Birmingham á morgun

Nú fer að líða að lokum þessa leiktímabils og aðeins 3 leikir eftir í deildinni. Okkar menn þurfa heilt 1 stig til að gulltryggja þátttöku sína í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Auðvitað á það að vera formsatriði, en því fyrr en það er gert, því betra. Ég er þó algjörlega á því að við þurfum að sigra þennan leik til að halda stemmningu í liðinu. Það er hæpið að við náum Arsenal að stigum, en engu að síður þá er um að gera að vera klárir með okkar ef þeir misstíga sig verulega á endasprettinum. Það sýndi sig í leiknum gegn Fulham að liðið er með nægilega breidd til þess að hvíla stóru kanónurnar. Þeir menn sem ekki teljast til okkar sterkasta byrjunarliðs kæmust flestir ef ekki allir í byrjunarlið Birmingham. Það er því um að gera að leyfa þessum leikmönnum að spreyta sig áfram og hala inn stig, og jafnframt sýna fram á að þeir eigi tilkall í byrjunarliðssæti.

Birmingham er eins og Fulham, að berjast fyrir tilverurétti sínum í Úrvalsdeildinni. Þeir eru sem stendur í fallsæti, en þó aðeins stigi á eftir Reading og Bolton. Það er því allt undir hjá þeim og væntanlega koma þeir dýrvitlausir til leiks, enda nýbúnir að fá duglegan rassskell frá grönnum sínum í Aston Villa. Michael Forssell er þeirra hættulegasti maður þegar kemur að markaskorun, hann er lang markahæstur hjá þeim með heil 8 mörk. Skorunin hjá þeim dreifist mjög og þrátt fyrir að vera þetta neðarlega eru þeir búnir að skora 40 kvikindi. Það þarf að fara alla leið upp í 12 sætið til að finna lið sem hefur skorað fleiri mörk en þeir. Þeirra veikleiki liggur í vörninni og það er akkúrat það sem okkar menn verða að nýta sér á morgun. Fyrirliðinn þeirra er í leikbanni, en svo virðist sem að þeir séu annars með sitt sterkasta lið. Einn leikmaður hjá þeim hefur þó skarað fram úr undanfarið, en það er lánsmaðurinn Zarate. Hann virðist mjög hættulegur sóknarmaður sem þarf að gefa góðar gætur.

Þá að okkar mönnum. Þrír á meiðslalista og koma ekki meira við sögu á tímabilinu, það eru þeir Agger, Kewell (man samt ekki í fljótu bragði hvernig hann lítur út) og nú síðast Fabio Aurelio. Eins og áður sagði þá reikna ég með að lykilmenn verði hvíldir í þessum leik. Hvorki Insúa né Plessis léku með varaliðinu í gær og því er reiknað að þeir verði báðir í hópnum á morgun. Hver veit nema þeir hreinlega byrji þennan leik, ég væri svo sannarlega til í að sjá það gerast. Ég ætla bara að taka sénsinn og spá liðinu svona á morgun:

Reina

Finnan – Skrtel – Hyypiä – Insúa

Pennant – Plessis – Lucas – Riise
Benayoun
Crouch

Bekkurinn: Itandje, Arbeloa, Alonso, Voronin og Torres (eða eitthvað, hef ekki hugmynd hvernig ég á að skálda þetta upp)

Kannski er þetta meira óskhyggja en spá. Var í mestum vafa með miðjuna, þ.e. hvort Rafa taki sénsinn á svona reynslulitlu miðjupari, en þess vegna setti ég Benayoun þarna í “holuna”. Finnst reyndar líklegt að Voronin fái sénsinn, en ég set hann samt á bekkinn. Ég ætla að spá því að við sigrum þennan leik 1-2. Crouch setur annað og Benayoun setur hitt.

37 Comments

  1. væri fínt að klára þetta 4. sæti af. hef trú á að sigur vinnist á morgun.

    það er náttúrlega frábært en jafnframt krafa að hafa það mikla breidd að við getum spilað á nánast 2 liðum í einni viku.

    eins og allir vita spilar chelsea gegn man utd um helgina og þeir verða klárlega ekki jafn ferskir og lykilmenn liverpool þann 30.
    vonum það besta.

