Liverpool 2 – Fulham 0

Jæja, okkar menn fóru á Craven Cottage í London í dag og nánast tryggðu sér fjórða sætið í deildinni. Liverpool eru núna 8 stigum á undan Everton þegar að aðeins 3 leikir eru eftir í deildinni. Auk þess er markatala okkar manna mun betri þannig að okkur dugir 1 stig úr síðustu leikjunum til að komast í Meistaradeildina.

Allavegana, Rafa stillti þessu svona upp í dag.

Fulltaf breytingum og Gerrard ekki einu sinni í hópnum. Hyypia fyrirliði.

Reina

Finnan – Hyypia – Skrtel – Riise

Pennant – Mascherano –Lucas – Yossi

Voronin – Crouch

Á bekknum: Itandje, Xabi, Aurelio, Carra, Torres

Semsagt, fullt af breytingum og Hyypia var fyrirliði. Í hálfleik kom Carra inn fyrir Hyypia, svo kom Xabi inn fyrir Mascherano.

Ég er viðbjóðslega þunnur og auk þess var þetta hálf bragðdaufur leikur, þannig að ég hef lítið sem ekkert um hann að segja. Pennant kom okkar mönnum yfir í fyrri hálfleik með góðu skoti frá vítateigshorninu úr skyndisókn okkar manna.

Hann átti svo fína sendingu inná Crouch, sem skoraði seinna markið.

Annars voru okkar menn ekkert sérstaklega góðir og Fulham menn fengu nokkur fín marktækifæri. Okkar menn gerðu bara nóg til að vinna leikinn, ekkert meira.

**Maður leiksins**: Ég ætla að velja **Jermaine Pennant**. Hann skoraði fyrra markið og lagði upp hið síðara og átti þátt í flestum sóknum okkar manna.

En allavegana, þetta var fínn sigur og gott að ná að hvíla lykilmenn fyrir Chelsea leikinn. Menn einsog Torres, Gerrard, Kuyt, Babel og fleiri fengu alveg hvíld í dag og ættu því að vera góðir í leiknum gegn Chelsea sem við bíðum öll spennt eftir.

43 Comments

 1. Stutt en segir þó allt sem segja þarf. Góður sigur og flott að hafa næga breydd til þess að geta hvílt lykilleikmenn.

 2. Þetta var fínn sigur gegn liði sem þarf svo sannarlega á stigum að halda. Ef allir útileikir væru svona áreynslulausir, þá værum við í góðum málum! Þetta var ekki merkilegur leikur en ég taldi mig þó hafa fylgst ágætlega með honum. Þess vegna eru það fréttir fyrir mér að Jamie Carragher hafi spilað allan seinni hálfleikinn. Það fór alveg fram hjá mér 🙂

 3. Góður sigur og fín upphitun fyrir deja vu slaginn gegn tjelskí í næstu viku!
  Góðan bata í þynnkunni Einar Örn híhí.

 4. Sammála með skýrsluna.
  Reyndar verð ég að bæta við að mér fannst í besta falli sorglegt að sjá Voronin í þessum leik, eina skiptið sem honum tókst að skapa hættu var þegar hann reyndi skot á markið með bakfallspyrnu, og fékk hann fullt af sénsum til að gera eitthvað í gegnum leikinn.
  Bennayoun var lélegur, hélt illa bolta og var lítil ógn.
  Riise sýndi og sannaði að hann þarf að fara heim eftir tímabilið og velta sér upp úr “glory days”.
  Pennant, Masche og Lucas voru fínir og að sjálfsögðu meistari Reina sem bjargði okkur nokkru sinnum úr bullinu.
  Ef það er ekki ástæða til að nota stráka eins og Nemeth í leik eins og þessum þá veit ég ekki hvenær, Voronin fær varla fleiri sénsa.
  Til lukku með sigurinn öll sömul þó leikurinn hafi angað af tilgangsleysi, a.m.k. hjá okkar mönnum.

