Avram Grant rekinn frá Chelsea

Við sögðum á sínum tíma frá því þegar José Mourinho hætti hjá Chelsea, og því er við hæfi að við segjum frá þessu líka fyrir þá sem vilja ræða þetta: Avram Grant hefur verið sagt upp störfum hjá Chelsea FC og er þá annar þjálfarinn á innan við ári sem Roman Abramovich rekur. Búist er við að nú hefjist ítarleg leit að fjórða framkvæmdarstjóranum í eignartíð Amrabovich.

Það hittir kannski skemmtilega á, en nú er fastlega búist við því að José Mourinho taki við Internazionale og verði kynntur þar sem arftaki Roberto Mancini strax í næstu viku.

Hvað segja menn? Er brotthvarf Grant rétt ákvörðun hjá Abramovich? Hver er líklegur til að taka við Lundúnarsirkusnum?

41 Comments

 1. Ef Riikjard eða Mancini taka við þessum dramabát þá hlæ ég, hvorugir líklegir til afreka.

  Annars finnst mér að hinn frýnilegi ísraeli ætti skilið að vera annað tímabil. Líklega er þetta gert fyrir einhverja leikmenn sem voru ekki sáttir við Grant vegna þess að hann er ekki nógu frægur.

  Ég giska á Hiddink engu að síður.

 2. Það er of stutt síðan Hiddink tók við rússum. Og ef Rijkaard kemur þá er meiri möguleiki fyrir Abramovich að kaupa Messi sem er hans uppáhaldsleikmaður.

 3. þettað er ekki rétt ákvörðun.þettað er bilun.það hefur engin stjóri hjá chelsia náð svo langt í meistaradeildini.?????.Kanski eru leikmenn ekki sáttir við Grant.Ætli nokkur vilji taka við þessu liði,bíddu Guðjón þ??

 4. Alveg ljóst að maður verður fljótur að gleyma Avram Grant. Litlaus og óáhugaverður karakter. Ég get hins vegar ekki sagt til um hvort að það sé rétt eða rangt að reka hann. Hann vann a.m.k. engan tiltil og var með einn besta mannskapinn í deildinni. Það var ekki honum að þakka að Chelsea fór úrslitin heldur John Arne Riise.

 5. Þetta sýnir alvöru metnað. Um leið menn vinna ekki tiltil er þjálfarinn rekinn.
  Tvö titlaus tímabil hjá okkar mönnum og Rafa er ennþá hjá okkur

 6. frank rijkaard.

  ég hafði nú aldrei neitt tröllatrú á a. grant en það kemur mér á óvart að hann sé rekinn. þeir voru MJÖG óheppnir að tapa fyrir man utd í meistaradeildinni og ég tel að chelsea sé mjög gott lið undir stjórn grant.

  en rijkaart mun pottþétt taka við, hann fær feitan launatékka og kemur fljótlega.

 7. Auðvitað er Rijkaard líklegur. Abra vill láta Chelsea spila Barca bolta, en ég stórefa að Rikki vilji vinna undir Abra. Ég giska á landliðsþjálfara Rússlands.

 8. Á ekkert skylt við metnað svona rugl!
  Ég ætla nú bara að spá því að Mourinho komi aftur á Stamford innan fárra daga!

 9. Já Maggi, það kæmi mér ekkert á óvart svosem, en þó ekki.
  Er ansi hræddur um að sirkusliðið hjá Chelsea selji nokkra leikara og trúða þar sem þeir sjálfir nenni ekki að taka þátt í svona rögli.
  Vona bara að allt fari í tómt rugl og vitleysu hjá þeim þá er vonandi einu liðinu minna til að óttast.
  Hugleiðingar mínar akkúrat núna eru, er einhver þarna sem við gætum nælt í og gagnast okkar liði? … enginn svosem sem kemur upp í hugann.

 10. hehehe… Ashley Cole væri svo sem fínn kostur í staðinn fyrir þann rauðhærða. Drogba eða Anelka væru ekki slæmir kostir. Essien er ekkert sérstaklega slakur. Joe Cole myndi sjálfsagt nýast betur en Kuyt. Það myndi enginn segja nei við Chech þó ég sé ekki tilbúinn til þess að segja að hann sé betri en Reina

 11. Meiri hörmungin þessi stjórn hjá Chelsea. Ég þori að veðja að þeir komast ekki svona langt í CL í bráð. Eru þessir vitleysingar ekki að gera sér grein fyrir hversu sjaldgæft það er að fara alla leið og hvað mikið þarf til. Ég þoli ekki félög sem skipta um þjálfara eins og sokka. Menn verða að kunna að taka tapi líka.

 12. Rugl að reka kallinn, þar sem hann tók við liðinu í rugli og náði að koma því þó þetta langt.

  Skiptir ekki máli hver verður þarna sem stjóri, LFC verður fyrir ofan þá næsta season.

 13. Verðið nátturulega að athuga það að þetta er lið sem Móri byggði upp, ekki erfitt að stilla þessu upp fyrir Grant.. Með alla þessa leikmenn þá er það skylda að komast svona langt, og í rauninni fáránlegt að taka ekki 1 titil.

