Er Dossena næsti vinstri bakvörður?

Liverpool Echo greina frá því að Liverpool hafi áhuga á að kaupa hinn 26 ára Ítala Andreas Dossena, sem spilar sem vinstri bakvörður fyrir Udinese. Talið er að kaupverðið geti numið allt að 8 milljónum punda og myndi hann þá væntanlega keppa við Aurelio og Insúa um vinstri bakvarðarstöðuna, þar sem að Riise er væntanlega að fara frá liðinu.

Það er þó alveg augljóst að Rafa er ekki að fara að kaupa neinn varamann fyrir 8 milljónir punda. Hann yrði þá dýrasti varnarmaður Liverpool. Samkvæmt Echo þykir Dossena afar sókndjarfur, sem hljómar vissulega vel.

Dossena hefur leikið 1 lansleik fyrir Ítalíu. Meira veit ég ekki.

41 Comments

 1. Er þetta ekki bara hið besta mál? Allt betra heldur en norski beckham!

 2. Afhverju að segja að rise sé eins og beckham ,hann er mörghundruð stigum fyrir neðan hann,ég skil ekki þennan húmor ef húmor skildi kalla

 3. Ég veit að maður á ekki að dæma menn fyrirfram og ef verðið er rétt þá segir það mannig að Rafa metur hann mikils EN….

  …maður sem er orðinn 26 ára, hefur rétt sannað sig í tvö ár hjá Udinese, hefur náð að spila heilan EINN landsleik og er langt frá því að vera öruggur í hóp Ítala fyrir sumarið er ekki eitthvað sem heillar mig. Ég var að vonast eftir “alvöru” kaupum.

  En ég tek það líka fram að það getur vel verði að þessi ágæti Dossena sé þrælgóður, ég er bara að tala um hvernig þessi kaup líta út svona fyrirfram.

  …sama skal segja með þennan Degen gæja, heillar ekki baun. Ég vil meina að þetta sé mikilvægasta sumar hjá okkur síðan sumarið 2002 þegar Houllier ákvað að kaupa stórlaxana Bruno Cheyrou, El Hadji Diouf, Salif Diao, Alou Diarra í stað “alvöru kaupa”. Ég er “eðlilega” hræddur um að við klikkum aftur, kaupum bandvitlausa menn….

  …vonum það besta þó…ætla mér ekki að afskrifa neinn fyrr en ég sé hann í action í rauðu treyjunni.

 4. Gaman að sjá að Benitez heldur áfram að líta til Ítalíu (ófáir þaðan sem hafa verið linkaðir við klúbbinn síðan Benitez tók við), enda lærði hann fræðin þar. Betri fótboltamenn getur hann ekki fundið, svo mikið er víst, enda heimsmeistarar þar á ferð. Ég blæs á gagnrýni Benna Jóns, átti hann að ýta Zambrotta og Grosso bara út úr liðinu? Það að hann skuli eiga séns á að komast í hóp með þá 2 fyrir framan sig ætti nú að segja manni eitthvað, það er ekki einsog við séum að tala um enska landsliðið 🙂

  Benitez hlýtur að vita hvað hann syngur, held við ættum að treysta honum.

  Hafa ber þó í huga að ítalska pressan hefur gaman að því að búa til sögur, en þetta er allavega í annað skiptið sem Liverpool og Dossena poppa upp saman frá maí-byrjun. Einnig hefur hann verið linkaður við Fiorentina.

  Að lokum : Hann heitir Andrea, ekki Andreas.

 5. Zambrotta hefur nú ekki beint farið mikinn með Barcelona, hefur hann ekki líka verið að spila hægra meigin? Málið er að maður var að horfa á leikmenn eins og Philip Lahm, leikmenn í þeim gæðaflokki. En ég tók það skýrt fram að ég er ekki á neinn hátt að gagnrýna þennan Dossena, getur vel verið að hann sé frábær leikmaður. Svona fyrirfram lítur hann bara út eins og Diao/Cheyrou/Diouf kaupin 2002 og það viljum við alls ekki.

