Ekkert sumarfrí!!!!

Jæja, þá er „officially“ fyrsti dagur í „silly season“ hafinn.

Næstu vikurnar liggjum við flest yfir kjaftasögum, slúðri og smámolum sem detta í okkar átt varðandi okkar lið.

Undanfarin ár hefur mér þótt mest vit koma frá heimablöðunum tveimur, Liverpool Echo og Liverpool Daily Post. Aðalástæða þess er að þrátt fyrir allt og allt eru þeir blaðamenn sem búa í borginni meira með puttann á púlsinum, möguleiki að þeir þekki leikmenn, þjálfara eða annað starfsfólk á Anfield sem getur lekið upplýsingum. Þarna t.d. heyrði maður löngu fyrr af Benayoun og Lucas en hjá Lundúnapressunni alræmdu.

Núna fyrir nokkrum dögum kom þarna fyrsta fréttin sem ég hef séð varðandi markmanninn Maik Taylor. Sem gamall markmaður lýsi ég þeirri skoðun minni hér að það væri góður kostur fyrir LFC að eiga slíkan markmann í hópnum. Strákurinn er fæddur á undraári, 1971, og er hokinn af reynslu. Hefur verið aðalmarkvörður Birmingham í fimm ár og leikið þar 195 leiki í öllum keppnum. Hann er að auki þrautreyndur landsliðsmaður, hefur leikið 68 leiki fyrir Norður Írland.

Breytingin á nútímabolta virðist vera orðin sú að nú fá varamarkmenn stóru liðanna að spila í bikarkeppnunum. Ég er ekki endilega glaður með það en ef svo á að vera finnst mér við verða að fara að fá betri ása á bekkinn okkar.

Dudek var einfaldlega búinn og átti arfaslaka leiki í fyrra, í vetur átti Itandje einn góðan hálfleik, á Stamford Bridge. Þess vegna held ég að fínt væri að fá mann vanan enskum hasar til að sitja á bekknum okkar þar til David Martin kemur þangað, haustið 2009 myndi ég halda. Að auki ætti Taylor að geta miðlað reynslu á yngri mennina í hópnum.

Í dag fljúga margar sögur, Joaquin, Seydou Keita, Valon Behrami á leiðinni inn og Guthrie á leiðinni út. Við lítum örugglega á það á næstu dögum, þegar eitthvað meira gerist þar.

En núna held ég að tveir leikmenn búsettir í næststærstu borg Englands séu í fókusnum, umræddur Taylor og fyrirliði Aston Villa, Gareth Barry sem virðist fá frítt að borða á matar-, kaffi- og kvöldfundum með öllum stóru köllunum á Villa Park.

Ekki það að sú vinna skili neinu. Er handviss að Barry verður í rauðu treyjunni fyrir maílok……

34 Comments

 1. Gareth Barry…. gríptu tækifæri lífs þíns .. and join the Reds. Berger knew what he was talking about!!

 2. Ef Barry vill ekki taka þessu tilboði lífsins þá hefur hann einfaldlega ekkert að gera í rauðu treyjunni.

  Hann hlýtur að öfunda vin sinn Gerrard fyrir að spila alla þessa mikilvægu leiki, viku eftir viku!!

 3. Er viss um ad Barry myndi semja vid okkur, held vid thurfum ekkert ad ottast thad. Hinsvegar er Aston Villa ekkert ad gefa hann, voru ad neita 10m punda bodi plus 2 leikmenn…

 4. Tilboðið var samtals 10m, ekki 10m plús tveir leikmenn. Mér skilst að peningaupphæðin sjálf hafi ekki verði nema 2m og svo leikmaður.

 5. Sko rétt í þessu voru Chelsea að splæsa 16,2 mills (sem væri okkar næsthæsta upphæð) í hægri bakvörð. Þetta segir mér aðeins að Rafa verður rífa upp veskið ef ekki á illa að fara næsta vetur. Þess vegna get ég ekki skilið hvers vegna, þótt góður sé, Gareth Barry er okkar forgangskaup. Við eigum nóg af miðjumönnum. Vil sjá hann eyða þessum peningi í bakverði og og hægri kantmann.

  Gareth Barry er leikmaður sem á mjög líklega eftir að gera helling fyrir félagið, en væri ekki betra að setja forgang á tvo frábæra bakverði og byrja svo að spá í Barry, því er auðvitað vitað mál að ef hann hefur tækifæri á að koma til Liverpool kemur hann. Annað væri bara heimska.

 6. …og til að bæta við er Micah Richards nú orðaður við Manjú á 20 milljónir punda. Það er leikmaður sem ég myndi glaður setja 20 kúlur í og líka einn af fáu leikmönnum sem raunhæft er að færi til Liverpool frekar en Manjú.

  Rafa, step up your game.

 7. Af hverju eru allir að segja að Rafa Benitez þurfi að gera eitthvað í sínum málum?

  Hann fær ekkert að ráða því fyrir hversu háar upphæðir nýjir leikmenn eru keyptir, einungis hvaða leikmenn eru keyptir sem falla inn í verðramma eigandanna.