 14. Held að Rækard sé ofmetinn, þetta lið sem hann hafði í höndunum var nánast sjálfspilandi, Ronaldinho og Eto’o í þannig stuði að liðið gat varla tapað. Hvernig liðið fór að því að fara titlalaust gegnum síðasta tímabil (fyrsta tímabil Eiðs) er magnað, gjörsamlega gáfu frá sér deildina og bikarinn og voru andlausur í Evrópu.
  Sé ekki Chelsea gera nein kraftaverk undir sjtórn þessa manns.

 15. Ég er í Ísrael og þetta var fyrsta fréttin sem ég sá þegar ég tók upp Jerusalem Post áðan.

  Mér finnst þetta (frá sjónarhorni Chelsea) vera heimskuleg ákvörðun. Grant tapaði einum leik í deildinni (eftir fyrsta leikinn, sem var tap gegn Man U), vann Man U i deildinni og kláraði Liverpool í Meistaradeildinni.

  Svo fannst mér einfaldlega Chelsea spila í úrslitaleiknum í CL skemmtilegasta bolta sem ég hef séð þetta lið spila. Ég veit ekki hvort það var allt Nargileh-ið í kringum mig á barnum í Jórdaníu, en mér fannst sá úrslitaleikur vera frábær, klárlega besti úrslitaleikur í CL sem ég hef séð (fyrir utan Istanbúl auðvitað).

  Ég hefði gefið honum annað tímabil. En hann var eflaust ekki nógu glamorous fyrir Lundúnaliðið, einsog pistlahöfundur í JP skrifaði í blaðið í dag. Það er allavegana fáránlegt að reka Grant ef bara er horft á málið út frá árangri. Og ef þeir ráða Riikjard, sem ég var að verða trylltur á (sem Barca aðdáandi), þa finnst mér það verulega furðulegt. Eina sem réttlætir það er auðvitað að þá getur FR og Henk den Cate endurlífgað teymið sem lét Barca spila sem best.

 16. Einar, hvað ertu að bralla á þessum slóðum, ef mér leyfist að forvitnast?

 17. Mundi að þú ert með persónulegt blogg og þar eru heilu ritgerðirnar um þessa ferð, sé ég. Hjálpa mér sjálfur;)

 18. Frábært! Þeir fá mann sem nær árangri hjá þeim; árangri sem Mourinho tókst ekki og það er að komast í úrslit CL. Hann náði deildardollunni með þeim (ef mig misminnir ekki) og stóð sig bara fínt. En það yrði hreint ÆÐI ef Frank Rijkaard yrði ráðinn en það yrði upphafið að hruni Chelsea endanlega þar sem sá Hollenski er langt frá því að vera gáfulegur þjálfari. Bring it on!

 19. Það var nú löngu orðið ljóst að Avram Grant þyrfti að vinna a.m.k. aðra stóru dolluna til að halda djobbinu hjá Chelsea og þar sem honum tókst það ekki kemur það ansi lítið á óvart að hann skuli hafa verið rekinn. Eins og Motormouth bendir á í nýju blaðri frá sér hafa chelsea unnið 2 titla á ári síðustu 3 ár en vinna engan í ár og samt reynir Grant að halda því fram að þetta hafi verið gott ár fyrir liðið. Avram Grant er algjör næstumþví maður sem vantar allt “winner mentality” (notað sökum skorts á góðu íslensku orði yfir þetta hugtak) og það lekur út í liðið og gerir það að verkum að það tapaði 2 úrslitaleikjum og tapaði deildinni á því að fá á sig jöfnunarmark gegn wigan á lokasekúndunum í heimaleik.

  Að reka Grant var eina rétta ákvörðunin og nú er bara að vona að þeir ráði einhvern jólasvein sem ekki ræður við enska boltann til að taka við liðinu. Frank Riijkard væri algjör draumur því þá byrjaði Chelsea að öllum líkindum að reyna að spila töluvert skemmtilegri fótbolta sem þó skilaði í leiðinni töluvert minni árangri.

 20. Ég held að flestum hafi verið ljóst að Grant væri varaskeifa sem væri aðeins ætla að halda liðinu á floti í nokkra mánuði. Einnig var ráðningin á Ten Cate sterk vísbending um að Frank Riijkard yrði ráðinn stjóri í sumar. Ég held að það sé ekkert annað í spilunum.

 21. Nr. 26. DA
  Þetta er að mínu mati þeirra aðferð til að snúa út úr orðum Rafa.

  Annars er þessi árstími alltaf jafn “skemmtilegur” í enska.
  Það er að koma júní og:
  – Rafa er búinn að afskirfa titilvonir Liverpool
  – Chelsea er að kaupa Torres á 50m punda tilboði
  – Ef Torres fer þá fara Gerrard og Benitez að öllum líkindum
  – Heill her miðlungsmanna er orðaður við liðið
  – Ronaldo er jafnvel að fara frá United.
  o.s.frv.