 6. Þetta er ekki spurning um að fá bestu leikmennina, þetta er spurning um að fá réttu leikmennina, sem passa í leikkerfin o.s.fv. Ef Benítez hefur meiri áhuga á Andrea Dossena heldur en Lahm, þá geri ég það líka.. enda trúi ég að Rafa viti hvað hann er að gera. Hann gerir betri kaup ár eftir ár, afhverjiu viljiði halda að það gerist ekki nuna? Svo má ekki gleyma að Liverpool er ekki Chelsea, það er takmarkaður peningur í boði, ég vill t.d. frekar sjá 2 góða leikmenn s.b. Barry og Bentley, heldur en bara Lahm…

 7. Zambrotta spilar vinstri bakvörð hjá ítalska landsliðinu eftir að Panucci kom aftur inn, Grosso er svo næsti maður á eftir. Væri til að í að sjá landslið með 2 betri vinstri bakverði.

  Zambrotta líkt og Cannavaro hafa ekki náð sér á strik á Spáni. Hvers vegna veit ég ekki, en þegar þeir spila fyrir Ítalíu eru þeir 2 bestu varnarmenn í heimi.

  Svo eru hinir svokolluðu ‘late bloomers’ nokkuð algengir hjá Ítölum, gott nýlegt dæmi um það er Luca Toni.

 8. Eigum við ekki bara að vona að ef þessi Dossena kemur að hann sé einn af þessum “late bloomers” 😉

  …ég allavega hef aldrei heyrt um hann og því er ég “eðlilega” með smá efasemdir.

 9. Ég treysti Benítez fullkomlega fyrir þessu og hann á klárlega eftir að kaupa fyrir allan peninginn sem hann færi og rúmlega það. Hann veit alveg að þetta er mjög mikilvægt tímabil og mun því ekkert vera að leika sér að kaupa einhverja leikmenn sem “kannski” verða góðir.

 10. Ég er fyrst og fremst ánægður með að það virðist þónokkuð í pípunum hjá okkar mönnum og deildin rétt nýbúin. Tel mjög mikilvægt að klára sem mest fyrir EM. Vitað mál að þar geta menn hækkað fáránlega í verði. Veit svo sem ekkert um þennan kauða. Maður vill bara alvöru sókndjarfan bakvörð þarna. Riise má fara. Hans tími er liðinn hjá LFC. En ef við kaupum Barry höfum við ekkert við þennan að gera. Barry hlýtur að vera hugsaður sem vinstri bakk? Við höfum ekkert að gera við hann á miðjunni.

 11. Ég skil vel að menn hafi efasemdir um þennan ítala. Sérstaklega þar sem talað er um 8 kúlur fyrir frekar óþekkt nafn. En ætli maður verði ekki bara að treysta því sem Benitez gerir. Hann veðjaði td á Arbeloa sem var ekki fastamaður í spænska hópnum en nú er hann nokkuð reglulega í hópnum hjá Spánverjum og mun taka þátt í EM. Ef Benitez eyðir þessum pening í leikmann þá lítur hann á hann sem réttan mann í hópinn sem mun gera liðið okkar betra.

 12. Ég skil vel að menn hafi uppi einhverjar efasemdir um Dossena. Sér í lagi þar sem menn hafa ekki séð nafnið hans í manager eða heyrt mikið um hann undanfarin ár.

  Ég verð að viðurkenna að ég hafði aldrei heyrt þetta nafn áður, en tók samt þann pól í hæðina að hugsa málið aðeins… það eru rosalega mörg nöfn sem koma upp í hugann þegar verið er að tala um þessa late-bloomers og þeir hafa heldur betur verið að gera gott mót víða.

  Ég er alveg viss um að ef þessi kaup ganga eftir, þá munum við ekki verða svikin af því.

 13. Nú skilst mér að Lahm sé heitasti bakvörður álfunnar um þessar mundir. Ég sá hann á HM fyrir tveimur árum og var hann nokkuð góður þar. Hversu marga leiki með Lahm hafa þeir sem skrifa hér séð síðustu tvö ár? Nú er þýski boltinn ekki mikið sýndur og Bayern var ekki í Meistaradeildinni í vetur.

