Ný færsla

Það er akkúrat ekkert að gerast núna, meira að segja er slúðrið svo dapurt að það er varla frétt þarna úti sem hægt er að ylja sér yfir. Aðal fréttirnar snúast um Torres og þeim sjálfsagða hlut að forsvarsmenn Liverpool FC hlægja hreinlega að þeim sögusögnum, sem og Torres sjálfur.

Æj hvað ég væri til í að geta trúað því almennilega að það sé eitthvað mikið að gerast á bakvið tjöldin, ég er samt sem áður ekkert með ofurtrú á því og held að þessi eigendakrísa sé að hafa talsverð áhrif. Það segir sig sjálft að þegar við erum með tvo eigendur, sem eiga hvor um sig 50% í félaginu, og geta ekki talað saman, þá geta hlutirnir ekki verið að ganga eins og best verður á kosið þegar kemur að available peningum til leikmannakaupa.

Reyndar hef ég áður talað um það að mér finnst ekki líklegt að leikmenn sem eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið séu mikið inni í samningaviðræðum. Þeim fer allavega að fækka dögunum sem þeir hafa í það, því það verður að teljast ólíklegt að þeir verði að spá í slíkum málum þegar mótið er hafið.

En hvað um það, verður maður ekki að vera bjartsýnn? Það var ekkert margt sem benti til Torres og Babel kaupa á sama tíma fyrir ári síðan.

28 Comments

 1. Nýtt mótsvar við nýtt komment við nýja færslu.

  Nei í alvöru talað, þá hef ég litlar áhyggjur af fréttaleysinu. Eins og Einar Örn benti réttilega á hér um daginn var enginn byrjaður að ræða Torres og Babel á þessum tíma í fyrra, þannig að þótt við séum enn ekki farin að heyra neitt öruggt um það hvaða þekktu sóknarmenn eru líklega á leiðinni er ekki þar með sagt að ekkert muni gerast.

  Maímánuður er jú varla búinn og við erum þegar búin að tryggja Degen og bjóða í Dossena og Barry, þannig að ég myndi varla kalla þetat aðgerðarleysi enn sem komið er.

 2. Í fyrra vor þegar season-ið endaði sagði Benítez “we must buy now and we must buy fast” en svo gerðist ekkert fyrr en síðla sumars. Hef grun um að það sama sé uppi á teningnum núna sérstaklega þar sem all margir leikmenn eru staddir í æfingabúðum með landsliðum sínum. Nema auðvitað enskir leikmenn eins og Barry og Bentley.

  Reyndar man ég að fyrir HM 2002 þá var Houllier búinn að tryggja sér þjónustu Salif Diao og Diouf og miðað við hvað Senegal spiluðu flottann bolta þar þá hafði maður trölla trú á að þeir væru happafengur og hefðu hækkað all verulega í verði á mótinu en það varð nú aldeilis ekki.

  Þær fréttir sem maður vill fara að heyra núna er að það sé búið að selja Riise!!

 3. Málið er að ef maður ber þetta saman við Man U, Chelsea og Arsenal þá finnst manni ansi döpur staðan hjá okkur. Maður er svo sem ekki að örvænta en myndi klárlega vilja sjá okkur ,,linkaða” við stærri nöfn.

 4. myndi klárlega vilja sjá okkur ,,linkaða” við stærri nöfn.

  Ég myndi aðallega vilja sjá okkur KAUPA stór nöfn. Chelsea eru búnir að vera orðaðir við Kaká, Ronaldinho, Messi og fleiri öll síðustu ár. Samt enduðu þeir síðasta sumar á því að Malouda var stærstu kaupin. Varla neitt til að tapa sér yfir.

  Sama með Man U, samt var Owen Hargreaves stærstu kaupin þeirra í fyrra. Við erum í dag orðaðir við mann sem að hefur verið valinn á undan honum í enska landsliðið, en samt eru menn fúlir.

  Málið er að engin stór kaup hafa gengið í gegn þetta sumarið, nema hægri bakvörður hjá Chelsea. Það teljast vart vera fréttir þegar þeir gera aðra tilraun við að uppfylla þá stöðu.

  Semsagt, ég er frekar rólegur.

 5. Ég verð að vera sammála EÖE í þessu… ég er sallarólegur og í raun nýt þess að vera í smá “liverpool-pásu” eftir vonbrigðin þegar við duttum út gegn Chelsea í CL.