 5. Svo má til gamans bæta við að ef Portsmouth vinnur sinn leik á morgun á eru þeir bara einu stigi á eftir Everton : )

 6. Mikilvægur sigur í höfn. Það er bara ekki séns að við töpum síðustu þremur leikjunum og Everton vinni alla sína. Ég held að það sé óhætt að segja að Meistaradeildin næstu leiktíð er 99% tryggð.

  Pennant maður leiksins. Ég var rétt búinn að sleppa orðinu að menn eins og Pennant og Crouch þyrftu að stíga upp í þessum leik að Leiva átti snilldarsendingu og Pennant gerði það eina rétta ..lét vaða á markið og uppskar flott mark. Crouch fær hrósið líka fyrir sinn leik og flott mark. Litli naglinn okkar er bara ómissandi þarna á miðjunni… það vita allir hvern ég er að tala um. Var ekki par dús við minn gamla góða Danny Murphy sem tók nokkrar rispur á JM. Við þurfum á JM að halda gegn Chealsea. Mér fannst marktækifærum Fullham fjölga óþarflega mikið eftir að hann fór af velli. Skrtel var frábær í vörninni. Ég verð hrifnari og hrifnari af þessum strák. Hann er með fínar staðsetningar og er öruggur á boltann. Tímasetningar á tæklingum oftast nær óaðfinnanlegar. Stór og sterkur miðvörður sem á framtíðinni fyrir sér í liðinu.

  Nú fer fiðringurinn að byrja. Nú fer spennan að rústa nætursvefni. Orusta ársins framundan. Bring it on Avram and co….. 🙂

  YNWA

 7. Lucas er að verða æði……og hann er að taka stöðu Xabi hægt og rólega.

  Meðan Lucas bætir sig stöðugt og Xabi kemur með innkomu eins og í dag……þá er hann 4 central-miðjumaður í liðinu.

  Greinilegt að Pennant er að reyna bæta sig.

  Gott Gott

 8. Góður sigur með litlum tilkostnaði og engin eftirköst.

  Lucas góður í dag – stjórnaði umferðinni (hlýtur að vera gott að vita að ef þú missir boltann þá nær litli pitt-bullinn okkar honum strax)

  Pennant var verulega ógnandi og hlýtur að vera inni í myndinni í stóru leikjunum hér eftir…

 9. Það var vitað fyrir þennan leik að Fulham myndi selja sig dýrt en heppnin var með okkur en ekki þeim. Pennant skorað glæsilegt mark sem gerist kannski einu sinni af hverjum 10 skotum hjá honum. Síðan setti Crouch mark sem fór í gegnum Keller. Fulham átti í raun fleiri dauðafæri en Reina stóð sig frábærlega og tryggði 3 stig í dag. Pennant var mjög sprækur í dag, setti gott mark og lagði upp annað fyrir Crouch. Mascherano og Lucas voru öflugir á miðjunni og sýndi Lucas klárlega í dag eftir að Alonso kom inná að hann er að taka fram úr Alonso í goggunarröðinni. Crouch var sprækur frammi á meðan Voronin gerir ekkert til að réttlæta veru sína í Liverpoolborginni, nær væri að hafa einhvern ungan í hans stað.
  Öll vörnin var fín og virkilega gaman að sjá leikmenn koma sterka tilbaka eins og Finnan, hann á nóg eftir. Skrtel og Hyypia voru góðir og þær 45 mín. sem Hyypia spilaði var hann minn maður leiksins, frábær leikmaður. Carra tók seinni hálfleikinn og var ekki eins áberandi og Finninn en mjög solid.
  Heilt yfir var þetta góður útisigur gegn liði sem VARÐ að fá öll 3 stigin til að halda sæti sínu. Núna er komið að Chelsea!!!

 10. Flottur sigur og gott að losa pressuna varðandi 4 sætið. Mikið þarf að koma til svo það náist ekki.

  Pennant alveg klárlega maður leiksins… virkilega gaman að sjá hann spila svona eftir að hafa ekki fengið mörg tækifæri síðustu vikur. Svona innkoma í liðið er til fyrirmyndar. Crouch var góður og skoraði fínt mark og virðist tengja vel við Pennant. Skrtel held ég að eigi mjög langa framtíð fyrir sér á Anfield, verður virkilega gaman að sjá hann og Agger saman næsta haust.

