Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Extra 2

Ég verð að lýsa yfir ánægju minni með það að þeir hjá Stöð 2 Sport 2 hafa sett leik Tottenham og Liverpool á í beinni útsendingu á sunnudaginn. Ánægður með þá félagana uppi á stöð. Hattur ofan og takk fyrir mig og mína.

34 Comments

 1. sammála, maður verður líka að gera ráð fyrir að Reading vinni Derby, geta nú sett Tottenham – Liverpool í staðinn. En þeir breyta þessu væntalega ekki svo verður hægt að sjá leikinn á netinu?

 2. Sé nú fátt að því sýna þessa leiki og sleppa Liverpool. Þótt stærsti stuðningsmannahópurinn sé okkar megin þá skiptir sá leikur engu máli á meðan hitt eru „allt eða ekkert leikir“. Semsagt mun meira spennandi en einhver afhitun og teygjur hjá tottenskinkum og lifrarpylsum í lok leiktíðar. Meirihlutinn hefur ekki alltaf rétt á því að fá sitt fram, sko. 🙂

 3. Ands… …„allt eða ekkert“ leikir… átti þetta að vera. Biðst afsökunar á þessari nauðgun á okkar ástkæra ylhýra. :S

 4. Þetta er gjörsamlega fáránlegt. Fyrir þessa einu umferð rukka þeir heilan mánuð. Rúman fjögurþúsund kall. Og fyrir þennan fjögurþúsund kall fá Liverpool stuðningsmenn….EKKI NEITT!

 5. Ég reyndar skil þessa ákvörðun fullkomnlega. Leikur Tottenham og Liverpool er algjörlega merkingalaus og því eðlilegt að sýna leiki sem gætu haft áhrif á lokastöðu deildarinnar.
  Ef menn eru harðir á því að sjá Liverpool þá geta þeir farið á pöbbinn.
  Þeir munu svo væntanlega sýna Liverpool-Tottenham í óbeinni strax eftir umferðina. Er það ekki líklegt?

 6. Leikur Spurs og Liverpool verður sýndur beint á Stöð 2 Extra.

  kv HM

 7. Glæsilegt Höddi, takk fyrir þetta, vissi að það væri hægt að treysta á þig 🙂

  Tek hattinn ofan fyrir þessari breytingu hjá ykkar mönnum og mun breyta færslunni.

 8. Hárin risu, ég varð svo reiður við lestur færslunnar…

  svo róuðu ummæli Harðar mig þ.e.a.s. ef ákrifendur enska boltans geta séð leikinn á Stöð 2 extra í opinni dagskrá? Það er sko eins gott!

 9. Þetta snerist ekki um það Helgi, þetta snýst ekki bara um hvað meirihlutinn vill og vill ekki. Þetta var spurning um viðskiptavini. Hversu margir heldur þú að hefðu horft á leik Birmingham – Blackburn? Flestir þeir hlutlausu munu horfa á titil slaginn. Sumir fylgjast með Ívari og félögum í Reading í sínum fallslag. Ég þori að fullyrða það að ekki fleiri en 10 manns hefðu horft á leik Birmingham – Blackburn á meðan stuðningsmenn Liverpool og Tottenham munu stilla á þann leik í þúsundatali.

  En eins og áður sagði, virðingarvert að þeir skuli hafa breytt þessu hjá Stöð 2 Sport 2

 10. Þeir sem eru með áskrift að Stöð 2 /Sport 2 geta séð leikinn. Það stóð alltaf til að sína leikinn enda áhorfið mest þegar Liverpool á í hlut.

  KV HM

 11. Til að árétta þetta enn meira þá verða sex leikir sýndir beint frá lokaumferðinni.

 12. Þið þyrftuð að láta breyta þessu á heimasíðunni, þar kemur fram að hinir leikirnir séu sýndir og eflaust mjög margir sem fara fyrst og fremst eftir henni.

 13. Það verður sem sagt sett nýtt Íslandsmet á sunnudaginn þar sem aldrei jafn margir leikir hafa verið sýndir í beinni á sama tíma, gott met það.