 8. Spurning hvort einhver kannast nógu vel við Degen, Bosingwa og Richards til að geta borið þá saman? Erum við að fara inn í þennan miiljónapakka eða erum við að tala áfram um fjórða sætið?

 9. Selja Reina og fá almennilegan markmann sem getur gripið fyrirgjafir. Ég vil enga latínó gæja í sumar!

 10. Hehe ég vona að þessi Sigurður sé að djóka! haha annars hefur hann EKKERT vit á fótbolta!

 11. Það er mjög illa liðið að tala illa um Reina hérna. Af hverju? Það meikar bara ekkert sense.

  Ívar Örn: Ég get sagt þér að Richards er drullugóður, það litla sem ég hef séð af Bosingwa virðist vera gott en ég veit því miður meira um litlu tána á hægri fæti Hillary Clinton heldur en ég veit um þennan Degen.

 12. Sigurður greifi, það er eins gott að þú komir ekki nálægt neinu sem við kemur Liverpool.
  Að vilja selja einn besta markmann í heiminum hlýtur að teljast eitt það heimskasta sem ég hef lesið í langan tíma.
  Reina er ennþá mjög ungur og á bara eftir að verða betri.

 13. Menn virðast ekki átta sig á því að í þessum Barry viðskiptum höfum við verðmæta skiptimynt í S. Carson. Hann er búinn að vera standa sig vel hjá Villa og vitað er af áhuga þeirra á því að kaupa hann. Miðað við fréttir ætti verðmiðinn á honum að vera um 8-9 millj punda. Carson mun ekki slá út Reina og því er um að gera að koma honum í verð. Ég tel það vera frábæra sölu ef við næðum 8-9 millj punda út úr Carson (sem kom á 1 millj punda fyrir 2 árum) upp í verðmiðan á Barry.

  Varðandi hægri bakvarðarstöðuna þá eru Bosingwa og Richards tveir af þremur drauma bakvörðum mínum fyrir Liverpool í sumar, þriðji er Alves. Eflaust erum við ekki líklegir til að hreppa þá þar sem ég sé ekki Liverpool borga yfir 10 milljónir fyrir bakvörð. En auðvitað heldur maður í vonina, annað er ekki hægt.

  Kv
  Krizzi

 14. Villa menn hafa talað um að það verði ekki reynt að kaupa Carson vegna þessa að þeim finnst hann ekki hafa staðið sig nægilega vel hjá þeim.
  Við erum ekki að fara að fá Bosingwa , Richards eða Alves því miður.

 15. Einar, á meðan þeir geta borgað 10-20 milljónir í bakverði á ári og nota svo alltaf miðjumann, þá kemur nýr bakvörður til þeirra einu sinni til tvisvar á ári.

 16. Við höfum nú keypt nokkra hægri bakverði síðan Rafa tók við… (2m) Kronkamp (skipti á Josemi) og svo Arbeloa (2,5m).
  Á svipuðum tíma hafa Chelsea keypt Ferreira (13,2m), Belletti (frítt held ég :S), Glen Johnson (6m), Geremi (6m) og svo núna Jose Bosingwa (16m).

  Samtals hafa Chelsea eytt 41,2 milljónum punda í hægri bakverði síðan 2003 á móti þeim 4,5 milljónum sem Liverpool hefur eytt í hægri bakverði… Þetta er skuggalegur munur 😀

 17. Ég persónulega er hæstánægður með að Chelsea séu að kaupa Bosingwa. HÆSTÁNÆGÐUR!

  Af hverju? Jú, af því að í gær tryggðu Atletico Madríd sér fjórða Meistaradeildarsætið á Spáni og því er ljóst að Sevilla komast ekki í þá keppni á næsta tímabili. Það er því meira en líklegt að það sé loksins komið að því að Dani Alvés yfirgefi Sevilla og finni sér stærra lið til að spila reglulega með í Meistaradeildinni.

  Það hafa meira og minna öll stóru lið Evrópu verið orðuð við hann og það er svo sem líklegast að hann endi hjá AC Milan eða eitthvað álíka, en ég er bara ánægður með að allavega eitt af þessum þremur ensku liðum sem við myndum keppa við um hann sé úr leik. Nú þurfum við bara að hafa áhyggjur af Arsenal og Man Utd, og miðað við að Arsenal eru með Bacary Sagna finnst mér eiginlega bara United ógna okkur af ensku liðunum.

  Þannig að já, ég er hæstánægður með að Chelsea séu að kaupa Bosingwa og ef ég mætti ráða myndi ég sjá til þess að United fengju einhvern klassabakvörð strax á morgun, svo að þeir detti úr leik í baráttunni um Alvés líka. 🙂

 18. eins og allir vita þá er slúður um að real madrid vilja fá alonso, Alonso er leikmaður sem ég vill ekki missa, hann á eftir að koma upp úr þessar lægð, en ég skal láta hann fara ef við fáum leikmann sem spilaði upphaflega í hægribak og heitir Segrio Ramos.
  Ef við ætlum að losa okkur við heimsklassaleikmann þá vill ég fá í staðinn leikmann í sama klassa. Veit að þetta gerist aldrei. En Ramos er samt klassa fyrir ofan alves.

