Fer Alonso og kemur Barry? (uppfært)

Það hefur verið þrálátur orðrómur þess efnis að Alonso muni fara í sumar frá Liverpool og mér finnst sá orðrómur alls ekki hafa minnkað. Núna virðist svo vera sem Liverpool sé í viðræðum við Juventus um að selja Alonso þangað og er kaupverðið talið frá 12-16 milljónir punda. Ef þetta gengi eftir þá myndi Alonso hitta þar fyrir Sissoko en þeir mynduðu um tíma miðjuna sem vann bæði Meistaradeildina og FA Cup. Ég tel alveg ljóst að eina ástæðan fyrir því að ef Alonso verður seldur er að Rafa sé að búa til pláss fyrir Gareth Barry sem er einmitt einnig metinn á ca. 12 milljónir punda. Barry sjálfur er loðinn í svörum eftir landsleik Englands og USA í gær og segir m.a.:

“Any sort of interest by a big club is flattering but I am still an Aston Villa player, I’ve got two years left of my contract and until some sort of bid is accepted, or the manager tells me otherwise, there is no decision to make. No decision has been made because no bid has been accepted.

Ef maður les á milli línanna þá er Barry í raun að segja að hann muni fara því hann neitar því ekki og þegar þú ert fyrirliði þá segir þú af eða á (ef þú vilt ekki fara).


Ég held að Rafa vilji einfaldlega fá Barry í stað Alonso þar sem Barry er enskur og ef þessi kvóti fer í gang með Meistaradeildina þá þarf að hugsa útí það.

45 Comments

 1. Rétt hjá Alla, Sissoko var blessunarlega hvergi nærri þegar við unnum CL.

  En eftir því sem þessi orðrómur verður háværari er ég alltaf að komast meira ao meira á þá skoðun að líklega henti ítalski boltinn Alonso mikið betur en sá enski, líkt og hægt er að segja um Sissoko. Það er ekki eins mikill hraði og sendingargeta hans gæti því nýst betur.
  Eina vandamálið er að maður á erfitt með að sjá á eftir Alonso, hann hefur verið svo mikilvægur partur af liðinu undanfarin ár og bara skemmtilegur leikmaður þegar hann er í formi.

  • Ef maður les á milli línanna þá er Barry í raun að segja að hann muni fara því hann neitar því ekki og þegar þú ert fyrirliði þá segir þú af eða á (ef þú vilt ekki fara).

  Þú hefðir mátt ræða þetta við Gerrard vorið 2005 😉

 2. Ég er alveg á því að þetta séu góð skipti.

  Báðir eru þeir fæddir ’81 þannig að það er enginn aldursmunur á þeim.

  Það sem mér hefur fundist um Alonso er að hann hvorki skorar nógu mikið né heldur leggur mikið upp af mörkum. Barry er miklu meira að skora og leggja upp. Þó svo að stöður þeirra eru ekki alveg sambærilegar þá hefur Barry oft þurft að vera vinstri bakvörður og alveg örugglega liggja aftur í einhverjum leikjum. Þó ég sé nú ekki mjög fróður um Aston Villa.

  En ég kíkti á tölfræði þessara tveggja seinustu tvö tímabil, bara í úrvalsdeildinni. Barry hefur aldrei komið inná sem varamaður en Alonso kom inn sem varamaður í einhverjum 6 leikjum.
  Alonso:
  Leikir 06/07 og 07/08: 32 – 19
  Mörk 06/07 og 07/08: 4 – 2
  Stoðsendingar 06/07 og 07/08: 1 -1

  Barry:
  Leikir 06/07 og 07/08: 37 – 35
  Mörk 06/07 og 07/08: 9 – 8
  Stoðsendingar 06/07 og 07/08: 10 – 4

  Þarna sést að þó svo að Barry sé að spila fleiri leiki þá er hann miklu líklegri til að skora. Eitt mark í 8,5 leikjum og ein stoðsending í 25,5 leikjum hjá Alonso. Hjá Barry er þetta Eitt mark í 4,5 hverjum leik og ein stoðsending í 5,1 hverjum leik.

  Þannig að ég sé miðjuna á næsta ári sem Mach og Barry með Gerrard fyrir framan. Þá sér Mach og Barry um varnarleikinn svipað og Mach og Alonso gerðu fyrir en aftur á móti er Barry miklu líklegri að bæta nokkrum mörkum við í sarpinn. Svo er hann einnig enskur og það er alltaf gott að hafa góðan kjarna af heimamönnum.

  Þannig að ég sé þetta sem góð viðskipti, sérstaklega ef við náum að láta eitthvað að leikmönnum fylgja með í skiptum (Riise/Crouch/Carson/Pennant).

