FIFA vill 6 plús 5 regluna.

FIFA er búið að kjósa um 6 plús 5 regluna og er yfirgnæfandi meirihluti FIFA meðlima sem vill fá þá reglu hins vegar er Evrópusambandið ekki á sama máli og segir þessa tillögu fá rauða spjaldið.

Ég er sjálfur alls ekki hlynntur þessum hugmynd og vil heldur færri lög og reglur en fleiri.

Þeir sem vilja lesa nánar um þetta mál bendi ég á þessar greinar:
FIFA.com: Unanimous support for 6+5, FIFA Club World Cup hosts revealed
The Guardian: FIFA congress backs Blatter over foreign quotas
Times online: Fifa vote for limit on foreign players
SkySports: Fifa vote for ‘six-plus-five’

24 Comments

 1. Ef við tökum bara enska landsliðið þá í ljósi þess að Englendingar eru ekki með á EM og hafa undanfarið ekki verið að gera stóra hluti á mótum, þá held ég að það verði erfitt fyrir forráðamenn FA t.d. að mótmæla reglum í þessa átt. Það er a.m.m. 2 möguleikar í stöðunni, koma fleiri Englendingum fyrir í liðum í efstu deildum, eða fá að velja hvern sem spilar með liðum í efstu deildum í enska landsliðið. Að öðru leyti verðum við án Englands í undanúrslitum og úrslitum stórmóta sem er slæmt fyrir Englendinga, þá sem halda mótin og svo okkur sem fylgjumst mikið með enska boltanum. Það er síðan ómögulegt að segja hvað Evrópusambandið gerir í þessu.

 2. Þessi regla fær aldrei að blíva í erópusambandinu. Það kæmi mér verulega á óvart. Réttur til atvinnnu er sá réttur sem sambandið hefur unnið að svo lengi og er alger hornsteinn samstarfsins. Ég held svo að margir aðrir gætu kvartað meira út af þessum rétti manna, svona t.d. einsog smiðir eða múrarar í norður og vestur evrópu.

 3. Held að FIFA sé hreinlega að misskilja alla hluti hérna. Að halda því fram að þeir geti komið á þessari reglu í Evrópusambandandslöndum er firra. Þetta stríðir gegn öllum reglum þess sem löndin og fyrirtæki og um leið fóttboltalið verða að virða. Þetta mun því ekki hafa nein áhrif á ensku deildinna. Það er hægt að takmarka leikmenn fyrir utan Evrópusambandinu svo sem Bandaríkjamenn og önnur þjóðerni. Því á ekki að ræða þetta eitthvað frekar. Hefur engin áhrif.

 4. Ég held að það sé alveg klárt að UEFA og FIFA mega búa til reglur með hamlandi hætti varðandi keppnir sínar, þetta allavega verður gert á þann hátt að þessi sambönd, og þau knattspyrnusambönd sem í þessu taka þátt munu setja reglurnar og hefja svo málaferli.
  Það er hægt að setja leikreglur í mótum án þess að almennur lagarammi sé í gangi.
  Kannski er að koma fram á Íslandi mál þar sem að þjálfari (sem var í miklu áliti hjá mér) ætlar sér að fara með agamál knattspyrnunnar inn á hið almenna dómssvið varðandi meiðyrði.
  Hausverkurinn í þessu öllu að það er afar erfitt að segjast vera með eða á móti. Það dylst engum að gæði ríkustu liða Evrópu verða stöðugt meiri með því að Evrópa er einn markaður, en það dylst heldur ekki að munurinn milli sterkra og veikra er stöðugt að aukast.
  Svo viðurkenni ég að það ég fíla það ekki að sjá lið, t.d. í Skandinavíu, Bretlandi, Belgíu og Hollandi sem eru kannski skipuð 11 einstaklingum annarrar þjóðar.
  Virkar einhvern veginn ekki eins finnst mér og lið sem meira er skipað heimamönnum…..
  Bretarnir munu verða fyrstir í þetta, þeim svíður það mjög að eiga þrjú af fjórum bestu liðum Evrópu, en landsliðið er ekki einu sinni inni á topp 16!!!

 5. Held þetta sé svona í þýsku bikarkeppninni. Þú mátt bara hafa þrjá útlendinga(utan evrópu) inná í einu. En í deildinni máttu vera með eins marga inná og þú vilt.
  Spurning hvort einhver svona leið verði farin.
  Ég las það fyrir all nokkru að FA ætlaði að fjölga varamönnum í ensku og þá yrðu jafnmargir og á Spáni og Ítalíu, er það bull í mér eða man einhver annar eftir þessu??
  Ef það er að gerast þá náttúrulega aukast líkur á að kjúklingar fái að vera með á bekknum og spila ef vel gengur.