  Ég hef tröllatrú á því að Rafa finni þá leikmenn sem okkur vantar.

 6. Þetta kemur allt í ljós. Það er örugglega listi í gangi. Við ættum frekar að hafa áhyggjur af liðum eins og M,boro-west ham-blackburn-sunderland og hvað þau heita þessi miðlungslið öll. Það eru liðin sem reyta af okkur stig hér og þar. Vinnum við þessa miðlungskúka þá eigum við meiri möguleika á titlinum.
  En þetta eru bara lið sem eru alltaf að rembast að komast í evrópukeppni og slikt. Þau vita vel að þau verða aldrei meistarar. Ekki nema að eitthvað slys gerist og þessu 4 stóru séu öll arfaslök á sama tíma. Þannig að við verðum að varast þessi kúkalið.

 7. er hann ekki ennþá á láni frá WH eða Kia Jorb…. eitthvað kalli… minnir að KAUPIN sem slík séu ekki frágengin

 8. Auðvitað vill maður sjá okkur kaupa þessi stærri nöfn. Það er engin spurning. Hins vegar hef ég ákveðnar áhyggjur af því hvaða leikmenn Rafa virðist vera næst kominn með. T.a.m. hef ég áður sagt mína skoðun v/Barry. Tel okkur eingöngu þurfa hann í vinstri bakk. En ef Dossena er á leiðinni skil ég ekki þörfina fyrir Barry. Varðandi sumarið í fyrra nældu Man U í Teves (þótt hann sé á láni) og það var gríðarlega sterkur leikur hjá þeim. Maður vill bara ekki sjá miðlungsmenn koma inn fyrir aðra sambærilega. Auðvitað vill maður sjá alvöru í þessu og að leikmenn eins og Alves ofl stór nöfn séu nefnd í sömu andrá og Liverpool. Tek það hins vegar fram að ég er alls ekki farinn að örvænta.

 9. Heinze??( kanski ekki rétt skrifað). Var Real M, millilending,kemur hann?.Bara pæling,annars engar fréttir yfirleitt góðar fréttir

 10. United keypti í fyrra Owen Hargreaves, Tevez, Anderson og Nani.

  Ef Babel telst “stór” kaup hjá okkur þá hljóta Anderson og Nani að teljast stærri kaup. Ég er nú samt sem áður ekkert smá ánægður með Babel, þegar hann er búinn að aðlagast boltanum og farinn að fá að spila frammi þá verður hann rosalegur.

  Hvað Malouda varðar þá var hann einn heitasti kanntarinn í bransanum um þetta leyti í fyrra og held að við Liverpool menn hefðum tekið hann fengins hendi. Enda var hann linkaður við okkur og allir þvílíkt spenntir.

 11. Utd. keypti reyndar Hargreaves, Anderson, Nani og Kuszczak sumarið 2007. Fengu Tevez lánaðan.

 12. United v Liverpool í fyrra á leikmannamarkaðnum
  Torres – Tevez – Let´s face it, Tevez var fjandi stór biti á markaðnum í fyrra og kaup á honum eru í sama stærðarflokki og kaup á Torres.

  Babel/Lucas – Nani/Anderson – Nani og Anderson kostuðu báðir meira en Babel og voru báðir mikilvægari/jafn mikilvægir hlekkir hjá sínu liði en Babel og Lucas hjá okkur.

  Mascherano – Hargraves – Svipað dýrir, afar ólíkir, báðir mikilvægir.

  Svo var bland í poka fyrir rest hjá báðum minnir mig.

  Þessi ofurkaup okkar voru minni heldur en United sem í fyrra var þegar búið að vinna titilinn og með mjög efnilegt og gott lið í höndunum.

  Eins þegar þið talið um að enginn hafi séð fyrir kaupin á Torres og Babel á þessum árstíma þá er ég nú bara ekki alveg sammála. Það var mjög lengi búið að vera í farvatninu að þessi kanar (sem þá btw. litu ekkert svo illa út) myndu skila til okkar stórum STÓRUM nöfnum eftir tímabilið, stærri nöfnum en við höfðum áður átt að venjast. Eina nafnið sem þeir skiluðu í þeim klassa var Torres, Babel verður nú seint talin einhver ofurkaup þó hann gæti seinna vaxið í að verða súper góður. Síðan keyptu þeir LOKSINS Mascherano sem ég tel með sem önnur mjög stór kaup á heimsklassa leikmanni.