 3. Alonso er klassa leikmaður og þegar hann er í formi okkar besti dealer á miðjunni. Ég vil alls ekki missa hann. En snýst þetta ekki um konu hans sem vill ekki búa á Englandi? Ég er ekki alveg keyptur að Barry sé púsl sem okkur vantar, hvað gerir það fyrir hausinn á honum ef hann verður bara squad player? Hann er goðsögn hjá Villa og sættir sig ekki við að vera inn og út úr liðinu.

 4. Ömurlegt að missa Xabi finnst mér.
  ÖS, þú talar um markaskorun. Barry tekur öll víti hjá Villa ekki satt?

 5. Alli: Hárrétt hjá þér og búinn að lagfæra.

  Líkt og ég tek einnig fram þá hugsa ég að Rafa vilji alveg halda Alonso áfram hjá félaginu (sem og ég persónulega) en Barry er alls ekki verri kostur. Mér hefur ávallt þótt hann “solid” leikmaður og má segja að hann hafi einnig þroskast vel en seint. Verður meira áberandi með hverju árinu (líkt og kannski Carragher) og er í dag fyrirliði Aston Villa og nær byrjunarliði enska landsliðsins en Hargreaves eða Carrick.

 6. Kem til með sakna Xabi. Hann átti vissulega ekki sitt besta tímabil í ár sökum meiðsla. Var að vonast að honum yrði gefið eitt tímabil til þess að sanna sig.
  Mér hefur aldrei fundist G.Barry vera einhver heimsklassa leikmaður og mesta lagi 10 millj. punda leikmaður, allur auka kostnaður er bara fyrir þjóðerni hans.
  Ef þessi viðskipti verða að veru leika tel ég Liverpool hvorki vera veikjast né styrkjast. Þetta eru ólíkir leikmenn og báðir sterkir í sinni stöðu en Xabi finnst mér betri fótboltaspilari þegar báðir eru heilir. 27 ára rótgróin Aston Villa leikmaður sem aldrei hefur verið nálægt því að vinna titil er ekki sá leikmaður sem mun taka Liverpool uppí hæstu hæðir.
  Hefði haldið að það væru aðrar stöður á vellinum sem þyrfti nauðsynlega að fylla uppí þ.e.a.s. bakvarðastöðurnar og kantstöðurnar.

 7. Þeir sem segja að Alonso hafi ekkert getað síðustu 2 ár eða að fá Barry í staðinn séu skipti á jöfnu ættu að ryfja upp þegar Liverpool spilaði með Mascherano og Sissoko á miðjunni eða jafnvel Gerrard á miðri miðjunni. Stefnu- og hugmyndaleysið var algert. Það er enginn í þessu liði nema potentially Lucas Leiva sem kemst nálægt því að dreifa og stjórna umferðinni á miðjunni eins og Xabi. Hann er kannski ekki að leggja upp eða skora mikið af mörkum en setur oft í gangi múvin sem enda í stoðsendingum og mörkum. Væri hræðilegur missir ef hann færi.

 8. Sammála Kjartani, Alonso verður mikill missir, hann er hugsuðurinn í flestum góðum sóknarlotum okkar manna og brýtur líka niður leik andstæðinganna. Hann á ekki stoðsendingar vegna þess að hann á oft break-through sendinguna á þann sem gefur stoðsendinguna.

 9. Alonso verið mjög slakur of lengi, tapað boltum á slæmum stöðum og verið hægur í sínum aðgerðum svo ég sé ekki mikið eftir honum. tek Barry fagnandi.

 10. Vil alls ekki missa Alonso. En ég held að ef hann sé á förum þá ráði eiginkonan miklu þar um! Hún er ekki sátt í Liverpool borg. Það hlýtur að vera erfitt að vera atvinnumaður á erlendri grund og vera með hundóánægða spúsu. Dæmi sem gengur ekki upp til lengdar.

 11. Frábærar fréttir…..bæði fyrir hann sjálfan og Liverpool. Win-Win situation.

 12. Alonso er frábær leikmaður, og fyrir alla sem hafa farið á völlinn og séð manninn í action þá skilja þeir að þó það fara lítið fyrir honum oft á tíðum þá er hann oftar en ekki lykillinn í að snúa vörn í sókn.

  Match of the day tók þetta sérstaklega fyrir í vetur, og í leik sem maður sá ekki oft til hans þá sýndu þeir framá það að hann hefði verið arkitektinn að öllu því helsta í leik okkar manna.

  Og talandi um stoðsendingar og mörk vs. Barry, þá verður að taka það inní myndina að Barry er miðjumaður nr. 1 hjá AV, og ef hann er settur við hliðiná Gerrard þá er meira en líklegt að fleiri boltar fari upp völlinn í gegnum Gerrard en hann, plús að hann myndi sennilega ekki taka vítin.

