Hvað gerist næst?

Það er vitað mál að eigendur Liverpool eru ekki mikið að fara í bíó saman en ég nenni ekki að fara út í þau mál núna. Það sem er meira áhugavert hvað gerist í leikmannamálum félagsins og gef ég mér það að Rafa verði áfram stjóri Liverpool (enda væri annað rugl).

Það er grein í The Guardian í dag sem fer inná þessa hluti og segir m.a. að Crouch, Kewell, Alonso, Carson o.s.frv. muni verða seldir og að Liverpool verði að styrkja mannskapinn til að eiga raunhæfa möguleika á titli á næsta tímabili. Ég ákvað í framhaldinu að skoða þá leikmenn sem ÉG tel að séu líklegast til að vera seldir/fara og hvað við myndum fá fyrir þá. Þetta er mjög óvísindalegt en alltaf gaman að velta svona hlutum fyrir sér.

Xabi Alonso, gæti hafa spilað sitt síðasta tímabil fyrir Liverpool þótt ég myndi glaður halda honum en til þess þarf hann að rífa sig uppúr þeirri lægð sem hann hefur verið í allt þetta tímabil.
Verð: 10 milljónir punda.

Peter Crouch, getur varla verið sáttur við þá stöðu sem hann er í. Ef hann ætlar sér að vera fastamaður í enska landsliðinu þá verður hann að fara. Ennfremur þá passar hann einfaldlega ekki inní leikkerfið hjá Rafa. Ég get, líkt og með Alonso, vel hugsað mér að halda Crouch en þá verður hann einnig að sætta sig að vera 2-3 kostur.
Verð: 8-10 milljónir punda.

John Arne Riise, hann er einfaldlega ekki nógu góður fyrir Liverpool lengur sem og hann á einungis eitt ár eftir af samningi sínum.
Verð: 5-6 milljonir punda.

Andryi Voronin, hann er ágætis back-up og verður það kannski áfram en persónulega vil ég frekar hafa ungann leikmann í hans stöðu en dýran erlendan leikmann. Ef hann færi þá tel ég líklegt að við myndum nú ekki fá mikla peninga fyrir hann. Newcastle eða Portsmouth væru dæmigerð lið sem myndum kaupa hann.
Verð: 1 milljón punda.

Scott Carson, hann vill vera fyrsti valkostur og eins og staðan er í dag þá eru núll líkur á því hjá Liverpool. Reina er á besta aldrei og einfaldlega miklu betri markvörður. Ef Craig Gordon fór á 9 milljónir punda frá Hearts til Sunderland þá hlýtur Carson að vera í það minnsta jafn dýr.
Verð: 9 milljónir punda.

Jermaine Pennant, hann er ágætis kantmaður en alls ekki nógu góður fyrir lið sem ætlar sér að verða enskur meistari. Það er ekki tilviljun að Arsenal seldi hann á sínum tíma til Birmingham. Ég tel meiri líkur á að Pennant fari en Benayoun.
Verð: 6 milljónir punda

Danny Guthrie, hefur staðið sig ágætlega með Bolton á þessu tímabili og gæti hugsanlega verið seldur til þeirra í sumar. Ég held að hann myndi aldrei verða lykilmaður með Liverpool en fínt back-up.
Verð: 1 milljón punda.

Harry Kewell, ætli hann sé ekki bara búinn sem knattspyrnumaður á hæsta leveli og var það kannski fyrir langalöngu.
Verð: samningur útrunninn.

Anthony Le Tallec, óslípaði gimsteinninn hans Houllier.
Verð: samningur útrunninn.

Ég nenni ekki að fara út í yngri leikmenn því það eru ekki verulega fjárhæðir sem eru í því. Oftar en ekki þá fara ungu leikmennirnir á frjálsri sölu eða samingur þeirra er einfaldlega ekki endurnýjaður.

Mér telst til að ef allir þessir leikmenn fara að þeir séu 9 leikmenn og söluandvirði þeirra að hámarki sé 43 milljónir punda. Með þessa peninga og meira frá eigendum þá hlýtur Rafa að geta keypt í það minnsta 4 topp leikmenn líkt og Daniel Alves, Mancini eða David Villa.

25 Comments

  1. Hæ.
    Sammála mörgu. Held reyndar að Crouch geti keypt upp samninginn sinn í sumar og það myndi sennilega þýða að við fengjum mest 3 millur fyrir hann. Xabi búinn að koma fram í dag og segjast ekkert vera að fara, en þrálátur orðrómur í Liverpoolborg segir að konan hans muni flytja til Spánar í sumar.
    Riise fáum við ekki svona mikið fyrir held ég og talað er um að við sendum hann og Carson til Villa í “swap” fyrir Barry svo að því miður held ég að við séum ekki að fara að detta í svona mikinn pening. En ég vona það!

