Chelsea á Anfield á morgun

Jæja jæja jæja. Déja Vú og allt það. Í þriðja skiptið á fjórum árum munu okkar menn í Liverpool mæta Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Við sáum það strax þegar dregið var í 8 liða úrslit í Meistaradeildinni að ef að okkar menn ætluðu að vinna deildina, þá yrði það ekki auðvelt því að liðið yrði sennilega að vinna Arsenal, Chelsea og Man U til að lyfta bikarnum í Moskvu.

Okkar menn komust yfir fyrstu hindrunina, sem margir (ég þar á meðal) töldu reyndar að yrði sú erfiðasta því fyrir leikina þrjá gegn Arsenal þá hafði okkur gengið frekar illa gegn liðinu. Og á tímum sýndu Arsenal menn akkúrat af hverju svo margir Liverpool stuðningsmenn voru hræddir við þá. En okkar menn kláruðu dæmið í algjörlega stórkostlegum fótboltaleik á Anfield og komust í undanúrslitin.

Og þar mætum við Chelsea liði án Jose Mourinho. Ég veit ekki alveg hvernig manni á að líða með það. Það var nett óþolandi að hlusta á vælið í Mourinho (sem er enn að gráta útaf Luis Garcia markinu), en samt þá gerði það sigrana á Chelsea svo miklu sætari. Hérna er smá upprifjun: Leikskýrslan í fyrra og árið 2005.

Avram Grant er síðri þjálfari að mínu mati. Liðið hefur alls ekki spilað betri bolta eftir að hann kom og þeir hafa brugðist á úrslitastundu líkt og gerðist í deildarbikarnum gegn Tottenham. Hins vegar er þetta Chelsea lið eftir sem áður firnasterkt og svo vinnur það gegn Liverpool að fyrri leikurinn skuli vera á Anfield. Okkar menn hafa spilað við Chelsea tvisvar á tímabilinu og í báðum leikjunum fannst mér okkar menn vera betra liðið þrátt fyrir að niðurstaðan hafi í bæði skiptin verið jafntefli (það fyrra algerlega dómaranum að þakka).

Varðandi okkar menn, þá er Steven Gerrard enn tæpur, en annars ætti Rafa að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Spurningarmerkin eru tvö, það er staða hægri bakvarðar (Carra eða Arbeloa) og svo hvort að Crouch spilar með líkt og á Anfield gegn Arsenal. Ég ætla að leyfa mér að spá tvenns konar uppstillingu eftir því hvort að Gerrard verði með eða ekki.

Reina

Carra – Hyypia – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Xabi
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Og án Gerrard:

Reina

Carra – Hyypia – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Xabi
Kuyt – Crouch – Babel
Torres

Sem mun þá væntanlega líkjast 4-4-2 uppstillingu.

Ég hef ekki horft á marga Chelsea leiki að unfanförnu, Ég ætla þó að giska (miðað við síðustu leiki) á þessa uppstillinu. **(uppfært EÖE)** Essien er víst í banni einsog glöggir lesendur bentu á. Óvíst er um Ballack, þannig að ég set Makelele inn.

Cech

Ferreira – Carvalho – Terry – A. Cole

Makelele – Lampard – Mikel

Anelka – Drogba – J.Cole

Þeir gætu þó haft Makelele á miðjunni í staðinn fyrir Mikel og einnig gæti Ballack komið þar inn. Svo gæti Kalou vel verið frammi eða þá Malouda jafnvel.

Þarna eru auðvitað nokkrir leikmenn, sem hafa upplifað það að detta tvisvar útúr Meistaradeildinni gegn Liverpool og verða því vænanlega brjálaðir í báðum leikjunum. En það er líka eitthvað við þetta Chelsea lið sem er bara ekki að heilla mig. Fyrir utan síðasta hálftímann í Arsenal leiknum þar sem Drogba bar liðið á herðum sér, þá hef ég ekki séð mikið til þeirra sem að heillar mig.