 6. Hvernig er þessi regla hjá UEFA að þú mátt bara skipta um lið einu sinni á hverju ári eða tímabili inn í dæmið, var hún ekki þannig að leikmaður má bara spila með tveimur liðum á tímabili. Er þá ekki verið að takmarka það hvar þú vinnur? Allavega verður það mjög fróðlegt að sjá hvað verður úr þessu máli hjá FIFA og hvað enskir gera en að mínu viti kemur það niður á enska landsliðinu hvað það eru fáir enskir leikmenn í efstu deild miðað við hlutfall innlendra leikmanna í öðrum deildum í evrópu.

 7. Þótt ég sé hlynntur þessari reglu með að setja kvóta á liðin,þá held ég að fyrst ættu enski liðin og FA að lækka verðmiðann á enskumleikmönnum um helming ef þeir vilja fá fleirri enska leikmenn í toppliðin til að spila við þá bestu ár eftir ár…Tökum Bent sem dæmi þegar tottenham keyptu hann,við keyptum Torres nánast fyrir sömu upphæð og margfalt meiri klassa sem við feingum fyrir peninginn……
  Og með enska landsliðið þá er ekkert furðulegt við það að þeir geta ekki neitt,allt of mikið af uppfyllingarefnum í liðinu,aðeins örfáir sem kunna og vita hvernig er að spila á toppleveli…En fyrst og fremst að ofmeta ekki enska leikmenn og sprengja allann verðskalann með fáránlegum verðmiðum…

 8. En samtsem áður þá er Liverpool besta lið Evrópu sama hvað hver seigir

 9. Ég er svo sem alveg hlynntur 6+5 reglunni, eða reyndar hugmyndinni á bak við hana, finnst reglan ganga heldur langt með að takmarka erlenda leikmenn við 5 í byrjunarliðinu. Mér þætti reglan öllu betri ef hún setti aðeins vægara skilyrði á fjölda heimamanna í leikmannahópnum hverju sinni, í stað þess að segja að í byrjunarliðinu megi í mesta lagi vera 5 útlendingar ætti reglan frekar að segja að í leikmannahópnum verði að vera a.m.k. 6 heimamenn. Byrjunarlið flestra liða gætu þá haldist nokkurn vegin óbreytt en aukin tækifæri gæfust fyrir heimamenn að komast á bekkinn.

  Ég get ekki séð hvernig evrópusambandið ætlar að stoppa þessa reglu frá því að fara í gegn. FIFA eru félagasamtök og mega setja þær reglur sem þeir vilja, ef þér líkar ekki reglurnar þá segirðu þig einfaldlega úr samtökunum. FIFA, sem og álfusamböndin, hafa lengi haft þær reglur að í stærstu mótunum sem þau koma að sé sú takmörkun sett á liðin að allir leikmenn hvers liðs fyrir sig verði að vera af sama þjóðerni. Evrópusambandið hefur ekki mikið verið að skipta sér af landsliðunum og ég get ekki séð hvernig það getur lagt blátt bann við takmörkun á útlendingum í félagsliðum en ekki landsliðum. Eitt skal yfir alla ganga og ég verð hreinlega að segja að ég verð töluvert hissa ef evrópusambandið nær að stoppa þetta.

 10. Málið er að leikmenn í ensku knattspyrnunni og öðrum deildum eru leunþegar, og þar af leiðandi vinnandi menn og skv. lögum ESB má ekki setja hömlur á flæði vinnuafls og þessar reglur FIFA gera það einmitt. Að skikka lið til að nota að lágmarki 6 heimamenn er brot á þessum lögum. Sjáið þið fyrir ykkur að fyrirtæki í öðrum iðnaði svo sem fiskvinnslu yrði að vera með 55% heimamenn í vinnu.

 11. Þetta er samt ekki svo einfalt, leikmennirnir eru launþegar félagsliðanna og það er ekkert í þessum reglum sem bannar félagsliðunum að hafa eins marga erlenda leikmenn og þeir vilja á sínum snærum. Ef félagsliðin vilja hins vegar taka þátt í keppnum á vegum FIFA verða þau að beygja sig undir reglur þeirra. Það er ekkert sem bannar Liverpool að hætta að keppa í keppnum undir merkjum FA og stofna sína eigin deild þar sem fjöldi útlendinga í liðinu er ótakmarkaður.

