Þriðji gullhanskinn á leiðinni?

Markvörður Liverpool, hann Jose Manuel Reina er ekki langt frá því að tryggja sér Gullhanskann (Barclays Golden Glove Award) þriðja árið í röð. Reina hefur haldið hreinu í 17 deildarleikjum á tímabilinu en David James sem var á dögunum valinn í lið ársins af leikmönnum deildarinnar hefur haldið hreinu í 16 deildarleikjum. James á við meiðsli að stríða og nær að öllum líkindum ekki að leika síðasta leikinn á tímabilinu. Þetta þýðir að Reina er nánast öruggur með verðlaunin sem hann á fyllilega skilið fyrir enn eitt magnað tímabilið.


Að vinna Gullhanskann 3 ár í röð er ótrúlegt afrek og endurspeglar svo sannarlega gæði þessa leikmanns. En það sem heillar mig mest við leikstíl Reina er það hversu fljótur hann er að koma boltanum í leik og hversu nákvæmar sendingar hans eru. Í þeim efnum ber hann höfuð og herðar yfir aðra markverði í deildinni. Þessi kostur býr til margar skyndisóknir og hefur skilað nokkrum mörkum á leiktíðinni. Svo hef ég tekið eftir að hann hikar mjög sjaldan, þ.e.a.s. hann klárar allar aðgerðir sem hann byrjar á. Ef hann ákveður að fara í úthlaup út í hliðarlínu þá fer hann og klárar það, hann hikar ekki í miðju úthlaupi og hættir við, hann klárar alltaf.

Ég ætla rétt að vona að Reina klári ferilinn á Anfield því það er ekki neinn einasti markvörður í heiminum sem ég vildi fá í staðinn.

Ég hef mjög gaman af góðum videos af leikmönnum og þetta video af Reina gerir mann stoltan. Ég spái því að hann vinni Gullhanskann aftur á næsta ári 🙂

27 Comments

 1. Reyna er fagmaður. Fíla líka hvað hann er orðinn heitur fyrir klúbbnum. Það fagna fáir jafn mikið og hann. Tel ólíklegt að hann vilji fara á næstu árum. Allavega meðan Rafa er við völd og uppgangur hjá klúbbnum.

 2. Getur einhver hérna nefnt leik þar sem Reina hefur átt stórleik og orðið til þess að Liverpool vann leik (eða hélt jöfnu í stað þess að tapa)?

  Oft má lesa í leikskýrslum eitthvað á þessa leið: “Reina hafði nákvæmlega ekkert að gera í leiknum” en ekki að hann hafi haldið liðinu inni í leiknum, eins og heimsklassa markmenn eiga til að gera. Don’t get me wrong, Reina er mjög góður í úthlaupum og að koma bolta í leik. En sem shot-stopper, þá er hann álíka góður og… Chris Kirkland eða einhver álíka.

  Enda er það ekki að ástæðulausu að Reina situr og fær flísar í rassinn af bekkjarsetunni á meðan Casillas spilar fyrir landsliðið. Casillas er miklu betri.

 3. Ef ég á að vera hreinskilinn, þá fær maður enga gæsahúð af þessum markvörslum sem sýndar eru í þessu videoi hja honum Reina. Allt eitthvað frekar easy, hann kannski lætur það bara lýta þannig út. Engu að síður alveg rock solid markmaður.

 4. Mér finnst lélegt að sjá hann aldrei taka þetta múv: http://www.youtube.com/watch?v=yILDiU859FU

  Þegar hann klárar þetta af í leik, þá fyrst verður hann heimsklassa fyrir mér. Mér nægir nefnilega ekki að hann haldi hreinu leik eftir leik, hann verður að gera það með tilþrifum og krydda það með smá dramatík. Það er það eina sem telur.

 5. Nákvæmlega Toggi, ég hreinlega trúi ekki mínum eigin augum hérna að menn séu að hálfpartinn gagnrýna Pepe Reina. Hann er greinilega orðinn of góður, þ.e. menn eru hættir að sjá hversu mikill gæða keeper er þarna á ferðinni. Og að tala um að hann hafi aldrei ráðið úrslitum í leikjum 🙂 Æj, held hreinlega að ég kommenti ekki frekar á þetta.

