,Barry og Lucas.

  Það væri mikil samkeppni en það er bara af því góða og ætti að halda mönnum vel á tánum.
  En því miður þá sýnist mér peningaforðabúr Liverpool vera frekar fátæklegt þannig að ef Barry á að koma þá fer Alonso örugglega.

 7. kaupa hann, að mínu mati það besta sem völ er á miðjuna í sumarkaupunum. enskur leikmaður með gríðarlega reynslu og leiðtogi mikill, ekkert annað en að kaupa svona gæðaleikmenn 🙂

 8. Alltaf gott að bæta við góðum mönnum en ég vill byrja á köntum og þá ég meina bakverði og kantara. Sá norski blindi,einfaddi mömmustrákur hlýtur að sjá sinn sóma að hverfa á brott(hvorn fótinn getur hann staðið í ?)hann er í það miklu formi að hann getur ekki lengur lift upp bolnum til að sýna fyrir neðan brjóst!!(þvottabretti eða fjarstýringabretti ???)
  Já fyrirgefið ég gleymdi að litla ungnautið OKKAR er einmanna frammi, vantar félagskap svo hann þurfi ekki að skorar svo mikið sjálfur.

  Fuglinn III

 9. Komment nr. 11 slær jafnvel út fyllerís Harry Kewell-rant Hannesar með sveppagrónar tær 🙂

 10. Ég hefði viljað fá Ribery í fyrra en peningar leyfðu það líklega ekki. Nú hefur hann hækkað slatta í verði fyrir utan að Bayern vill örugglega ekki missa einn sinn allra besta mann. Við þurfum samt 1 stykki world class winger…það er klárt. Ætli Rafa telji Riera slíkan mann??? Það er annars eins og það sé ekki séns að kaupa almennilegan vængmann! Enginn af þessum vængmönnum sem hafa komið hafa staðið undir væntingum. Jú, sorry, Gomes og Gonzales voru sprettharðir og sprækir:)

  Ps. Ég vil reyndar gefa Pennant eitt ár í viðbót. Hann var frábær síðasta haust þangað til hann meiddist. Amk fínn squad player.

 11. Gerrard, Barry, Lucas, Masche, Alonso… Lucas verður einhvernveginn undir í öllum þessum nöfnum, sem er ekki frábært ef við viljum sjá Lucas þroskast í Liverpool liðinu, því ég held að það sé alveg hellingur sem við eigum eftir að sjá frá þeim ágæta leikmanni…. Ribery væri algerlega Guðdómleg kaup, en þar sem Bayern keyptu hann á 17 kúlur seinasta sumar, og hann varð valinn besti leikmaðurinn í Þýsku, finnst mér 3 milljónir í gróða fyrir hann afskaplega lítið og ótrúlega ólíklegt að umtalaðar 20 milljónir verði samþykktar, og að því ónefndu að hann á ennþá 3 ár eftir á samningnum sínum,
  Fingers Crossed!!!
  Ps. er staddur í Orlando, og það er hræðilegt að sjá hvað Chelsea og Man U eru að dominate-a markaðinn hérna í Ameríkunni!

 12. Mér finnst frábært ef við getum selt Alonso fyrir einhverja álitlega upphæð. Ég hef illan grun um að hann sé bara einhvern veginn ,,búinn”….. sorry krakkar mínir.

 13. vill endilega fá ribery og GB myndu gera rosalega hluti fyrir okkur en er samt á þvi að það verði e-ð klúður með að fá menn ,stjórnin virðist alltaf biða með bestu kaupin þannig að við eigum það til að missa bestu bitana til chelski og og man utd sem er ekki ásættanlegt lengur
  og alanso er ekki að gera goða hluti þannig að hann ma taka pokann og riise er drasl

 14. Ég reyndi að finna eitthvað um Ribery, en finn þetta ekki í neinum áreiðanlegum miðli. Eina sem menn virðast vitna í er “þýska pressan”, en hvergi er vísað á frétt í þýsku blaði.

  Þetta væri auðvitað draumur. Ef við myndum leysa þessa stöðu með svona leikmanni, þá myndi ég tárast af gleði.

FIFA vill 6 plús 5 regluna.

He’s Liverpool’s number 9