  All in all, silly season í fyrra var ágætt og eitt það besta í sögu klúbbsins, en bara alls ekki nógu öflugt eins og kom enn eina ferðina á daginn, það er búið að hækka standardinn og ég held að kanarnir ráði ekki við það, né hafi vilja né vit á að ráða við það. Í fyrra var maður mun bjartsýnni á að það ðværi mjög stórt nafn á leiðinni til klúbbsins sem kom síðan á daginn, í ár er maður því miður ekki jafn bjartsýnn ennþá enda bara búið að orða miðlungsmenn og í besta falli góða miðlungsmenn við liðið, en auðvitað alls ekki búinn að útiloka neitt.

  Kannski er munurinn á bjartsýninni í ár og fyrra sá að í ár er búið að steypa klúbbnum í skuldir og margsanna að eigendurnir eru ekki að ráða við að byggja nýjan völl eins og þeir lofuðu að gera þegar þeir komu, þ.e. þeir virka bara ekki eins ríkir og maður var að vonast til að þeir væru.

  • Utd. keypti reyndar Hargreaves, Anderson, Nani og Kuszczak sumarið 2007. Fengu Tevez lánaðan.

  Skiptir engu, þeir fengu Tevez. Ég efast um að hann sé að fara neitt aftur og hef nú raunar aldrei skilið þetta. Frá hverjum er hann í láni? Er bókað að þeir keyptu hann ekki? Það sem skiptir máli í þessu er að þeir fengu Tevez í sinn hóp sem þá var einn allra feitasti bitinn á markaðnum og gátu nýtt hann jafn mikið og við t.d. Torres.

 13. Ég mun seint samþykkja að Anderson og Nani hafi verið eitthvað stærri kaup en Babel, nema þá ef verið er að tala um að kaupa 2 sé stærra en að kaupa 1. Þeir fara allir þrír í sama hóp hjá mér sem framtíðar efni og ég á bágt með að segja hver þeirra mér finnst líklegastur til að slá í gegn.

  Svo skil ég ekki hvað menn hafa á móti Gareth Barry ég hef alltaf haft mikið álit á honum sem leikmanni og þó svo að það megi alveg færa rök fyrir því að Alonso sé betri alhliða leikmaður að þá hef ég bara mínar efasemdir um að hann höndli enska boltann. Alonso átti mjög fínt fyrsta tímabil en er síðan búinn að vera frekar dapur og ekki hjálpar það mikið til að hann skuli alltaf þurfa mánuð til að koma sér í gang á haustin (eða eftir meiðsli).

  Manutd breyttist í meistaralið sumarið 2006 með því að fá til sín einn leikmann, michael carrick, sem ég þori að fullyrða að innan við 5% stuðningsmanna liverpool höfðu nokkurn minnsta áhuga á að fá. Þrátt fyrir 2 fín tímabil hjá utd hefur Carrick ekki verið nálægt landsliðinu í lengri tíma á meðan Barry hefur verið þar fastamaður síðustu leiki og samt eru menn fúlir yfir því að við séum bendlaðir við hann.

  Ég skil ekki alveg þann hugsanagang sem virðist fastur í flestum að enginn leikmaður geti verið nægilega góður fyrir liverpool nema hann komi frá liði utan englands. Á ekki enska deildin að heita sú besta í evrópu þessa stundina? Þýðir það þá ekki í leiðinni að bestu leikmennirnir hljóti að spila þar en samt vilja menn frekar kaupa leikmenn frá næstumþvíliðum á spáni/ítalíu en bestu leikmenn næstumþvíliðanna á englandi sem þó hafa sýnt það og sannað að þeir kunni að spila í ensku deildinni. Ég fagna komu Barry og Bentley ef af verður og verð í raun mjög ánægður ef Barry verður keyptur, hef aðeins meiri efasemdir um Bentley en hef þó tröllatrú á að hann geti gert fína hluti fyrir liðið og hann er í mínum huga klárlega stórt skref uppávið frá pennant.

  Kanski er ég ofurbjartsýnn að eðlisfari en mér finnst Liverpool liðið bara ekki þurfa að bæta sig það mikið til að gera alvöru atlögu að titlinum. Munurinn á liðinu og manutd er bara ekki það mikill, það sem þarf að gerast er einfaldlega að benitez fari að finna leið til að vinna hin 3 stóru liðin reglulega. Manutd fékk 13 stig úr innbyrðis viðureignum toppliðanna, liverpool fékk 4, munurinn í lok leiktíðar var 11 stig sem hefði verið þurrkaður út ef við hefðum tekið uppá því að vinna þessa tvo leiki við utd í staðinn fyrir að tapa þeim. sleppum svo tímabilum eins og janúarmánuði þar sem við unnum ekki deildarleik í meira en mánuð og við erum alveg við toppinn ef ekki hreinlega á honum.