  2. Man ekki eftir Liverpool sigri gegn Birmingham í deild í mörg ár, þannig að það er í góðu lagi að setja varaskeifur og unga stráka í þennan leik.
    Skal alveg játa að maður hefur oft verið spenntari fyrir laugardagsleikjum en akkúrat um þessar mundir.

  3. Þessi upphitun hefði getað verið betur orðuð. Það eina sem hefði þurft að segja er þetta:

    “Steve Bruce var stjóri Birmingham í sex ár. Steve Bruce tapar aldrei deildarleikjum gegn Liverpool. Steve Bruce er ekki lengur stjóri Birmingham. Við vinnum 2-0 á morgun.”

    Segi það og stend við það. 🙂

  4. Held að spennan fyrir leikinn sé ekki að drepa neinn. Hinsvegar er langmest spennan að sjá byrjunarliðið fyrir leikinn 😀

  5. Sælir félagar
    É segi eins og Einar #6 Ég er bókstaflega að farast af spennniiiinnnnngi. Birmingham elikur antifótbolta og það getur bókstaflega drepið mann úr leiðindum. Spurningin er hvort maður lifir leikinn af? Það er spennan maður guðs og lifandi. Það er spennan.
    Það er nú þannig

    YNWA

  6. sma paeling sem kemur tessum leik ekkert vid, en hvort haldidi ad se betra fyrir Liverpool gegn Chel$ki, ad Manu tapi eda nai stigi og endi tar med titilbarattu Chel$ki. Ef Fat Frank og felagar vinna ta er tad confidence boost en ef teir tapa stigum ta er meistaradeilidin teirra eini sens….

  7. Ef manni er einhverntímann sama um alvöru Liverpool-leik, þá er það núna. Þessi deildarleikur gæti varla verið meira óspennandi fyrir litla hjartað mitt, nema þá rétt svo fyrir það formsatriði að tryggja sér Meistaradeildarsæti, sem var hvort eð er aldrei vafamál í vetur ;).

  8. Mér er ekki sama um þennan leik.Vil að Liverpool taki 3 sætið það er hægt,en þá verður Ars að misstíga sig.Annars er alltaf gaman að sjá LIVERPOOOOOL spila. KOOOOOOOOOOMA SVO LIVERPOOOOOOOOOOOL

  9. Sammála Einsa Kalda, ég ætlast til sigurs í þessum leikjum sem eftir eru, þó svo að við spilum ekki okkar sterkast liði í dag.
    Svo finnst mér fúllt að vita til þess að með því að hvíla Torres þá er verið að taka af honum möguleikann á glæsilegu meti, markahæðsti útlendingur á fyrsta ári en metið á Nistelroy og vantar Torres bara eitt mark upp á að jafna það eða 23 mörk.
    Ég veit að svona skiptir litlu máli kannski en samt flott record þar sem markakóngstitillin er nánast orðinn Ronaldos.
    Og svona met geta staðið árum eða jafnvel áratugum saman : )
    Tökum leikinn í dag 0-2
    Y.N.W.A!

  10. Fyrir mér er þessi leikur bara eins og leikurinn gegn Fulham, fyrirstaða fyrir Meistaradeildarleikinn með Chelsea.
    Hann verður örugglega jafn leiðinlegur og leikurinn gegn Fulham, sem ég entist bara út fyrri hálfleikinn í, einfaldlega vegna þess að mér fannst hann bara svo leiðinlegur.

    Ég er samt alltaf sáttur þegar ungir og efnilegir menn fá að spreyta sig, Plessis stóð sig vel á móti Arsenal og það verður gaman fyrir hann að fá annan leik.

  11. The Liverpool team in full: Reina, Finnan, Riise, Skrtel, Hyypia, Plessis, Lucas, Pennant, Benayoun, Voronin, Crouch. Subs: Itandje, Gerrard, Kuyt, Carragher, Insua.

