Tottenham – Liverpool= 0-2

Jæja, þá er það síðasta leikskýrsla vetrarins 2007 – 2008. Lokaleikur tímabilsins hafði litla þýðingu og maður bjóst við talsverðum breytingum á byrjunarliði og kannski skrautlegum leik.

Rafael karlinn kom því mér á óvart með frekar hefðbundnu liði.

Byrjunarlið dagsins var þetta:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel- Insua

Gerrard – Mascherano
Kuyt – Voronin – Babel
Torres

Á bekknum: Itandje – Finnan – Hyypia – Lucas og Benayoun.

Insua leyft að spreyta sig áfram, breytingin helsta sú að Gerrard var nú settur inná miðju með Mascherano og vinsælasti vinur okkar hér, Voronin spilaði í holunni milli miðju og sóknar.

Fyrstu mínútur leiksins voru afar rólegar, þó að okkar lið hafi verið meira með boltann í meiri sóknargír. Í raun var lítið að gerast þangað til á 25.mínútu þegar Reina varði vel frá Berbatov eftir horn. Þaðan frá var áfram rólegt og í raun steindautt. 0-0 í hálfleik.

Aðeins lifnaði yfir í þeim seinni. Torres fékk fínt færi sem Cerny varði og Gerrard og Voronin fengu fín skotfæri sem gátu nýst betur. Tottenham fékk líka hálffæri, en tempóið í leiknum var ekki mikið, þó ekki sé nú meira sagt!

Á 69.mínútu brotnaði svo ísinn frægi. Skrtel átti langa sendingu sem Torres nikkaði áfram í gegnum vörnina þar sem leikmaður sem hafði verið ósýnilegur í leiknum fram að því, Andriy Voronin, lagði knöttinn vel fyrir sig og setti undir Cerny í markinu. 0-1, en vonandi dugði þetta mark nú ekki fyrir nýjum vetri hans á Anfield, hann fór svo útaf tveimur mínútum seinna, ef ég fengi að ráða, í sínum síðasta leik fyrir liðið……

En á 74.mínútu kom svo það sem allir biðu eftir. Torres. Bara, rest my case. Michael Dawson skilinn eftir berfættur og markmaðurinn klobbaður. Dawson fór heim að sækja sokka strax að þessu loknu. En án gríns var markið tær snilld, nú á Fernando Torres einn metið yfir flest mörk nýliða í Úrvalsdeildinni. Nistelrooy fucking hvað!!! Deildarmark nr. 24, ekkert úr víti. Í heildina nr. 33 fyrir liðið. Frábært fyrsta season, mun örugglega ekki versna á næsta ári!

Á þeirri 79. setti svo „El Nino“ hann svo í þverslána með markmanninn helfrosinn, en Tottenham voru þarna bara dánir með stæl.

Síðustu mínúturnar var bara spurningin hvort Pepe Reina setti met, sem hann svo sannarlega gerði. Hélt hreinu í 17 leikjum í vetur, sem er árangur með ólíkindum! Lokastaða 0-2, að lokum semsagt 4.sæti með 76 stig og markaskorið endaði í 119.

Þegar kemur að því að velja mann leiks, sem var nú ekki mikil flugeldasýning, valdi ég milli þessara metdrengja, Reina og Torres. Ekki endilega bara út af deginum, heldur líka bara áfanganum sem þeir náðu. Ég ákveð svo núna að Torres situr uppi með það að vera síðasti „maður leiksins“ á kop.is í vetur.

Næsti leikur er ekki tímasettur ennþá, en við munum auðvitað láta vita af því hér á síðunni um leið og það liggur fyrir.

Svona í framhjáhlaupi féllu Reading og Birmingham í dag, samhryggist íslensku stáldrengjunum með það en óska Danny Murphy til hamingju með að halda sínu liði, Fulham, uppi. Ég var sáttur með þá útkomu en ætla ekki að tjá mig um aðra atburði dagsins í Englandi……

22 Comments

 1. setti torres ekki nytt met i deildinni flest mörk skoruð á firsta ári

 2. Það segir sig sjálft að markið hjá Torres í dag, þar sem hann sló met RvN, var aðalmálið í enskri knattspyrnu í dag. Fátt annað markvert sem gerðist, nema kannski það að Danny Murphy hélt Fulham uppi. Annað ekki fréttnæmt í Englandi í dag. 🙂

  Annars var þessi leikur drepleiðinlegur. Sigurinn samt góður og öruggur og fín leið til að ljúka leiktíðinni. Við getum tekið margt jákvætt frá þessari leiktíð þótt enginn titill hafi unnist. Þó dylst engum hversu mikilvægur tími er framundan því á næsta ári þurfum við að hafa einhverju meiru en metinu hans Torres að fagna í maí. Allt annað verður séð sem afturför.

  Tímabilið búið. Sumarið framundan. Þetta verður áhugavert.

