Manchester United í úrslit

Jæja, þá er það orðið ljóst að Manchester United mun spila til úrslita í Meistaradeildinni. Hinum stórkostlega frústrerandi þjálfara Frank Rijkaard tókst ekki að fá liðið sitt til þess að skora eitt einasta mark gegn ManU í tveimur leikjum og slík lið eiga einfaldlega ekki skilið að komast áfram í þessari keppni.

Ef það var mikilvægt fyrir Liverpool að komast í úrslitin fyrir þennan leik, þá er það LÍFSNAUÐSYN núna. Ég höndla ekki að horfa á Manchester United – Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar. Hreinlega höndla það ekki. Núna er það undir okkar mönnum komið að klára dæmið á Stamford Bridge á morgun. Drepa alla þessa drauga tengda þeim velli. Ég meina ef að Bruno Cheyrou getur skorað fyrir Liverpool á þessum velli, þá hljóta Gerrard, Torres, Kuyt og Babel að geta það.

Ég er orðinn fáránlega spenntur fyrir morgundeginum. Ég leyfi mér að fullyrða að ef Liverpool kemst ekki áfram þá mun ég ekki horfa á fótboltaleik fram að opnunarleik EM í sumar.

En mikið afskaplega væri gaman að sjá Liverpool vinna Manchester United í Moskvu. Ekki væri verra ef að Mascherano myndi skora. 🙂

28 Comments

 1. Man Utd lá frekar aftarlega í báðum þessum leikjum og Barca náði bara ekki í gegnum múrinn og ógnuðu marki ekki að neinu ráði. Það væri gjörsamlega æðislegt að vinna þetta fjandans Man Utd lið í úrslitum. Eins væri óbærilegt að tapa fyrir þeim…

 2. Til hamingju United-menn, Scholes gat það sem Börsungar gátu ekki. Ef Deco, Xavi, Iniesta eða einhver hinna leikmanna Barca hefði fengið þetta færi sem Scholes fékk hefðu þeir reynt að þríhyrningsspila sig inn í vítateiginn. United hafa leikið nógu oft gegn Arsenal til að kunna að loka á slíkt og því komust Börsungar í raun aldrei verulega nálægt því að skora í þessari rimmu. 180 mínútur og ekki eitt dauðafæri. Slík lið fara ekki áfram, einfalt mál.

  En já, Rijkaard drullaði á sig í þessari rimmu. Ferguson var með taktíkina á hreinu í báðum leikjum, notaði breiddina og var með góðar skiptingar bæði í síðustu viku og í kvöld, á meðan Rijkaard henti sínu besta liði inná, vonaði það besta og fraus svo þegar hann þurfti að taka af skarið og skipta inná. Að Eiður Smári skuli bara hafa fengið 3 mínútur í kvöld, og Henry tæpan hálftíma, og Henry bara kortér í fyrri leiknum, segir manni bara það að Rijkaard olli þessu ekki.

  En sigur United er frábær og fyllilega verðskuldaður. Þetta er jú frábært kvöld fyrir enska knattspyrnu að því leyti að nú er ljóst að ensk lið munu mætast í Moskvu um miðjan maí.

  En já, það er hætt við því að maður fari snemma í „sumarfrí“ frá boltaglápinu erlendis ef við töpum á morgun. Kannski eins gott að íslenski boltinn byrjar eftir 11 daga þannig að maður beinir athyglinni bara þangað og fer að stunda völlinn. 🙂

 3. 🙁 ….. var nú nauðsynlegt að klína þessu nafni efst á forsíðu!!!!!

 4. Ég segi nú bara “úff” Við þurfum að vinna Chelsea og Man U. til að dæmið fái farsælan endi. Og þvílíkur endir sem það nú yrði….

 5. “Ég er orðinn fáránlega spenntur fyrir morgundeginum. Ég leyfi mér að fullyrða að ef Liverpool kemst ekki áfram þá mun ég ekki horfa á fótboltaleik fram að opnunarleik EM í sumar.” Ha ha…. 🙂 Setning kvöldsins.

  Ég hefði viljað sjá Barcelona vinna. En það er rétt… þeir gátu ekki blautan á móti Unt. Því er nú hörmungas miður!!!