 14. Ég er frekar smeykur við þessi nöfn sem maður er að heyra. Ég veit það er mikilvægt að fá menn sem passa í liðið og bla bla bla…. Mér finnst frekar vera sú stund að við kaupum þó ekki væri nema kannski tvo leikmenn í sumar, en leikmenn sem væru algjörar bombur og hreinlega yfirburðamenn. Okkur vantar ekki fleiri “klassaleikmenn”, okkur vantar bombur eins og Torres.

 15. vá hvað L.Toni er samt góður. væri vel til í að fá hann (gerist líklega aldrei) fram með Torres.

 16. Ég er nokkuð viss um að fæstir hér höfðu heyrt nafnið Martin Skrtel áður en janúar glugginn opnaði á þessu ári. Við verðum að treysta karlinum.

  Svo má geta þess til gamans að Bacary Sagna hefur aðeins spilað 2 A-landsleiki og er 25 ára. (reyndar 24 ára þegar hann var keyptur á 6.1 m.pund sem getur hækkað í 7.45 m. punda).

 17. humm að vísu var Sagna valinn í lið ársins og varð franskur meistari 2005.
  ok kannski ekki besta samlíkingin… en hann er 25 ára 🙂

 18. Franskur meistari? Lyon voru að klára sinn 7. titil í röð í kvöld. Að mér vitandi hefur Sagna aldrei spilað með þeim.

 19. Það er auðvitað hægt að vera heppinn með svona gaura eins og Skrtel og Vidic en mér er sama, ég vil fá tvo 20 milljóna snúða í þetta lið í sumar!

 20. Vil bara benda á að 20+ mills er ekkert garantí á gæði og gjörvuleika í úrvalsdeildinni, spyrjið bara Chelsea : )

 21. Vil líka benda á það til gamans – að það að vera valin í lið ársins í Frakklandi segir ekki alltaf alla söguna. Cisse var þar tíður gestur í mörg ár og ógleymdum P.Cygan sem var valinn besti varnarmaður ársins í Frakklandi, toppið það 😉

  En ég er ánægður með að Benitez er greinilega að skoða bakverði – okkar langveikustu stöður á vellinum, og nú er bara að vona að vel takist til.

  Hef aldrei séð þennan leikmann, og þeir fáu leikir sem ég hef séð á Ítalíu á síðustu tímabilum hafa verið með AC Milan.
  En góðir bakverðir eru vanfundnir, sjáið bara vandræðin og þá peninga sem Chelsea hafa lagt í þær stöður hjá sér.

 22. Hafliði, hvað hefur Rafa keypt marga 20m+ punda leikmenn? hversu margir þeirra hafa floppað? ….en 15m+ leikmenn?

  Þetta eru engin geimvísindi, þó það sé auðvitað ekkert guaranty að kaupa dýrt þá er ástæða fyrir því að sumir leikmenn eru dýrari en aðrir….þú borgar einfaldlega meira fyrir gæði.

 23. Já, eins og Veron, Sheva, Crespo, Mutu, Cisse … 🙂 Held að Hafliði hafi verið að vísa í það að það er bara alls ekkert garrentííí þó svo að menn eyði 15-20 millum punda í leikmann. Mér finnst persónulega alltaf jafn fáránlegt þegar menn tala um að það eigi bara að kaupa 20+ leikmenn, burtséð frá því hvaða leikmenn um ræðir. Verðið segir ekki allt um leikmenn, þó auðvitað gefi það sterkar vísbendingar. Væri t.d. Babel betri ef við hefðum borgað 9 millum meira fyrir hann?

 24. Þetta eru bara útúrsnúningar Steini. Auðvitað væri Babel ekkert betri hefðum við borgað 9 milljónum meira…spurningin ætti frekar að vera, hefðum við fengið betri leikmann fyrir 9m meira?

  Málið er að við erum búnir að vera orðaðir við Quaresma, Villa, Silva, Henry, Alves og hvað þessir kallar heita nú en samkvæmt nýjustu fréttum erum við að kaupa 3. eða 4. valkost í vinstri bakvarðastöðuna hjá Ítölum(afhverju erum við ekki að reyna við hina, allavega einn af þeim er nú á lausu), eitthvern Rieira sem fór nú ekki beint mikin hjá Man City og hefur átt vægast sagt slakt tímabil í vetur með Espanyol og svo Degen sem varla kemst í Dortmund liðið eða svissneska landsliðið…ég skil menn bara mjög svo vel að vera svekktir og með stórt spurningarmerki við þessa menn.