 3. Strákar ég held við verðum nú að sýna smá þol hérna og óska “those we do not speak of” til hamingju með titilinn. Þá samhryggist ég Ívari, Brynjari og félögum í Reading, átti hreint ekki von á að Fulham næði að klára Portsmouth. En það er dýrt að fá á sig 6 mörk í leikjum þótt það gerist snemma á tímabilinu. Þá vil ég að menn hætti að níðast að Voronin, miðað við það að spila sama og ekki neitt þá skorar hann slatta. Ég held að hann verði áfram ágætur 3-4 senter (fer eftir því hvort við spilum með einn eða tvo frammi).
  En hamingjuóskir til besta markmanns í heimi, Reina og besta senters í heimi, Torres.

 4. Ætli Hermann hringi í Ívar og biðji um fyrirgefningu? Meiri aulagangurinn að klára ekki Fullham á heimavelli. Dýrt spaug fyrir Ívar og félaga.

  Til hamingju Torres og Reina. Mesta gleðiefni dagsins að Torres skoraði.

  Hvað gerir maður núna…. Enski boltinn kominn í sumarfrí. Alvarleg truflun á tilverunni!! Jæja… EM bjargar einhverju. Ég held með Spáni. 🙂

 5. Sælir félagar
  Þakka Maga fyrir skýrsluna og tek undir að ég vona að Voronin hafi spilað sinn síðasta leik. Þrátt fyrir að hafa skorað þetta mark var hann svo lélegur að það var pínlegt. Afhverju rafa skipti honum ekki útaf fyrir Benyoun er mér óskiljanlegt. En skítt með það leikurinn vannst og var mark Torres í raun eins skemmtun leiksins. Góður endir á dapulegri leiktíð og nú bíður maður eftir að sjá einhverja alvöru menn keypta svo að hægt verði að gera raunverulega atlögu að meistaratitli næsta leitímabil. Ég vil þakka þeim sem halda úti þessari síðu fyrir frábært starf og vona að ekkei verði lát á. Þ. e. ekkert sumarfrí og að fylgst verði vel með hvað gerist í sumar. Öðrum félögum þakka ég málefnalega umræðu og góða skemmtun oft á tíðum í vetur. Við erum stuðningmenn besta liðs í heimi og höldum saman í gegnum þykkt og þunnt. Það hefur að vísu verið heldur þunnt í vetur en samt ýmislegt til að gleðjast yfir. Torres, Reina, Gerrard, Carragher, Babel, Mascherano, efnilegir strákar í varaliðinu og svo vonandi góð kaup í sumar. 🙂
  Það er nú þannig.

 6. Já Reina náði að halda 17 sinnum hreinu en United héldu 21 sinnum hreinu.
  Erum bara engan veginn nógu góðir

 7. Munurinn á United og Liverpool í ár er leikir þeirra í deildinni. Það segir manni það að lykillinn að titlinum er góður árangur gegn hinum toppliðunum. Þar verður Rafa kallinn að bæta sig.

 8. Veit einhver hvar hægt er að nálgast mörkin úr blessuðum leiknum?
  Ánægður með Torres.. Nú vantar bara einn í hans klassa á hægri kantinn og málið steinliggur (jú, og einn vinstri bakvörð fyrst við opnum veskið á annað borð).

  Áfram Chelsea í Moskvu!

 9. Hvað meinar #9 Mu hélt 21 sinni hreinu en með sama markmanni eða hvað???. þar sem þettað er síðasti leikur tímabilsins ætla ég að kjósa 2 menn sem menn leiksins,Torres og Reina, ekki spurning og Insua stóð sig bara nokkuð vel

 10. Jón H. Eiríksson # 7 snilldar setning: Enski boltinn kominn í sumarfrí. Alvarleg truflun á tilverunni!! haha gæti ekki orðað þetta betur, en jú stutt í EM.
  Vil svo taka undir þakklæti til handa síðuhöldurum fyrir frábæra frammistöðu í vetur, með von um að síðan verði áfram vettvangur góðra rökræðna í sumar…
  Takk fyrir mig, YNWA

 11. Sælir,
  það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með Torres í þessum leikjum í vetur. Stundum fer lítið fyrir honum á löngum köflum en hann er samt alltaf líklegur. Sjáið svo markið í dag og líka á móti City um síðustu helgi. Hann býr þetta til alveg sjálfur án allrar hjálpar og gerir verulega lítið úr varnarmönnunum í leiðinni. Þetta er svo einfalt, ekki 15 skæri heldur bara einföld hraðabreyting og hann er kominn framhjá varnarmönnunum. Þvílíkur leikmaður. Svo skemmir ekki fyrir að hann er þrælklár. Þegar hann var spurður að því hvað honum fyndist um það að allir væru núna að kaupa Torres peysur en ekki til dæmis peysur merktar fyrirliðanum Gerrard. Þá sagði hann einfalt, það eiga allir Gerrard treyju. Það er ljóst að fyrirliðinn hefur verið ánægður með sinn mann þarna.