Það er þó auðvitað alveg fáránlega mikið af góðum knattspyrnumönnum í þessu liði og þeir geta unnið hvaða lið sem er í heiminum á góðum degi.

En það geta okkar menn líka.

Þetta verður erfitt, en ég spái okkar mönnum 1-0 sigri á Anfield á morgun. Við gerum svo 1-1 jafntefli á Stamford Bridge og tryggjum okkur í úrslitaleikinn í Moskvu.

**Áfram Liverpool!**

53 Comments

  1. Já, það nálgast. Sammála því að Grant er ekki alveg búinn að vera að gera sig, því að mínum dómi er Chelsea með sterkasta hópinn á Englandi og þótt víðar væri leitað. Þeir eru með lágmark 2 landsliðsmenn að berjast um hverja einustu stöðu á vellinum. Þeir eru einfaldlega með frábæran hóp leikmanna.

    Ég verð þó að viðurkenna það að það leggst illa í mig að byrja á Anfield. The Anfield factor er ekki jafn sterkur þannig, eða allavega það virkar þannig á mann. Maður er samt auðvitað bjartsýnn, hvernig er annað hægt þegar liðið okkar er að spila í Meistaradeildinni. Við þurfum engu að síður að eiga algjöra topp leiki til að klára þetta. Ég get hreinlega ekki beðið.

  2. Essien er í banni á morgun. Því verður það líklega Ferreira í hægri bak og Makalele sem kemur inná miðjuna. Sögum ber ekki saman með Ballack og hvort hann verði klár.

    En annars er það eitt sem hræðir mig, það er að við höfum slegið þá út þrisvar sinnum í undaúrslitum (2005 CL, 2006 FA, 2007 CL) í öll þau skipti vorum við að mæta þeim þegar þeir voru að spila mjög vel, og við töluvert fyrir aftan þá hvað varðar stigafjölda og fl.

    Nú er í raun staðan önnur, vissulega eru þeir fyrir ofan okkur í deildinni, en þeir virðast vera veikari sem heild en í nokkurt af þeim skiptum sem við höfum mætt þeim, og erum við ekki janfmiklir “underdogs” og áður í þessu einvígi..

    Númer 1,2 og 3 er að fá ekki á okkur mark á Anfield. 0-0 eru ekkert svo slæm úrslit, en við verðum, bara verðum að halda markinu hreinu. Því við getum ekki verið að fara á brúnna í þeirri stöðu að þurfa að vinna – enda eins og allir vita þá hafa þeir ekki tapað þar svo mánuðum skiptir.
    Við þurfum að vera þolinmóðir og mjög massívir, meigum ekki gleyma okkur í því að reyna að koma á þá marki því þeir eru með hættulega einstaklinga eins og Drogba, Anelka, Cole og Fat Frank sem geta vel skorað – og þá sérstaklega Cole sem mér hefur fundist vera yfirburðarmaður í þessu Chelsea liði eftir áramót, og hann virðist alltaf spila vel á móti Liverpool (nær alveg aftur að West Ham ferli hans).

    Það er vissulega verra að eiga fyrri leikinn á Anfield, og við þurfum að halda hreinu þar – mín spá fyrir þennan leik er 1-0, Kuyt heldur áfram að skora mikilvæg mörk í CL.

    Ég hef trú á því að hann spili Carra í hægri bakverði, það heppnaðist vel gegn Arsenal og ég tel að Carra sé maðurinn til að halda Cole niðri.

    YNWA!

  3. Ég er töluvert spenntur fyrir leiknum á morgun, alveg með fiðring í maganum má segja.
    Mín uppstilling fyrir annað kvöldið er þessi.

                    Reina
    

    Carra Hyypia Skrtel Riise
    Pennant Marcher Gerrard Babel
    El Nino!

