Miller farinn

Hinn þrautreyndi þjálfari Liverpool, Alex Miller, hefur fengið lausn frá störfum hjá félaginu til að flytja til Japans og taka þar við liði JEF United Chiba. Þetta staðfestir Rafa Benítez í dag. Þetta eru bæði vondar og góðar fréttir. Vondar fyrir Liverpool FC, þar sem Alex er mjög virtur og frábær þjálfari, en góðar fyrir hann sjálfan til að hann geti tekið skrefið yfir í að stjórna sínu eigin liði.

Alex var lengi yfirnjósnari Liverpool, en kom yfir í þjálfarateymið þegar Rafa tók við. Eftir að Pako fór svo, þá varð Alex næst því að teljast til aðstoðarframkvæmdastjóra.

Ég er persónulega fúll yfir því að missa hann og Rafa þarf núna að gera mjög vel í að finna mann til að fylla skarðið hans. En auðvitað óskar maður kappanum velfarnaðar í nýju starfi og þakkar fjölmörg ár í þjónustu við Liverpool.

9 Comments

 1. Maður fær mjög blendnar tilfinngar við þetta. Auðvitað samgleðst maður honum fyrir að stíga þetta skref upp á við en þetta er á sama tíma skref niður á við fyrir þjálfarateymi Liverpool. En eins og þú segir þá er bara að fá nýjan mann inn. Treystum því að Rafa finni einhvern góðan.

  Spurning um að gera eins og Chelsea og reyna að fá einhvern eins og Henk Cen Tate?

 2. Alveg ljóst að Alex karlinn er að fá stórt launaumslag þarna og auðvitað þiggur hann það. Hefur unnið frábært starf fyrir félagið.
  Ég náttúrulega er á því að í þetta starf eigi Rafa að fá Sammy Lee, Ian Rush eða Gary Ablett. Hef sagt að Steve Clarke er sá sem lætur Chelsea tikka og mikilvægur fyrir Grant.
  Ég vona allavega að við fáum Breta sem þekkir aðstæður og vill vinna hjá LFC, ekki Paco týpur sem stökkva frá ef á móti blæs.

 3. Slæmar fréttir fyrir Liverpool. Það er ljóst að þarf að styrkja liðið innan vallar en ekki síður að fá hæfileikamenn til aðstoðar Rafa. Sammy Lee? Kannski.

 4. Og menn eru ennþá á því að Paco hafi verið fittness-þjálfari!!!!!
  Sammy Lee er ekki góður kostur. Hann hefur skilað sínu.
  Persónulega myndi ég vilja sjá Ian nokkurn Rush þarna. Hef lesið mikið eftir hann og ber mikla virðingu fyrir hans viðhorfum. Hann er virtur allstaðar og hefur unnið hörðum höndum að því að ná sér í þjálfaramenntun. Virðist ekki
  vera að flýta sér að gerast manager..vill greinilega ná sér í reynslu fyrst og
  hvar er betra að vera en á Anfield með Rafa??…..ég bara spyr?

 5. Ég tel þetta mjög góðar fréttir. Þetta er frábært fyrir Alex sem og í raun upphefð fyrir Rafa þess efnis að þeir menn sem vinna með honum verða betri og áhugaverður kostur fyrir önnur lið. Alex Ferguson hefur skipt um aðstoðarmenn nokkrum sinnum og ávallt komið réttum megin út úr því. Ég tel að breytingar séu jákvæðar og munu einungis gera leikmönnum gott að fá nýjan mann inn sem ef til vill sér hlutina aðeins öðruvísi. Það heldur mönnum á tánum sem og menn upplifa nýjungar.

  Hver ætti að vera næsti aðstoðarmaður Rafa? Ekki guðmund. Ef það verður einhver gömul kempa þá koma nokkur nöfn eins og Ian Rush, John Aldridge, John Barnes, Sammy Lee o.s.frv. En af hverju ekki frekar að taka einhvern sem hefur engar fyrirfram ákveðnar skoðanir á félaginu, leikmönnum, Rafa, Englandi, Liverpoolborg o.s.frv. Það gæti verið Englendingur eða ekki, skiptir í raun núll máli. Aðal atriðið er að hann vinni vel með Rafa, hann gæti liðið og gæti hugsanlega orðið mikilvægustu kaup félagsins í sumar.

  Ég hef alla vega trú á því að hvort Alex hefði farið eða ekki að Rafa hefði alltaf fengið nýjan aðstoðarmann inn og ég treysti honum fullkomlega til að velja þann einstakling.

 6. Pako VAR fitness þjálfari, en EINNIG aðstoðarframkvæmdastjóri.

  Af hverju er Sammy Lee ekki góður kostur Steinþór? Maðurinn er frábær þjálfari, um það er ekki nokkur spurning, það er aftur á móti ennþá spurningamerki yfir honum sem framkvæmdastjóra, enda tvö mjög ólík störf. Sammy Lee er gríðarlega virtur sem þjálfari og það var mjög slæmt að missa hann á sínum tíma. Ég er ekki í nokkrum vafa með það að hann væri lang besti kosturinn í stöðunni ef hann fengist til að koma tilbaka. Ég hef ekkert á móti Rush, þekki hann ágætlega og yrði góður kostur yfir okkur ef hægt væri að fá hann LÍKA. Hann er þó nánast óreyndur í þessum bransa og kemst ekki nálægt því að fara í sama flokk og Lee kallinn.

  Sammy Lee, komdu heim 🙂

 7. Svo má bæta því pistil SSteins að 14 leikir er kannski ekki alveg nógu mikill fjöldi leikja til að hægt sé að dæma hæfileika Lee sem framkvæmdastjóra.

 8. Sæll SSteinn.

  Þetta er allt réttmætir punktar hjá þér. Sammy Lee á allt gott skilið.
  Hann er örugglega góður þjálfari, annars hefði hann ekki verið kallaður til landsliðsins. Mér bara einhverveginn finnst að hann hafi skilað sínu og vel það. Kýs að fara á aðrar slóðir á vit nýrra tækifæra. Allt gott og blessað með það. Ég bara hef ekki trú á endurkomum. Hefur ekki verið sagt að þú ættir ekki að reyna að endurtaka velgegni þína á sama staðnum tvisvar.
  Það að koma aftur þar sem maður er búinn að gera vel og ætla síðan að endurtaka það..er bara alls óvíst að takist. T.d hefði Kevin Keegan ekki átt að láta plata sig aftur til Newcastle. Ekki viljum við Owen aftur????!!!
  Það yrði bara ekki eins. Eins er, að þú yfirgefur ekki ,,fjölskyldu” þína
  og ætlast til að geta bara komið aftur eins og týndi sonurinn.
  Liverpool FC heldur áfram með þeim mönnum sem vilja fórna sér fyrir klúbbinn á hverjum tíma. Kjósi menn að fara..(mcmannaman/owen) þá bara gera þeir það og good luck. Skipið siglir áfram og tímarnir breytast.
  Sammy lee verður ekki í vandræðum að finna job í boltanum.

One Ping

 1. Pingback:

Englandsmeistarar!

Crouch, Riise og Kewell