  Það eru þó ekki allir orðrómar neikvæðir þessa dagana. Nico Kranjcar og David Bentley hljóma spennandi í mínum eyrum. Báðir búnir að sanna ágæti sitt í þessari deild og væru spennandi kostir. Aðrar MJÖG góðar fréttir eru að Voronin Riise, og Itandje virðast vera á leið frá félaginu…nú þurfa menn eins og Finnan sem því miður er kominn yfir hæðina og Dirk Kuyt að fylgja á eftir.

 25. Martin Skrtel er besta dæmið um að Rafa viti alveg hvað hann er að gera þótt hann borgi extra mikinn pening fyrir óþekkt nafn.Einginn hafði hugmynd um hver þetta var og hvað Rafa var að hugsa með að kaupa hann..En kaupinn á Martin Skrtel heldur betur borguðu sig..Svo ég gef Rafa vafann skuldlaust

 26. Og vil einnig óska Sigursteini Brynjólfssyni til lukku með að vera kominn aftur í formannssætið:)

 27. Þakka þér didi,

  Nei Benni, þetta er ekki útúrsnúningur. Það virðist vera sem svo að sumir vilja bara skoða verðmiðann, það sé það eina sem skiptir máli. Ef leikmaður kosti ekki 20+ þá er hann ekki nógu góður. Það er það sem mér finnst algjör steypa og kom því með nokkur dæmi um mjög dýr flopp, það er alveg hægt að grafa upp ennþá lengri lista. Það er sem sagt ekkert garantí að það eitt að leikmaður kosti 20+ að hann eigi eftir að slá í gegn.

  Get alveg tekið undir það að ég er ekkert ofur spenntur fyrir Rieira, en tel þig þó nokkuð dómharðan þegar kemur að því að segja ða hann hafi verið dapur hjá Espanyol, mér skilst einmitt að hann hafi verið afar öflugur þar í vetur og komið sér inn í spænska landsliðið. Engu að síður er ég engan veginn spenntur fyrir honum. Ég hreinlega veit ekkert um Degen og ætla því lítið að tjá mig um hann, þú virðist eitthvað hafa fylgst með honum þar sem þú segir að hann komist varla í liðið hjá Dortmund eða Sviss, ef svo er rétt þá er ég afar lítið spenntur verð ég að segja.

  Varðandi títtnefndan Dossena, þá veit ég lítið um hann líka en ítalskir varnarmenn sem komast í landslið eru sterkir, það eitt veit ég. Viltu sem sagt frekar taka Zambrotta á þeim aldri sem hann er nú, og klárlega búinn að vera á niðurleið? Er ekki betra að taka yngri mann sem spáð er að geri þessa stöðu að sinni í landsliðinu?

  En ég er sammála mönnum hérna, Rafa hefur verið að gera sífellt færri mistök í leikmannakaupum upp á síðkastið og því treysti ég honum í þessu. Ég var efins um kaupin á mönnum eins og Skrtel og Arbeloa, en þau voru bæði góð. Ef við fáum mjög sterkan bakvörð í vinstri bakvarðarstöðuna í formi þessa Dossena, þá verð ég ákaflega glaður, því það þýðir líka að hinn norski Beckham verður ekki meira í liðinu.

 28. Babel kommentið hjá þér var útúrsnúningur. En eins og þú segir sjálfur þá gefur verðið sterkar vísbendingar til getu leikmannsins. Skoðið bara ca 10m punda kaup Rafa og dýrari: Torres, Mascherano, Babel, Alonso og Kuyt…þar er aðeins Dirk Kuyt sem er flopp. 80% árangur gæti maður sagt.

  Og með Zambrotta, þá já, auðvitað myndi ég vilja fá hann í kannski 2 ár og Insúa sem back-up, ýmindaðu þér hvað hann gæti lært af ítalska heimsmeistaranum….í stað gæja sem er nýbúinn að “meika það” en hefur ekki afrekað eitt né neitt…er 3. eða 4. kostur hjá sínu landsliði…sorry, en meðalmennskubjöllurnar eru farnar að klingja nokkuð hátt.