    Held að Torres seti hann fyrir okkur og Hyypia mun halda áfram að ríkja eins og konungur í vörninni, hann mun pakka Drogba saman í háloftinu og Skrtel mun eiga hann á hraðanum. Samt sem áður kemur skilningur Hyypia inní leikinn hjá honum í staðinn fyrir hraðann.
    Mín spá er samt sem áður mikil bjartsýni, 2-0 fyrir okkar mönnum og Torres og Babel. Held að þeir tveir eigi eftir að eiga stórleik 😉

    Takk fyrir mig….YNWA

  4. Fín upphitun Einar. Það verður að viðurkennast að ég er óvanur því að vera svona lítið stressaður fyrir þessa leiki. Þegar maður tekur tölfræðina inní dæmið er auðvelt að sjá af hverju:

    1. Þetta er í fjórða skiptið á fimm árum sem Chelsea spila í undanúrslitum CL. Þeir hafa komist fjórum sinnum af síðustu fimm í undanúrslitin, en samt ALDREI í úrslitaleikinn. Líkindareikningurinn segir okkur að fyrr eða síðar gerist það að þeir komast í úrslitin.

    2. Þetta er fjórða árið í röð sem við mætum Chelsea í undanúrslitum stórkeppni. Unnum þá í fyrra og 2005 í CL og 2006 í FA Cup. Getum við endalaust stoppað þetta lið í að komast í úrslitaleiki? Enn og aftur segir tölfræðin okkur að þetta góðæri okkar gegn Chelsea í útsláttarfyrirkomulagi hljóti að taka enda.

    3. Seinni leikurinn er á Stamford Bridge að þessu sinni. Stamford Bridge er enginn Anfield þegar Evrópa er annars vegar, en kannski gefur þessi viðsnúningur leikja Chelsea-mönnum þá auknu trú sem þarf til að sigra Liverpool loks í Evrópu.

    4. Glasið er hálftómt.

    Þetta er þó allt bara tölfræði og kemur þessum tveimur leikjum framundan sem slíkum ekkert við. Bæði lið geta sigrað, sama hvað sagan segir. 🙂

    Ég veit það ekki … ég verð kannski spenntari fyrir þessum leik á morgun. Mikið óskaplega er maður orðinn vanþakklátur, að geta varla aukið hjartsláttinn um eins og eitt slag við tilhugsunina um enn eina undanúrslitarimmuna í sterkustu félagsliðakeppni heims. 😉

  5. Þú ert bjartsýnn bróðir kær ef þú telur að það þurfi bara 10 Liverpool menn gegn Chelsea til að vinna 2-0 sigur 🙂

  6. Það sem er allra allra mikilvægast er að við fáum ekki mark á okkur á morgun, 1-1 er mjög vond staða.

    Ég er drullustressaður fyrir þennan leik og líkt og KAR bendir á þá hlýtur þetta góðæri að taka enda 🙂 líkt og í fjármálaheiminum! EEEEEeeennnn vonandi ekki þetta árið…

    shittur ég get ekki beðið!!!

  7. Kristján svona tölfræði útreikningar virka ekki nema við vitum að þeir muni einhvern tíma komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
    Þar sem við vitum ekkert um það hefur tölfræðin ekkert að segja 🙂
    En ég er samt stressaður fyrir þessa leiki og það er fyrst og fremst vegna þess að við spilum seinni leikinn á útivelli. Það verður erfiðara.

  8. Ekki vera svona svartsýnn SSteinn, auðvitað þurfum við ekkert meira en 10 menn til að leggja Chelsea að velli 😉 En það sakar þó varla að byrja leikinn með 11.

    Þessi leikur fer eins og hinir fyrri á Anfield á þessu stigi, 1-0, Skrtel með sitt fyrsta mark fyrir framan the Kop.

  9. “Okkar menn hafa spilað við Chelsea tvisvar á tímabilinu og í báðum leikjunum fannst mér okkar menn vera betra liðið þrátt fyrir að niðurstaðan hafi í bæði skiptin verið jafntefli (það fyrra algerlega dómaranum að þakka).”

    Töpuðum við ekki 2-0 á brúnni í bikarnum, eða er ég algerlega að rugla ? Crouch fékk rautt og læti.

  10. Það er rosalegur munur á uppstillingunni með og án Gerrard, bara heill Crouch!!!

