Fulham á morgun

Æ hvað það er nú gott að geta farið að tala um fótbolta, þ.e. leikinn sjálfan, aftur eftir skelfilega viku í lífi Liverpool Football Club.

Það eina jákvæða við vikuna voru þó úrslitin í leik Everton og Chelsea í gær sem þýða að ef að við fáum fjögur stig út úr síðustu fjórum leikjunum okkar er 4.sætið og þátttaka í CL næsta tímabil tryggð. Sem eins og staðan er í dag hreint og klárt lífsspursmál, hvort sem okkur líkar betur eða verr!

Ég trúi því og treysti að Rafael vinur okkar hafi náð að halda fókus undanfarna daga og þögn hans þýði það eitt að hann hafi vinnufrið með leikmönnunum. Ég vona því að við fáum að sjá sterkt lið á laugardaginn, við þurfum eitthvað jákvætt frá drengjunum til að létta okkur lundina, og ég trúi því að það fáum við að sjá í London á laugardaginn.

Talsverð breidd er komin í hópinn hjá okkur og því held ég að hann muni rótera liðinu og leitast við að hvíla þá leikmenn sem að hann hefur sem lykilmenn gegn Chelsea. En á sama tíma er ég sannfærður um að pressan á hann að ná úrslitum er mikil og því verði einhverjir ásar með. Ég reyni því að spá í byrjunarliðið út frá þessum leik og hvað karlinn hyggst svo gera gegn þeim bláu á Anfield á þriðjudaginn.

Mín spá um byrjunarlið:

Reina

Finnan – Carragher – Skrtel – Riise

Mascherano –Lucas
Pennant – Benayoun – Babel

Crouch

Vinirnir Gerrard og Torres geymdir á bekknum, Alonso og Hyypia jafnvel alveg hvíldir.
Ég er alveg sannfærður um að þó þessir jaxlar fái hvíld leiki liðið vel. Ég hefði sett Plessis inn á miðjuna ef Masch væri ekki að koma úr banni, hef trú á að Rafa vilji fá hann í leikæfingu, en Frakkinn ungi komi inná eftir ca. 60 mínútur. Leikurinn í deildinni á Emirates sýndi að liðið er í fínum málum varðandi breidd og á að geta klárað leiki eins og þennan.

Fulhamliðið er í slæmri stöðu, en með óvæntum útisigri um síðustu helgi eygja þeir þó ennþá von um að halda sæti sínu í deildinni. Þeir eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar fjórir leikir eru eftir. Frá áramótum hefur liðið leikið sjö heimaleiki, einungis unnið tvo, en tapað fimm. Síðast 1-3 gegn Sunderland. Hins vegar höfum við ekki alltaf alveg náð að spjara okkur vel á Craven Cottage. Höfum tapað í síðustu tveim heimsóknum án þess að skora, síðast töpuðum við 1-0 í leik þar sem margir minni spámenn léku í rauða búningnum, vegna yfirvofandi undanúrslitaleiks Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni! De ja vu!!!!

Fyrri leikur liðanna í vetur fór 2-0 þar sem Torres setti fyrra markið og Gerrard seinna. Kunnuglegt?

Lykilmenn Fulhamliðsins í vetur hafa verið varnarmaðurinn Aaron Hughes og miðjumaðurinn Jimmy Bullard, en auðvitað horfum við eftir Danny karlinum Murpy líka, auk þess sem Annti Niemi markmaður hefur verið okkur erfiður á stundum gegnum tíðina.

Ég er ekki í vafa um að mikill baráttuleikur er framundan, Fulham þarf að ná sér í þrjú stig því annars er staðan orðin afar vonlítil hjá þeim. Við hins vegar myndum fara langt með að klára keppnina um Meistaradeildarsætið með sigri, sem hlýtur að vera jákvætt upp á leikina framundan við Chelsea. Því ætla ég hér með að spá því að eftir þessa „eigendaviku“ í Liverpool muni nú umræðan verða um góðan 1-2 sigur sem tryggi okkur sæti meðal bestu liða Evrópu á næsta leiktímabili, sama hver á liðið okkar. Markaskorararnir verða þeir Crouch í fyrri og Skrtel kemur okkur í 0-2 í upphafi seinni eftir horn. Rosalegt fjör í lokin en við höldum út fyrir stigin þrjú!

26 Comments

  1. Góð samantekt – sammála mörgu þarna. Tel að við vinnum þennan leik, þó svo að við hvílum kanónurnar.

    Annars bíður maður bara spenntur eftir því hver varpar næstu sprengju í fjölmiðlum – hvaða sirkus verður borinn á borð fyrir okkur í dag?