 14. Mjög gott mál, þó Liverpool ætti æfingaleik fyrir hendi myndu fleiri horfa á hann heldur en t.d. Birm – Blackb. hér á landi. Reyndar finnst mér persónulega toppbaráttan ekki vera rassgat spennandi þar sem ég bara sé ekki Wigan eiga brake í United.

  En góð þjónusta hjá SÝN og okkar manni þar inni (Hödda) að leiðrétta þetta hérna. (skildi ekkert í fyrstu kommentunum í þessum þræði)

  Þessi Stöð 2 Sport 2 brandari hlítur að fara verða búinn er það ekki??? Þetta er einhver alversta nafnabreyting sem ég man eftir, og þá tek ég ekki með í reikininginn að það var búið að byggja upp mjög öflugt vörumerki í Sýn og Sýn 2

 15. Slæmt þegar menn klikka á grundvallaratriðum að auglýsa slíkan stórleik! Mér er til efs að sex leikir hafa verið sýndir beint á sama tíma? Gott að menn eru ánægðir enda Liverpool stuðningsmenn ákaflega kröfuharðir.

 16. Erfitt fyrir mig að tjá mig um nafnabreytinguna en Sýn var mjög sterkt vörumerki og Steini veit það manna best.

 17. Biddu biddu biddu, nú spyr ég eins of fávís kona. Hvað er Stöð 2 Extra 2 ???

  Ég er alveg orðinn lossssst(i, thihi) í þessum nöfnum öllum.

 18. Já þessi nafna breyting er svo fyndin að það hálfa væri nóg.

  “Leikur Totthenam og Liverpool verður í beinni á Stöð 2 Sport Extra”
  Gaman að segja þetta í beinni útsendingu.
  Frekar en Sýn3 eða e-d álíka stutt. Ég sakna Sýn!

  Höddi er þetta ekki bara trikk til að þið hafið meira að tala um í leiðinlegum leikjum þegar ekkert er að gerast og vandræðalega hljóðlegt er orðið í stúdíóinu. Þá getið þið farið yfir dagskrána á Sport rásunum næstu daga og það tekur allavega bara 5 mín að bera fram öll stöðvanöfnin.

  Hugmyndasmiðurinn af þessu er ábyggilega sá sami og er kominn með nýja frumlega símafyrirtækið “Tal” í kunnuglegu orange logo-i.

 19. Ahhh, ok. Þetta er sem sagt Stöð 2 Extra (Ekki Extra 2) … gamli Sirkus. 😀

 20. Já, Sýn var hrikalega sterkt vörumerki og sjálfur skil ég ekki enn þann dag í dag af hverju því var droppað. Fannst menn fórna meiru fyrir minna þar, en það er svo sem bara mitt álit á þessu. Það sem mestu máli skiptir þó er að leikirnir séu sýndir og það er frábært að geta horft á lokaleikinn á tímabilinu, því það verður laaaaaangt í næsta Liverpool leik í beinni.

 21. Semsagt leikurinn verður sýndur á stöð2 extra+ en ekki stöð 2 extra 2 samkvæmt breiðbandslyklinum ef ég skil þetta allt saman rétt??og er í opinni dagskrá,svo ég þarf ekkert að örvænta þótt svo ég borga stöð2 extra??

 22. Heitir þetta ekki Stöð2 Sport2 Extra2 eða er það Stöð2 Sport2 Extra+? Ég bara skil ekkert í þessu.

 23. Nonni, Who cares… stilltu bara á stöð 5 á myndlyklinum og vertu ánægður með það að mesta áhorfið er á Liverpool leikina og því er leikurinn sýndur !

 24. Fáranleikinn í nafnabreytingunni er líka sá að Stöð2 er með fréttastofu og fréttaskýringaþætti. Slíkt efni er afar vandmeðfarið og líklegt til að valda deilum og harðri skoðanamyndun. Fáranlegt að blanda þessu vörumerki -Stöð2 saman við sportið. Jafnvel út frá markaðslegu sjónarmiði (sem voru rökin fyrir nafnabreytingunni) þá er þessi ákvörðun óskiljanleg.