  Ég ætla ekkert að vera setja útá aðra leikmenn liverpool þar sem sigur náðist á ekki okkar sterkasta liði og menn börðust flest allir vel fyrir liðið og skilaði það okkur 3 stigum. Sá eini sem ég hef eitthvað útá að setja þannig var Voronin. Hann fékk tækifæri aðeins í síðasta leik og skoraði mark og maður hefði haldið að hann kæmi ferskur inn í þennan leik. Mér fannst hann hins vegar vera algjörlega úr takti við leik liðsins, öll hlaupin hans voru illa tímasett og oftar en ekki runnu ágætar sóknir okkar útí sandinn þar sem hann hljóp með boltann í stöður þar sem hann gat ekki skapað neina ógn með hann eða þá hann þrumaði út fyrir leikvanginn. Ég veit ekki hvort hann hafi átt svona afburða slakan dag í dag en mér finnst orðið lítið sem kemur uppúr honum fyrir Liverpool (og þó hann sé 4 striker þá gerir maður samt kröfur til hans).

  Tek undir með einhverjum hérna að ofan um að ég hefði viljað sjá Nemeth á bekknum. Þessi strákur er búinn að eiga þvílíkt tímabil hjá varaliðinu og mjög gaman hefði verið að sjá hann í þessum leik. En þar sem meistaradeildarsætið á að vera orðið nokkuð tryggt núna þá væri gaman að fara sjá þessa kjúklinga úr varaliðinu spila 2-3 í einu með aðallinu í leikjunum sem eftir eru.

 11. Vá hvað Benitez er mikill snillingur.

  Benitez said: “We have a problem with Sami. He has a knock in the head. He was dizzy so I asked him if he’d seen the third goal! He just looked at me (with a confused look).”

 12. Jón H Eiríksson , Danny Murphy er keppnismaður sem er örugglega að reyna að leggja sitt af mörkum til þess að Fulham haldi sig í deildinni og er sennilega ekki mikið að pæla í meistaradeildarleik Liverpool á þriðjudaginn, bara koma þessu að , engin leiðindi

 13. Mörkin eru hér:
  Pennant – http://101greatgoals.magnify.net/item/RMQ956BFQ850GVHR
  Crouch – http://101greatgoals.magnify.net/item/G541HD1TDGWH79DM

  Það ætti að setja þessa síðu hér http://www.101greatgoals.com/ á forsíðu þessarar spjallsíðu. Mörkin eru uppfærð þarna á meðan leikjum stendur og þarna birtast mörk frá nánast öllum deildum heims.

  Fínn vinnusigur og góður leikur hjá Pennant. Við vorum hinsvegar bara að spila við Fulham, því er tal um að Pennant eigi að koma til greina í öllum stórleikjum sem eftir er mjög undarlegt. Einnig var þetta einungis 2 mark Pennant frá upphafi fyrir Liverpool og þetta er leikmaður sem spilar nánast undartekningarlaust alltaf illa í stórleikjum. Verður vonandi seldur í sumar ásamt Crouch, Voronin o.fl. Vantar alla baráttu og hjarta í þessa menn.

  Þetta endalausa tal um baráttu Liverpool við Everton um 4.sætið og slefast inní Meistaradeildina er mjög skemmandi fyrir móralinn í kringum Liverpool að mínu mati. Þetta er jafn hrikalega niðurdrepandi og að sjá fréttir um að Liverpool sé að keppa um leikmenn við Portsmouth, Newcastle og West Ham. (Behrami t.d.)
  Ekki segja mér að þetta sé veruleikinn í dag og við verðum að sætta okkur við þetta í augnablikinu. Við eigum að hugsa eins og sigurvegarar en ekki elta blaðafyrirsagnir frá götupressunni í London.