 6. Skil ekki þetta lof á Reina. Maðurinn er gjörsamlega glataður. úthlaupin hans eru þau vafasömustu norðan Alpafjalla og getur varla gripið bolta.
  Ágætur stopper en hann mun aldrei leiða lið sem verður enskur meistari

 7. Ótrúlegt bara og það við færsluna “Þriðji gullhanskinn á leiðinni”?!?1

 8. Já þetta er athyglisvert SSteinn.
  Það er greinilegt að “silly-season” er byrjað hjá sumum lesendum þessarar síðu! 😉

 9. Halldór: FA bikarinn á móti West ham, þó hann hafi fengið á sig mörk eins og gengur og gerist þá bætti hann svo sannarlega fyrir það. Undanúrslitin á móti Chelsea í meistardeildinni í fyrra.. bara sem dæmi. Hann er margoft átt stórleiki og á yfir höfuð nánast alltaf mjög góðann leik þó í mörgum leikjum fái hann ekki mikið að gera þá stendur hann sig vel þegar á reynir. Getur þú nefnt mér einn leik þar sem “mistök” Reina kostuðu okkur leikinn? Held að samanburður við Chris Kirkland sé ekki alveg réttur hér.

  Fyrir mér er hann einn af bestu markmönnum í heimi, gerir sárasjaldan mistök og er með gott auga fyrir leiknum og fljótur að koma boltanum í leik og á mikinn þátt í því að byrja sóknir liverpool með ógnandi hætti. Ég er bara ekki sammála þér að hann sé ekki góður shot stopper. Fannst það sjást t.d. vel í leiknum á móti chelsea í undanúrslitunum núna að hann er einmitt mjög góður shot stopper. Fékk fjöldann allann af mjög erfiðum og föstum skotum á sig sem hann varði vel.

  Fyrir mitt leyti þá gæti hugsanlega verið einn markmaður sem ég myndi vilja frekar til liverpool og það væri Casillas. Svo óheppilega vill til fyrir Reina að Casillas er markmaður spánar og fyrirliði þeirra. Annars er ég ekki í nokkrum vafa að Reina væri markmaður nr.1 og væri hann það hjá flestum þjóðum.

  Varðandi úthlaupin hans þá þarf góður markmaður að fara í úthlaup og hann á að gera það. Mér finnst það einmitt merki um góðann markmann sem fer í þau úthlaup sem hann metur að rétt sé að fara í og gerir það án þess að fá á sig mark. Það eru ekki mörg mörk sem þú getur sagt að hafi komið til vegna þess að Reina fór í glæfralegt úthlaup. Þegar hann fer í slík úthlaup þá gerir hann þau yfirleitt 100% rétt og án þess að fá á sig mark eða skapa hættu á marki því hann klárar þau alla leið. Fyrir mér er það merki um góðann markmann ekki slæman eins og þú vilt meina.

  Hæfileiki Reina í vítum er líka alveg magnaður. Hlutfallið sem hann hefur í vörðum vítaspyrnum á ferlinum er nánast ótrúlegt og fáir markmenn sem ná slíkum árangri.

  Hann á því algjörlega rétt á því lofi sem honum er gefið og þeim góða árangri sem hann hefur náð og ég vona að hann verði hjá liverpool í mörg ár miðað við þá spilamennsku sem hann hefur sýnt fyrir Liverpool.

 10. Reyna er góður markmaður og allt það, en Liverpool aðdáendur eru þeir einu í heimi sem segja hann vera einn af bestu markvörðum álfunnar. Hann er það einfaldlega ekki, sorry gæs 🙂

 11. Halldór varðandi úthlaupin hans þá var ég að svara því sem Sigurður grei var að segja.

 12. Það er ótrúlegt að lesa sum komment inn á þessari annars frábæru síðu. Ég hef áður líst vonbrigðum mínum með þá þróun að misgáfaðir Liverpool.is spjallverjar séu að auka heimsóknir sínar inná þessa frábæru síðu. Þegar ég byrjaði fyrir nokkrum árum að lesa og kommenta hér þá voru mest 30 til 40 ummæli við hverja færslu (lang flest vel rökstudd), en í dag erum við að tala um 100 og eitthvað. Mörg þessara 100 kommenta eiga sér enga fótfestu í raunveruleikanum. Margir eiga erfitt með að sjá muninn á FM/CM tölvuleikjum og alvöru lífsins, halda jafnvel að hlutirnir við leikmannakaup og leikskipulag séu jafn einfaldir og þeir líta út fyrir að vera á tölvuskjánum.