  Nú eru haldnar sérstakar knattspyrnukeppnir í flestum löndum fyrir konur þar sem karlmönnum er einfaldlega meinuð þáttaka, ekki er evrópusambandið mikið að setja sig upp á móti því, það er sem sagt í lagi að setja hömlur á leikmannafjölda eftir kynferði en ekki þjóðerni? Og ef við snúum okkur svo aftur að landsliðunum, fá þá ekki leikmenn þeirra oft einhverjar smávægilegar greiðslur fyrir þjónustuna ásamt loforðum um árangurstengdar bónusgreiðslur. Í mínum huga eru landsliðsmenn líka launþegar og landsliðin ættu því ekki að vera undanskilin þessum reglum, undan- og úrslitakeppnir álfu- og heimsmeistarakeppna landsliða hljóta því að vera ólögmætar með öllu. Að sjálfsögðu er það ekki svo enda, eins og ég hef áður sagt, getur FIFA sett þær reglur sem þeir vilja og þau lið sem ekki vijla beygja sig undir þær reglur geta einfaldlega sagt sig úr þessum félagasamtökum, stofnað ný samtök með nýjum reglum og keppt undir þeirra merkjum.

 12. Þó að fótboltinn sé orðið að miklu viðskiptadæmi þá verður að líta líka á hann sem keppni. Að mínu mati er ekki hægt að líkja keppnisgreinum við iðnað þó menn fái laun fyrir að keppa. Keppnir verða að hafa reglur svo hægt sé að vinna eftir einhverjum línum. Þið sem líkið fótbolta við almennan iðnað viljið þá væntanlega fella niður reglur um að aðeins konum skuli spila með kvennaliðum því annars er verið að brjóta jafnréttislög. Það er líka ekki verið að tala um að banna ákveðinn fjölda útlendinga á launaskrá heldur hversu margir útlendingar taki þátt í kappleiknum. Í flestum löndum má forseti eingöngu vera heimamaður. Ætti ekki að banna svona reglur líka.
  Aðal pointið er að hér er verið að tala um leik en ekki iðnað þó vissulega séu greidd laun fyrir að spila leikinn. Ég vill ekki að pólitíkusar í Brussel stjórni reglum í kappleikjum heldur á það að vera í höndum þeirra sem halda keppnirnar.
  Ég er sjálfur ekki viss hvort ég sé með eða á móti þessari 6-5 reglu, en ég algjörlega á því að ESB eigi að haldi sig frá afskiptum af þessu.

 13. Ha ha, Svenni við vorum greinilega að skrifa á sama tíma, sama pointið hjá okkur!!

 14. Heilir og sælir,

  Það skiptir ekki miklu máli hvað kommentarar á Liverpool blogginu finnst um hvað Evrópusambandið getur gert eða getur ekki. Það féll dómur í Bosman málinu á sínum tíma, þar sem reyndi á nákvæmlega svona reglu og hann var kristaltær. Þær reglur sem kröfuðst lágmarksfjölda “heimamanna” inná vellinum hverju sinni eru einfaldlega ekki í lagi, ekki frekar en að reglur um lágmarksfjölda heimamanna í vakt á Bónus hverju sinni væru í lagi.

  Ef að FIFA er með einhverja töfraformúlu fram hjá þessum reglum ESB þá hafa þeir hingað til haldið henni leyndri. Allt tal um að “Fótbolti er ekki viðskipti” var skotið niður með Bosman og það er það eina sem hefur heyrst frá Blatter og kó. Ég er hræddur um að það sé fáfræði Fifa um reglur ESB sem ráði för, en ekki einhver sérstök þekking þeirra á því lagaumhverfi.

  Þeir sem hafa áhuga á að rífast um af hverju má þá aðgreina keppnir karla og kvennaliða og forsetar mega vera bundnir við einstök þjóðerni er bent á að send ímeil til Brussel.

  Kveðjur 🙂

 15. ,,Ég vill ekki að pólitíkusar í Brussel stjórni reglum í kappleikjum.”

  En það er nákvæmlega það sem þú færð. Pólítíkusar FIFA stjórna reglum í kappleikjum eftir eigin hagsmunum og eigin geðþótta.

  Hvar er G-14 þegar maður þarf á því að halda?

 16. Ég veit, ég veit. Sem er sorglegt í þessu tilfelli. Því ég leyfi mér að efa, að þetta mál væri komið jafnlangt ef þau samtök væru enn starfandi. Enda voru Sepp Blatter og hans spilltu kónar ekki lengi að sjá leik á borði eftir að samtökin voru lögð niður.