  2. Já boð uppá 10 kúlur víst komið uppá borð hjá O’neill og félögum hjá Villa, þið verðið að afsaka mig, já eða útskýra fyrir mér hvar Gareth Barry á að passa inní Liverpool liðið, því Guð veit að ég veit það ekki… bakvörð? og ef Alonso er ekki að fara eins og hann segir sjálfur…. þá finnst mér 10 millur frekar mikið fyrir mann sem er í raun ekki að fara að vera byrjunarliðsmaður, nóg af miðjumönnum á Anfield, held að Rafa kallinn eigi að byrja á því að einbeita sér að köntunum og bakverði… eða hvað? er ég bara svona ótrúlega blindur?

  3. barry er held ég hugsaður sem vinstri bakvörður og backup fyrir vinstri kant og miðju. en ég held að hans aðalstaða hjá liverpool kæmi til með að verða vinstri bak.

    finnst þetta frábært því barry er einn af mínum uppáhalds ensku leikmönnum. mikill karakter, leiðtogi, reynslumikill, samt temmilega ungur, landsliðsmaður og þessi verðmiði þykir mér ódýr miðað við hargreaves og carrick sem ég tel slakari leikmenn en barry.

  4. Miðað við spilamennsku annars vegar Barry og hins vegar Alonso á þessari leiktíð þá ætti Barry alveg eins heima á miðjunni ef hann yrði keyptur.

    En það fást aldrei neinar 8-10 milljónir fyrir Crouch. Lið eru ekki að fara að kaupa mann sem stjóri liðsins lítur á sem algjöran varamann á svoleiðis pening. ‘Stóru’ liðin eru líka yfirleitt að fá minna fyrir leikmenn en þau minni.

  5. Sælir, ef Barry kemur þá tel ég lang líklegast að Rafa spili honum í vintribak. Þó að Barry sé betri á vinstri kant eða miðjunni, þá vantar okkur einfaldlega vinstribakvörð og Rafa á það nu vel til að spila mönnum EKKI í sinni bestu stöðu (Kuyt, Gerrard á hægrikant, Babel á vinstri kant, þegar hann er meiri hægrikantur eða framherji osfrv..) ef svo er að hann kaupi Barry fyrir vinstribakvörðinn og Selji Riise(já) þá vill ég frekar vinstribakvörð sem er bara þar, bara hans ‘main’ svæði. Einnig vantar fleiri stjörnur og hætta með þessa miðlungsmenn fyrir ‘breiddina’, annars endum við alltaf í 4. sæti.

  6. Ætlaði bara að benda ykkur á að dagsetningin á næsta leik er vitlaus. Hann er á sunnudaginn ekki miðvikudaginn 😉

  7. Ég held að það standist engan veginn að Barry sætti sig við að færa sig aftur í vinstri bakvörðinn eftir að vera búinn að festa sig í sessi sem lykilmaður á miðjunni hjá enska landsliðinu.

  8. Í nýja kerfinu hans Rafa er Gerrard ekki lengur miðjumaður. Hann spilar milli miðju og sóknar. Við eru því bara með 2 fullþroskaða menn í þeirri stöðu þá Alonso og JM. Lukas er enn að þroskast og þarf allavegna 1 tímabil í viðbót. Það er því allveg pláss fyrir annan mann miða við 2 í hverja stöðu. Barry gefur líka Rafa aðra möguleika, bakvörð og kant, sem er alltaf vinsælt sérstaklega þegar einhver meiðsli eru í gangi.
    Totii, fyrir heimsklassalið eins og liverpool vill vera þá er 10 mil ekki mikið fyrir mann á bekkinn. Sjá t.d Anelka 2-3 maður í sína stöðu á 15-18 mil (mann ekki alveg hvað hann kostaði)

  9. Ég myndi seigja að Alonso ætti að kosta meira en 10 mill fyrst t.d hann owen harg kostaði united um einhver 20 millur þótt hann sé enskur,hann var jú keyptur frá þýskalandi en ekki frá öðru ensku liði…..En Riise er búinn og má því fara og endar væntanlega hjá newcastle eins og flest allir útbrendirleikmenn gera,myndi samt styrkja vörnina hjá þeim mikið sökum gífulegrar reynslu sem hann hefur,kannski fullmikið að seigja að hann sé útbrendur,hefur örugglega margt til brunns að bera hjá lakari liðum en pottþétt ekki í Liverpool klassa….Hann gæti kannski líka orðið fínn skiptidíll upp í kaupin á Barry.Var ekki einhverntímann verið að línka hann við aston villa???