  11. Lykilatriði að halda hreinu á morgun og vonast til þess að pota inn einu marki. 0-0 væru alls ekkert svo slæm úrslit fyrir Liverpool en 1-1 myndi gera stöðuna strax töluvert erfiðari.
    Skiptir engu máli hvernig leikirnir hafa farið undanfarin ár, það lið sem hefur betur innbyrgðis úr þessum tveimur viðureignum fer áfram, svo einfalt er það. Menn get endalaust velt sér uppúr einhverri tölfræði en hún telur nákvæmlega ekkert þegar flautað verður til leiks á morgun.

  12. ÚFF það vantar ekkert stressið í mann fyrir leikinn sko. Ég er algjörlega sammála því að það er nauðsynlegt að halda markinu hreinu á morgun og ekki væri verra að vinna 2-0 en það er bara gríðarlega erfitt að ætla að ná slíkum úrlitum gegn massívu liði Chelsea. Hins vegar ef Chelsea skorar og Liverpool mun þurfa mark á Stamford Bridge þá erum við núna með eitt stk Torres sem getur alltaf skorað og því líklegri núna til þess að skora þar heldur en í fyrri undanúrslitarimmum þar.

    Ég held að það verði.

    Reyna

    Carra-Hyypia-Skrtel-Aurelio
    Masc og alonso
    Kuyt-Gerrard-Babel
    Torres.

    Held að Pennant fái ekki sénsinn þrátt fyrir frábæran leik gegn Fulham síðastliðinn laugardag og vermi bekkinn ásamt Crouch og 3 öðrum snillingum.

    Það er ágætt að fara að spenna greipar bara þetta verður svakalegt og maður getur hreint ekki beðið. Ég spái að helvítin geri eitt mark á okkur en við setjum 2, Gerrard og Torres skora og koma okkur í 2-0 en Cole sem alltaf virðist skora gegn okkur setur eitt í restina og býr til von fyrir Chelsea en seinni leikurinn fer 0-0 og við til Moskvu….

  13. Ég held að Pennant byrji ekki inná. Varð hugsað til atriðis úr myndinni “the world according to Garp” þegar ég var að pæla í hvort hann myndi starta eða ekki. Þar brotlendir flugvél á húsi sem Garp og frú eru að skoða og Garp ákveður í snarhasti að kaupa húsið. Aðspurður útskýrir hann að líkurnar á því að þetta gerist aftur séu hverfandi. Pennant stóð sig vel og skoraði í síðasta leik, ég myndi giska á að það sé svona ca. eitt tímabil í að hann skori aftur. Þar sem ég er haldinn afbrigðilegu mikilmennskubrjálæði trúi ég því að Rafa hugsi á sömu nótum.

    Annars held ég að við förum ekki lengra í CL þetta árið. Ég vona að sjálfsögðu að við tökum þetta og hef trú á því að liðið geti það á góðum degi, ég er bara voðalega hræddur um að þessir tveir leikir lendi á miður góðum dögum hjá okkar mönnum. Bara gut-feeling. Með sömu vísindalegu nákvæmni spái ég því að Chelsea mæti Barcelona í úrslitum, þó ég sé á þeirri skoðun að Man Utd sé mun betra lið en Barca þessa dagana.

    Það verður allavega úrslitaleikur sem ég mun mjög tæplega nenna að horfa.

    En Man Utd. – Liverpool í úrslitum, getiði ímyndað ykkur klikkunina? Ég er ekki einu sinni viss um að ég vilji sjá það gerast, ég væri líklegur til að naga barnið mitt af stressi!