  Barry og Bentley væru fínir bitar í púsluspilið og Dossena og Degen bæta svo vonandi vandræðastöður í liðinu. Ef þessir 4 koma sé ég ekki hvaða stöðu á vellinum þarf eitthvað virkilega að bæta en finnst þó líklegt að Benitez hristi ein galdrakaup fram úr erminni eftir EM og þá efa ég að ég verði sá eini sem fer bjartsýnn inn í næsta tímabil.

  • Ég mun seint samþykkja að Anderson og Nani hafi verið eitthvað stærri kaup en Babel, nema þá ef verið er að tala um að kaupa 2 sé stærra en að kaupa 1.

  Helstu rökin eru nú bara þau að þeir voru báðir taldir mun efnilegri en Babel og kostuðu báðir meira en Babel

  • Svo skil ég ekki hvað menn hafa á móti Gareth Barry ég hef alltaf haft mikið álit á honum sem leikmanni og þó svo að það megi alveg færa rök fyrir því að Alonso sé betri alhliða leikmaður að þá hef ég bara mínar efasemdir um að hann höndli enska boltann.

  Efast nú um að menn séu einhvað fúlir yfir því að vera bendlaðir við Barry, hann er toppleikmaður en mjög dýr. Hann er engu að síður bestur á miðjunni og þar þurfum við einna minnst að bæta við. Fyrir utan að hann er nú alls ekkert stærsta nafnið í boltanum, þó hann sé í Enska landsliðinu, síðast þegar ég vissi var það ekkert rosalegur gæðastimpill þessa dagana.

  En ef valið stæði á milli Barry og Alonso þá hafa báðir sína kosti og galla. Það er mun meiri kraftur og yfirferð í Barry og líklega er hann betri sónkarlega. Alonso er örlítið minna mikilvægur eftir að Mascherano kom til liðsins þar sem hann sér um varnarleikinn, Alonso getur auðvitað verið frábær playmaker og betri alhliða leikmaður, en maður fær það stundum á tilfinninguna að hann haldi liðinu of aftarlega, það er maður í hans stöðu mætti fara örlítið framar og vera fljótari að því. JM er vonlaus með öllu framávið og því þarf hinn miðjumaðurinn að geta það. Einhvað sem maður sér fyrir sér að Lucas muni gera í framtíðinni og að Barry myndi gera helling af. (fyrir utan að það er hægt að nota Barry á fleiri stöðum með góðum árangri).

  • Barry og Bentley væru fínir bitar í púsluspilið og Dossena og Degen bæta svo vonandi vandræðastöður í liðinu. Ef þessir 4 koma sé ég ekki hvaða stöðu á vellinum þarf eitthvað virkilega að bæta

  Það sem ég sé að þessu og ég held að ég sé ekki einn um það er að maður hefur bara ekki trú á því að þessir menn komi til með að bæta svo rosalega við það sem við eigum nú þegar, og glætan að þeir fitti allir inn í liðið.

 14. Já, það er alltaf þessi spurning um stærð “nafnanna”. Ég get til að mynda ekki tekið undir það með Babu sem hann segir hér að ofan á þá leið að ManYoo hafi verið að kaupa “stærri” nöfn en við. Það vantar einnig inn í jöfnuna (þó hann hafi komið í janúar) að við borguðum hæsta verð sem við höfum borgað fyrir varnarmann, Skrtel. Babel var nú ansi stór biti á leikmannamarkaðinum og að mínum dómi skör hærri en þeir Anderson og Nani. Hver þeirra á eftir að verða “stærstur”? Ekki hugmynd, en hann var þegar orðinn fastur póstur í Hollenska landsliðinu og brilleraði með yngra landsliðinu síðasta sumar. Torres vs. Tevez er að mínum dómi ekki samanburðarhæft, og sömu sögu má segja um Javier og Hargreaves.

