Pennant, Bentley, Degen, Carson, Fowler…

The Independent greinir frá því að í dag að Rafa hafi tjáð Pennant það að hann muni verða seldur ef rétt kaupverð fáist fyrir hann. Hann mun vera hluti af þeim leikmönnum sem eru inní tilboðinu í Barry sem og bæði Newcastle og West Ham hafa lýst áhuga á honum. Í stað Pennant eigi David Bentley að koma en hann hefur neitað nýjum samning við Blackburn og er í landsliðshóp Capello. Reyndar eru fleiri um hituna ef Bentley verður seldur frá Blackburn, hann er sagður falur á í kringum 15 milljónir punda. Það sem talið er hafa áhrif á hækkandi verð enskra leikmanna eru hugsanlegar nýjar reglur í evrópukeppnum félagsliða varðandi fjöldrar enskrar eða uppaldra leikmanna í hverju liði.

Ég er á því að Pennant sé ekki nógu góður til að vera byrjunarliðsmaður í Liverpool en ég er ekkert frekar á því að Bentley sé helmingi betri en Pennant. Bentley hefur staðið sig einkar vel með Blackburn og virðist hafa meira til bruns að bera en Pennant en það er langur vegur frá því að vera lykilmaður í Blackburn og síðan byrjunarliðsmaður hjá Liverpool.

Í sömu frétt frá The Independent kemur fram að Rafa sé búinn að ganga frá Philipp Degen en hann mun þá koma á frjálsri sölu frá Dortmund. Ég man ekki neitt sérstaklega eftir Degen en hann er 25 ára svissneskur landsliðmaður (26 landsleikir) og hefur verið í Dortmund í 3 tímabil. Áður var hjá uppeldisfélagi sínu FC Basel sem gerði það afar gott um tíma og m.a. gerðu tvisvar jafntefli við Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2002-03 (1-1 á Anfield og 3-3 á Saint Jakob St.) og komumst við ekki uppúr riðlinum það árið. Geri ráð fyrir því að ef þetta sé rétt þá hafi Rafa hug á því að Degen taki við af Finnan á næstu 2 árum.

Af markvarðarmálum hjá okkur hefur Maik Taylor hjá Birmingham verið nefndur í því sambandi en hann er með lausan samning. Rafa mun vilja hafa reynslubolta á bekknum í stað markvarðar eins og Itjande. Skv. fréttamiðlum mun Taylor hins vegar vera áfram í Birmingham þar sem hann er ekki tilbúinn að sitja á tréverkinu og vera æfingapúði. Það er samt á hreinu að Scott Carson verður varla Liverpool leikmaður þegar nýtt tímabil hefst en hann hefur tjáð sig að verðmiðinn uppá 10 milljónir punda sé alltof hátt. Ég er sammála því en þegar Craig Gordon fer á 9 milljónir punda til Sunderland þá á ég bágt með að trúa því að Carson sé mikið ódýrari sem og ég er viss um að það séu fleiri lið en Villa sem hafa áhuga á honum. Ég er hins vegar með hugmynd varðandi varamarkvörð, Santiago Canizares! Hann er laus allra mála eftir tímabilið frá Valencia og er á 38 aldursári sem og hann þekkir Rafa vel frá tíma hans hjá Valencia. Af hverju ekki Canizares eins og Maik Taylor á tréverkið? Þetta eru nú samt allt vangaveltur en ein staðreynd, markvörðurinn ungi David Martin verður áfram hjá Liverpool til 2010. Þessi 22 ára markvörður hefur ennþá ekki náð að spila leik með aðalliðinu en hefur verið lykilmaður í varaliðinu sem nýverið varð enskur meistari varaliða.

Þar sem Liverpool spilar ekki næst fyrr en þegar undirbúningstímabilið hefst þá er tilvalið að horfa á úrslitaleikinn í enska bikarnum (FA Cup) milli Portsmouth og Cardiff en Robbie Fowler er í hópnum hjá Cardiff þrátt fyrir að hafa verið meiddur mest allt tímabilið. Hann hefur einungis náð að spila 13 leiki og skorað í þeim 4 mörk. Væri nú ekki amarlegt að sjá Le God koma inná og tryggja Cardiff enska bikarinn.

5 Comments

  1. Undarleg þesi staða staða sem Rafa er og hefur verið í síðan hann kom til Liverpool ef sumarið í fyrra er frátalið. Hann þarf alltaf að byrja á að selja til að geta keypt leikmenn og það sýnist mér vera staðan í dag. Crouch, Pennant , Riise, Carson og fl. eru til sölu og verðmiði kominn á þá. Og svo bíðum við og bíðum og bíðum… Rafa er örugglega búinn að ákveða hvaða leikmenn hann þarf og stefnir á að fá en viðbúið er að aðrir verði fyrri til -nú eða að leikmennirnir verði verðlagðir of hátt fyrir Liverpool. Hefur einhvers staðar komið fram hvað eigendurnir ætla að leggja í leikmannakaup í sumar?

  2. Ekkert slæmt fyrir LFC þar sem ManUtd. voru aðalega orðaðir við Lahm..

  3. Robbie Fowler er ekki í 16 manna hópnum hjá Cardiff, því miður. En kannski skiljanlegt í ljósi fjarveru hans síðustu mánuði.

    Mér líst ágætlega á að fá Bentley í staðinn fyrir Pennant, betri leikmaður held ég. Degen veit maður ekkert um en það sama átti nú við um leikmenn eins og Agger og Skretel.

    Ég sé Degen væntanlega spila í sumar á EM en svo skemmtilega vill til að ég verð á vellinum í Basel þegar heimamenn keppa við Portúgala í sumar 🙂

  4. Nú les maður líka að Carson og Crouch fari fyrir Barry. Ég vil ekki missa Crouch en hann á líklega ekki flottan bás í leikskipulagi Rafa. Mér finnst samt einkennilegt að þurfa að láta þá tvo fyrir Barry ef satt reynist. Strikerar eru rándýrir og Crouch er búinn að sanna sig og ætti að vera 12-15 mills maður miðað við verðmiða annarra enskra sóknarmanna. En það er kannksi málið? Crouch 12 mills + Carson 6 mills = 18 mills. Er það ekki verðmiðinn á Barry? Uss…dýr leikmaður það, eins gott að hann verði meira en useful squad player. Maður hefur á tilfinningunni að það hefði verið hægt að kaupa Barry síðustu ár f. ca 3-5 mills. En svo brillerar hann eitt season og verðið skýst í gegnum þakið!

Sammy Lee verður aðstoðarframkvæmdarstjóri

4 Liverpool menn í spænska hópnum