 13. Evrópusambandið var að segja í gær að Allur kvóti á útlendinga í enskum liðum og þ.m.t byrjunarliðum stangaðist á við lög, og það yrði því lögbrot að setja 6-5 regluna í ensku knattspyrnunni. Þar sem knattspyrnumenn eru lauþegar o.s.f.r.

 14. Hárrétt að frúin hefur verið ósátt í borginni og hann hefur átt erfitt uppdráttar. Allavega hef ég heyrt það síðustu tvö skipti sem ég var í borginni.
  Ekki svo slæm samvinna félaganna Barry og Gerrard í gær! Alonso er fínn leikmaður, en ég er alveg til í skiptin.
  Vandi Evrópusambandsins er náttúrulega sá að knattspyrnusamböndin geta sett sérreglur um hlutgengi í leikjum, sbr. allavega á Ítalíu. Þar er lið einfaldlega ólöglega skipað ef fjöldi ítalskra ríkisborgara er ekki einhver ákveðin tala. Liðin mega hafa eins marga “útlendinga” og þau vilja í sínum liðum, en einungis ákveðið margir mega leika leikina.
  Reglur í keppnum þurfa ekki að lúta alþjóðalögum, en hins vegar þarf atvinnumarkaðurinn að lúta þeim!

 15. Merkileg skrif hjá ÖS og þessi “samanburður”. “Alonso leggur ekki upp mörk”. Frábær lína maður!!! Hver á nær ALLTAF seinustu sendingur fyrir seinustu sendinguna? Hver kemur þeim sem á stoðsendinguna í þá aðstöðu? Jú Alonso. Hann er akkerið í liðinu og í formi besti miðjumaður liðsins. Ég er tilbúinn að fullyrða það og hef gert það síðan hann kom.

  Gummi #15 orðar þetta afar vel.

  Hví að selja besta miðjumann liðsins á þessum aldri? Ég átta mig ekki á þessu. Hví að selja manninn sem stjórnar öllu spili og allri uppbyggingu? Ekki erum við með aðra menn í það alla vega.

  Það tekur á mig að lesa svona. Á svo Gareth Barry að taka við???? Er ekki allt í lagi. Já hann er enskur, en getur hann e-ð í fótbolta? Ekki alla vega á þeim mælikvarða sem LFC verður að stefna að.

  Meðalmaður.

  Það er það sem GB er. Og þeir bæta aldrei lið. Þeir fylla upp í það en gera lið aldrei betri. Þetta eru afleit kaup þykir mér og skipti (þ.e. ef þeir losa sig við Alonso í leiðinni).

 16. 18Stb#

  Ef að Benitez vill selja Alonso þá hlýtur hann að hafa eitthvað til síns máls, það er jú Benitez sem talar við Alonso á hverjum degi og sér hann á hverri æfingu.
  Allavega fyrir mér þá hefur Alonso virkað hrikalega slappur í allt of langan tíma og virðist vera gjörsamlega áhugalaus í því sem hann er að gera á vellinum. Missir oft boltann og er ekki að senda boltann eins vel frá sér og þegar hann kom til liðsins.
  Ég tel okkur ekki veikjast ef við seljum Alonso og fáum Barry í staðinn fyrir hann.
  Kannski bara kominn tími á nýja áskorun fyrir Alonso og vonandi hann finni sig vel á Ítalíu.

 17. Einmitt. Svo hefur Alonso hvorki styrk né hraða til að takast á við toppliðin í ensku deildinni. Í þeim leikjum sem við stjórnum ekki,,, þá er það Alonso undantekningalítið sem hverfur. Enda höfum við ekki riðið feitum hesti úr viðureignum okkar við toppliðin sl. ár.

  Auk þess hefur hann virkað áhugalaus og í lélegu formi sl. 2 ár. Ég vil einungis leikmenn sem leggja sig alltaf, alla fram í hverjum einasta leik.

  Vissulega má segja margt jákvætt um hann líka, en mér finnst þetta frekar líta út fyrir að Benitez vilji breytingar,,, frekar en eiginkona hans vilji fara burt nema hvort tveggja sé.

 18. Yrði frekar hissa ef þessi ,,skipti” yrðu. Mér finnst Alonso mun betri leikmaður en Barry. Hins vegar er alveg spurning hvor nýtist liðinu betur. Er því ekki á því að þessi skipti væru til þess að styrkja Liverpool liðið.