  Albert Riera sagan er að mér skilst komin frá Chris Bascombe á NOTW og spurning hvað maður á að gefa henni mikin gaum. Degel gæjinn hefur verið mikið meiddur og er ekki mikilvægari Dortmund en það að í sínum vandræðum í vetur sáu þeir ekki ástæðu til að nota hann mikið eftir að hann kom til baka úr meiðslunum. Klárlega leikmaður sem stórbætir Liverpool liðið…eða hvað?

  Auðvitað gætu þessir gæjar komið inn og staðið sig virkilega vel, ég er ekkert að afskrifa einn né neinn. Þeir líta bara illa út svona FYRIRFRAM…og maður er virkilega svekktur að sjá okkur ekki vera að keppa um alvöru bitana…því Chelsea og Man Utd munu klárlega gera það.

 29. Benni Jón, þetta er engir útúrsnúningar hjá SSteina.

  Benítez er með scout-a út um allan heim sem vinna við það að skoða leikmenn fyrir Liverpool auk þess sem hann þekkir markaðinn mjög vel sjálfur. Ég get lofað þér því að hann myndi bjóða í Zambrotta eða Thuram eða álíka kalla ef hann væri manager eins og Allardice sem kaupir gamlar stjörnur og vindur úr þeim síðustu dropana.

  Benítez hefur allaf keypt yngri leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér en kosta ekki skrilljón. Voronin er kannski undantekningin enda kom hann frítt auk þess að við gætum grætt smá pening á honum.

 30. Veistu það Júl.li, ég og Steini erum mjög góðir félagar og spjöllum mjög reglulega saman um liðið okkar. Heilt yfir erum við nú yfirleitt nokkuð sammála og ég veit að við erum það núna líka…tja, nema með Dirk Kuyt en það er önnur saga:P
  Það vilja allir fá gæði umfram meðalmennsku og gæði kosta yfirleitt peninga…um það snýst málið.

  Setjum þetta einfallt upp. Nákvæmlega þetta dæmi á kannski ekkert við í raunveruleikanum en menn vonandi átta sig á hvað ég er að fara.

  Philip Lahm kostar 8m(segjum það). Margreyndur landsliðsmaður og flestir sammála að þar fer einn sá albesti vinstribakvörður í dag. Dossena kostar 8m, nýkomin fram á sjónarsviðið, orðinn 26 ára og aldrei afrekað eitt né neitt. Hvorn myndi maður vijla? Lahm, ekki spurning. Ok, hvað ef Lahm kostar 15m og Dossena 8m, hvorn vill maður þá? Vill maður gæði og eyða meiri pening, eða taka enn eitt sumarið(sumarið í fyrra undantekning) þar sem við kaupum aðeins ódýrara og fáum aðeins verri mann?

  Okkur vantar alvöru sigurvegara í liðið…fleirri leikmenn eins og Babel, Gerrard og Torres. Okkur vantar þetta auka edge sem mörg stórlið hafa, og við fáum það ekki með góðum leikmönnum heldur frábærum leikmönnum, leikmönnum sem fá áhorfendur uppúr sætinu…ég stór efa að Dossena og Riera séu þeir leikmenn.

  Ég efast samt ekkert um að við eigum eftir að kaupa stórt nafn í sumar, þessir ágætu menn eru bara ekki í þeim hópi tel ég.

 31. Benni minn, ef við hefðum 16 milljónir punda til að eyða í bakvörð væri þetta ekkert vandamál. En þar sem vasar Rafa eru ekki botnlausir, ólíkt Avram Grant, væri þetta ekkert vandamál.

  Rafa þarf að velja og hafna. Set upp dæmi sem er skáldað frá a til ö:
  Hann vill kaupa tvo bakverði, kantmann, miðjumann og sóknarmann. Hans selur fyrir 23 milljónir og fær 30 frá eigendunum. Hann vill eyða miklu í sóknarmann (15 m – td Huntelaar), kantmann (20m td Silva) og miðjumann (10 td Barry) en á svo bara lítið eftir í bakverðina. Þessvegna fær hann einn “ódýran” á átta milljónir (Dossena) og annan ókeypis (Degel).