    Líst vel á þetta. Plessis að fá séns, hefði viljað sjá Insúa í byrjunarliðinu en hann kemur þá bara inná í hálfleik eða eitthvað 🙂

  12. Sáttur við þetta byrjunarlið, sammála Antoni um að hafa viljað sjá Insúa í byrjunarliðinu og jafnvel Németh á bekknum, m.v. það sem ég hef séð af honum í reserves leikjum þá er hann góður gripur.

    Off topic: Þeir sem eru að horfa á Chelsea – Man Utd: Hvar er helvítis samræmið í dómgæslunni á Englandi, hver einasta aukaspyrna sem ég hef séð þá eru 4-5 leikmenn mættir, bæði Chelsea menn og Man Utd menn, ÖSKRANDI á dómarann og ekkert er gert!

    Ég man ekki betur en að okkar maður hafi fengið, verðskuldað þó, rautt spjald á Old Trafford fyrir mánuði síðan fyrir mun minna en þetta. Þetta er fáránlegt!

  13. Tók eftir því að það var einhver error þegar ég ætlaði inn á síðuna áðan :S

    Vonandi verður það komið í lag á eftir. Verð að fá leikskýrsluna beint í æð, enda rosalegur leikur 😀

  14. Já, ég var að uppfæra WordPress í 2.5.1, en það virðist samt ekki hafa lagað það vandamál að við getum ekki sett inn nýjar færslur (allavegana ekki ég og Kristján)

  15. Finnan að koma til og fær að spila, spurning hvort að Benitez sé að fara að setja Arbeloa í vinsti brak og Finnan í hægri á móti Chelsea í næstu viku? Ég væri allavega ánægðari með það en rauðhærða gimpið þarna.

  16. Djöfull var United – Chelsea svakalegur leikur, ég er smeykur við Chelsea liðið eins og það spilaði áðan. Rosalegur leikur.

    Get ekki hugsað um þennan Birmingham leik, – Chelsea á miðvikudaginn!

  17. Ömurleg frammistaða okkar manna verðskuldar að vera undir í hálfleik.
    Bennayun nær nýjum lægðum í getuleysi.
    Persónulega óttast ég ekki að Birmingham leggist í vörn í seinni því ef það eru hnetur í pokanum hjá stjóranum þeirra þá sér hann að þeir geta hæglega bætt við.

  18. 1-0 í hálfleik. Þetta mark skráist algjörlega á barkverðina. Sýnir einfaldlega hversu nauðsynlega Liverpool þarf að fá sér nýja bakverði.

  19. Mér sýnist sem að svona 8-9 menn séu að spila sig á sölulistann með þessari frammistöðu…

  20. 8 landsliðsmenn og 10 sem hafa spilað landsleiki fyrir sína þjóð…
    Og við náum ekki að halda bolta á móti Birmingham…

  21. Flott mark úr aukaspyrnu og staðan orðin 2-0 mjög verðskuldað gegn sorglega lélegum hóp Liverpool.

  22. Maður hefði haldið að þetta væri leikur fyrir Lucas, Pennant, Benayoun og Crouch til að standa upp og sýna hvað þeir geta…

  23. 2-1 Crouch eftir flottan einleik hjá Pennant sem hefur verið eini leikmaður liðsins sem slefar í meðalmennsku.

  24. Það er loksins að lifna yfir okkar mönnum og svei mér þá ef það er ekki jöfnunarmark í loftinu.

  25. 2-2 Benayoun skorar með skalla í bak varnarmanns Birmingham en sendinguna á benna átti Lucas.
    Þá er bara að klára þetta.

  26. Var ekki Dudek nr 1 þegar Reina kom til liðsiðs… Mig minnir það.
    Eða var það Kirkland eða Carson??

  27. Já Sigurgeir, Dudek var númer 1, en hann er hjá Real núna, svo ég skil ekki alveg af hverju Reina megi ekki fá það.. nema náttúrulega að hann vilji það ekki…

  28. Reina hefur bara viljað halda sínu númeri, ótrúlegt en satt þá tengjast menn ákveðnu númeri og halda sig við það.
    Jæja fengum stig og þar með tryggðum við 4 sætið og meistaradeildarsæti á næstu leiktíð(klárum ábyggilega aula liðið sem við fáum þar)

Degen, Riise, Skrtel, búningar

Birmingham 2 – Liverpool 2