Chelsea bjóða 40m punda í Torres!

Dömur mínar og herrar, bjartsýnisverðlaun ársins hlýtur Roman Abramovich, sem er sagður hafa boðið 40m punda í Fernando Torres hjá Liverpool.

Torres er búinn með 10 mánuði af sex ára samningi sínum við Liverpool og er hæstánægður með lífið við Mersey-ána. Hann sagðist nýlega geta hugsað sér að klára feril sinn hjá Liverpool og hefur vart leynt aðdáun sinni á Rafa Benítez í vetur. Það þarf varla að taka það fram en tilboði Abramovich var hafnað áður en blaðið var komið alla leið út úr faxtækinu.

Hvað gengur mönnum annars til með svona tilboði? Ég trúi varla að þetta sé svona Real-taktík til að reyna að gera leikmanninn órólegan. Tímasetningin er kolröng fyrir slíkt, þar sem Torres er að einbeita sér að Spáni núna og hefur allt sumarið til að ‘jafna sig’ eftir að Chelsea hafa ruglað í honum (ef það var ætlunin). Þannig að það mistókst væntanlega.

Voru menn kannski bara að taka sénsinn á að Tom Hicks væri nógu gráðugur til að selja Torres? Enn og aftur sé ég það ekki, þar sem meira að segja Hicks og Gillett vita að þeir fengju borgarastyrjöld á sig ef þeir seldu Torres fyrir gróða núna.

Hvað sem það var, þá er ljóst að Abramovich sá einhverja ástæðu til að reyna þetta. Ég sé enga, og get ekki annað en hlegið að þessari tilraun Chelsea.

25 Comments

 1. Þetta er léleg tilraun hjá þeim, þeir fengju Torres aldrei enda maðurinn nýkominn og á eftir að vera legend hjá Liverpool.
  og fyrir 40 millur fengju þeir áritaða treyju.

 2. Smá leiðrétting, hann er búinn með 10 mánuði af SEX ára samningi sínum við Liverpool.

  Þessar fréttir af þessu tilboði eru eiginlega enn heimskulegri en fréttirnar af því að Inter hafi boðið í Gerrard, nuff said.

 3. Búinn að leiðrétta það Steini.

  Og já, Inter buðu líka í Gerrard. Það er spurning hvort Logi og co. hjá KR fáist ekki til að setja inn gríntilboð í Carra, svona til að fullkomna skrípaleikinn. 🙂

 4. Ef Torres færi á þessum tímapunkti og á hápunkti vinsælda sinna yfir til Chelsea, 1/3 af erki óvinum okkar þá er ég hættur að horfa á fótbolta. simple as that. 🙂

  Þyrfti samt ekki að minnka lyfjaskemmtinn aðeins hjá Arnari Grant ef hann er að reyna þetta? Rafa ætti að svara með góðu boði í Terry/Drogba

 5. Þettað hlýtur að vera Djók eða þeir hjá Chelsia eru á lyfjum.

 6. Þetta er ekkert djók. Þetta er bara sálarstríð. Bara verið að sýna hvað menn vilja eyða mikið af peningum. Ég myndi vilja að Rafa kæmi með tilboð um að taka Bosingwa á láni. Þannig geta þeir kannski fengið smá pening í staðinn fyrir að láta hann sitja á bekknum.

 7. Eins og einhver sagði mér… þá eru þetta svona tilboð sem símadama getur hafnað!

 8. Ekki kúka í ykkur yfir þessu, þetta er bara spuni frá spænsku blöðunum.

  Tekið af Liverpool Echo:
  “Meanwhile, fevered speculation today suggesting Chelsea have made a £50m bid for Torres is completely unfounded.
  Liverpool have received no offers for their star sriker, nor would they welcome any.”

 9. Ég eyddi út þessu kommenti frá Sigurði Greifa og mun halda áfram að gera það uns hann kemur með eitthvað af viti hérna inn.