 14. Mörkin eru hér:
  Pennant – http://101greatgoals.magnify.net/item/RMQ956BFQ850GVHR
  Crouch – http://101greatgoals.magnify.net/item/G541HD1TDGWH79DM

  Það ætti að setja þessa síðu hér http://www.101greatgoals.com/ á forsíðu þessarar spjallsíðu. Mörkin eru uppfærð þarna á meðan leikjum stendur og þarna birtast mörk frá nánast öllum helstu deildum heims.

  Fínn vinnusigur og góður leikur hjá Pennant. Við vorum hinsvegar bara að spila við Fulham, því er tal um að Pennant eigi að koma til greina í öllum stórleikjum sem eftir er mjög undarlegt. Einnig var þetta einungis 2 mark Pennant frá upphafi fyrir Liverpool og þetta er leikmaður sem spilar nánast undartekningarlaust illa í stórleikjum. Verður vonandi seldur í sumar ásamt Crouch, Voronin o.fl. Vantar alla baráttu og hjarta í þessa menn.

  Þetta endalausa tal um baráttu Liverpool við Everton um 4.sætið og slefast inní Meistaradeildina er mjög skemmandi fyrir móralinn í kringum Liverpool að mínu mati. Þetta er jafn hrikalega niðurdrepandi og að sjá fréttir um að Liverpool sé að keppa um leikmenn við Portsmouth, Newcastle og West Ham. (Behrami t.d.)
  Ekki segja mér að þetta sé veruleikinn í dag og við verðum að sætta okkur við þetta í augnablikinu. Við eigum að hugsa eins og sigurvegarar en ekki elta blaðafyrirsagnir frá götupressunni í London.

 15. Merkilegt að Rafa sé að spreða peningum í nýja leikmenn á meðan blöðin brita fréttir þess efnis að Liverpool sé á barmi gjaldþrots og að þeir verði að selja Torres og Babel til að borga skuldir!

 16. Halli #18, merkilegt að þú skulir trúa þessu bulli um að Torres og Babel verði hirtir upp í skuldir.

 17. Helvíti fór Lucas illa með Murphy þarna einu sinni og lagði boltan út á Yussi sem klúðraði. En Pennant skorar 1 og leggur upp hitt… Klárlega aðeins að minna á sig. Sammála með það að Voronin er að taka óþarfa pláss og sénsa frá ungum strákum í varaliðinu. Spurning hvort voronin sé með þannig bónus að ef hann spilar ekki ákveðið marga leiki þá þurfi Liverpool að borga honum einhverjar háar fjárhæðir. Það er í raun og veru það eina sem útskýrir veru hans inni á vellinum.

 18. Rafa hvíldi slatta af leikmönnum á móti Arsenal og aftur í dag … rotation virkar greinilega alls ekki 😉

 19. hvaða með Voronin? Maðurinn er ný stiginn upp úr meiðslum og þettað er hans annar leikur í langan tíma .Mér finnst menn dæma hann of fljótt.Verum sangjarnir.Var það ekki Voronin sem gaf á Pennant og hann skoraði.Tökum 3 sætið !!!!!!!!!!

 20. einsi það var lucas sem gaf á pennant ekki voronin… voronin gaf einu sinni til hliðar á pennant sem sendi fyrir og riise skaut þá á markið.. sú sending fannst mér vera það eina virkilega góða sem hann gerði í leiknum þó hann hefði oft verið með boltann.

 21. Djöfull er þessi késí keller slappur markmaður. ég hélt að hann hefði verið kominn í hollensku þriðjudeildina(eða álika). Maðurinn er lúser.
  jæja…mér finnst þessi vorónín ætti að fara í klippingu. hann lítur út eins og
  val kilmer í skylmingamynd. ég er viss um að crouch þarf að hjálpa honum að þvo lufsurnar í sturtunni. hann er svona gæi sem yrði alltaf fyrsta val þegar verið er að velja í byrjunarlið varaliðsins. kannski getur stoke notað hann þegar þeir koma upp.
  Egypski vopnasalinn verður að setja spírur í þetta ef þeir eiga að ná einhverjum árangri í framtíðinni. væri kannski klókt að ráða romario sem spilandi þjálfara í coco-cola deildinni í haust.

