Fer Crouch og fleira.

Það má í raun segja að alveg síðan Fernando Torres var keyptur hafa verið uppi sögusagnir um að Peter Crouch sé á leið frá Liverpool. Hann byrjaði einungis 9 af 38 deildarleikjum á þessu tímabili og það er klárlega ekki nægilegt fyrir hann. Ennfremur ef hann ætlar að eiga raunhæfan möguleika á að halda sæti sínu í enska landsliðinu þá þarf hann annað hvort að spila meira eða flytja sig um set. Það eru mörg lið áhugasömu um að tryggja sér krafta Crouch eins og Portsmouth, Aston Villa og Newcastle.
Í dag segir Crouch frá því að hann ætli að setjast niður með Rafa og fara yfir stöðuna áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.

Miðjumennirnir frá Suður-Ameríku, Mascherano og Lucas, hafa sagt að þeir vilji taka þá í Ólympíuleikunum fyrir hönd sinna landa. Það myndi þýða það að Liverpool yrði án þeirra í allan ágúst sem er ekki gott.

Það er ljóst að framtíð Harry Kewell hjá Liverpool er enginn og líklega meiri líkur á að Le Tallec verði boðinn áframhaldandi samningur (sem gerist ALDREI). Sagt er frá því að hver leikur hjá Kewell hafi kostað Liverpool 160,000 pund á fimm ára tímabili. Það er leitt hvernig fór með Kewell því hæfileikarnir voru til staðar en endalaus meiðsli gerðu það að verkum að hann náði aldrei heilu tímabili eftir 2003/04 tímabilið. Það ár spilaði hann 49 leiki í öllum keppnum og alla nema 2 leikina í deildinni. Síðustu tvö tímabil hefur Kewell einungis spilað 18 leiki í öllum keppnum. Ég er þess samt sem áður fullviss að Kewell muni ekki eiga í neinum vandræðum með að finna nýtt félag og vonandi nær hann sér aftur á strik.

19 Comments

  1. Kúdos til ykkar hér á síðunni fyrir að setja inn pistil daglega, maður þrífst hreinlega á þessu stuffi, jafnvel þótt það séu bara spekulasjónir á ferðinni : )
    Vil bara bæta við þennan pistil að það jákvæða við ólympíu þátttöku Masch og Lucasar er að þeir mæta til leiks í mikið betra formi en margir aðrir, svo lengi sem að þeir meiðast ekki : )
    Einnig er það helst í fréttum að borgaryfirvöld í Liverpool hafa nú samþykkt nýjar teikningar af Stanley Park sem mun taka 60.000 manns (mér finnst það bara ekki nóg) en góðar fréttir engu að síður.

  2. Mér finnst það bara fyndið hvað er búið að halda í Kewel.. Greyið.

    Við þurfum að bæta við okkur 5 klassa leikmönnum. Okkur vantar varamann fyrir Torres og að mínu mati er Crouch nógu góður.

    Ég annsi hræddur að meðan við látum meðal leikmenn duga í liðið þá eigum við ekki eftir að vinna neitt stórt. Ef við horfum í kringum okkur sjáum við að bekkurinn okkar er bara fullur af meðal jónum. Meðan lið eins og Chelsea og Utd hafa sterkari menn til að setja inn á.

    Einnig finnst mér við spila mikið á örvætingunni.
    Það sem ég á við að spilið er einfaldlega slappt við ráðum kannski leiknum og náum ekki að skora og þá er allir sóknarmenn settir inná síðustu 5 mín. 13 jafntefli segja meira um sóknina heldur en vörnina.
    Hins vegar höfum við aðeins tapa 4 leikjum sem er gott.

    1. Man. Utd 37 26 6 5 78:22 84
    2. Chelsea 37 25 9 3 64:25 84
    3. Arsenal 37 23 11 3 73:31 80
    4. Liverpool 37 20 13 4 65:28 73

    Við erum með svipaðar tölur og Chelsea en samt 11 stiga munur?

  3. 13 jafntefli er bara alltof mikið… 26 glötuð stig og það gegn liðum eins og:
    0-0 gegn Birmingham á heimavelli.
    2-2 gegn Tottenham á heimavelli.
    1-1 gegn Wigan á heimavelli.
    1-1 gegn Boro á útivelli.
    2-2 gegn Villa á heimavelli.
    2-2 gegn Birmingham á útivelli.