 10. Nr 8 Brynjar, ég held nú að það hafi enginn verið að stressa sig á þessu 😉

 11. Maður veit nú samt aldrei hvað Hicks og Gillett eða hvað þeir heita eigendurnir dettur í hug. Og hví ekki að selja einn Torres á 50 millur og kaupa tvo í staðinn?

 12. Comentið hjá Ragnari hér að ofan minnir á Sigurð í gær, þetta á heima í húmorhorninu!

 13. Nei það er rétt Einar. Maður veit samt aldrei hvað þessum heimsku eigendum dytti í hug, þeir eru skuldum settir.

 14. Amm…Auðvitað vill arðræninginn Apa-bróvtis kaupa allt og alla.
  Eg er viss um að hann þarf að borga fólki fyrir að hlusta á sig.
  Sorglegt hvernig peningar getað eyðilagt heilt félag.

 15. Að menn skuli nenna að velta sér fyrir brottför Torres frá félaginu.

  Mig langar að velta annari pælingu fram. Real Zaragoza er í bullandi fallhættu í spænsku deildinni. EF þeir falla þá eru leikmenn þar sem hægt væri að tala um eins og t.d. Pablo Aimar, Alberto Diego Milito og Ricardo Oliveira. Ég geri ráð fyrir að Benitez sé að fylgjast með þessu.

 16. Hárrétt hjá Brynjari, þetta er bara rugl í spænsku blöðunum.

  Af hverju ætti spænski slúðurmiðillinn Marca að vera einn með fréttir af því að enskur klúbbur (Chelsea) geri tilboð í leikmann hjá öðrum enskum klúbbi (Liverpool) bara af því hann er spænskur? Eins og Liverpool fái tilboðið, og hugsi “Nei, við skulum ekki leka þessu í staðarblaðið, sem eru oftast með solid fréttir, heldur frekar leka þessu til útgáfu Spánverja af The Sun, Marca”

  Hugsið skynsamlega í svona tvær sekúndur, og þá áttið þið ykkur á að þetta er rugl.

  Rétt eins og þessi frétt er completely bogus um gömlu hetjuna okkar: J-League strugglers JEF ready to take Newcastle striker Owen to Japan. Helvíti líklegt að Owen fari til Japan að spila, 29 ára gamall. Hann myndi frekar spila launalaust fyrir Liverpool.

 17. Ég held að Villa og Silva séu líka tilbúnir að spila þar sem þeir fá mest borgað 🙂

 18. Mjög undarleg frétt frá Marca um Torres. Skv Liverpool Echo og Liverpool Daily Post þá kannast enginn við það hjá Liverpool að hafa fengið tilboð í Torres. Þetta virðist vera uppspuni frá A-Ö í spænskum fjölmiðlum. Eru spánverjarnir að reyna að koma sínum besta manni úr jafnvægi fyrir EM? Rosalega sniðugt og gáfulegt hjá þeim!

 19. Ein spurning sem ég hef fyrir þá sem eru fróðari um spænska boltan en ég ….

  Hvað í ósköpunum kom fyrir Pablo Aimar (f utan að hann sé í zarag.) ?
  Ég fylgdist töluvert með honum á Houllier tímabilinu (þegar Valencia rasskelldi okkur hvað eftir annað) og mér fannst sá leikmaður sá besti sem ég hef séð, þar til Ronaldo í dag. Þessi litli maður var gjörsamlega allt í öllu hjá Valencia, hann bar sóknina, hljóp á við tvo , gat meira að segja tæklað…

  Ég bara neita að trúa því að hann sé í fallbaráttunni á Spáni núna…

  Einhver ? Hvað kom fyrir þennan snilling

 20. Ég held að þú sért nú að gera aðeins of mikið úr Pablo Aimar þarna þó að hann var vissulega góður. Valencia gafst samt upp á honum, aðallega venga endalausra meiðsla.

Ekkert sumarfrí!!!!

Biðin langa hafin