Crouch, Riise og Kewell

Rafa Benítez er ekkert að fara í felur með hlutina í dag. Hann hefur staðfest það að Harry Kewell (Surprise, surprise) sé á förum frá félaginu, og eins að hann sjái það alveg sem möguleika að Riise og Crouch fari líka.

Það sem kemur á óvart með Kewell er að Rafa segir að honum hafi verið boðinn nýr samningur, en aðilar hafi ekki náð saman. Þar er væntanlega um að ræða stuttan samning með mikilli launalækkun. Kewell sagði nei og er því á förum. Rafa hefur ávallt verið mikill aðdáandi hæfileika Harry en því miður hefur lítið sést af þeim lengi vegna meiðsla. Ég er þó alveg handviss um að Harry muni ekki skorta tilboðin, en er samt svolítið hissa á því að hann tæki ekki samningi, þó svo að um lækkun væri að ræða, einungis til að reyna að sanna sig á ný. Sorgarsaga með þennan hæfileikaríka leikmann.

Rafa talaði líka um að hann væri til í að hlusta á tilboð í Riise. Ég græt mig í svefn í kvöld yfir því (kaldhæðni). Riise hefur þjónað félaginu ágætlega í gegnum tíðina, en hann hefur verið afleitur síðustu tvær leiktíðir og því best fyrir alla aðila að hann hverfi á braut. Ég vona bara að við fáum einhverja peninga fyrir hann.

Svo að Crouch. Hann vill fá fleiri leiki, en fyrirstaðan virðist vera Fernando nokkur Torres. Rafa hefur sagst skilja hans aðstæður, vill raunar fá hann til að undirrita nýjan samning, en ef ekki, þá segir hann að verðmiðinn sé ekki undir 15 milljónir punda. Mér finnst það bara nokkuð eðlilegt, miðað við hvað gengur og gerist með enska leikmenn í boltanum í dag. Ég á eftir að sjá eftir kauða ef hann fer, best væri auðvitað ef hann myndi berjast áfram og skrifa undir nýjan samning.

23 Comments

 1. Peter Crouch á 15 milljónir… Það er enginn að fara að borga það…
  Annaðhvort fer hann á mun lægra (8m) eða verður ekki seldur… Ég giska á fyrri kostinn.

 2. Af hverju ekki Siggi? Carrick fór á hærri upphæð en það. Málið er bara að enskir landsliðsmenn eru einfaldlega miklu dýrari en aðrir leikmenn. Var ekki Nugent keyptur á einhverjar 7-8 millur punda úr næst efstu deild? Var ekki Darren Bent keyptur á 16-17 millur punda í fyrrasumar? Hann kemst varla í Tottenham liðið og sjaldan í enska landsliðið. Crouch er á besta aldri, 27 ára gamall og ég sé akkúrat ekkert því til fyrirstöðu að það fáist 15 millur fyrir hann. Ef út í það er farið þá er það ekki mikið verð pr. cm 🙂

 3. Þá finnst mér líka eðlilegt að sýna Villa og Barry þá virðingu að bjóða almennilega í hann. Ekki þetta endalausa, öfgafulla prútt sem hefur eflaust kostað okkur leikmenn áðurfyrr…

 4. Hehe, ég bara held ekki. Hann hefur ekkert verið að spila og það lækkar verðið á honum líka…
  Það er bara kjánalegt að carrick og Hargreaves séu að fara á 17 milljónir… Miðað við það ætti Barry að fara á svona 25…

 5. Kjánalegt eða ekki, svona er raunveruleikinn bara þegar um er að ræða enska landsliðsmenn. Bent fór á þennan pening á síðasta sumri og það er fact. Ég reikna ekki með að fá Barry á 10 milljónir, mér finnst ekkert ólíklegt að það verði svipað verð á Barry og Crouch, þrátt fyrir að Crouch sé sóknarmaður og þeir yfirleitt dýrari.

  Varðandi prúttið, þá að sjálfsögðu reyna menn að fá besta dílinn hverju sinni, það gildir í þessum bransa eins og öðrum. Menn borga ekki 2 milljónum punda meira af því bara ef menn komast hjá því. Væntanlegir kaupendur að Crouch munu væntanlega byrja lægra, þetta snýst alltaf um að finna punktinn þar sem seljandinn er tilbúinn að selja og kaupandinn að kaupa. Annars fer ekki salan fram.