    Þetta eru allt leikir sem við eigum að vinna og þarna fóru 12 stig sem hefðu einmitt gert það að við værum eftir, stigi á undan Man U og Chelsea.

  4. Sælir félagar
    Tek undir með Hafliða #1 að maður þrífst á þessum daglegu pælingum um fortíð, nútíð og framtíð. Endilega haldið því áfram. Auðvitað eru þessi “ástæðulausu” jafntefli okkur dýr. Rándýr. Þrettán jafntefli þýða 26 töpuð stig. Ef við hefðum unnið þessa leiki og tapað því sem við töpuðum værum við í góðum málum. Því ef liðið hefur styrk til að halda jöfnu þá hefur það sömu möguleika og hitt liðið til að vinna.
    Það er nú þannig. 🙂

  5. Ég vona bara að Alonso verði ekki seldur, finnst sumir hafa dæmt hann úr leik fyrir eitt slakt tímabil. Kallinn hefur verið mikið meiddur og það er vitað að hann er lengur að jafna sig en margir aðrir. Með hann í formi og með sendingagetu sem fáir aðrir hafa, argentíska nautið fyrir aftan erum við í góðum málum. Fínt að fá Barry, en ekki spurning hvorn ég vil hafa á miðjunni með það gefið að báðir séu í formi.

  6. Sammála því að aðalatriðið verður að breyta jafnteflum í töp. Lucas og Masch munu að mínu mati ekki bara vera í burtu í ágúst. Þeir munu lítið sem ekkert vera með í undirbúningnum með LFC, heldur verða með sínum landsliðum. Brasilía og Argentína leggja mikið upp úr ólympíuleikunum og munu verða með sín lið í æfingum í sumar. Það þýðir að þeir verða í litlum takti við liðið þegar þeir koma að ÓL loknum og verða alveg örugglega nokkurn tíma að spila sig í form.
    Enda vissi Rafa þetta og er búinn að bjóða í Barry.
    Crouch á að hluta mína samúð, en ef hann fer frá Liverpool í þessi lið sem nefnd eru mun hann ekki spila fleiri meistaradeildarleiki á sínum ferli og í mesta lagi vinna 1 eða 2 bikarmeistaratitla, FA eða League Cup.
    Ef það er það sem hann vill er það hans val og ég óska honum þá góðs gengis.
    En við þurfum alvöru senter í stað hans ef hann fer. Owen, Owen, Owen, Owen……

  7. 7#W”Sammála því að aðalatriðið verður að breyta jafnteflum í töp”

    Maggi viljum við nú ekki frekar breyta þeim í sigra:)…En eins og bennt er á þá er þetta einginn gífurlegur munur ef við pælum í því.11 stig eru jú 11 stig en flest þessi jafntefli voru leikir sem við eigum að vinna ef allt væri eðlilegt og ef allt hefði verið eðlilegt þá værum við allir fagnandi PL titlinum saman núna…Svo þessi 11 stig seigja manni ekki alveg alla söguna…

  8. Ekki má gleyma að mynnast á jafnteflið gegn Chelsea fyrir áramót, helvítis Rob Styles….

  9. mig langar nú ekki í owen aftur.. alltof mikið meiddur og ekki nógu góður fyrir minn smekk.

  10. Menn hafa verið að tönglast á því hve slakur og í lélegu formi Alonso hefur verið á þessu seasoni en hann er nú ekki í verra formi en það að hann var með lang mestu hlaupavegalengdina (yfirferðina) í leikjunum tveimur á móti chealse.

  11. Hvað á Owen að gera í Liverpool í dag? með fullri virðingu fyrir honum og öllu sem hann hefur gert fyrir liði.
    Mér langar bara að punga út 25 M í Berbatov og þá erum við komnir með alvöru frammlínu,
    Babel – Torres – Berbatov
    Með Gerrard fyrir aftan og svo búnir að styrkja bakvarðarstöðuna okkar.

  12. Ég er kominn á þá skoðun að það eigi ekki að selja Alonso. Fáum Barry samt til liðsins, það er bara hið besta mál. En það má ekki koma róti á þær stöður í liðinu sem eru vel mannaðar. Þær stöður sem eru vel mannaðar í dag eru mark, 2 miðvarðarstöður, 2 miðjumenn, 1 sóknartengiður og 1 sóknarmaður. Með öðrum orðum snýst sumar, að mínu mati, um að auka gæðin í bakvarðar og kant/kantsenter stöðunum. Auk þess má kaupa annan sóknarmann til að spila með eða leysa Torres af í ákveðnum leikjum.