 19. Nokkrir punktar um þetta.

  • Að selja Xabi áður en kaupin á Barry eru frágengin er hreinasta geðveiki.
  • Gareth Barry var miklu betri leikmaður en Xabi Alonso í fyrra. Miklu betri!
  • Ef við gætum fengið aftur þann Xabi Alonso, sem við þekktum fyrstu tvö tímabilin hjá Liverpool, þá væri engin spurning að ég myndi frekar vilja hafa Xabi heldur en Barry. En ef við eigum að bera þessa leikmenn saman síðustu tvö tímabil, þá er heldur enginn vafi að Barry hefur verið mun betri.

  Nú veit ég ekki hvort að þessi niðursveifla hjá Alonso er bara eitthvað tímabundið eða hvort hann sé bara kominn á endastöð – og að liðið komist ekki lengra áfram án þess að honum sé skipt út. En ég var allavegana rosalega oft fyrir vonbrigðum með frammistöðu Xabis á þessu og síðasta tímabili. Og þó hef ég alltaf verið gríðarlegur aðdáandi hans sem leikmanns (og á meira að segja treyju merkta honum – hann er þar í hópi með Gerrard og Torres).

  Það væri leiðnlegt að sjá hann fara, en miðað við frammistöðu þeirra síðustu tvö árin, þá er það augljóst að Barry myndi styrkja þetta Liverpool lið.

 20. Þetta er nú meira wankið. Á nú allt í einu að kenna Alonso um að Liverpool vinni aldrei stóru liðin líka?! Ótrúlegt hvað menn geta verið fljótir að gleyma. Þetta er t.d. maðurinn sem jafnaði fyrir okkur úrslitaleik CL 2005 og búinn að vera okkar besti miðjumaður síðustu tímabil og einn af ekki svo mörgum sem virðist ekki vera sama þegar illa gengur.

 21. Hví að selja besta miðjumann liðsins á þessum aldri

  Viltu meina að Alonso sé sterkari en Gerrard og Mascherano? Ja hérna. Miðað við síðustu tvö ár, þá held ég að það séu ekki margir sammála þér.

  Meðalmaður.Það er það sem GB er. Og þeir bæta aldrei lið.

  Besti leikmaður liðsins í 6. sæti í deildinni er enginn “Meðalmaður”. Gareth Barry er verulega góður leikmaður. Ég hef nú ekki fylgst svo ýkja grannt með Aston Villa, en í þeim leikjum sem ég hef séð liðið spila þá hefur Barry nánast án undantekninga spilað vel.

  Ég held að það sé nokkuð til í því sem menn hafa sagt hér áður að menn úr minni liðunum á Englandi séu nánast án undantekninga dæmdir sem gagnslausir (sbr Bentley og Barry).

 22. Þetta er t.d. maðurinn sem jafnaði fyrir okkur úrslitaleik CL 2005 og búinn að vera okkar besti miðjumaður síðustu tímabil

  Það er fráleitt að halda því fram að Xabi hafi verið okkar besti miðjumaður síðustu tímabil og burtséð frá allri tilfinningasemi, þá eru 3 ár liðin frá Istanbúl.

 23. Já, ok, Einar, það er náttúrlega rétt, þetta eru heil þrjú ár. Merkilegt hvað menn voru samt að missa sig yfir að Robbie Fowler sem aldrei vann neitt nánast fyrir Liverpool og skoraði síðast í upphaf aldarinnar kæmi aftur..
  En maður má víst ekki lifa í fortíðinni..

 24. Málið er bara Kjartann að ef þessu væri öfugt farið, Xabi væri að koma en Barry að fara þá myndi Einar örugglega tala “illa” um Barry og vel um Xabi.

  En ég er hjartanlega sammála mönnum hérna sem vilja ekki missa Xabi. Ég hef ekkert á móti Barry, mjög góður leikmaður og ég meira að segja talaði um það fyrir nokkrum árum að ég vildi fá hann til liðsins. En svona fyrirfram þá vel ég Xabi framyfir Barry, ekki spurning.

  Gott dæmi um gæði Xabi var t.d. í leiknum gegn City um daginn. Lucas byrjaði þann leik og stóð sig allt í lagi. Síðan kom Xabi inná og þvílík breyting. Ég veit ekki hvort menn sáu þetta í sjónvarpinu en það var allt annar bragur á liðinu með Xabi að stjórna hlutunum. Þetta hefur maður margoft tekið eftir á Anfield.

  En ef Barry kemur þá bara vona ég bara að hann standi sig vel. Ég hef miklar mætur á Barry þó ég vilji ekki missa Xabi.

 25. Robbie Fowler, hvern fjandann kemur hann þessu málið við?! Nú er líklegt að fjáhagsstaða klúbbsins skiptu miklu máli. En ég er þeirrar skoðunar að það sé pláss fyrir þá báða hjá klúbbnum en ekki víst að Rafa hafi leyfi til þess. Alonso, á góðum degi, er frábær leikmaður en auðvitað kemur á móti að hann hefur nánast ekki átt góðan síðan vorið 2006!