  14. Toggi sagði:

    „Varð hugsað til atriðis úr myndinni “the world according to Garp” þegar ég var að pæla í hvort hann myndi starta eða ekki. Þar brotlendir flugvél á húsi sem Garp og frú eru að skoða og Garp ákveður í snarhasti að kaupa húsið. Aðspurður útskýrir hann að líkurnar á því að þetta gerist aftur séu hverfandi. Pennant stóð sig vel og skoraði í síðasta leik, ég myndi giska á að það sé svona ca. eitt tímabil í að hann skori aftur.“

    Þetta er besta byrjunarliðsspá sem ég hef lesið í langan tíma. Þú sannfærðir mig, það er ekki séns að Pennant byrji þennan leik. 🙂

    Já, og þegar Liverpool og Man Utd mætast í úrslitunum, plís ekki naga barnið þitt. Því finnst eflaust betra ef þú bítur bara og sleppir svo, enda er illu best af lokið. 😉

  15. Því ættum við ekki að getað sett 2 á chelsea á anfield?…Það gekk á móti
    Inter. Eg hef ekki áhyggjur af þessum leikjum. Rafa hefur sýnt að hann
    kann á þessa keppni og chelsea eru vissulega sterkir en þeir geta brotnað.

  16. Þetta með að það sé verra að byrja á Anfield … er það rangt hjá mér að þegar við slógum Juventus út að fyrri leikurinn hafi verið heima?
    (2-0 sigur)

  17. Ég held að það sem mun koma okkur áfram er pressan á Chelsea. Þeir eru ekki aðeins að berjast við Liverpool 2008 heldur líka söguna. Þeir vilja ekki láta það gerast að detta úr keppni á móti Liverpool þrisvarsinnum í undanúrslitum.
    Þeir munu koma brjálaðir til leiks en kannski ekki alveg eins skynsamir og það munn hjálpa okkur.
    Ef liverpool fær ekki á sig mark á anfield þá verð ég mjög bjartsýn.
    0-0 væru ekki skeflileg úrslitt, því þá munn Chelsea sækja á okkur í síðari og þar með opnast pláss fyrir Torres og Babel að keyra á þá.

    Ég spái samt 1-0 sigri Liverpool og verður það Kuyt sem skorar

  18. Sælir félagar
    Þetta verður mjög erfiður leikur, drulluerfiður og mikil barátta og leikið fast. Þrátt fyrir það þá veit ég að við vinnum 2 – 0. Þar sem dómarinn verður ekki enskur fáum við víti á brot hjá Terry og svo mun Carra, minn maður, setja eitt úr föstu leikatriði (les. hornspyrna) þegar búið er að reka landsliðsfyrirliðann fyrrverandi útaf.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  19. Halda menn virkilega að Gerrard muni ekki spila leikinn á morgun? “You always have to be careful with the neck”.

    Benitez var bara að hvíla hann, og það er ekki neitt. Ég er til í að veðja hálfri milljón á það að Steven Gerrard verði í byrjunarliði Liverpool á morgun. Þetta er bara eitthvað sálfræðiploy, svona eins og Man Utd tók fyrir leikinn á móti Liverpool núna um daginn þegar Ferguson sagði að Ferdinand myndi ekki spila, þegar hann var svo í byrjunarliðinu.

  20. Grímur, um Drogba stendur:

    Goalkeeper Carlo Cudicini (hamstring) is out, while striker Didier Drogba remains doubtful with a knee complaint.

  21. Chelsea þurfa að mæta Man United á milli leikja við Liverpool og það í mikilvægum leik. Sú staðreynd verður þeim að falli…. Vonandi

  22. Ekkert verra að byrja á heimavelli ef…..við höldum hreinu! Held að það sé lykillinn að úrslitaleiknum að fá ekki mark á okkur heima og ekki verra að skora eitt. 0-0 í fyrri leiknum er ekki alslæmt og jafnvel betra en að vinna 2-1. Spá mín er samt 1-0 fyrir okkur heima og 1-1 í seinni leiknum. Sama þótt dómarinn skori fyrir þá bara ef við vinnum samanlagt!

  23. Ég spái 2:1 sigri á Anfield og 0:0 jafntefli á Stamford Bridge … nákvæmlega sömu úrslitin og á móti Juve 2005 í átta liða úrslitum. Þá var heimaleikurinn á undan og það gekk vel.

    Auðvitað er maður hræddur um að góðærið taki enda, en ég hef trú á því að það gerist ekki á morgun … þ.e. í þessari rimmu.