 17. Ég held að menn séu algerlega að misskilja þetta 6+5 dæmi. Það er ekki vera að setja nokkrar hömlur á flæði vinnuafls. Lið geta eftir sem áður haft eins marga evrópubandalagsmenn í liðinu eins og þeir vilja. Þeir fá áfram launin sín.

  Síðan vil ég benda á að Norðmenn eru með einhverja reglu um 50% hluta karla og kvenna í stjórn fyrirtækja þar í landi. Það ætti þá að falla undir sama hatt – ef þett væri hamlandi á flæði vinnuafls – sem mér finnst það ekki.

 18. Eins og hefur verið bent á hér fyrir ofan skiptir engu máli hvað einstaka mönnum finnst, í Bosman-málinu var það staðfest af Evrópudómstólnum að atvinnumenn í knattspyrnu eru taldir hafa sömu réttindi og aðrir launamenn. Mig langar líka að leiðrétta tvennt annað sem komið hefur hér fram. Annars vegar það að leikmenn landsliða séu ‘atvinnumenn’. Menn gera ekki atvinnusamning við landslið og hafa því ekki sömu stöðu gagnvart því og félagsliði. Hitt er þetta með karla og kvennadeildirnar. Það er ekki talið atvinnuhamlandi gagnvart karlmanni að mega ekki spila í kvennadeild frekar en það er talið atvinnuhamlandi gagnvart honum að fá ekki að vinna sem baðvörður í kvennaklefa.

  En svo er það þetta með árangur enska landsliðsins sem talað er um í fyrsta innlegginu. Væri árangurinn eitthvað betri ef það væru fleiri enskir leikmenn í byrjunarliðum liðana í úrvalsdeild? Ég er ekki viss um það. Það eru fleiri þjóðir á svipuðum slóðum varðandi þetta og Englendingar en það kemur ekki í veg fyrir að þær komist á stórmótin. Og á meðan ensk lið eru þau allra sterkustu í Evrópu sbr. Meistaradeildina þá held ég að FA sé lítið að kvarta.

  Mætti ekki allt eins spyrja sig af hverju það séu ekki fleiri enskir leikmenn í leikmannahópum stórra liða utan Englands? Liggur svarið kannski þar? Á sama verði og þú færð miðlungs enskan leikmann geturðu fengið góða menn frá öðrum þjóðum. Ef ég væri að stjórna liði þá veit ég alveg hvaða kost ég myndi frekar velja.

 19. Arnar Ó. Þetta er mjög augljóslega atvinnuhamlandi, nema að þú haldir að fyrirtæki (lið) sækist eftir því að vera með menn á launaskrá sem mega ekki vinna (spila).

  Og Noregur er ekki í ESB, fyrir utan þá staðreynd að það gilda aðrar reglur og önnur lög um stjórnir fyrirtækja en um almennan launamarkað.

 20. Svo vil ég bæta því við að Bosman dæmið hefur ekkert með þetta að gera eins og Þórir Hrafn vill meina.

  Bosman reglan var einfaldlega þannig að leikmaður sem var með útrunninn samning mátti skipta um lið – fyrir Bosman dóminn gátu lið krafist þess að fá greiðslu þó svo leikmaðurinn væri ósamningsbundinn.

 21. Jú Arnaró, Bosman dæmið hefur með þetta að gera því þar er dómafordæmi fyrir því að leikmenn séu metnir eins og aðrir launamenn. Það gildir það sama um þá og um þig. Ef að þú gerir ráðningasamning við fyrirtæki sem gildir í ákveðin tíma þá getur það fyrirtæki ekki bannað þér að fara til annars fyrirtækis eftir að þeim tíma lýkur.

 22. Mér þykir þessi regla vera ferlega furðuleg en skil alveg afhverju þeir eru að setja hana. Ég hefði vilja sjá fleiri unglinga koma upp í gegnum Academíuna sem sparar mikinn pening og í raun gefur Academíunni gildi sem slíkri. Hvað ÞAÐ akkúrat varðar, myndi ég segja “já” við reglunni en að öllu öðru leyti finnst mér það skítt að það þurfi lög og reglur frá UEFA til að liðin sjái hversu miklu betra það er að ala sína leikmenn sjálfir. Mér finnst að stóru liðin ættu að minnka í hópum sínum og gera ráð fyrir að gefa 2-4 ungum leikmönnum séns yfir tímabilið til að þróa sig áfram. Það sker á launakostnað svo um munar og kannski spurning að Rafa fari að nýta sér þessa krakka sem hann hefur verið að kaupa.

Fer Alonso og kemur Barry? (uppfært)

Gerrard vill Barry!