    Þess vegna á ekki að selja Alonso, hann er lykilmaður. Við erum með hann, Masch og Gerrard inni í miðjunni og þetta eru allt frábærir leikmenn sem hafa þó mjög ólíka eiginleika. Það sem Alonso, á góðum degi, hefur fram að færa hafa aðrir leikmenn í liðinu ekki. Hann er sá sem kemur taktinum í spili liðsins í gang og sér um að “smyrja” hjólið í uppspilinu. Svoleiðis maður er liðinu nauðsynlegur. Og eins og Maggi #7 nefnir þá verða þeir Masch og Lucas (sem ég hef mínar efasemdir um) ekki með í byrjun leiktíðar.

    Ég vil sjá 3-4 sterka leikmenn koma til liðsins sem bæta þær stöður sem ég tel þurfa að bæta. Síðan vil ég fara að sjá meiri árangur af unglingastarfinu. Varaliðið, sem er í raun unglingalið, rústaði varaliðsdeildinni og það hljóta 2-3 leikmenn þar að vera tilbúnir til að koma inn í aðalliðið af meiri krafti en verið hefur. Þó ekki nema til þess að við þurfum ekki uppfyllingarefni eins og Voronin.

    Ég tel Rafa vera á réttri leið. Ef honum tekst að auka gæðin í þessum stöðum og vera með þéttan 20 manna hóp í upphafi leiktíðar þá eigum við góðan séns næsta vetur!

  13. Owen getur spilað striker í 4-4-2, eða sem framliggjandi miðjumaður í 4-4-1-1 … hann getur alls, alls ekki spilað kantsenter.

    Berbatov – Torres væri draumaframlína, en ég efast um að Liverpool sé dream destination fyrir hann. Hann virðist vilja fara í lið eins og Milan, Barcelona eða einhvern þannig klúbb.

    Og Red, þótt Alonso hafi hlaupið mest þá þýðir það ekki að hann sé í góðu leikformi. Þeir geta vel flestir hlaupið örugglega 15km í leik ef þeir eru beðnir um það. Ég vil samt halda Alonso hjá liðinu þótt hann hafi ekki verið neitt frábær í vetur, við vitum alveg hvað hann getur virð góður ef hann tekur sig til.

  14. Ég er ósammála því sem margir eru að segja að Alonso hafi staðið sig illa í allan vetur. Hann byrjaði illa eftir meiðslin en hefur smátt og smátt verið að koma til baka og nú í allra síðustu leikjum höfum við verið að sjá glitta í þann Alonso sem við elskuðum 2005. Hann verður áfram hjá okkur, heldur áfram að bæta sig í sumar og kemur frábær inn í næsta tímabil.

    Mér líst hins vegar mjög vel á að fá Barry líka til liðsins. Hann er frábær leikmaður með mikla reynslu af úrvalsdeildinni ásamt því að vera góður í auka/hornspyrnum og svo er hann að henda inn nokkrum mörkum á tímabili. hann er einnig fjölhæfur og yfirvegaður leikmaður sem hjálpar okkur að klára spilið á síðasta þriðjungnum.

    Ég bíð hins vegar spenntur eftir því að sjá hvaða fleiri menn Rafa fær til liðsins í sumar og einnig verður gaman að sjá hvort einhverjir úr varaliðinu fari ekki að detta inn.

  15. Menn meiga ekki gleyma því að Babel getur auðveldlega leyst Torres af í framherjanum og Kuyt einnig ef út í það er farið.

    Ég vona að Barry komi. Alls ekki selja Alonso. Við þurfum svo einn til tvo heimsklassa bakverði/kantmenn til viðbótar við Barry og þá erum við í góðum málum.

    Mig er búið að dreyma fyrir þessu. Liverpool Englandsmeistarar 2009. Útrætt mál.

    YNWA

  16. Ef að Lucas og Masch eru að fara í burtu í ágúst á Ólympíuleikana er ekki séns á því að Alonso fari, á Barry að leysa afturliggjandi miðjustöðuna einn fari svo að hann komi.

  17. Mér finnst að Crouch eigi að vera lengur því hann er ekkert að fá tækifæri til að spila. Ef menn vilja einhvað frá honum þá á að leyfa honum að SPILA!. Hann er góður í þeim leikjum sem hann spilar í og skorar í flestum þeirra en að láta Voronin inná. Það er algjör skandall!

Þriðji gullhanskinn á leiðinni?

Englandsmeistarar!