  Hver milljón skiptir máli hjá Rafa. Auðvitað vildi hann geta keypt fimm menn sem kostuðu allir um 20 milljónir. Það er bara ekki hægt.

 32. Hjalti kútur, ég er ekki fæddur í gær, er það vel inní þessu að ég geri mér alveg grein fyrir aðstæðum. Málið er samt að 26 ára nobody á 8m er ekki eitthvað sem heillar, hvað þá svisslendingur sem kemst ekki í lið Dortmund sem er var í fallhættu í þýskalandi. Þú ert kannski sveittur á efri vörinni af spenningi, en ég get ekki sagt að ég sé það.

  Ef Alonso fer ekki höfum við ekkert við Barry að gera….mun mikilvægara að eyða þeim pening í alvöru bakverði. Ef við ætlum að keppa við Man Utd og Chelsea þá verðum við að eyða pening í ALVÖRU leikmenn. Hvernig viltu annars ná þeim að getu? Þau eru sterkari en við nú fyrir og munu klárlega eyða pening í sumar.

  Lítið dæmi:
  Leikmenn inn: Tveir bakverðir, ca 25m. Sókarsinnaður miðjumaður á 15m og sóknarmaður á 20m. Þetta eru 60m.

  Leikmenn út: Carson 6m, Riise 3m, Crouch 8m, Voronin 1m, Pennant 6m, Guthrie 2m, Intanje 1m, (er ég að gleyma einhverjum)…allavega, þetta eru 27m.
  Þetta er eyðsla uppa 33m, eitthvað sem flestir virðast halda að Rafa fái í sumar þó engin hafi neitt fyrir sér í því, enda hefur það aldrei komið fram og mun ekkert koma fram.

  Hvort þetta “kaup plan” mitt sé raunhæft eða ekki er samt ekkert aðal málið. Aðal málið er að ítalskur nobody á 8m og svissneskur farþegi frá Dortmund er ekki eitthvað sem heillar mann.

 33. Gleymdi að spyrja….hvað hefur þú fyrir þér Hjalti kútur að við höfum ekki 16m í bakvörð? Það hefur aldrei komið fram hvað Rafa mun eyða í sumar, hvað þá hvað hann má eyða í hverja stöðu fyrir sig, hvað hefurðu fyrir þér í þessu? Ertu skyggn? sérðu lottótölurnar næsta laugardag líka?

 34. Ég hef ekkert fyrir mér, enda tók ég það skýrt fram að þetta væri dæmi sem væri skáldskapur frá a til ö. Sérð það vel ef þú lest aftur yfir ummælin.

  Ég sagði heldur hvergi að ég væri spenntur fyrir þessum mönnum.

  Ég sagði heldur ekki að Rafa ætti ekki 16 milljónir til að kaupa bakvörð.

  Hann á það að alveg, en það sem ég er að benda á er að það er eflaust til X upphæð og því kýs hann greinilega að eyða minni pening í bakvörð en til dæmis miðjumann, nú eða hvar sem hann ætlar að nota Barry, sem hann vill fá og er tilbúinn að borga 10 milljónir eða meira fyrir.

  Hvað hefur þú fyrir þér í því að Alonso fari ekki? Erfitt að skjóta því fram eins og þú gerir… Kannski er ákveðið að hann fari og þá þurfum við einmitt mann eins og Barry…

  Ég er heldur ekki fæddur í gær Benni 🙂

 35. Fyndið hvernig þú reynir að hagræða þínum texta og mínum svo það henti þér.
  “ef við hefðum 16 milljónir punda til að eyða í bakvörð” …eru ekki að segja þarna að við höfum ekki 16m í bakvörð? hmmm

  Ég sagði heldur aldrei að ég vissi að Alonso væri ekki að fara, ég sagði EF Alonso fer ekki. Ég hef ekkert fyrir mér í því nema viðtalið við hann þar sem hann tekur það skýrt fram að hann vilji ekki fara og ætli sér ekki að fara…ef hann hins vegar fer ættum við að fá meiri pening fyrir Alonso en við kaupum Barry á(ef við gefum okkur að hann komi í staðinn) og því að vera til enn meiri peningur fyrir bakvörðum.