  Flottur póstur Svenni og margt til í þessu sem þú segir þarna. Það er nokkuð sama hvernig menn reyna að snúa hlutunum, á sama tíma í fyrra var ekki verið að orða okkur við neinar stórar kanónur. Það getur vel verið að menn hafi verið bjartsýnni þá, en eigum við ekki samt að bíða með dómana þangað til í ljós kemur hvort við fáum stóra bita þetta sumarið.

  Mér finnst einnig þetta Dossena dæmi vera frekar fyndið. Menn tala hér um að við séum í ansi dapri stöðu í samanburði við Chelsea, Man.Utd og Arsenal. Að hvaða leiti (ég skil þennan punkt sem svo að verið sé að tala um leikmannakaup þetta sumarið)? Hvað er Man.Utd búið að kaupa? Eða Arsenal? Held að þeir séu ekki búnir að kaupa einn einasta leikmann. Hvað með Chelsea? Jú, þeir eru búnir að punga út tæpum 17 milljónum punda fyrir hægri bakvörð (já enn einn slíkan á stóran pening). En hversu stórt nafn er sá bakvörður? Er hann stærri biti en Dossena? Verð að viðurkenna það að þessi kaup hjá Chelsea vöktu ekki hjá mér þá kenndir að þarna væri stór biti að fara í þá. Hann er ekki “stórt nafn” í mínum huga allavega og fer í nákvæmlega sama flokk og Dossena í mínum kokkabókum. Ég ætla allavega að bíða með það að dæma leikmannakaup þetta sumarið og sjá hvað verður dregið upp úr hattinum.

  Og svona að lokum, þá er Tevez á sambærilegum lánssamningi hjá Man.Utd og Javier var hjá okkur áður en við keyptum hann í upphafi þessa árs. Það hefur verið nokkrum sinnum staðfest og er bara fact. Ég reyndar lít engu að síður á það sem svo að hann verði keyptur fljótlega eins og við gerðum með ryksuguna okkar.

 15. “Helstu rökin eru nú bara þau að þeir voru báðir taldir mun efnilegri en Babel og kostuðu báðir meira en Babel”

  Og hvar finn ég þessa reiknivél sem þetta var fundið út? Er það bara verðið sem segir til um þetta? Það eru engin nákvæm vísindi í þessu, en miðað við það sem maður hefur sjálfur lesið síðustu árin, þá var þessu einmitt öfugt farið. En auðvitað ef verðið er eina viðmiðunin, þá er það væntanlega rétt. Þá er Rooney líka talsvert betri en Torres ef verðið er mælikvarðinn.

 16. Ég er sammála þér Steini með að bíða með endanlega sleggjudóma.

  Varðandi síðasta tímabil þá er mér slétt sama hvort það er á láni eða ekki, Tevez og JM enda báðir hjá þeim klúbbum sem þeir voru upphaflaega lánaðir til og eru álitinir leikmenn þessara lið (staðfest með JM í vetur).

  Þannig að Torres og Tevez / JM og Hargraves eru fullkomlega sambærileg dæmi. United styrktist fyrir þetta tímabil um Tevez og Hargraves, við um Torres og JM.

  Babel var nokkuð stór, alveg sammála því en á sama tíma keyptu United tvo leikmenn sem báðir kostuðu meira og voru a.m.k. taldir jafn efnilegir, ef ekki efnilegri (þá er ég líka að miða við rep. ekki bara verðið). Eins og síðan hefur komið á daginn, sérstaklega í tilfelli Andreson. Þetta gerðu þeir þrátt fyrir að vera betur settir en við fyrir. Við þurftum virkilega að treysta á Babel (mikið til Kewell að kenna reyndar) á meðan United gat blóðgað þessa kjúklinga hægt og rólega.

  Fyrirfram er nú hægri bakvörðurinn sem Chelsea var að kaupa mun stærra nafn heldur en ítalinn sem við eru ekki einu sinni búnir að kaupa. Það er mun sambærilegra að benda á Degen!!!!! Ég veit að það er ekkert víst að Bosingwa slái í gegn en hann er a.m.k. mun meira spennandi en Degen fljótt á litið.
  Þar fyrir utan er ekki eins og það sé veriðað orða Chelski við einhvað minni nöfn í kjölfarið á þessum kaupum.

  En maður er síður en svo búinn að afskrifa þetta sumar og spyr að leikslokum. Eina sem ég er að reyna að benda á er að þetta lítur ekekrt æðislega út eins og er.