  10. Flott þetta.. Ég er bara algjörlega sammála þér, en vill bæta við að ég vill fá að sjá Insúa og Németh fá fleiri sénsa með liðinu! Og fínt ef þú gætir komið með svona lista um leikmenn sem gæti klæðst rauðu treyjunni á næsta tímabili.. Alltaf gaman að lesa svoleiðis:)

  11. Ég skil nú ekki alveg hvað menn vilja Alonso í burtu. Hann hefur verið einn af bestu mönnum liðsins alla tíð síðan Benitez tók við liðinu. Það er ekkert að fara að breytast þótt hann hafi tekið dýfu í kjölfar erfiðra meiðsla. Hann er einn af bestu miðjumönnum heims og það væri að mínu mati fráleitt að selja hann. Ef konan hans vill búa á Spáni þá skil ég það mjög vel og þá væri það að ósk Alonso. En ég hef enga trú á því að Benitez vilji losna við hann. Varðandi alla aðra, þá get ég tekið undir með Agga, þeir verða seldir ef boð kemur í þá, þeir verða látnir klára samninginn sinn og fara. Verðmiðarnir eru þó heldur bjartsýnir, ætli við fáum nema 20-30 millur fyrir þessa menn.

  12. Glætan að eithvað lið keupi Riise á 5 mill.. hehe það yrði þá nýtt heimsmet! ætli liverpool endi ekki á því að borga hann í burtu, hann elskar þetta lið svo mikið og vill engan vegin fara! Og ekki meika ég að horfa á þessa mannfýlu aftur í þessari fallegu treyju á næsta tímabili! Maðurinn kæmist örrugglega ekki einu sinni í liðið hjá KR!

  13. Með fullri virðingu fyrir Gareth Barry þá verð ég alveg fáránlega ósáttur ef hann verður “stóra” transferið í sumar. Ekki misskilja mig, ég mundi glaður vilja fá hann í okkar raðir enda góður leikmaður sem er búinn að sanna sig í ensku deildinni en það eru til fleiri leikmenn sem eru betri en hann. David Bentley er held ég maður sem við þurfum meira á að halda til að efla kantspilið (ásamt bakvörðum) hjá LFC. Finnst sóknir okkar manna hafa verið alltof tilviljunarkenndar og oftast í kringum 2 menn, og titlar vinnast ekki á 2 mönnum.

  14. jæja.. það virðist mikið vatna ætla að renna til sjávar á næstunni…eða við skulum vona það. Reyndar getur allt eins farið svo að árfarvegurinn verði skraufaþurr að mestu eins og undanfarin ár, en ég vona svo sannarlega að Rafa takist að klófesta þá menn sem hann hefur áhuga á, og það verði til þess að lyfta okkar félagi á enn hærri stall….en tökum púlsinn á þessu;

    Mér finnst menn fara óvarlega í það að úthúða Riise. Ég á von á því að hann yfirgefi félagið, en engu að síður er hann ennþá leikmaður LFC, og mér finnst leitt þegar menn tala svona um leikmennina okkar. Ég tel hinsvegar ekki raunhæft að ætla að við fáum 5 milljónir punda fyrir hann, því eins og hefur komið fram, þá eru þetta ódýrustu stöðurnar á vellinum (bakverðirnir), auk þess sem Riise hefur mátt muna sinn fífil fegri. Að ógleymdu því að hann á bara eitt ár eftir af sínum samningi, svo hann fer ekki dýrt.

    Ég er ekki að skynja það, eins og einhver er að ýja að, að allir stuðingsmenn séu ólmir í að losna við Alonso..alls ekki. En ef við lítum raunhæft á málið, þá er alls ekki ósennilegt að hann sé á förum. Hann hefur staðið sig vel fyrir klúbbinn, en það er vel hugsanlegt að það sé réttast að skipta honum út. Ég treysti Rafa í þessum efnum, og peningarnir sem fást fyrir hann, myndu koma sér vel í að styrkja aðrar stöður.

    Það sama á við um Crouch…ég hefði viljað sjá hann lengur hjá klúbbnum, en kanski er óumflýjanlegt að hann fari. Það verður missir, en alls ekki óbætanlegt.