  En enn stendur bottom lænið óhaggað, ítalskur 26 ára nobody á 8m og svissneskur farþegi frá Dortmund heillar mann lítið.

  Ert þú ekki fæddur í gær?…miðað við skrif þín núna þá hefðirðu getað platað mig.

 36. Benni Jón, Lahm var að framlengja samning sínum við Bayern til 2012 þannig að það þarf ekkert að vera að velta sér upp úr því. Sennilega þá hefur Benítez vitað af þessu og alveg sleppt því að eyða orku í menn sem að munu ekki koma til Liverpool. Ef þið pælið í því, hversu oft höfum við frétt af því að Benítez hafi boðið í leikmann og hann neitað að koma?
  Málið er (þó það sé mikið auðveldara að segja það en gera) að við aðdáendur Liverpool verðum bara að slappa af á meðan “silly-seasonið” gengur yfir og treysta Benítez. Fréttir um að hann sé að pæla í að bjóða í hinn og þennan, segja gjörsamlega ekkert. Það er ekki fyrr en við sjáum leikmenn í rauða búninginum að taka í hendina á Benítez á Anfield að það er eitthvað að marka fréttirnar.
  Í GUÐANNA BÆNUM SLAPPIÐI AÐEINS AF OG LEYFIÐI BLÖÐUNUM AÐ TENGJA OKKUR VIÐ HVERN SEM ÞAU VILJA. Þeir leikmenn sem Benítez fjárfestir svo í verða svo dæmdir á næstu 2 tímabilum. Ég er orðinn hundleiður á því að menn lesi eitthvað á netinu og taki því sem að Benítez sé búinn að missa allan metnað/ fái ekki nógu mikinn pening/ viti ekkert í sinn haus þegar kemur að leikmannakaupum.
  Ég set allt mitt traust á Benítez og gef skít í blaðamenn og netmiðla og vona að sem flestir fylgi því fordæmi.

 37. Þó að við flestir treystum auðvitað Rafa til að velja réttu kaupin þá er ekki þar með sagt að við megum ekki ræða okkar skoðanir og koma með okkar álit, er þessi vettvangur ekki til þess?

  Annars nenni ég ekki að útskýra mitt mál mikið, Benni Jón er búinn að segja flest allt sem ég hef um þessa menn að segja, við virðumst oft vera sammála.
  Þetta gætu verið góð kaup en meðalmennsku viðvörunarbjöllur eru ansi háværar og smá svekkjandi að vera orðaðir við svona marga óþekkta leikmenn, á meðan þeir þekktu eru orðaðir við og fara til liðana sem við viljum keppa við. Btw. Þessi ítalski er þó allavega sagður vera mjög sókndjarfur, það er kostur enda veitir ekki af.

 38. Alltaf gaman ad mönnum sem hafa svo mikid vit umfram adra ad teir hljóta ad vera fæddir í gær : )

 39. Ég er nýr á spjallinu og langar að tjá mig um allt sem viðkemur liverpool,þessi Svisslendingur Degel gæti verið góður fyrir liverpool,hver veit svo er það þessi Ítalski leikmaður Dossena sem er orðaður við liverpool þeir sem þekkja til segja að þessir leikmenn séu sóknarsinnaðir leikmenn sem mér finnst vera leikmenn sem okkur vantar,maður neitar því ekki að maður er virkilega spenntur fyrir leikmanni eins og Alves en fyrir svoleiðis leikmann þarf að borga 25+milj.punda og ég sé það ekki að gerast,því miður.Svo er ég virkilega spenntur fyrir Barry ég held að hann væri super kaup fyrir Liverpool,hann hefur marga góða kosti svo vantar okkur allavega einn framherja og ef ég fengi að ráða þá mundi ég vilja fá Berbatov til Liverpool,það væri algjör snild að hafa framhverja eins og Torres og Berbatov og Gerrard fyrir aftan þá,annars eru þetta allt saman pælingar sem gaman er að velta sér upp úr,ég treysti Benitez til að fá þá leikmenn sem eru þess verðugir að klæðast rauðu treyjunni á næsta tímibili hvort sem þeir þekktir eða ekki…You’ll Never Walk Alone

4 Liverpool menn í spænska hópnum

Uppgjör: Tímabilið 2007/08