 19. þann 12.05.2008 kl. 15:329 Sigurður greifi
  Selja Reina og fá almennilegan markmann sem getur gripið fyrirgjafir. Ég vil enga latínó gæja í sumar!
  – HÚMORHORNIÐ? Ég held það xD

  En samt sem áður er Reina einfaldlega heimsklassamarkmaðir! Að fá Hanskann aftur er ekkert nema snild, sýnir einfaldlega það hve góður hann er (og á eftir að ná há-punkti).
  Sigurður greifi er húmoristi dagsins, kostulegt comment sem að meikar engan sens!

 20. Á skysports í dag var yfirlit yfir það sem hægri bakvarðarstaðan hefur kostað Chelsea síðustu árin. Lítur svona út:
  Ferreira: 14m
  Essien: 25m
  Belletti: 5m
  Bosingwa: 16m.
  Aðeins meira en það sem við höfum eytt í þessa stöðu. Ég held að það sé alveg klárt að það verður að stefna á Alves miðað við hvað stóru tvö eru að styrkja sig.

 21. Carson er leikmaður sem við verðum að koma í verð. Best væri að geta notað hann uppí kaupin á Barry. Hins vegar er ég mikið að velta þeim kaupum fyrir mér. Benitez hlýtur að vera að hugsa um Barry algjörlega sem lausn á vinstri bakvarðar stöðunni. Annars meikar ekkert sense að kaupa hann. Menn hljóta að vera sammála um það. Síðan vantar okkur hægri bakvörð, klassa senter og helst hægri kantara. Dani Alves er leikmaður sem við þyrftum að klófesta strax. Núna er sénsinn að næla í hann. Hann hefur örugglega takmarkaðan áhuga á að vera hjá Sevilla og þar sem Chelsea virðast ólíklegir í baráttu um hann eigum við að klára dæmið. Sjá einu sinni smá greddu í þessum leikmannamálum. Það myndi gefa góð skilaboð.

 22. Dani Alves og ekkert rugl !

  Ekki er pistilhöfundur Magnús KS-ingur með meiru?

 23. Það er aðeins búið að koma inná kommentið frá Sigurði Greifa #9 í þessum þræði, en ég verð að segja fyrir mig að ég hló upphátt!

  “Ég vil enga latínó gæja í sumar!”

  Ég legg til að Á Móti Sól semji sumarsmellinn í ár útfrá þessari línu. Friðrik Ómar gæti þessvegna sungið með og þá væri kominn samkynhneigður Euro-vinkill í dæmið!

 24. Það er nú altalað að Dani Alves sé búinn að samþykkja að ganga til liðs við Barcelona svo menn ættu nú að hætta að láta sig dreyma um kauða.

 25. Hvernig er það annars, verður engin könnun hér á hvern menn velja sem leikmann tímabilsins hjá Liverpool?

  Ég kýs a.m.k. :
  1. Torres
  2. Hyppia
  3. Gerrard

 26. Ég held að það sé ekki séns að Liverpool séu að fara að fá Alves því miður.
  Barcelona kaupir hann .
  Það væri samt stórkostlegt ef að Benitez myndi ná að landa honum.

 27. Kárinn: úff hvað chelsea menn geta látið sig dreyma haha, Torres er að verða rauður í húð og hár.. eða kannski ekki hárið en samt. Allavega annað en þetta Owen dót sem var okkar mikli markaskorari, ef hann fer til Utd þá verð ég alveg snar.
  Las einhversstaðar að helstu ‘target-inn’ hjá Rafa sé Henry, Barry, Alves og einhver einn enn. Væri nattlega draumurinn að fá Alves, Lahm og Ronaldinho eða Henry.

 28. Kaupa enn einn miðvörðinn ….. M.Richards á 20.m , líklega eina staðan í liðinu sem við þurfu mekki að styrkja…

  “Losa okkur við Reina og fá almennilegan markmann sem getur hirt fyrirgjafir….”

  Það er greinilegt að silly-seasonið er hafið hjá stuðningsmönnum hérna líka!
  Skulum nota stærsta hlutan af budgetinu okkar í að styrkja stöður sem ekki þarf að styrkja ….. thats the way to go!

 29. Ég er bara feginn að þetta ömurlega tímabil er búið. Að vera out of the race enn eina ferðina í kringum áramót gerir mann brjálaðan og er algerlega óásættanlegt! Eins gott að það endurtaki sig ekki næsta season… Skipti glaður á markakóngs-, hanskatitlum og clean sheat titlum fyrir betri árangur í deildinni. Það var ömurlegt að sjá Man United enn og aftur lyfta dollunni.

Tottenham – Liverpool= 0-2

Chelsea bjóða 40m punda í Torres!