 26. Einar Örn lestu áður en þú svarar.

  “Hann er akkerið í liðinu og í formi besti miðjumaður liðsins.”

  Í formi. Leikmaður fæddur 1981 er varla kominn á endastöð. 26 ára gamall!!! Hví í ósköpunum telja menn manninn vera búinn??? Getur 26 ára leikmaður virkilega ekki komið sér aftur í form?

  Vissulega hefur hann ekki verið að leika eins vel að undanförnu og fyrst þegar hann kom. Ég er hins vegar viss um að í formi, og fái hann tíma kemst hann aftur í það (enda bara 26 ára!!!!).

  Hví ekki að gefa manninum meiri tíma? Hann hefur sannað það að þegar hann er heill þá er hann betri en sjálfur fyrirliðinn.

 27. Benni Jón segir:

  “Málið er bara Kjartann að ef þessu væri öfugt farið, Xabi væri að koma en Barry að fara þá myndi Einar örugglega tala “illa” um Barry og vel um Xabi.”

  Benni, finnst þér Einar í alvöru vera svona mikill já-maður? Ég persónulega er sammála því sem hann segir. Þú kannski skildir orð hans öðruvísi en ég en ég las þetta út úr því sem Einar Örn sagði:

  • Xabi Alonso er æðislegur. Hann var hetja í Istanbúl og við elskum hann. Munum alltaf dýrka hann.

  • Xabi Alonso hefur leikið undir getu sl. tvö ár í deildinni og er nú farinn að deila einni miðjustöðu með hinum unga Lucas, kyrfilega fyrir aftan Gerrard og Mascherano í goggunarröðinni.

  • Gareth Barry er kannski ekki endilega betri leikmaður en Alonso, en hann er heldur ekki endilega verri leikmaður. Og örugglega ekki endilega verri kostur. T.a.m. er hann örfættur og gæti því passað vel við hlið Mascherano á miðjuna, en sá argentínski leitar oft aðeins út á hægri vænginn. Þá eru Barry og Gerrard perluvinir og virðast vera að ná vel saman með enska landsliðinu. Þá er Barry frábær spyrnumaður og gæti bætt fyrirgjafir úr hornspyrnum og/eða aukaspyrnum til muna, en það er eitt af þeim atriðum sem Alonso – sem einn af aðal spyrnumönnum liðsins sl. fjögur ár – hefur valdið vonbrigðum með.

  Af hverju þarf að túlka þessi orð sem eitthvað annað en raunverulegt mat á stöðu mála? Ef Alonso er að fara verður eftirsjá í honum og maður eins og Einar, sem roðnar ennþá við tilhugsunina um Istanbúl, verður þar engin undantekning. En á sama tíma verða menn að líta fram á við og reyna að sjá hið jákvæða við Barry – ef hann þá kemur.

  Góður samanburður er brottför Luis García í fyrra. Önnur Istanbúl-hetja og mikill karakter. Við söknum hans öll, en það er varla hægt að segja að Benayoun hafi staðið sig illa sem hans staðgengill í vetur, er það?

  Þetta snýst ekki um að vera jákvæður eða neikvæður, heldur raunsær. Og hið rétta í málinu er að það geta verið fleiri en einn góður kostur. Alonso er góður kostur, jafnvel þótt hann hafi leikið undir getu sl. tvö tímabil, en Barry getur verið það líka. Og ef Rafa Benítez, sem gerði Alonso að máttarstólpi liðsins við komu sína sumarið 2004 og hefur haldið mikið uppá hann síðan þá, hefur ástæður til að selja sinn kærasta bandamann innan vallarins og reyna að kaupa Gareth Barry í staðinn, finnst mér allt í lagi að sýna þeirri ákvörðun smá þolinmæði þangað til við erum farnir að sjá Barry spila fyrir Liverpool (enn og aftur: ef hann kemur) og það er komið í ljós hvað Rafa var að pæla með þessum leikmannabreytingum.

 28. Mikið er ég ánægður með að flestir hérna vilja hafa Alonso áfram. Hjartanlega sammála Stb og Kjartani.

  Alonso er frábær fótboltamaður, yfirvegaður(Masch vs Utd 🙂 ), dreyfir spilinu best allra manna í liðinu og eins og einhver sagði hér að ofan, ekki sama þegar illa gengur. Ég hreinlega trúi ekki að Rafa ætli sér að sleppa honum, trúi því ekki!

  Er ekki verið að tala um 16mp fyrir Xabi, no bloody way að hann sé verðminni en Mascherano enda Xabi mun betri fótboltamaður en hann.