 17. Anderson og Nani voru ekki taldir eitthvað sérstaklega efnilegri en Babel, a.m.k. ekki svo ég muni til. Og þeir kostuðu ekki meira en Babel, Utd. borgaði 17 milljónir fyrir þá báða, samanlagt, og skelltu svo inn einhverjum árangurstengdum klausum um 17 millljónir í viðbót, kostaði ekki Babel 11 milljónir beint út?

  Svo er ég sammála SSteini hérna með Dossena. Við erum að kaupa ítalskan landsliðsbakvörð sem kemst ekki í byrjunarliðið því fyrir framan hann í goggunarröðinni er fabio grosso sem verður nú seint talinn einhver aukvissi í bransanum. En menn eru óánægðir með það og telja það metnaðarleysi af því að Chelsea eru að eyða fáránlegum fjárhæðum í enn einn hægri bakvörðinn og í þetta skipti í einhvern sem fáir höfðu sennilega heyrt eitthvað mikið um þangað til Chelsea tóku sig til og keyptu hann. Ef Liverpool hefði verið orðað við þennan Bosingwa og Chelsea keypt Dossena á 15 milljónir væru flestir sennilega samt að væla yfir metnaðarleysi.

  Það eru 2 vikur síðan deildin kláraðist, það er ennþá maí og við erum búnir að fá til okkar einn bakvörð og að því er virðist við það að kaupa annan. Það var byrjað að orða Torres alvarlega við okkur seinnipart júní í fyrra og kaupin voru kláruð í byrjun júlí, eigum við ekki að bíða framyfir EM með að fara á taugum yfir að ekkert skuli vera að gerast í kringum kaup á leikmönnum, það eru jú ennþá 2 og hálfur mánuður í að næsta tímabil hefjist og eins og sagan sýnir gerist nú yfirleitt ekkert margt og merkilegt á markaðnum fyrr en eftir að stórmótunum lýkur.

 18. Ég hef nú allavega ekki heyrt talað um kaupverðið á Anderson og Nani á minna en 30-35.m. 17 millur í einhverjar klausur eru líka peningar!!!
  En þetta er griðarlega tilgangslaust og ómerkilegt þrætuefni!!

  Eins efa ég nú að það einhver að fara á taugum, það er eðlilegt að ræða þá menn sem eru orðaðir hvað sterkast við okkur akkurat núna!! Eftir EM ræðum við þá menn sem verða í fréttum tengudum Liverpool þá.

 19. Og svona til gamans þá smelli ég hér inn því sem var í umræðunni á sama tíma í fyrra…..
  http://www.kop.is/2007/05/

  Alves, Malouda, draumórar um Eto´o og salat á Serrano. 🙂
  Semsagt örlítið háleitari markimið á sama tíma í fyrra hér á þessari síðu en eru í gangi akkurat núna. 😉

 20. Hehe, salat á Serrano, annars leiðinlega lítið að gerast nema hvað mér líst ekkert á það sem Juventus eru að segja um Alonso! 🙁

  Juventus president Giovanni Cobolli Gigli has revealed the representative of Xabi Alonso is expected in Italy on Wednesday to discuss a potential transfer from Liverpool.

  ,,”It looks like his representative will arrive today,” said Gigli when asked about the possible signing of Alonso.”

  Juve close on Alonso deal

 21. Ég skil ekki þetta væl út af Degen….að hann sé metnaðarleysi og álíka komment. Við fáum bakvörð, frítt, til að keppa við Arbeloa sem hefur staðið sig frábærlega. Dossena kaupum við á 6-8 m. punda vegna þess að hann er greinilega mjög góður enda þurfum við byrjunarliðsmann í þessa stöðu þar sem hún er mesta vandræðastaðan í liði Liverpool.

  Ég gerðist nú ekki það þolinmóður að lesa kommentin hér fyrir ofan um það hvort leikmannakaup Manjú eða Liverpool hafi verið stærri, efnilegri, metnaðarfyllri eða verri. Það skiptir nákvæmlega engu máli!

  Það sem skiptir máli er að Liverpool þarf að kaupa leikmenn í nokkrar stöður og hafa X mikinn pening til þess. Benítez reynir pottþétt að kaupa góða menn sem kosta litla peninga…….en neinei. Þá kemur Babu ofl. og segja það metnaðarleysi af því að þeir kosta ekki jafn mikið og þeir leikmenn sem eru ORÐAÐIR við Chelsea eða Manjú. Mjög sérstakt…..!!!!