    Við förum í úrslitin og lendum þar á móti Manure væntanlega.

    Torres og Gerrard skora okkar mörk, Lampard skorar úr vafasamri vítaspyrnu undir lok leiks og gerir okkur stressaða fyrir seinni leikinn – en snillingurinn Rafa kemur með frábært útspil og við vinnum einvígið!

    Áfram Liverpool!

  24. Það er komið að því, leikdagur og jafnframt minn 17. afmælisdagur! Treysti á strákana með Torres í broddi fylkingar að þeir klári leikinn fyrir mig 🙂

    Unnum Chelsea fyrir tveimur árum líka 22. apríl í FA-bikarnum á Old Trafford þegar góðvinur minn hitti á markið og skoraði úr aukaspyrnu – hefur held ég ekki gert það síðan 🙂

    Annars verður þetta feykilega erfiður leikur þó mér finnist Chelsea ekki hafa verið að spila sannfærandi upp á síðkastið, lykilatriði er þó að halda markinu hreinu! Treysti Hr. Reina samt algjörlega í þeim málum.

    Koma svo!
    YNWA.

  25. Í allri þessari rugluðu efnahagsumræðu þessa dagana, þá væri gaman að vita hversu mikið framleiðnin fellur á leikdag. Ég vinn við tölvu allan daginn og á í erfiðleikum við það að skrifa þetta, þar sem hendurnar titra af eftirvæntingu. Hvað þá að skila einhverri vinnu í dag.
    Herre Gud. Go Liverpool

  26. HVernig er það !!! Er ekki fyrsti leikurinn i hverri umferð, óruglaður á sýn? Verð nefnilega að vera heima með einn veikan.

  27. Rosalega væri gaman að fara í gegnum Arsenal, Chelsea og United. Liðin fyrir ofan okkur í deildinni. Benitez er skuggalega nálægt því að vinna deildina. Munurinn á United og Liverpool eru tveir leikir, tveir tólf stiga leikir og eitt jafntefli. Það er ekki neitt.

    Gaman að vera Poolari í dag, Chelsea í heimsókn og Torres í stuði.

    Ætli maður fái ekki taugaáfall þegar Liverpool vinnur ensku deildina.

  28. Binni, þó svo að þú sért nú púlari, þá vill ég benda þér á síðuna myp2p.eu, þar geturðu horft á ALLA leiki í öllum keppnum. Ef hún virkar ekki þá ekki þá er livetv.ru ágætis backup. Ég held með Chelsea en get ekki verið bjartsýnn í ljósi alls sem á undan hefur gengið… vona það besta.

    Áfram Chelsea!

  29. Já, ég vissi a það var eh sem að mig vantaði þarna, las þetta oft yfir en sá ekkert! Við erum líkir.

    Reina
    Carra Hyypia Skrtel Riise
    Pennant Marcher Lucas Babel
    Gerrard
    El Nino!
    Þetta átti einmitt að vera svona hjá mér, hugsaði þetta en jææææja! Koma svo 😉

  30. Heysús Kristur og allir hinir mexikanarnir… Blóðþrýstingurinn er svo hár að það er aðeins kokteilsósan sem að er að halda hjartanu á mér saman. Þetta verður rosalegt !!!

    Y.N.W.A

    KOMA SVO !!!!

  31. Váá hvað er gaman að vera með fótboltadellu, að fá að vakna á fallegum þriðjudegi með fiðring í maganum vegna þess að 22 leikmenn eru að fara spila í öðru landi leik í kvöld sem skiptir mig meira máli en flest annað í lífinu er æðisleg tilfinning.

    Djöfull er maður stressaður en jafnframt gríðarlega spenntur fyrir enneina rimmuna við Chelsea. Ég veit ekki af hverju en ég vaknaði með góða tilfinningu fyrir kvöldinu.

  32. Henry Winter á opinberu síðunni, finnst þetta algjört snilldar-quote:
    “Benitez will know Grant’s game-plan. Grant may not know Benitez’s.”

    stressið komið í mann.