  Sé ekki hvað Barry á að bæta í liðið frekar en Alonso. En skulum samt bíða með einhverjar fullyrðingar þar til og ef Barry kemur.

 29. Vil benda þér á Kristján að lesa það sem ég skrifaði aftur. Aldrei sagði ég að ég vildi ekki Barry. Aldrei sagði ég að Barry væri lélegur leikmaður og aldrei sagði ég að þessi “skipti” gætu ekki verði jákvæð.

  Eina sem ég sagði var að Xabi væri frábær leikmaður. Þessi niðursveifla sem menn tala um er svo orðum ofaukið…ef hann hefur átt lélegt tímabil, guð minn almáttugur hvað Dirk Kuyt er þá búinn að vera skelfilegur(fyrir utan smá dauðakipp undir lok tímabils). Málið er að Xabi ekki alveg uppá sitt besta, stjórnar umferðinni á miðjunni mun betur en Lucas eða Mascherano nokkurntíman gera…og við vitum allir hvað hann gerir þegar hann er í topp formi.

  …og já, þegar ég sé Benayoun spila þá sér maður greinilega hvað maður saknar Garcia. Þrennur á móti utandeildarliðið og skítlélegu Besiktas liði bættu ekki upp fyrir frekar lélegt tímabil hjá honum.

  En með Einar, þá er engin að tala um einhvern já-mann nema þú. Einar aftur á móti á það til að reyna fegra hlutina svo mikið eins og í þessu tilfelli…en ég nenni nú ekki að fara kítast um Einar. Verð þó að segja að það kom mér lítið á óvart hvað þú varst snöggur að stökkva til, reyna koma honum aðeins til varnar…þó “skotið” hafi verði lítið og mjög ómerkilegt.

 30. Andri, það er mikill misskylningur að Mascherano hafi kostað þessar 17m? sem talað var um. Aftur á móti var allur pakkinn á um 17m…þar inni er maðal annars launapakkinn hans á samningstímanum og lásupphæðin. 7-8m eru mun nær lagi sem verðmiði á Masch.

 31. Ok Benni, skal éta það ofan í mig en lánsupphæð? Erum við ekki að borga það samt sem áður? Skv. lfchistory kostaði hann 18.6mp.

 32. Kristján, ertu í alvöru að segja Benayoun hafa átt gott tímabil og staðið sig vel? Aldrei var ég neitt sérlega hrifinn af Garcia (óstöðugur í ensku deildinni t.d.) en finnst hann vera hátíð miðað við Benayoun.

 33. Benayoun er alveg búinn að vera fínn og myndi standa sig betur ef hann fengi að vera aðeins meira miðsvæðis. Mjög hrifinn af þessum leikmanni. Okkur vantar fleiri svona skapandi miðjumenn eins og hann, ekki að spila alltaf með tvo varnarsinnaða miðjumenn og 3 bakverði í leikjum…

 34. Benni – ég væri alveg jafn fljótur að “stökkva til” og koma þér til varnar ef ég væri sammála því sem þú segðir og teldi einhvern annan vera að snúa út úr. Þetta kemur persónunni á bak við ummælin ekkert við.

  Stb – lestu þetta orðrétt: Yossi Benayoun átti mjög gott tímabil fyrir Liverpool. Fyrir mér er það augljóst; hann var keyptur í stað Luis García. García var ekki fastamaður í byrjunarliði en gat spilað margar stöður og gat komið inn með eitthvað óvænt þegar Rafa þurfti á slíku útspili að halda. Benayoun kom inn í þetta hlutverk, var ekki alltaf í byrjunarliði (neitt frekar en García) en fyllti vel inní margar stöður, skoraði 10+ mörk á sínu fyrsta tímabili og átti svipað af stoðsendingum, kvartaði aldrei og átti innkomur sem skiptu oft sköpum, s.s. sigurmarkið gegn Wigan í deildinni, jöfnunarmarkið gegn Reading í deildarbikarnum, þrennan gegn Havant & Waterlooville (vorum undir þegar hann tók til sinna mála) og stoðsendingin á Torres í útimarkinu dýrmæta gegn Chelsea í Meistaradeildinni.

  Við vissum þegar Benayoun kom og Rafa nánast sagði að hann væri nýja útgáfan af Luis García að hann yrði ekki fastamaður í liðinu, en það er varla hægt að biðja um fjölhæfari, leikreyndari og öflugri valkost til að koma inn af bekknum. Þetta snýst ekki bara um að hafa öfluga ellefu leikmenn heldur að hafa öflugan hóp atvinnumanna og hvað það varðar er Benayoun í hópi þeirra sem ég myndi alls ekki vilja missa frá Liverpool í sumar.