    Ég er sammála pistlahöfundi í meginatriðum um þá sem gætu farið frá liðinu, og ástæður þess…svona að mestu, en mér finnast menn full bjartsýnir hvað varðar verðmiðann á þessum köppum.

    Lykilatriðið á þessu sumri , er að styðja vel við bakið á Rafa hvað varðar leikmannakaup. Hætta þessari meðalmennsku og átta sig á því að það kostar peninga að græða peninga. Til að ná árangri, þá þarf að eyða peningum. Eigendurnir verða að leysa sín mál, en burt séð frá því, þá verða menn að vera sammála um hvernig á að gera hlutina, og að hverju skuli stefna. Síðustu ár hefur verið aukið við breiddina í liðinu, og nú er kominn tími til þess að auka við gæðin.
    Ég hef trú á liðinu á næstu leiktíð, og er þegar farinn að hlakka mikið til.

    Insjallah…Carl Berg

  15. Xabi Alonso. Ný búinn að gefa það opinberlega að hann vilji vera áfram í liðinu. Ég tel að hann verði áfram.
    Verð: 10 milljónir punda. (jafnvel 12 milljónir fyrir spænska landsliðsmanninn)

    Peter Crouch, Liverpool vill halda honum og eru búnir að bjóða honum nýjan samning. Hann er samt orðinn þreyttur á að spila ekkert en ég tel að hann muni halda áfram hjá liðinu.

    John Arne Riise, hann fer og ekki orð um það meir.
    Verð: 5-6 milljonir punda.(meira svona 4-5)

    Andryi Voronin, þessi fer og fáum við klink fyrir.
    Verð: 1 milljón punda.(meira svona 2-3)

    Scott Carson . Hann vill ekki vera á bekknum hjá liverpool og fer frá liðinu)
    Verð: 9 milljónir punda.(ég spái samt 7-8)

    Jermaine Pennant ég held að Benitez sé alltaf að verða hrifnari af þessum strákum og heldur honum. Hann var frábær í byrjun móts en fór í meiðsli og náði sér svo ekki alveg eins á strik.
    Verð: 6 milljónir punda(samála)

    Danny Guthrie. Verður ekki seldur. Þetta er efnilegur strákur sem munn byrja æfingartímabilið með liverpool og svo kannski lánaður en ekki seldur
    Verð: 1 milljón punda.(3 milljónir punda)

    Harry Kewell, bless bless
    Verð: samningur útrunninn.

    Anthony Le Tallec, fer í sama flugi og Kewell
    Verð: samningur útrunninn.

  16. Flestir virðast vera búnir að selja pennant nú þegar …

    Eru menn búnir að gleyma því hver var okkar besti leikmaður á tímabilinu fyrstu 6-8 vikurnar ? Pennant spilaði FRÁBÆRLEGA fram að meiðslum, þá kickaði Torres og Gerrard inn og allir eru búnir að gleyma Pennant… maðurinn var lengi frá og kom til baka þegar við vorum að spila 4-3-2-1 með svo góðum árangri.

    Ég vil halda honum

  17. Ég ætla að vera ósammála einu í pistlinum. Rafa fer í sumar. Það sem getur komið í veg fyrir það er að hann er í raun eini fasti punkturinn í starfsemi klúbbsins og meiri vafi um framtíð eiganda og Rick Parry en þjálfarans, sem er dáldið sérstakt. Það óvissu ástand allt gæti komið í veg fyrir þjálfaraskipti, en ég vona ekki. Ég held að Rafa muni aldrei gera Liverpool að enskum meisturum. Ég er ekki að setja fram þessa skoðun í einhverjum vonbrigðum vegna meistaradeildarinnar, ég hef verið þessarar skoðunar í nokkurn tíma. Ástæðan er þessi:
    Rafael Benitez er frábær þjálfari, hann er meira á æfingasvæðinu en t.d. Ferguson og hann stúderar fótboltann alveg rosalega. Því lýsti Torres vel í viðtali fyrir Chelsea leikinn. Hann skoðar myndbönd, hann skráir allt í tölvu og skoðar tölfræði fram og til baka. Hann kann svo sannarlega að leggja upp taktík. Hann hefur allt – nema eitt. Og það er hvatningin. Að mótivera menn. Hjá Liverpool er hópur af mjög góðum leikmönnum og þegar þeir eru t.d. að leika í meistaradeildinni þarf ekkert að mótivera þá – þeir vita hvað er í húfi og vilja komast áfram í keppninni. Það sama á við um alla stærri leiki í deildinni, þar sem við leikum oftast vel. Rafa setur leikplanið rétt upp og við náum árangri. Það er hins vegar í deildarleikjum um miðbik tímabilsins sem allt hrynur. Sérstaklega í leikum gegn lélegri liðum. Þegar kemur að skyldusigrum þá klikkar liðið. Jafntefli gegn Wigan, Birmingham, Sunderland o.s.frv. Ástæðan að mínu mati er sú að Rafa fer í þessa leiki eins og alla aðra. Hann róterar og stillir upp taktískt en tekst ekki að hvetja menn fyrir og í leiknum. Nær ekki að fá menn til að spila eins og um mikilvægan leik sé að ræða. Mér finnst þetta dáldið sjást þegar horft er á Rafa í leikjum. Hann fagnar aldrei mörkum – þegar við skorum þá er hann alltaf að reyna að koma að einhverjum skilaboðum. Við sjáum hins vegar Ferguson, Wenger og Jose alla fagna mörkum og sýna tilfinningar. Það er þetta sem Rafa vantar – kannski er hægt að kalla það ástríðu. Hann nær ekki að rífa liðið upp í ‘litlu’ leikjunum. Og það eru þeir sem hafa kostað okkar lið það að taka ekki þátt í titilbaráttu. En þetta er svo sem bara mín skoðun. Hún byggir ekki á einhverju ‘anti’ Benitez sjónarmiði. Ég hef bara ekki trú á því að honum takist að rífa liðið í gegnum tímabil og gera að meistara.