 6. Að sjálfsögðu er reynt að spara peningana með að fara ekki offari í boðunum til að byrja með en fyrr má nú aldeilis vera… Ég gapi af undrun yfir þessu Barry tilboði…

 7. Mér finnst nú byrjunarboð upp á 10 millur ekki vera neitt alveg út úr korti, ef ég á að segja mína persónulegu skoðun.

 8. Mér finnst eiginlega bara alltof mikið að borga mikið yfir 10.m fyrir leikmann eins og Barry …. fínn leikmaður og allt það en ef við ætlum að vera að eyða stórum upphæðum þá vil ég það í leikmenn sem bæta byrjunarliðið verulega, ekki sem styrkja hópinn…

  Okkur vantar 2 x bakverði, höfum ekki haft almennilega bakverði síðan fyrir tíð Stig Inge B.

 9. Ég met Barry mikils og held að hann verði gríðarlegur liðstyrkur, miðjan ætti þá að vera orðin fullmönnuð (svo lengi sem Alonso verði ekki seldur) auk þess sem hann getur farið útá vinstri kantinn og í bakvörðinn. Sjáið bara miðju Utd. hún er gríðarlega vel mönnuð af mönnum sem geta brugðið sér í margra kvikinda líki og Barry yrði tilvalinn viðbót við annars góða miðju Liverpool. En bakvarða- og kantstöðurnar ættu svosem að vera forgangsatriði, því er ég sammála

 10. Er svo hjartanlega sammála með verðmiðann á Crouch!
  Það mun kosta okkur þessa upphæð a.m.k. að fylla hans skarð og bara ekki nokkur ástæða til að hann fari á lægri upphæð en Darren Bent!
  Fíla Rafa í dag, það er alveg ljóst að það er enginn “player-power” þar á ferð. Finnst bara virðingarvert að LFC hafi boðið Ástralanum samning þrátt fyrir meiðslin öll og auðvitað á ekki að fara að spenna sig hátt.
  Peter Crouch ætti nú líka að muna stuðninginn sem hann fékk fyrsta haustið sitt hjá LFC. Hversu margir voru farnir að telja leikina sem hann ekki skoraði, hversu margir töluðu um “flop”kaup hjá Rafael í dag???? Ef hann vill fara skal hann auðvitað átta sig á því að LFC þarf að fá fyrir hann pening, bara ekki nokkur ástæða til að gefa hann, ekki erum við að fá margar gjafir frá öðrum.
  Riise óska ég góðs gengis (enda afar kurteis drengur hann ég!!!)

 11. Ég held að Benitez sé bara að fokka í Martin O´Neil með því að setja þennan verðmiða á Crouch. O’Neil sagði að 10 milljónir væri allt of lágt boð fyrir Barry og því held ég að Benitez sé bara að svara í sömu mynt enda vitað af áhuga Aston Villa á Crouch.

  Hvað Barry varðar þá held ég að hann verði frábær kaup. Það er alltaf gott að fá enska leikmenn því þeir ættu að eiga auðveldara með að falla inn í hópinn og aðlagas nýju liði. Svo er hann fjölhæfur leikmaður og það eitt að hann sé fyrirliði Villa hlýtur að segja ýmislegt um karakterinn hjá honum.

 12. Tel líklegt að samningstilboðið til Kewell hafi verið að hann fái X upphæð á hvern spilaðan leik, sem er jú gott fyrir klúbbinn en slæmt fyrir hann! Klár eftirsjá af honum…

  Varðandi verð á Crouch þá eru 15 milljónir punda sanngjarnt, en myndi giska á að hann fari fyrir aðeins minna ef hann fer fram á sölu…

 13. Ánægður með þessi orð Rafa. Mér finnst einmitt vera svo áberandi oft hvað leikmenn Liverpool eru verðlagðir lágt oft miðað við aðra leikmenn. Eina undantekningin sem ég man vel eftir er Sissoko – kom mér á óvart hversu mikið fékkst fyrir hann.
  Miðað við öll verð sem eru í gangi finnst mér 10-15 millur raunhæft fyrir Crouch. Dæmin hér að ofan, t.d. með Bent, segja margt. Sammála kommentum eins og nr. 2 og 10.

 14. Mér finnst svolítið merkilegt hve margir eru ánægðir með hugsanleg kaup á Barry – og þá er oftar en ekki talað um hann sem einhvern miðjumann eða kanntmann.

  Ég myndi taka Gerrard og Mach framfyrir hann anyday of the week, og sé hann ekki komast í liðið hjá okkur nema þá í hugsanlega í vinstri bakvörð – og kanski ekki þangað útaf gæðum heldur freka lack-of-quality sem við höfum í bakvararstöðum okkar. Ég hef ekki vitað til þess, eða séð, Barry spila þá stöðu nú í langan tíma.