 6. Þetta var svona one in a million shot hjá Scholes.
  Barcelona var svoleiðis miklu betra liðið í þessum leik og gaman að sjá að Manchester borg hefur eignast fyrirtaks handboltalið. Og fyrir hvern átti Eiður að koma inná?? Ég er hins vegar sammála um að Henry átti að spila miklu meira. Ekki eitt dauðafæri.. man nú í svipinn eftir tvei skotum frá Deco, skoti sem Saar missti, skalla frá Henry, þannig að Barca átti nú mun fleiri færi…
  En ef minnið mitt svíkur ekki þá var Liverpool nú einmitt skammað all svakalega fyrir að spila stífan varnarleik á móti Barcelona, en scummarar eru hreinir snillingar fyrir að “loka svæðum” á móti Barcelona.
  En nú er bara að vinna Chel$ki og mæta galvaskir til Moskvu og taka þessa dollu enn einu sinni…

 7. Og fyrir hvern átti Eiður að koma inná??

  Yaya fokking Toure! Það er hneyksli að Iniesta hafi verið fyrsti maður útaf, en að Toure hafi hangið inná allan tímann.

 8. Yaya átti já að fara út af en Henry hefði þá átt að koma inná…
  Hafa Xavi, Deco og Iniesta á miðjunni og Henry, Eto og Messi fyrir framan.
  Og hver á nú að fara út af fyrir Eið?? 🙂

 9. Hehe, beið eftir þessu, en vandamálið var bara að Deco spilaði bara vel í þessum tveim leikjum… En til að fá ferska fætur inn þá hefði hann átt að vera næstur til að fjúka útaf já…
  En það er alltaf erfitt að koma inn í svona hraðan leik og gera eitthvað að viti eins og sýndi sig með Henry og Eið voru alveg týndir í þessum leik, Eiður fékk nú ekki nema 3 mín þannig að það var nú ekki við miklu að búast.

 10. Já Deco hefur ekki spilað mikið uppá síðkastið og hann hefði mátt fjúka fyrir Eið Smára. Smári hefur reynslu, bæði af enskum leikstíl og á Old Trafford þar sem hann hefur skorað 4 mörk í 7 leikjum.

  Henry hefur ekki getað skít í vetur og á ekki að fá að spila eina einustu mínútu meira með þessu liði. Í alvöru talað þá hefur hann verið eins og smástelpa í þessu Barca liði, Guð einn veit af hverju ? allavega veit ég það ekki.

  Greinilegt líka að Rijkaard er kominn á endastöð með þetta lið, getur ekkert móteverað það lengur.

 11. “Þetta var svona one in a million shot hjá Scholes.”

  Hvað áttu við með því? Ekki ætla ég að taka upp hanskann fyrir leikmann Man Utd en þetta var nú bara akkúrat týpískt mark hjá Scholes.

 12. Deco var skelfilega lélegur í þessum leik og lið sem spilar Henry á bekknum/kantinum á ekki að fara áfram. Horfði Riikjard aldrei á Henry áður en hann keypti hann?

  Deco, Toure, Etoo og Puyol voru hörmung í leiknum og glaður að leiðinlegt Barcelona lið komist ekki í úrslit. Tek undir með því að ef Chelsea vinnur á morgun þá horfi ég kannski á fallbaráttuna í enska og svo opnunarmótið á EM, ekkert meir.

 13. Ég var að vona að Eiður myndi setja hann bara til að heyra allt þagna á Old Trafford. En Rijkhard er kominn á endastöð með þetta lið, hann er greinilega ekki nógu sterkur stjóri til að halda liðinu saman þegar á móti blæs.
  En ég er hóflega bjartsýnn fyrir leikinn á brúnni á morgun. Ekkert er ómögulegt, við erum að tala um Liverpool FC og Evrópuleik.
  Ég spái því að byrjunarliðið verði svona.
  Reina
  Arbeloa-Skrtel-Carra-Riise
  Macherano-Alonso
  Gerrard
  Koyt Babel
  Torres

  Á bekknum verða: Itandje, Hyypia, Finnan, Crouch, Pennant, Lucas og Benayoun.