 35. Ég er á þeirri skoðun að Liverpool með Alonso er betra en án hans. En Liverpool með mig væri örugglega betra en án mín, þið skiljið pælinguna. Eins og hann hefur spilað síðustu tvö tímabil myndi ég ekkert fúlsa við 12-16 milljónum punda fyrir hann og fá Barry sterkan inn en heldur ekkert gráta ef hann verður áfram.

  Aðalvandamál Xabi er hins vegar hversu lengi hann er að koma sér í form. Það er bara ekki ásættanlegt að 26 ára gamall maður sem ætti að vera að toppnum líkamlega séð er jafn lengi að koma sér í leikform og Sami Hyypia. Hann er of ungur til að vera lengi að koma sér í form. Þetta gæti reynst alveg einstaklega dýrt á næsta tímabili þegar Masch og Lucas missa af fyrstu leikjunum vegna ÓL og Xabi, sem er að fara að spila á EM, ekki í formi. Við vitum öll hversu miklu máli það skiptir að byrja vel og þá er bara ekki hægt að hafa Xabi í liðinu 4-5 leiki til að ná honum í form. Þar kæmi Gareth Barry einmitt að mjög góðum notum.

  Niðurstaða, ef mjög gott tilboð kemur eigum við að nýta okkur það meðan við getum og selja hann. Hef einnig mikla trú á að Lucas verði töluvert betri leikmaður svo að hann þarf líka sín tækifæri til að blómstra.

 36. Áhættan sem ég sé í þessu er að Barry komi í staðinn fyrir Xabi en geti síðan ekki neitt. Það er alveg til í stöðunni, en Barry er þannig leikmaður að hann á pottþétt eftir að standa sig vel.

  Auk þess að ef við fáum Barry og mjög góðan framherja þá sé ég fyrir mér að liðið verði þannig (allavega í stórum leikjum og erfiðum útileikjum) að Barry verði á vinstri kantinum og Babel á hægri í 442 leikkerfi. Masc og Gerrard á miðri miðjunni.

  Þó að þetta séu ennþá langsóttar pælingar þá er þetta klárlega möguleiki ef við fáum einn mjög góðan senter með Torres. Við vitum að Benítez vill hafa fjölbreytni í sóknarleiknum en á síðasta tímabili þá gekk “nýja” kerfið einfaldlega of vel til að breyta af vananum ásamt því að hafa engan nothæfan vinstri kantmann (Babel var ekki nógu sterkur varnarlega). Ennn…..við sáum í leiknum á móti Arsenal þegar Benítez breytti skyndilega í 442 leikkerfi með Crouch framm með Torres. Hann vill hafa fjölbreytni en ekki fyrirsjáanlegur eins og hið stórskemmtilega lið Chelsea (kaldhæðni).

  Barry yrði frábær liðsauki sem bætir Liverpool liðið og eykur fjölbreytni þess.

 37. Menn tala um nýjan senter…hvernig væri að prófa hollenska hægri kantmanninn okkar þar? Mig minnir að hann hafi verið striker þangað til hann kom til Liverpool með eitt svaðalegasta scoring record í Hollandi sem sést hefur! Ég tel líka að hann sé ekki nægilega góður á kantinum, þó hann sé ösku duglegur. Er ekki nógu fljótur og getur ekki tekið menn á (Pennant er margfalt betri í því).

 38. Báðir Hollendingarnir eru í undarlegri stöðu hjá Liverpool. Þeir vilja báðir spila sem framherjar og eru líklega báðir betri í þeirri stöðu. En hvorugur fær alvöru séns í þeirri stöðu fyrir utan Kuyt í byrjun tímabils.

  Kannski eru þeir þessir framherjar sem okkur vantar.
  Góður punktur, Diddinn!

 39. Einar Örn lestu áður en þú svarar.
  “Hann er akkerið í liðinu og í formi besti miðjumaður liðsins.”

  Þú skrifar í kommenti númer 18

  Hví að selja besta miðjumann liðsins á þessum aldri?

  Ég var einfaldlega að svara þessu. Í þessari setningu er ekkert talað um form. Þegar ég les kommentið yfir, þá sé ég að í annari málsgrein bætir þú þessu “í formi” við, en sleppir því svo.

  Benni segir:

  “Málið er bara Kjartann að ef þessu væri öfugt farið, Xabi væri að koma en Barry að fara þá myndi Einar örugglega tala “illa” um Barry og vel um Xabi.”