  Eins og ég hef sagt áður held ég að Barry gæti verið ágætis kaup, en einungis … EINUNGIS … ef við höfum nægt fjármagn á milli handanna til þess að kaupa fleiri alvöru leikmenn. Okkur vantar heimsklassabakvörð, einhvern sem er í svipuðum gæðaflokki og Sagna/Evra.
  Ef Benitez ætlar sér að spila þetta kerfi áfram þá vantar okkur annan skapandi á miðjuna/kannt , einn svona “match-winner” í viðbót. Einhvern sem gæti komist í liðið hjá ManUtd,Chelsea og Arsenal – og þessir leikmenn kosta pening. Því vil ég ekki sjá það að vera e.t.v að eyða 15.m punda í leikmann eins og Barry sem er bestur í best-mönnuðustu stöðunni hjá Liverpool FC.

  Fyrir utan bakverðina þá vantar okkur annaðhvort virkilega flinkan framherja / 2nd striker (sem Gerrard er í núna) og Gerrard færi þá á miðjuna aftur – eða þá halda gerrard þar sem Torres og fá einhvern skapandi inná miðjuna/kanntinn.

  Hve mörg ár í viðbót ætlum við að spila með Jólasveina í bakvörðunum ? Við höfum ekki haft alvöru bakvörð síðan fyrir mína tíð… og ég ætla að leyfa mér að efast um þennan samningslausa svissnekska leikmann frá Dortmund. Ef við ætlum að taka þetta aukaskref , eins og Gerrard talar um í dag, þá þurfum við alvöru kalla. Ekki eyða 3-6m í nokkra leikmenn og 10 í Barry … það er ekki það oft sem þessir ódýru kallar skila sínu (sbr Hyypia)

 15. Ef við fáum 10 millj. punda fyrir Crouch þá myndi ég segja að það væri gott. Verum raunsæ – hann byrjaði 9 leiki í vetur. Hann hefur fallið í verði. Varðandi Barry þá myndi ég segja að hann nýtist okkur eingöngu í vinstri bakvörð – alveg sammála Eyþóri með það. Höfum ekkert við hann að gera með miðjumann. Annar leikmaður sem ég myndi vilja fá er David Bentley. Hann er leikmaður sem ég held að gæti hentað okkur vel. Mætti nota Pennant/Riise uppí kaupin á honum. Síðan þurfum við nauðsynlega 2nd senter við hliðina á Torres. Þar þarf að vanda vel valið.

 16. Ef ég að segja mitt álit þá vildi ég sjá Liverpool spila með 2 heimsklassa framherja næsta season, Gerrard á að spila sem playmaker á miðjunni meðan Mascherano sér um varnar hliðina. Með 2 góða kantmenn, Gerrard playmaker og 2 eitraða framherja ætti liðið að geta gert atlögu að titlinum. Sóknarleikur Liverpool hefur á þessu tímabili gengið út á 2 menn, og þannig er ekki hægt að ætlast til þess að deildin vinnist.

  Og ef einhver er að spá í varnarhliðina þá hefur Mascherano marg oft sýnt að hann þarf engann sér við hlið á miðjunni, hann getur “tæklað” sitt hlutverk þar betur en flestir aðrir í boltanum í dag.

 17. og ef ég má bæta við.. þá er auðveldara fyrir Gerrard að geta brunað upp miðjuna með boltann og hafa úr 2 eitruðum framherjum að velja heldur en að sjá BARA Torres fyrir framan sig og báða hafsentana á honum, Torres getur alveg tekið þá báða og hefur sýnt það oft í vetur, en það er bara svo miklu auðveldara ef hann þarf bara að taka einn 😀

 18. Eyþór (#14) mér finnst nú illa vegið að Finnan, hann skilaði gríðarlega góðu hlutverki sem bakvörður fyrir liðið frá hva 2005-2007 þar til að hann gufaði upp í vetur. Hann var/er vissulega ekki sókndjarfur en samt var nú talað um að hann væri einn af betri bakvörðum Bretlands og ákveðnir aðilar hér gátu rifist endalaust um það 🙂

  Varðandi Crouch og Bent.
  Þegar Bent var keyptur í fyrra var hann að spila hverja helgi og skora nokkuð af mörkum og máttarstólpi í sínu liði (ekkert afrek kannski). Nú aftur á móti er Crouch okkar einfaldlega í lægð og er aftar í goggunarröðinni en Voronin. Vissulega vona ég að við fáum 15 m. fyrir hann en mér finnst erfitt að bera hann saman við kaupin á Bent ÞÁ þar sem hann vermir að mestu leyti bekkinn þetta tímabilið.