  En nú er þessu lokið í ár og ágætt tímabil búið. Nú er það bara að klára kaupin í maí og bæta við toppleikmönnum, ekki neinum meðalmönnum. Ég er á því að mikilvægast sé að kaupa heimsklassa kantmenn. Einnig væri ég til í einn góðan senter í viðbót fyrir Voronin og Crouch.

  Annars er þetta frábær síða og það er allt í lagi að tala um það sem oftast.
  Hlakka til að fylgjast með slúðrinu hér á næstunni.

 12. Hvernig var Insúa?
  Hann var dáldið óöruggur á boltann í síðasta leik þó að hann hafi spilað vel. Var hann að klára sína stöðu vel í dag?

  Takk fyrir tímabilið og þessa frábæru síðu!

 13. striker, kantmenn og bakvörð sitt hvoru megin og Gareth Barry, það er alveg nóg!

 14. Minnir að þið hafið gert það sumarið 2005 að hafa yfirlit yfir hverjir gætu verið á leiðinni. Væri alveg til í að sjá svoleiðis gert aftur núna.

 15. Já þannig fór það, ekki sá ég leikinn en úrslitin eru fín og frábært að Torres hafi náð metinu og glæsilegt hjá Reina að tryggja sér gullhanskann þriðja árið í röð : )
  En að tímabilinu loknu er við hæfi að gera eins og margir hafa þegar gert, og það er að þakka síðuhöldurum fyrir afburða þjónustu í vetur, þetta óeigingjarna starf verður seint fullþakkað fyrir okkur sem hreinlega þrífumst á því að koma hér við nokkrum sinnum á dag til að skoða hvort eitthvað nýtt sé að gerast eða bara til að fylgjast með umræðunni í spjallinu.
  Og talandi um spjallið þá held ég bara að ég vilji þakka ykkur sem eru dugleg að commenta, hvort sem er eftir tap eða sigur leik og jafnvel eftir jafntefli líka, nóg var víst af þeim þetta sísonið : /
  Sem sagt stútfullur þakklætis læt ég þessu lokið og nú má byrja slúðrið og hinar árlegu væntingar sem við gerum til manna kaupa.
  Y.N.W.A.

 16. Sigtryggur, þrátt fyrir að Maggi sé nú ekki sá grannasti í bransanum, þá er nú samt óþarfi að kalla hann Magi 🙂

  Annnars flott skýrsla, sammála því að þessi leikur var ekkert upp á mörg þorskígildi en Torres sýndi það enn og aftur hversu stórkostlegur framherji þetta er. Hann er búinn að fara svo laaaaangt fram úr mínum væntingum að það hálfa væri svona helmingi meira en nóg. Þeir sem mig þekkja vita hvað þetta þýðir, en þessi drengur er kominn á sömu skor og Fowler í mínum bókum sem ég kokka eftir.

  Annars algjörlega ósammála Ívari Erni hérna inni með það að ég þarf ekki að sýna neitt þol og óska ekki neinum til hamingju með neitt þegar ég meina það ekki, get það hreinlega ekki. Jú, óska Fulham til hamingju með að halda sæti sínu, fannst í rauninni bara fínt að Reading og Birmingham fóru niður.

  Vil að lokum þakka hlý orð í garð okkar sem erum að skrifa á síðuna, við bættum við nokkrum pennum í upphafi þessarar leiktíðar og ég verð að segja eins og er, þeir hafa átt frábæra innkomu og styrkt síðuna enn meira. Bravo fyrir þeim og vonandi halda þeir áfram að láta til sín taka. En auðvitað væri þessi síða ekki mikið ef ekki væri fyrir hversu margir leggja leið sína hingað, það væri ekkert gaman að skrifa hérna inni nema einhver hefði áhuga á að lesa þvæluna eftir mann. Það heldur síðunni gangandi, þ.e. þið lesendur góðir. Bara takk fyrir heimsóknirnar, við munum svo sannarlega passa virknina í sumar og það verður vel fylgst með málum. Silly Season er hér með formlega hafið.

 17. Sælir félagar
  SSteinn – það er auðséð að þú hefur séð Magga nýlega. Útvöxturinn á honum framanverðum er með þeim ósköpum að það er ekki hægt annað en kalla hann “Maga” 🙂 Nei annars meinleg áslattarvilla sem er hægt að taka á amk. tvennan hátt.
  En að öðru. Ronaldo hefur tekið öll víti fyrir MU. Hvað væri Torres búin að skora ef hann tæki öll víti okkar og hvað væri Ronaldo búin að skora ef hann tæki ekki eitt einasta víti eins og Torres.? Hvað með Adebayor í sömu skilgreiningu. Er einhver með þessa tölfræði á hreinu? Torres er örugglega (held ég) með besta árangur hvað þetta varðar.
  Það er nú þannig

  YNWA

 18. Ronaldo skoraði 6 úr víti á þessu tímabili

  4 í deildinni
  Wigan Úti
  Arsenal Heima
  Everton Heima
  Derby Heima

  1 í CL
  Kiev Úti

  1 Í FA cup
  Tottenham Heima

Liðið í dag.

Ekkert sumarfrí!!!!