  Reina er toppeintak af frábærum markverði sem leikmenn inn á vellinum treysta 100%, það er ekkert óöryggi í vörninni með hann inná eins og var oft með Dudek. Reina er alltaf á tánum og sweepar mjög vel fyrir aftan miðverðina. Ég veit ekki hvað oft maður hefur séð Reina bjarga málunum með frábærum úthlaupum. Einnig er hann mjög sterkur líkamlega og óhræddur við að hlaupa út í teig til að kíla boltan í burtu. Svo má ekki gleyma hversu góður hann er maður á mann, hve oft höfum við séð hann verja með löppunum frá leikmanni sem sloppið hefur í gegn, mjög oft. Auk þess er Reina vítabani af bestu gerð sem hræðir alla leikmenn. Heilt yfir er Reina ein allra besti markvörður í heiminum í dag, í deildinni annar af 2 bestu að mínu mati. Vonandi verður hann sem lengst í búningi Liverpool FC, enda hans litur.

  Kv
  Krizzi

 13. þetta eru athyglisverð comment hérna að ofan…

  Torres er heldur ekkert góður markaskorari.. Hann er bara með svo góða menn með sér í liði sem gefa alltaf á hann á hárréttu augnabliki að hann getur ekki annað en skorað.

 14. Í mörg ár var reynt að finna arftaka Grobbelaar í markinu. David James var fenginn, en hann var hræðilega mistækur. Friedel kom en fékk fá tækifæri og sat á bekknum fyrir James. Þá kom Westerfeld sem átti fínt fyrsta tímabil en missti sjálfstraustið líkt og arftaki hans Dudek. Reina kom svo og loksins er kominn stöðugleiki í markvörsluna og markmaður sem brotnar ekki niður eftir ein mistök, heldur kemur tvíefldur til baka.

  Ég segi það sama og flestir hér að ofan, ég myndi ekki vilja skipta á neinum markverði og Reina. Tvímælalaust besti markvörðurinn í ensku deildinni.
  Ég á ekki orð yfir sum comment og tek undir með Krizzy hér að ofan að hingað eru komnir inn gaurar sem ekki hafa hundsvit á fótbolta og draga felstar sínar ályktanir út frá einhverjum tölvuleikjum.
  Eins og að halda því fram Reina hafi ekki átt þátt í sigrum Liverpool með einhverjum stórleikjum og líkja honum við Kirkland sem shot-stopper segir bara allt um vit viðkomandi aðila á fótbolta. Það er ekki bara hlutverk markvarða að verja skot heldur líka að stjórna vörninni fyrir framan sig. Þar liggur einn helsti styrkleiki Reina enda hafa varnarmenn hans hrósað honum mikið fyrir að láta heyra í sér. Svo má ekki gleyma því að ein glæsileg markvarsla í leik er oft nóg til þess að skilja á milli sigurs og taps og það hefur Reina svo sannanlega margoft gert.
  Kommentið frá Sigga Greifa…..haltu þig bara inn á leikjalandi og ekki vera eyða tíma mínum í þurfa lesa svona heimskuleg komment.

  Vissulega gerir Reina mistök af og til en hvaða markmaður gerir ekki slíkt. Málið er að Reina heldur þó alltaf haus og kemur bara sterkari til baka. Það er einmitt eitt af því sem skilur heimsklassaleikmenn frá öðrum.

 15. Já maðurinn er búinn að spila frábærlega frá fyrsta degi. Eins man ég ekki eftir því að hann hafi meiðst að ráði síðan hann kom.

  2008 52 leikir
  2007 51 leikur
  2006 53 leikur

  Gaurinn hefur varla farið úr markinu síðan hann kom 2006

  Að mínu mati er aðal kostur Reina úthlaupin og hversu gríðarlega fljótur hann er að grípa inní leikinn. Hann er oft eins og aftasti varnarmaður og hefur með því komið þannig í veg fyrir ótal marktækifæri.

 16. þegar talað er um leikmenn ársins í ensku deildinni þá eru aldrei leikmenn Liverpool í vörninni, nánast sama hvaða fjölmiðill velur liðið. Samt er Reina að fá gullhanskann 3 árið í röð. Ekki Van Der Sar eða Almunia eða Cech. Það eitt og sér hlýtur að segja svolítið mikið um það hve sterkur hann er. Ath að ég er ekki að gera lítið úr vörninni hjá okkur. Einnig sleppur sárasjaldan maður inn einn gegn honum. Þar tel ég að Reina eigi líka frekar mikinn þátt því hann er svo snöggur að sópa upp.
  Annað. Ólíkt David James þá tekur Reina ekki einhverjar “fancy” skutlur að óþörfu til að verja skot. Einfaldlega tekur skref til hliðar og grípur boltann.