 22. Jahá, takk fyrir túkall Júl.li

  Þú ættir kannski bara að vera þolinmóðari og lesa það sem þú ert að ræpast við að svara. Ég sagði aldrei að það væri metnaðarleysi, þetta bara hljómar ekki eins spennandi hjá okkur núna í byrjun eins og hjá liðunum sem við erum að keppa við, það bara hlítur að vera staðreynd!! Degen frítt gæti verið rosaleg kaup en Bosingwa á 16.m. lítur mun betur út fyrirfram, er það ekki?
  Svo var ég bara að koma með mitt álit í umræðuna um muninn á kaupum Liverpool og United í fyrra!

  • Við fáum bakvörð, frítt, til að keppa við Arbeloa sem hefur staðið sig frábærlega

  Arbeloa hefur bara ekki rassgat staðið sig frábærlega, í besta falli hefur fann verið fínn leikmaður en alls ekkert meira en það og því er staðan sem hann spilar ein af þeim sem virkilega þarf (eða þurfti, Degen er kominn) að bæta fyrir næsta tímabil.

  Ég á ekki mjög gott með að tjá mig um Dossena, enda hef ég ekki séð hann spila og er ekkert geggjað mikið inn í ítalska boltanum. Ég myndi nú ekki beint tala um hann sem landsliðsmann þrátt fyrir þennan leik sem hann hefur spilað fyrir ítali, en bakvörður á 6-8 millur er mjög líklega ansi öflugur fyrst Rafa er að reyna að kaupa hann.

  • Benítez reynir pottþétt að kaupa góða menn sem kosta litla peninga…….en neinei. Þá kemur Babu ofl. og segja það metnaðarleysi af því að þeir kosta ekki jafn mikið og þeir leikmenn sem eru ORÐAÐIR við Chelsea eða Manjú. Mjög sérstakt…..!!!!

  Það var enginn að tala um metnarleysi í Rafa, mun frekar getuleysi hjá eigendum liðsins!!! Við erum á eftir United og Chelski og þyrftum því að bæta okkur meira en þau fyrir hvert tímabil, ekki jafn mikið eða minna. Ódýrir leikmenn er alls ekkert endilega lélegir, en það er líklegra en þeir leikmenn sem kosta einhvað. Rafa hefur allavega gott record ennþá í þau skipti sem hann hefur fengið að eyða alvöru peningum í leikmenn. Í dag er verið að tala um þá leikmenn sem eru orðaðir við liðin enda silly season nýbyrjað, þessvegna erum við að ræða það núna.

  Andri Fannar
  – mér líst ekkert á það sem Juventus eru að segja um Alonso

  Ef þetta er tilfellið, sem verður að teljast nokkuð líklegt þá finnst mér Barry flottur kostur að fá í staðin og skil þau kaup mun betur.

 23. Já stór kaup og lítil kaup. Þetta er svo fín lína, ég er t.d. ekki á því að Bacary Sagna hafi verið einhver risakaup en hann er í dag sennilega besti hægri bakkinn í deildinni. Maður veit svo aldrei að ef Torres hefði ekki skorað strax gegn Chelsea að mörkin hefðu bara ekkert komið. Þetta snýst einfaldlega um hversu stórt leikmaðurinn sem keyptur er er með undir sér. Ef leikmaðurinn er með hugarfar sigurvegara (fyrir þann sem um daginn vissi ekki hvernig átti að þýða winning mentality) þá er hann frábær leikmaður. Ef t.d. Degen getur rifið sig upp við það að spila með mönnum eins og Gerrard og Torres getur hann hæglega spilað á sama standard og þeir.

  Þess vegna er ég á því að Liverpool eru í mjög svipaðri stöðu og Manjú sumarið 2006. Þá keyptu þeir Carrick og voila, meistaralið. Hann einfaldlega bara hóf sig upp á það level sem Ronaldo og félagar spiluðu á. Barry gæti einmitt verið þetta meistarapúsl í okkar lið. Eða þá að hann sé leggöng og brotni saman. Ef menn líka horfa t.d. á Mascherano, sem ekkert gat hjá West Ham kom svo til Liverpool og rest is history.

  Drengs þetta er bara voða einfalt, um leið og Gerrard lærir að teleporta sig kemur deildin. Það er það eina sem Rafa er að einbeita sér að, skiljanlega.

Avram Grant rekinn frá Chelsea

Landsliðsmenn úr Liverpool á Euro 2008