Englandsmeistarar!

Í varaliðsdeildinni eftir flottan sigur, 3-0 gegn Aston Villa, á Anfield í kvöld. Villa tefldi fram sterku liði með nöfnum eins og Marlon Harewood, Shaun Maloney og markmanninum Stuart Taylor, en Insua, Plessis og Lucas Leiva þeir í okkar liði sem að eiga leik með aðalliðinu í vetur.

Kristian Nemeth, Jordy Brouwer og Lucas Leiva settu mörkin í fínum fótboltaleik.

Það er alveg ljóst að þarna eru efnilegir leikmenn á ferð. Nemeth fannst mér bera af, er mikið efni og ekki kæmi mér á óvart að hann yrði í 16 manna hóp um helgina, alla vega virtist Benitez skrifa mikið yfir leiknum og spjalla við vin sinn Rick Parry. Mjög stutt í það að við fáum að sjá þennan dreng með aðalliðinu!

Ég hreifst af Plessis og Lucas, en ekki síst fyrirliðanum Darby í hægri bakverðinum og hafsentaparinu San José og Huth. Undrabarnið Pacheco sýndi svo flotta takta eftir að hann kom inná.

Fullt af fólki á Anfield og alvöru verðlaunaafhending, rakettur, glys, glyngur og “We are the champions” í græjunum.

Heilt yfir skemmtilegur leikur og ég geri mér miklar vonir að þetta varalið gefi af sér leikmenn í aðalliðið okkar.

Titill til þeirra, flott mál!

14 Comments

 1. Frábært. Fór ekki svo að einhverjir bikarar rötuðu á Anfield þessa leiktíð.. 🙂

  Vonandi eru að koma upp strákar í gegn um ungliðastarfið sem komast í Aðalliðið með tímanum. Það er nauðsynlegt hverjum þeim fótboltaklúbbi sem vill láta taka sig alvarlega.

  YNWA

 2. En svo má lika segja það að þetta varalið okkar ásamt unglingaliðinu eru mjög ung. Rétt undur 20 ára meðalaldur í varaliðinu og 3 með leiki í aðalliði.

  Snilld og björt framtíð.

  Ef það koma 2-3 uppúr þessum varaliðshóp er það mjög gott allt umfram það er bara búbót.

 3. Nabil El Zhar átti líka mjög flotta spretti í þessum leik, vörnin var góð og Darby átti skilið að vera valinn maður leiksins.

  Pacheco kom vel út og verður spennandi að fylgjast með honum næstu ár.

 4. Glæsilegt hjá strákunum. Fint að fara að fá að sjá þá spila nokkra alvöru leiki. Hlakkar mikið til að sjá darby og nemeth á næstu leiktíð vona að þeir fái sénsa hjá meistara Benitez.

 5. Við sátum á Players í gær og horfðum á leikinn og ég verð að segja að þetta varalið heillaði mig mjög mikið. Strákar eins og Emiliano Insua, Kristian Nemeth Stephen Darby og Ryan Flynn í fyrri hálfleiknum stóðu uppúr fyrir mér. Pacheco var mjög frískur eftir að hann kom inná og átti þriðja markið algjörlega skuldlaust, frábært efni þar á ferðinni.

  Villa liðið spilaði köllum eins og Stuart Taylor, Wayne Routledge, Marlon Harewood og Shaun Maloney….áttu samt ekki séns. Ef við fáum 2-3 úr þessu liði uppí aðaliðið þá yrði það frábært, og miðað við leikinn í gær þá virðast góðar líkur á því.

 6. Maður hafði mjög gaman af því að sjá litla Insua fara öxl í öxl við Marlon Harewood og taka boltann af honum 🙂

  Björt framtíð í mörgum af þessum strákum og maður hefur einhvernveginn meiri trú á þeim núna heldur en ungum leikmönnum í Liverpool fyrir tíð Benitez.

 7. Hvar er Gerardo Bruna ? Ungi Argentínumaðurinn sem kom frá Real Madrid.
  Las frétt af honum um daginn að gera góða hluti en af hverju spilaði hann ekkert í gær ?

 8. Mörkin og highlights úr leiknum komin hér.
  http://101greatgoals.magnify.net/item/5L5HF77CCC6J1J70/theater#theater_title

  Pacheco lítur mjög vel út. Nemeth virkar á mig sem leikmaður með ákveðinn x-faktor, hefur þetta extra touch sem strikerar þurfa að hafa.

  Vantar reynslu og smá kjöt á beinin á nokkra leikmenn til að þeir séu tilbúnir fyrir stóru strákana.
  Drífa þá hingað heim að lyfta í Gym 80, stunda ísköld sjóböð í Nauthólsvíkinni og mótmæli með vörubílstjórunum. Þá verða þeir að alvöru karlmönnum…

Fer Crouch og fleira.

Miller farinn