  33. Ég er bara algjörlega að fara á taugum akkúrat núna, spennan er svo mikil fyrir þessum leik að það er ekki fyndið! Að sjálfsögðu verður þetta Liverpool sigur 3-1 þar sem enn ein þrennan lítur dagsins ljós hjá heitasta framherja í heimi í dag FERNANDO TORRES! Og auðvitað kemur eitthverskonar skítamark hjá Chelsea, ef það er ekki dómaranum að kenna þá á það eftir að koma mér skemmtilega á óvart!

  34. Dammit!

    Ókei. Dreg hér með til baka yfirlýsingar frá því í gær um að ég væri ekki orðinn spenntur fyrir þennan leik. Ég er opinberlega farinn að finna puttana skjálfa á lyklaborðinu.

    Þetta verður r-r-r-osalegt (0-0 jafntefli) í kvöld! 🙂

  35. Ég veit ekki hvað er að mér. Venjulega er ég í stress- og þunglyndiskasti nokkrum klukkutímum fyrir leik en núna er ég ótrúlega bjartsýnn. Við förum í gegnum þetta, ég er 100% viss 🙂

  36. Holy freaking shjæse segi ég nú bara.

    Af hverju í andskotanum asnaðist maður út í það að vera stuðningsmaður knattspyrnuliðs og í þokkabót þá valdi Liverpool FC mann sem stuðningsmann sinn :-s. Þetta er bara ekki mennskt. Sem betur fer er ég búinn að vera á fundum í nánast allan dag, annars væri maður búinn að naga neglur upp að öxlum. Það stefnir í rafmagnaða spennu á Anfield, og rafmagnaða spennu á Players og í rauninni hvar sem er. Mikið lifandis skelfingar ósköp væri ég til í að sjá bara góðan sigur í kvöld sem fleytti okkur rúmlega hálfa leið í þessu. En ég þekki lið mitt nú betur en svo, þeir munu vilja halda okkur í spennitreyju fram á síðustu sekúndurnar.

    Spennið beltin og búið ykkur undir flugtak, áfangastaðurinn er úrslitaleikurinn í Moskvu. Tvær millilendingar eftir og vonandi verður hjólabúnaður sterkur. Koma svo…

  37. Assgoti væri sætt, en samt út úr karakter, að vinna þetta helvíti í kvöld bara öruggt takk fyrir. 3-0 væri bara í lagi.
    En auðvitað fer þetta 0-0 eða 1-1.

    Og ef að Joe helvítis Cole skorar í kvöld verð ég alveg brjál.

  38. Ég er skíthræddur við þetta.

    Hef trúnna – eins og ávallt en ég er samt hræddur. býst við að þetta verði of naumt fyrir minn smekk – eins og alltaf. Væri samt alveg til í 2-0 cushion fyrir seinni leikinn.

  39. trúi ekki öðru en Lucas byrji inná í stað Xabi. Hann er búinn að vera að spila mun betur og hlítur að fara að verða fyrsti kostur okkar í þessa stöðu á miðjunni með Mashcerano.

  40. vá ég lofaði Carlsberg að ég ættlaði ekki að fá mér bjór á virkum degi
    EN
    nú er lag ég vann stórastórastóra bjórflösku á fánadeiginum Liv vs Ev
    og er búinn að oppna vá þetta hrífur bara gaman er að horfa á gamla leiki og singja með sjálvum mér hei ekki taka eftir stafsetningarvillum því ér er komin í stuð við tökum þetta 2-0 Goooooooooooooooooolllllllllllllll
    en gæti farið 3-0
    Torres 1 til 2
    og Geirharður með the one 1Goooooooooooolllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
    allir á Pleyers sunnanmenn ….en við Norðanmenn á All-ann og loma svoooooo

  41. The Liverpool team in full: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Skrtel, Mascherano, Alonso, Gerrard, Babel, Kuyt, Torres. Subs: Itandje, Hyypia, Riise, Pennant, Lucas, Crouch, Benayoun.

Gerrard klár í slaginn?

Liverpool 1 – Chelsea 1