  Sýn var að virka súperflott sem eitt virtasta vörumerkið í íþróttabransanum. Markaðsstjórar 365 stíga ekki í vitið.

 25. Voru þeir stöðvar 2 menn ekki bara að apa eftir SKY samanber SKY news, SKY sport, SKY one og svo framvegis og ég er sammála öllum hér að SÝN, besta sætið var töff !

 26. Já þettað er ansi flókið.Stöð 2 extra 2 sport 2 +2????. Ætli Nortradamus hafi eitthvað ruglast með þettað 666.Er kanski komið dýrið :-)Svo að við spáum í eitthvað annað, þá held ég að við verðum á toppnum næsta tímabil, og keppum til úrslita í meistaradeildini.Alla vegana tveir ef ekki þrír bikarar.Vona að ég sé ekki að rugla eins og Nortradamus…Koooooma svooooo Liverpoooool

 27. Ég skil ekki þetta “væl” yfir því að nafninu var breytt á Sýn yfir í Stöð 2 Sport því það sem mestu skiptir er þjónustan og mér sýnist þeir vera að veita góða þjónustu. Liverbird bendir á að Sky er með þetta svona og betra sé að auglýsa eitt vörumerki undir sama fyrirtækinu en mörg. Sbr. í DK þar sem TV2 er með margar undirstöðvar og áður fyrr hét sportstöðin Viasat Sport en heitir í dag TV2 Sport o.s.frv. TV2 er með fleiri stöðvar líkt og TV2 Zulu, TV2 Charlie, TV2 News o.s.frv.

  Flott þjónusta að sýna leikinn beint á Íslandi, það er hann ekki í DK.

 28. O´Neill er að fríka út yfir áhuga Benites á Garreth…

  http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/7392999.stm

  Hann virðist ekki vera par ánægður með Rafa og sakar hann um að leka öllu í fjölmiðla og sýna enga virðingu gagnvart Villa og því sem þeir hafa að segja -sem er NEI.. ef ég skil O´Neill rétt!! O´Neill gefur svo Benites eiginlega fingurinn í lok þessa viðtals með því að segja að hann þurfi að finna leiðir til að segja NEI á fleiri tungumálum en ensku! Það vantaði bara að hann segði … fuck off.

  Mér sýnist á öllu að O´Neill sé skíthræddur um að missa Barry(Skiljanlega). Hvað gerir hann ef Barry kemur til hans og lýsir yfir áhuga sínum að fara til Liverpool? Erftitt að halda í leikmann af hans kaliberi ef hann vill fara. Svo er ég ekki að skilja þetta með 10 milljóna verðmiðann. Ég hélt að tilboðið hefði verið 10 milljónir og plús leikmaður eða leikmenn i skiptum?

  Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta spilast. Kannski er þetta bara stormur í vatnsglasi og séns að Barry sé að koma til LFC.

 29. Magnús Agnar :

  Stöð2 Sport sleppur, en þegar þú ert farinn að bæta við fleiri tölustöfum og ‘extra’ og plúsum í nafnið á stöðinni þá verður maður bara ringlaður. Þetta verður svo óþjált. Eru vinir okkar í Danmörku virkilega með það þannig?

 30. Reyndar er þetta bara Stöð 2 rás 5 hjá þeim sem eru með örbylgjumyndlykil frá stöð 2. Hjá þeim sem eru með breiðbandsafruglara frá Símanum verður bara að fletta til að finna þetta annaðhvort á bilinu 3-5 eða 70-72 það er svona upp og ofan hvaða rás er hvar og oftar en ekki klúðrast að setja leiki þangað inn þannig að maður getur þá annað hvort horft á þetta frábæra auglýsingaborð þeirra eða svartan skjá.

  Síðan eru náttúrlega allir leikirnir sýndir hér http://myp2p.eu

  kv

Það er allt að gerast

Tottenham á morgun