Gerrard klár í slaginn?

Nú lítur allt út fyrir að Steven Gerrard verði búinn að hrista af sér hálsmeiðsli fyrir leikinn mikilvæga á morgun. Allir fréttamiðlar eru uppfullir af því að Frank Lampard komi tilbaka, en fyrir mér skiptir það engu máli í samanburði við það hvort Stevie verði klár fyrir okkar menn. En Rafa kallinn er ekki alveg húmorslaus, mér fannst þessi setning hjá honum tær snilld:

“The other day, he wanted to play but he was only able to look to the right, so I told him he could play as a left winger! We’ll see if he can turn his head round and look the other way now.”

Ef Stevie verður orðinn klár í slaginn, þá ættum við að hafa alla okkar sterkustu menn tilbúna. Upphitun kemur í dag, en ég varð bara að byrja svona pre-upphitun. Þetta verður SVAÐALEGT.

Stuðningsmenn LFC sýna að hjartað er á réttum stað

Chelsea á Anfield á morgun