 22. Þessir Bretar eru klikk! Sjáum hvað þeim finnst um Voronin.

  James Carroll, ShanklyGates.co.uk
  I was really impressed with Lucas – he looked slightly out of his depth when he first joined, but now he’s showing his quality. And I was surprised by Voronin – he worked really hard, was hard to knock off the ball and used possession well.

 23. 16 Sigtryggur J

  Nei nei.. no hard feelings. Danny Murphy á sess í mínu Liverpool hjarta. Sess virðingar og þakklætis (Sérstaklega fyrir eitt ákveðið mark gegn Scums.. 🙂 )
  Ég var bara svona að argast yfir honum af því mér þykir vænt um hann. Auðvitað reiknaði maður ekki með neinu öðru en hann leggði sig hundrað prósent fram og sorglegt að vita til þess að liðið hans sé sennilega að falla. Spurning hvort þetta sé hans seinasta leiktíð.

 24. Góður skyldusigur í gær. Leikmenn voru nú ekkert að hafa mikið fyrir hlutunum í þessum leik enda spennan farin að magnast fyrir CL 🙂

  Ég ætla að setja það fram hér og nú að við erum að fá Therry Henry fyrir næstu leiktíð. Eina liðið sem Henry er tilbúin að fara til fyrir utan Arsenal er Liverpool og ég held að hann sé ekki tilbúin að fara aftur til Arsenal, hann telur sig ekki geta verið á Spáni annað tímabil vegna persónulegra aðstæðna svo að Barsa mun láta hann fara. Ég held að Rafa sé búin að klára dílinn við drenginn sem á mikið inni þrátt fyrir að hafa ekki verið með flugeldasýningu á Spáni eins og margir bjuggust við.
  Rafa sagði á föstudaginn: “Talar góða ensku en er ekki enskur” þarf ekki að velta þessu neitt mikið fyrir sér eða hvað – eða er þetta bara óskhyggja 🙂

  Ekki dapurt að hafa þessa uppstillingu eða hvað?
  Torres
  Henry – Gerrard – Babel
  Masha – Alonso
  Aurelio – Agger – Skertel – (kaupa svo Dani Alves)
  Reina

  T.Henry í Liverpool – heyrðuð það fyrst hér 🙂
  YNWA

 25. mikið innilega vona ég Baldini að þú hafir rétt fyrir þér……

 26. Baldini, mér líst bara þokkalega á þennan spádóm þinn 🙂 Eina sem mælir á móti þessu er að Henry verður 31 árs síðar á árinu og er því enginn framtíðarmaður hjá liðinu. En ef það væri hægt að kreista tvö góð ár út úr honum, sem myndi hjálpa til við að vinna ensku deildina þá væri það góður díll.

  Annað, voru menn búnir að sjá þetta?
  http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_3449966,00.html

 27. Neil Warnock er náttúrulega alger risaeðla og skítakarakter!
  Fyrsta verk hans hjá Crystal Palace var að senda Besian Idrizaj aftur á Anfield því hann vildi ekki hjálpa LFC við neitt. Hann gengur reglulega yfir strikið í ummælum og er þvílíkt munnveður að hálfa væri hellingur. Vona að Rafael brosi bara út í annað og leyfi þessum ræfli bara að vera. Ekki svaravert utan vallar, svarið kom í 2-0 öruggum sigri gærdagsins.

 28. Ég held að leikmaður eins og Henry eigi að geta spilað á fullri getu í 3 ár til viðbótar þ.e. ef hann lendir ekki í meiðslum.
  Henry ætti að geta hjálpað Liverpool að halda stöðuleika í deildinni – Kæmi með hraða upp kantana sem oft hefur vantað í leik liðsins auk þess sem hann hefur mjög góðan leikskilning og auðvitað skorar hann mörk 😉

  Varðandi ummæli Warnok finnst mér þau ekki svararverð og segja meira um hans persónu og þau vandamál sem hann á við að glima. Ein af þessum þjálfurum sem eru sífelt að kenna öðrum um vandamál sín.
  Skömm af þessu og finnst mér að FA eigi að refsa honum fyrir ummæli sín.