 17. Veit einhver hvað Pepe er búinn að halda markinu hreinu oft á þessum 3 tímabilum ???? Ég sé að Ingi T tók saman leikina sem hann er búinn að spila í, endilega hendið inn ( ef þið vitið ) hversu oft hann hefur haldið hreinu af þessum 156 leikjum og endilega líka ef þið vitið hvað hann er búinn að spila marga deildarleiki og hversu of hann hefur haldið hreinu í þeim….. Flest Clean Sheet 3 season í röð, segir það ekki allt sem segja þarf ???? Maðurinn Er Frábær Markvörður

 18. Ég er alls ekki ósáttur með að hafa Reina hjá Liverpool, en tel bara marga aðra kosti betri. En ef Reina er búinn að vera svona fráááábær þegar hann hefur haldið hreinu á þessu tímabili, þá væri hann í liði ársins, en ekki David James. Meira hef ég ekki um málið að segja.

  Portshmouth eiga annars Fulham á heimavelli um helgina á meðan við förum á White Hart Pain þar sem okkur hefur aldrei gengið vel, þannig að það er ekkert ólíklegt kannski að David James endi á að fá þennan golden glove.

  En Hermann, varðandi Torres brandarann, then the joke is on you. Adebayor er búinn að skora meira en Torres í deildinni, og þeir Arsenal menn sem ég þekki segja allir að hann sé ömurlegur, og að hann sé í rauninni bara búinn að skora svona mikið af því hann er einmitt í Arsenal 🙂

 19. Fáránlegt að ömurlegur maður sé búinn að skora svona mikið… Ég get ekki ímyndað mér hvað Arsenal væru góðir ef þeir hefðu að minnsta kosti miðlungs framherja… hvað þá góðan.. fyrst þeir náðu þetta langt með ömurlegan framherja..

 20. “En ef Reina er búinn að vera svona fráááábær þegar hann hefur haldið hreinu á þessu tímabili, þá væri hann í liði ársins, en ekki David James.”

  Reina heldur oftast hreinu. End of story. Þeir sem eru í því að raða í þetta lið ársins meiga velja hvern sem er, að skipta á þeim aðila og Reina yrði skref niður á við.

 21. Sælir félagar
  Reina er frábær markvörður og það sem best er við hann er að hann er alltaf að verða betri og betri. markmaður í hans klassa (heimsklassa) sem þó er að bæta sig jafnt og þétt er vandfundinn.
  Úthlaup í fyrirgjöfum sem mér fannst vera hans veikasta hlið eru orðin mjög örugg og stjórn hans og samvinna við vörnina frábær. Sem sagt, þarna er toppmaður á ferð sem á langan tíma framundan í markinu.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 22. Halldór 21: Portshmouth eiga annars Fulham á heimavelli um helgina á meðan við förum á White Hart Pain þar sem okkur hefur aldrei gengið vel, þannig að það er ekkert ólíklegt kannski að David James endi á að fá þennan golden glove.

  Lestu færsluna betur, James er meiddur.

 23. Þið verðið að gera ykkur grein fyrir að Van der Sar, Cech hafa verið mikið meiddir og geta þess vegna ekki gert tilkall til flest clean sheet.
  Ég myndi nú ekki segja að Reina sé vel að þessu kominn ef hann rétt slefar yfir James í loin af því James er ekki að spila

  YNWA

 24. Reina er ekki búinn að eiga neitt frábært tímabil, og ekki jafn gott og í fyrra og hittífyrra en samt er hann að fara að fá gullhanskann(mjög líklega) Jájá Van Der Sar og Cech búnir að vera meiddir, hvað með í fyrra og hittífyrra? Reina er bara að sýna meiri stöðugleika en þeir þó ég fyrirgefi Cech það algerlega því eftir þetta hræðilega slys sem varð til þess að hann þarf að hafa höfuðhlífina þá hefur hann ekki náð sér aftur á strik. Hann er samt ennþá frábær. Ég myndi ekki skipta út Reina nema tilneyddur, og þá helst vildi ég fá Cech í staðinn.

Hvað gerist á næstu vikum?

Fer Crouch og fleira.