  En það sem Crouch hefur sér til tekna er tölfræði hans með landsliðinu en þar hefur hann skorað 14 mörk í 26 leikjum sem er nú meira en margur annar.

 19. Djöfull geta menn verið vitlausir ef þeir halda að alltaf sé greitt uppsett verð. Auðvitað er þetta prútt – og þeir sem hafa smávit í samningamálum byrja á að bjóða minna en þeir eru til í að borga og setja upp hærra verð en þær búast við að fá.

  Auðvitað fáum við ekki 15M fyrir Crouch – rétt eins og við fáum ekki Barry á 10M – en þetta er bara fyrsta verð svo láta menn tölur flakka á milli ef einhver vilji er til samnings.

 20. Já, það er rétt – Finnan hefur verið öflugur síðan Benitez kom, ef frá þessu tímabili er horfið …

  En það sem ég kanski meinti (og kom ekki nægilega skýrt fram) er að okkur vantar bakverði sem taka virkan þátt í sóknarleik liðsins í hverjum einasta leik.

  Held að Óli hitti naglan á höfuðið hér í commenti sínu, að okkar sóknarleikur byggist of mikið á Gerrard og Torres. Kuyt hefur stigið fram á stóra sviðinu í CL en fyrir utan það þá er ekki mikið að gerast í leik okkar liðs fyrir utan þessa tvo.

  Auðvitað er hægt að segja eh svipað með ManUtd og Rooney og Ronaldo … en þið sjáið líka stóran mun á leik liðsins þegar Evra er ekki með… þar hafa líka aðrir menn stigið fram þegar þurft hefur á að halda, Tevez kominn með 20 mörk, Brown átt frábært tímabil í fjarveru Neville (hvort sem það sé one-season-luck eða ekki) , Anderson komið sterkur inn. Rio og Vidic eitt besta miðvarðarpar síðustu ár í ensku deildinni ef ekki víðar og svo má lengi telja..

  Þetta er liðið sem við viljum bera okkur saman við, því segji ég að við verðum að hætta að kaupa “ágætis squad leikmenn” í gríð og erg og kaupa alvöru leikmenn – það var m.a þess vegna sem Moores seldi klúbbinn ekki satt , því hann gat ekki keppt við ManUtd og Chelsea og því var Cisse/Alonso okkar dýrustu kaup síðan Collymore var keyptur hér um árið…
  Barry er fínn squad-leikmaður – ekki match winner. Ef Benitez hefur ennþá fé milli handanna til þess að kaupa alvöru menn þar sem okkur vantar þá eftr kaupin á Barry, þá flott, ágætis viðbót. Ef það bitnar hinsvegar á hinum kaupunum, þá nei takk!

 21. Ég tel að það hafi verið rétt að bjóða Kewell samning þar sem hann gæti nýst félaginu ef hann er heill, já EF en hann hefur ákveðið að fara eitthvað annað og líkt og Jamie Redknapp og John Scales þá veðja ég á að hann endi í Tottenham 🙂

  Riise já SSteinn segir allt um það sem segja þarf.

  Ég tel mjög raunhæft að við myndum fá í kringum 15 kúlur fyrir hann þar sem mörg lið eru áhugasöm og Liverpool vill ekkert frekar selja hann. Hann myndi líka alveg standa undir þeim verðmiða í liði sem spilar með tvo framherja. Það er einnig klárt mál að ef Crouch myndi fara þá verðum við að kaupa framherja sem er betri en hann.

  Ég vil gjarnan sjá Barry koma til liðsins en aðalatriðið í því er hvort hann vilji koma til Liverpool. Annað hvort verður hann sinn ferill á enda hjá Villa eða skiptir í sumar. Ég gef mér það að Barry sér þokkalega vel gefinn og þess vegna muni hann aldrei fara til Chelsea. 10 milljónir er kannski ekki mikið fyrir mikilvægasta leikmann Villa en ef hann heimtar að fara þá munu þeir aldrei vilja halda honum því stuðningsmennirnir myndu snúa við honum bakinu. Leikmenn eins og Barry skipta ekki svo auðveldlega um félög og þurfa oftast að koma með góð rök fyrir því að þeir skipta um félag og það er klárt mál að skipta til Liverpool er eðlileg þróun fyrir hann.

Miller farinn

Það er allt að gerast