  18. Gæti verið Palli að þú hafir eitthvað til þíns máls…en ég vona bara að ef þetta er málið að Benitez lagi þetta hjá sér og þá erum við með stjóra sem er með þetta allt saman.

  19. jamm,,,Le Tallec blessaður,,,okkar Ronaldo sagði Houllier. Eitt af mestu vonbrigðum síðustu ára ásamt Pongolle, Diouf, Cheyrou og Kewell.

  20. og Kirkland, Sissoko, Mellor og Ég sem náði aldrei að sýna mitt besta

  21. Jeminn!
    Barry myndi ekkert koma sem vi-bak/vi-kant!
    Kom on!
    Topplið þurfa einfaldlega stóran hóp, Barry yrði flott viðbót við miðjuna!
    Það má síðan bara bæta meiru við, þ.e. kanta og bakverði!
    Engin ástæða til að selja Alonso!

    Horfið á miðjustöður hjá toppliðunum, þar eru 5 leikmenn að berjast um 2-3 stöður!

  22. Palli, liðið er á uppleið undir stjórn Rafa. Það hvort þér finnist hann tjá tilfinningar sýnar rétt þegar mark er þín skoðun, hef einmitt heyrt marga aðra dáðst einmitt að honum í þessum tilfellum. Það er gífurlega lítill munur á þessum efstu liðum í deildinni, Rafa þarf bara að verða sér um sterkari stóran hóp eins og man u og chelsea en án þess að hafa slíkt hefur hann þó minnkað bilið ( liðið hefur bara tapað 4 leikjum ). Að þessi munur sé frekar því að kenna að hann hoppi ekki á hliðarlínunni þegar mörk eru skorið tel ég rangt. 🙂

    Grétar kemur líka inn á þetta með sterkan hóp, Barry væri fínasta viðbót.

  23. Reynir sagði:
    “Að þessi munur sé frekar því að kenna að hann hoppi ekki á hliðarlínunni þegar mörk eru skorið tel ég rangt.”

    Það var heldur ekki málið hjá mér. Mér finnst bara líklegt að þetta gefi til kynna, sem leikmenn hafa jú sagt til um í viðtölum, að hann er gríðarlega taktískur en það vanti kannski ástríðuna. Mín skoðun sú að honum takist ekki að mótivera leikmenn fyrir ‘minna’ mikilvæga leiki. Þetta hefur gerst öll árin hans með Liverpool. Á meðan eigum við ekki séns í titilinn. Þetta hefur í raun verið sama sagan öll árin. Við erum úr leik um titilinn upp úr áramótum eða í janúar / febrúar. Síðan komum við sterkir til baka síðasta hluta tímabilsins, vinnum marga leiki í röð og allir fara inn í sumarið sannfærðir um að þetta sé á réttri leið. Ég hef bara því miður ekki trú á að þetta breytist.

  24. Alonso er ekkert að fara. Það má selja Voronin og Riise Og síðan swappa Carson fyrir Barry.

Liverpool fjórða verðmætasta knattspyrnulið heims.

Vinstri bakvörður eða miðjumaður?