  En fyrir ykkur sem fáið aldrei nóg af góðum fótbolta mæli ég með þessu myndbandi – verði ykkur að góðu
  http://www.youtube.com/watch?v=0ePVZf4p-LE&feature=related
  YNWA

 29. Ágætis leikur í gær þrátt fyrir að okkar menn höfðu ekki mikið fyrir þessu. Við fengum okkar færi og áttum að setja fleiri mörk en fengum þó 3 stig. Fulham fengi sín færi en nýttu ekkert af þeim, nokkur dálítið góð, en Konungur markana stóð í lappirnar og greip alla þessa bolta (nánast alla).
  Það sást í þessum leik að Hyypia gamli er solid leikmaður og á allavega eitt tímabil inni. Skilningurinn hjá honum bætir upp fyrir hraðann sem vantar hjá honum, þrátt fyrir að hann láti Skrtel um hlaupin ;).
  En Pennant maður leiksins, alveg klárlega. Mikið með boltan, flott hlaup og klassa sendingar.
  Ég get bara alls ekki verið samála með Voronin :S …. margir skilja mig kannski ekki en þetta er nákvæmlega eins með Kuyt þegar að hann var frammi. Hann var mikið á hreyfingu, fékk boltan, skilaði honum oftast af sér, var samt sem áður ekki skapandi….lýkist mjög Kuyt, right? Þegar að hann fékk boltan náðu Fulham honum ekki af honum svo léttilega, góður boltamaður en má koma meira úr honum, hlefði viljað sjá Nemeth þarna inná fyrir hann, og jafnvel El-Zahar fyrir Yossa kannski?

  Takk – YNWA

 30. “”We knew he was bad as a manager and prehistoric, but we didn’t know he was a person like this. ”
  Þetta er samt flott komment hjá Rafa

 31. Voronin er ekkert slæmur knattspyrnumaður. Heldur bolta ágætlega, sæmilega hraður, vinnusamur, góður í að hlaupa með varnarlínunni og stinga sér inn og kemur sér reglulega í færi þó svo að hann brenni oft af fyrir opnu marki. Hafði einmitt það orð á sér í þýskalandi að taka nettan Andy Cole á sum færin sem hann fékk.

  Að því sögðu þá er þessi drengur engan vegin nógu góður fyrir Liverpool fc. Punktur og basta. Þó hann hafi komið ókeypis. Hann hlýtur að fara í sumar. Hefur ekki heillað mig þegar hann hefur fengið tækifæri og ég væri alveg til í að gefa Nemeth sæti á bekknum í þeim leikjum sem eftir eru í deildinni.

 32. Tilvitnun Eiður:

  “„Ég man þegar við töpuðum fyrir Liverpool í undanúrslitunum. Liverpool er ekki martraðamótherji Chelsea – liðið er martraðamótherji allra annarra liða. Þeir virðast spila á öðru plani í Meistaradeildinni en þeir gera í öðrum leikjum.”

  🙂

 33. Spennan er farin að koma – þetta verður svakalegur leikur gegn Chelsea!

  En þvílíkur snillingur sem Benitez er:
  “The other day, he wanted to play but he was only able to look to the right, so I told him he could play as a left winger! We’ll see if he can turn his head round and look the other way now.

 34. “Ég held að leikmaður eins og Henry eigi að geta spilað á fullri getu í 3 ár til viðbótar þ.e. ef hann lendir ekki í meiðslum.”

  Henry er thegar meiddur. Hann á vid krónísk meidsli ad strída í bakinu sem verda ekki leyst svo hann á aldrei eftir ad komast nálaegt thví leveli sem hann var á hjá Arsenal aftur. Midad vid thad sem hann hefur sýnt hjá Farça í vetur thá vaeri meira gagn í Ade Akinbyi fyrir okkur.

Fulham á morgun

Stuðningsmenn LFC sýna að hjartað er á réttum stað