  All the usual. Það sem maður vill samt fara heyra er stafestingu á sölu á nokkrum leikmönnum sem eiga ekkert erindi í Liverpool búning, staðfest kaup á leikmanni sem er meira spennandi en Bentely og Barry….sem við virðumst skv. slúðrinu eikki einu sinni geta keypt
  …………..og númer eitt tvö og þrjú að eigendamálin komist á hreint. Það heyrist ekki múkk varðandi þann sirkus, núna, akkurat þegar það væri mikið nær að opna þennan sirkus, frekar heldur en að þjófstarta honum í nóvember.

 22. Já fannst þetta frekar furðuleg ummæli svona í lok maí að tala um þetta sem option, fer að líta á soccernet sem annars flokks miðil héðanaf.

  Með hreinsunina, þá finnst mér þær fréttir mega fara að koma, spurning hvort menn séu að biða eftir að Evrópukeppnininni sé lokið, þar sem markaðurinn muni ekki fara í gang fyrr en þá, en sem áhorfandi veit maður lítið sem ekkert um þetta. En við þurfum að hreinsa til hjá okkur í leikmannahópnum, það hefur komið í ljós á þessu tímabili.

  Það að finna betri leikmenn í þær stöður verður hinsvegar eflaust verðugt verkefni

 23. er einhver hérna sem getur frætt mig um það hvað Torres skoraði mörg mörk í vetur og hve mörg voru úr vítum og aukaspyrnum…
  var að horfa á myndband með öllum mörkunum hjá Ronaldo en hann skoraði 43 að mig minnir í öllum deildum og þar af voru 6 víti og 5 úr aukaspyrnum…

 24. 33 mörk, ekki eitt einasta víti og ég 99.9% viss um að ekkert þeirra hafi komið beint úr aukaspyrnu.

 25. Mummi, Torres tók engar aukaspyrnur heldur þannig að þetta eru 33 kvikindi og hvert einasta úr „opnum leik“.

  Reyndar minnir mig að Adebayor hafi engar vítaspyrnur tekið fyrir Arsenal (og örugglega engar aukaspyrnur) þannig að það er spurning hvort þeir hafi hreinlega ekki báðir skorað meira úr opnum leik en margrómaður C. Ronaldo. 🙂

  Ég legg til hér með að Rafa taki á næsta ári meðvitaða ákvörðun um að leyfa Torres að taka öll víti og allar aukaspyrnur. Ef menn stefna á annað borð á að skjóta United ref fyrir rass á öllum sviðum er óþarfi að gefa Ronaldo forgjöf í þeirri hróskeppni sem markakóngstignin er.

 26. ..en það þarf líka að skora úr vítum og aukaspyrnum og það gerði Ronaldo vel í vetur. Torres væri samt nálægt 40 ef hann væri vítaskytta liðsins. Gegndi hann ekki því hlutverki hjá Atletico Madrid?

 27. Mig minnir nú að Torres hafi nokkrum sinnum verið hvíldur á tímabilinu í leikjum sem skiptu minna máli eða voru þegar sigraðir, leikir sem hann var mjög líklegur til að skora í. Fyrir utan að hann meiddist í mánuð.

  Þannig að þessi markakóngstitill var aldrei neitt issue hjá Liverpool.

  Ekki að ég vilji gera einhvað lítið úr Ronaldo, hann er með

 28. (jahá, ýtti bara óvart á enter!!!) en hann er með rugl góðar aukaspyrnur og er örugg vítaskytta. Fyrir utan að það er helling meira við hans leik en bara mörk.

 29. Alveg sérlega örugg vítaskytta, aðeins 2 af síðustu 2 (ef mig minnir rétt) hafa farið forgörðum. Það er hreinlega 100% árangur undanfarið í vítaklúðri 🙂

 30. Ég veit að þetta er slúður en

  “Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United fær 50 milljónir punda til leikmannakaupa í sumar en Micah Richards varnarmaður Manchester City er á óskalista hans sem og Luis Fabiano og Daniel Alves leikmenn Sevilla. (Daily Mirror) “

  Þetta eru menn sem mér langar að séu orðaðir við Liverpool. þetta eru menn sem styrkja liðið, sbr. þeir leikmenn sem United hafa keypt síðustu ár. (Fabiano kannski ekki alveg á sama klassa að mínu mati)

  Þeir leikmenn sem eru orðaðir við Liverpool, Degen, Dossana, Bentley og Barry.

 31. Annað sem mér finnst athyglisvert, er að í dag er stór slúður samantekt hjá bbc og þar er ekki einu orði minnst á Liverpool, frekar en undanfarna daga.
  Ég er alls ekki að segja að það sé eitthvað slæmt, bara skrítið.

 32. Jæja, þarna kemur í ljós hversu mikið ég fylgist með ManYoo 🙂 Vissi bara af þessum tveim sem hann klúðraði, enda mun ánægjulegri stundir en hinar þegar hann skorar (sem er btw alltof oft).

 33. Djöfull er lítið að gerast!!!! Gæfi mikið fyrir nýja færslu núna. Hvað sem er. Veit að það er úr litlu að moða en ég er að klepra á þessari blessuðu Chelsea-fyrirsögn.

Þjálfari Udinese viðurkennir að Dossena sé að fara

Ný færsla