 14. Rijkaard hlýtur að fjúka eftir þetta season, hann er alls ekki að standa sig. Mér hefur líka Deco hafa fallið í miðjumoð eftir HM, hann er ekkert nema skugginn af sjálfum sér.

 15. Ég er kominn með hnút í magann fyrir leikinn annað kvöld, verð að viðurkenna að þetta er svona svipaður fiðringur og kom fyrir leikinn á móti AC Milan í Istanbul.
  Það kemur ekkert annað en sigur til greina. Þessir góðu herramenn sem að við höfum stutt í gegnum tíðina í gegnum súrt og sætt koma ekki til með að valda okkur vonbrigðum annað kvöld.
  Hef fulla trú á því að Torres hristi af sér varnarmennina hjá chelsea og refsi þeim fyrir hvernig þeir hafa sparkað hann niður í vetur sem og í fyrri leiknum
  Svo einhverra hluta vegna grunar mig það að dómarinn verði á tánum varðandi Drogba þannig að þetta á eftir að takast. Carragher, Skrtel og Hyypia eiga eftir að ná að hafa hemil á honum, eina sem ég er smeykur um eru spjöldin sem að eru á bakinu hjá nokkrum, spurning hvort að það eigi eftir að koma okkur í vanda í moskvu…

 16. Fínn leikur hjá Manu…gerðu allt rétt sem hægt var að gera á móti barca….svona svipað og við í fyrra nema við gátum skorað á nou camp, en við erum náttúrulega með John Arne Riise (og hans öfluga hægri fót) í okkar liði, en þeir með ofmetna leikmenn eins og Ronaldo sem geta ekki einu sinni skorað úr víti 😉

  Með fyrirfram þökkum

 17. Fínn leikur hjá Manu…gerðu allt rétt sem hægt var að gera á móti barca….svona svipað og við í fyrra nema við gátum skorað á nou camp, en við erum náttúrulega með John Arne Riise (og hans öfluga hægri fót) í okkar liði, en þeir með ofmetna leikmenn eins og Ronaldo sem geta ekki einu sinni skorað úr víti 😉

  Með fyrirfram þökkum (kommentakerfið virðist vera með auto-ritskoðun, datt út eins og ein setning hjá mér í númer 18)

 18. Hvað er málið…þetta vill bara ekki detta inn, wordpress á móti því að tala illa um manu (á að koma eftir fyrstu efnisgrein í nr. 18 og á undan ,,með fyrirfram þökkum”)

 19. ok….stuck in the tvilight zone

  vildi koma því á framfæri einfaldlega að það sé ekki gott fyrir andlega líðan og heilsu liverpool manna á þessum mikilvæga degi að hafa Manchester united sem fyrstu frétt…

  því væri gott ef einhver gæti séð sér fært af síðuskrifurum að henda inn eins og einni færslu í fyrramálið…gæti talað um veðrið eða hvað hann fékk sér í morgunmat ef ekkert liverpool tengt kemur upp í hugann

