Drogba og fleira

Ég mæli með [þessari grein](http://www.guardian.co.uk/football/2008/apr/27/championsleague.liverpool) í Guardian, þar sem er meðal annars fjallað um gagnrýni Rafa á það hversu mikið dómarar láta platast af dýfum Didier Drogba og svo er þarna góð upphitun fyrir Chelsea leikinn á miðvikudag.

9 Comments

 1. Mjög flott grein og góð upphitun fyrir leikinn. Vonandi að dómarar fylgist með honum og okkar menn sleppi þessu alveg í leiknum. Fáránlegt hvað hann hefur oft gert þetta og komist upp með það. Hlakka til leiksins, spennan er farin að myndast 😉

 2. Ég sá fréttaskot á Sky news minnir mig eftir leikinn… þar sagði þulurinn eitthvað á þessa leið:

  ” This is Drogba… he bullys his way through defenses.. nobody does it as well as him. He pushes every referee to make desicisons that more so often goes his way”

  Drogba er ótrúlega leiðinlegur og óheiðarlegur leikmaður. Það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar hann dettur eins og stunginn eftir smá snertingu.. Sami maður og rúllar yfir alla miðverði í deildinni bara á líkamsburðunum einum saman.

  En fyrir mér er þetta Chelsea liðið í hnotskurn. Þetta lið býr yfir ótrúlegum hæfileikum. En það hefur fylgt sumum af þessum hæfileikamönnum viðbjóðsleg og slepjuleg kænska að brjóta á andstæðingum á óheiðarlegan máta. Carvalho og Drogba eru verstir. Maður sér svona hegðun í flestum liðum á Englandi en hvergi meir en hjá Chelsea. Það sem er svo pirrandi við þessa hegðun að Chelsea virðist komast upp með þetta leik eftir leik. Og það sem er enn verra að þeir komast upp með að kvarta endalaust í dómurum. Þeir komast upp með að hópast að dómurum leik eftir leik.

  Ég vona að á miðvikudaginn fáum við dómara sem lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum og dómara sem hefur augun opin og dæmir á lymskulegan ruddaskap Chelsea manna. Ég er mest hræddur um að spennustigið verði svo hátt að allt fari í háa loft. Það kæmi mér ekki á óvart þó rauðum spjöldum verði veifað á miðvikudaginn.

  Chelsea vörnin mun að sjálfsögðu halda áfram að berja á Torres. Ég vona heitt og innilega að strákurinn nái að svara þeim með því að setja eins og tvö mörk á þá.

 3. Lampard hefur ekki verið í toppstandi en samt sem áður góður leikmaður, aldrei vanmeta menn fyrir leiki, það boðar ekki á gott.
  Ég held að liðið okkar verði einbeitt og Rafa mun sýna snilli sína í þessum leik. Þetta verður erfiður slagur en leikurinn fer 1-3 fyrir okkar mönnum og Kuyt með 1 og Torres með 2 😉

 4. Chelsea menn eru í bílstjórasætinu ekki nokkur spurning um það. Þeir eru líklegri til að klára þessa rimmu ef tekið er mið af tölfræði og öðru slíku sem er flest þeim í hag.
  En það þarf ekki nema eitt mark frá liverpool og þá er búið að sturta þessu einvígi á hvolf. Ef okkar menn komast í 1-0 þá tökum við þetta. Áfram liverpool

 5. Ég var að horfa á Chelsea TV og þar eru menn á þeirri skoðun að Carra hafa nákvæmlega ekkert ráðið við Drogba í fyrri leiknum, og að lykill Chelsea að sigri nú sé að einangra Drogba vs Carragher þar sem Drogba muni klárlega klára hann, einkum vegna þess að Carra er með gult spjald á bakinu.

  Ég er alls ekki sammála því að Carra hafi ekkert ráðið við Drogba í fyrri leiknum, en ég hafði ekki hugsað útí það fyrr en núna að Carra er með gult spjald á bakinu og það mun klárlega vera aftast í hausnum á honum þegar það er spurning um þessa 50/50 bolta, og gerir mig frekar stressaðan!

 6. Carra var með það á bakinu fyrir fyrri leikinn líka, sama má segja um Stevie. Þeir vita af þessu en ég er alveg handviss um að þegar inn á völlinn er komið, þá spá þeir lítið í þessu spjaldi.

 7. VÆL.
  Þjálfurum ætti líka að vera stranglega bannað að reyna að hafa svona áhrif á dómara fyrir leik. Sekt eða bann fyrir Rafa.

  Þegar Mourinho gagnrýndi A.Frisk um félagsskap við Rijkaard eftir leik, fékk hann 2 leikja bann. Þrátt fyrir að í ljós hafi komið að hann hafði rétt fyrir sér (Rijkaard viðurkenndi það eftir að buið var að dæma).

  Liverpool og Utd. eru bara “above the law”

Ronaldo bestur og Fabregas besti kjúklingurinn

Chelsea á morgun á Stamford Bridge