  Rooosalega er þetta málefnalegt og beitt hjá þér, Benni! Ég var ekki að tala “illa” um Xabi, einfaldlega að benda mönnum sem eru að hugsa um Xabi Alonso einsog hann var fyrir þrem árum að Xabi hefur lítið getað undanfarin tvö ár. Ég held að ég geti fullyrt að hann hafi aldrei verið valinn maður leiksins af okkur leikskýrsluhöfundum á síðasta tímabili (ekki að ég telji það vera neinn Stóra Dóm), en ef skoðaðar eru skýrslur fyrri ára (þegar ég og Kristján sáum algerlega um þær) þá var Xabi eflaust sá sem við völdum oftast. Þannig að gangrýni mín á Xabi snýst ekki um það að ég fatti ekki hversu góður hann er, heldur einfaldlega að hann hefur ekki verið uppá sitt besta síðustu ár.

  Svo var ég ekkert að hefja Barry upp til skýjanna. Einfaldlega að benda mönnum á það að hann væri ekki “meðalmaður”. Ef einhver gæti sagt mér að Xabi Alonso myndi snúa aftur á næsta tímabili sem sá Xabi sem við sáum fyrstu tvö árin, þá myndi ég 100% vilja hafa hann áfram. Og ég er sannfærður um að Benitez væri mér sammála. En Benitez virðist einfaldlega hafa misst trúna.

  Semsagt, Xabi hefur leikið illa síðustu tvö ár og Barry er ekki meðalmaður. Ég tel nú að skrif mín verðskuldi aðeins meira hrós en svo að ég fylgi bara því sem að Rafa Benitez gerir. Ég hef til að mynda gagnrýnt margar sölur hans í gegnum tímann (Garcia, Baros, etc) – og sömuleiðis kaup (Crouch og fleiri). En ég hef líka oft reynt að falla ekki í þær grifjur, sem menn gera oft, að rakka niður mögulega nýja leikmenn.

  Og hvað í ósköpunum er að því að Kristján komi mér til varnar? Við höfum kynnst mjög vel á þessum fjórum árum sem við höfum rekið þessa síðu og erum orðnir fínir vinir. Við tölum saman í síma um fótbolta, hittumst til að horfa á fótbolta og svo framvegis. Hann er einn af fáum sem skrifa á þessa síðu, sem ég þekki persónulega. Það er fullkomlega eðlilegt að hann vilji verja minn málstað, alveg einsog þú ert líklegri til að verja málstað þeirra sem þú þekkir umfram ókunnuga.

 40. Ég sá Barry spila nokkra leiki á síðustu leiktíð og líst gríðarlega vel á hann. Hann er fjölhæfur,,, sterkur, snöggur, og minnir mig töluvert á þá miðjukónga sem hafa verið í liðinum sem hafa hampað enska meistaratitlinum. Auk þess hef ég lesið að Barry sé einstaklega stöðugur leikmaður og ekki veitir af. Hann er mikið meira en einhver meðal maður enda ekki að ástæðulausu sem Steven Gerrard vill fá að spila við hliðina á honum á Anfield.

  Ég er bjartsýnn á að Barry komi,,, en verður þá ekki Alonso að víkja? Ekki endilega en þó hugsa ég að svo verði þar sem okkur vantar frekar öfluga kantmenn og framherja,,, og tæplega höfum við 50m punda sem til þyrfti til að kaupa menn eins og Ribery, Silva og David Villa ect.

  Tek undir allt sem ritstjórarnir hafa sagt hér á undan því að mínu mati hefur Alonso hvorki hraðann eða styrkinn sem þarf til í toppbaráttunni í ensku deildinni. Auk þess er hann alltof misjafn, lengi að koma sér í form eftir meiðsli og því miður ekkert sérlega drífandi miðjumaður. Á móti er hann líklega besti playmaker í deildinni á sínum degi, en þegar þeim dögum hefur því miður farið fækkandi. Hugsa að leikstíll hans henti betur í öðrum deildum.

 41. Vá…ég kem með eitt örlítið “skot” (er ekki einu sinni sannfærður um að þetta flokkist sem skot) á þig einar og bæði þú og kristján farið í þessa þvílíku vörn. Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvernig væri nú að láta ekki eins og 6 ára skólastelpa og þola þó talað sé til þín. Lestu bara það sem ég sagði yfir(er sannfærður um að hvorugur ykkar las það, allavega gefa svör ykkar sterka vísbendingu til þess). Ég sagði einn hlut um þig einar sem er 100% réttur, þú átt það til að fegra ástandið hjá Liverpool mjög mikið þó þú getir fundið eitt og eitt skipti sem þú varst ósammála Rafa þá breytir það engu. En þessi eina setning mín, var hún svona alvarleg að þið þurftuð að hoppa til og fara í þessa líka rosa vörn? …verðið kallaðir grátbræður með þessu áframhaldi.

Landsliðsmenn úr Liverpool á Euro 2008

FIFA vill 6 plús 5 regluna.