 20. Munið þið eftir þessum?
  http://www.youtube.com/watch?v=A9b4H8zdfzE&feature=related
  Það er vonandi að hann mæti á Brúnna. Treyjan yfir hausinn, rennir sér á hnjánum og deilir six-pack græjunum með okkur öllum. Hann er að reyna að segja: “fyrirgefið mér allt krappið sem ég hef látið ykkur þola í gegnum tíðina eins og þetta kjánalega sjálfsmark um daginn. Hvað get ég sagt, ég er soddan kjáni”. Ég ætla a.m.k. að senda rauðhærða vini mínum jákvæða strauma í leiknum, hann getur alveg orðið hetjan okkar eða einn af þeim, þó svo hann fari frá klúbbnum í sumar og verði ekkert sérstaklega saknað, leyfi ég mér að fullyrða. Annað eins hefur nú gerst, Smicer í Istanbul, endaði sinn feril með glæsibrag og við hugsum hlýtt til hans. Dudek, massív hetja sama kvöld, sakna hans fáir held ég. Cisse skoraði t.d. bæði í þeim leik og í F.A. úrslitunum. Hann er hreinlega illa liðinn af flestum sem ég þekki. Djimi Traore, hvar er hann í dag? Hann vann blessaða Meistaradeildina fyrir örfáum árum! Fékk medalíu og allt. Verð svo að minnast á einn af mínum uppáhalds; Igor Biscan. Það var eitthvað við þann meistara sem mér þótti vænt um. T.d að sjá hann skora, þau fáu skipti sem það gerðist, og að sjá sjaldgjæft brosið myndast á króatíska andlitinu hans, félagarnir að fagna honum, það fékk mig til að líða ekki ósvipað því og þegar sonur minn tók fyrstu skrefin sín á eins árs afmælisdaginn sinn. Ókey, ekki alveg svoleiðis, frekar ýkt líking en þið skiljið hvað ég á við. Manni var ekki sama um Igor.
  Er kominn ansi langt út fyrir efnið en það er bara allt í lagi. Drengirnir geta alveg unnið Chelsea í þessum leik, hef fulla trú á því, a.m.k. gert nóg til að slá þá út. Ef ekki, þá er ég samt sannfærður um að Rafel Benitez er alltaf að bæta þetta lið, það gerist ekki á stuttum tíma en það gerist. Hlakka til sumarsins. Spennandi að sjá hverjir bætast í hópinn og hverjir munu yfirgefa okkur. Það má bara ekki vera Rafael Benitez.
  Áfram Rauðir.

 21. Sé fyrir mér 0-2 og ætla að sjá það í allan dag.Eg ráðlegg öllum púllurum að slökkva á farsímanum á meðan á leik stendur svo að engin leiðindar púki sé að bögga mann með einhverju bulli. Kooooooma svooooooo Liverpoooooooool

 22. Enn ein leiðindin í gærkvöldi. Þessi Meistaradeild verður stöðugt leiðinlegri að mínu viti. Í raun ferlega fúlt að það verði 2 ensk lið sem spila í úrslitum, alveg eins leiðinlegt og þegar 2 spænsk eða 2 ítölsk spila. Auðvitað treysti ég á það að við mætum Scum United í Moskvu en það breytir því ekki að Meistaradeildin þennan veturinn hefur innihaldið 4 – 6 almennilega fótboltaleiki, þar af tel ég 4-0 sigurinn okkar í Marseille og langbesta leik keppninnar, 4-2 klassík á Anfield.
  Vel má vera að þetta sé stærsta keppni í Evrópu, en hún verður seint sögð sú skemmtilegasta!!! Ég held að í stað þess að forða því að lið frá sama landi leiki saman snemma í keppninni ætti nú að fara að huga að því að fækka undanúrslita- og úrslitaleikjum liða frá sama landi. Þegar við vinnum Chelsea í kvöld verður það staðfest að við mætum ensku liði í 8 liða, undan- og úrslitum.
  Það finnst mér léleg Evrópukeppni!!!

 23. Mér finnst mínir menn Gerrard og Rafa ekki staðið sig í viðtölum..

  Gerrard segir að Chelsea séu líklegri..
  Rafa er að ráðast á Drogba.. að vísu nokkuð til í því..

  En samt þarf maður að hafa sjálftraustið og Egóið ílagi ef maður ætlar að vinna titla..

  Ég vona að Torres standi sig í kvöld og setji eitt mark jafnvel tvö.
  En við þurfum að skora…

  YNWA

 24. Þetta verður erfitt í kvöld bolir…

  Leikurinn veður skemmtilegur enda býður Liverpool alltaf upp á agaðann og góðan sóknarbolta, dæmi um sigur okkar á Arsenal.

  Við höfum meiri þolinmæði en Chelsea og tökum þetta að lokum. Við stöndum saman sem eitt lið og það verða rauðir andar yfir London í kvöld.

  Kuyt og Benitez verða lykillinn sigri Liverpool í þessari deild

  Lifi Þróttur og Liverpool um ókomin ár!

 25. Jæja er ekki kominn tími til að taka niður þessa fyrirsögn á forsíðunni og setja kannski vídeó af okkar mönnum frá því í Istanbul t.d.

  Þetta er ekki alveg að kveikja í manni fyrir kvöldið!

Chelsea á morgun á Stamford Bridge

Þetta er dagurinn! (uppfært – liðin komin)