  2. kæmi mér ekkert á óvart að Voronin byrji inná í þessum leik og fái tækifæri til að stimpla sig inn

  3. Góð samantekt!
    En yfir í allt annað, hvaða endalausa slúður er alltaf í gangi með þennan klúbb, núna er maður að lesa á fotbolta.net að Liverpool neyðist til að selja Torres og Babel….ég veit að þetta er slúður en hvenær í ósköpunum hættir þetta rugl???
    Ég er alveg klár á því að þetta hefur haft áhrif á spilamennskuna hjá okkur í vetur, ekki spurning. Ég neita að trúa að Rafa fái ekki nægilegt fjármagn til að halda áfram þeirri uppbyggingu sem er hann að gera.

  4. Veit einhver eitthvað um þetta sem er verið að segja í slúðrinu í sambandi við að liverpool gæti neyðst til að selja Torres og Babel í lok þessa tímabils vegna láns sem við tókum í banka til að fjármagna kaupin á þeim???

    Þar segir að liverpool þurfi að greiða 31,5 milljón í júlí til að halda þeim, því annars verða þeir eign bankans…………

    Svona fréttir veita manni óhug. Og því væri mjög gott ef einhver veit eitthvað um þetta mál þá endilega upplýsa mig og aðra poolara um það svo maður nái að anda rólega.

    Lengi lifi…….

  5. Róbert, lesa slúðrið betur því það er verið að tala um júlí 2009, það er nægur tími þangað til.

  6. Jimmy Bullard hlýtur að vera einn sá flottasti í bransanum. Hann væri líka flottur í rauðu.
    Áfram Rauðir. Áfram Rafael Benitez!

  7. Kannski í rauðu en ekki í Liverpool búning.

    Ég vona að Benitez hvíli marga leikmenn í þessum leik.

  8. Tessi leikur verdur ekki audveldur fyrir okkur held eg. Fulham eiga eftir ad spila med tvilikri barattu og 100% hjarta. Teir verda ad vinna tennan leik, og serstaklega ef vid hvilum okkar bestu menn aetla eg ekki ad buast vid einhverjum storsigri.

    Sammt naum vid ad taka tetta 1-0. Benayoun med markid.

    Kv. Andri.

  9. Mér finnst mjög skrítið að sjá Pennant í þessari uppstilingu, finnst hann vera svo mikil 4-4-2 maður.
    Væri gaman að sjá einhverja kjúla í liðinu líka.

  10. 4-0 við erum bestir
    hey já Góða skemtun Púllarar á árshátíðini

  11. Þetta fer 1-1. Benitez mun hvíla marga lykilmenn og Fulham þarf virkilega á stigunum að halda…

  12. Væri gaman að sjá Plessis í þessum leik, var mjög hrifinn af honum gegn Arsenal. Insúa og Nemeth væri líka gaman að sjá. Um að gera að gefa kjúklingunum tækifærið.

  13. Við verðum að vinna þennan leik.Vil sjá sterkasta liðið spila, og það getur spilað á móti Chelsea á þriðjudaginn Það þarf ekki að hvíla menn .það er engin þreyttur

  14. Vil sjá eintóma varaliðsmenn og vatnsbera á vellinum. Er ekki hægt að hvíla Rafa bara líka, það eða fara beint í undirbúning fyrir CL.

  15. Þetta verður örugglega ekki auðvelt. Fulham berst fyrir lífi sínu og við ekki með sterkasta liðið. Eigum samt að vinna þetta og held að við gerum það 1-2 og Crouch og Benayoun með mörkin. Annars er þessi farsi með eigendurna orðinn algjör harmleikur. Loksins þegar liðið er að performa vel og komnir í undanúrslit í CL þá haga eigendurnir sér eins og algjörir fávitar. Þessir menn eru greinilega engan veginn hæfir til að eiga svona klúbb. Skaðinn sem klúbburinn hlýtur af þessu er verulegur.

  16. Má reyna hvað? Gef mér að þú eigir við eitthvað af eftirfarandi möguleikum:

    1. Að liðið eigi að reyna að vinna leikinn, til þess er leikurinn gerður og ætlast er til að þeir leikmenn sem spili reyni að vinna.

    2. Að það megi reyna að hvíla Rafa, algjörlega sammála.

    3. Brandari: haha.

    Ef ekkert af þessu passar við það sem þú átt við þá biðst ég afsökunar á skilningsleysi mínu.

  17. Það má alltaf reyna????? En maður reynir ekki í úrvalsdeildini.En á æfingu reynir maður, Reynir. Brandari? já já.en hvað með Reina?verður hann í markinu?

  18. The Liverpool team in full is: Reina, Finnan, Hyypia, Skrtel, Riise, Benayoun, Pennant, Mascherano, Lucas, Voronin, Crouch. Subs: Itandje, Torres, Aurelio, Alonso, Carragher.

  19. Jamm flott mark hjá Pennant og áreynslulaust.
    Ofsalega er nú “fallegt” ad sjá Moores og Perry í stúkunni ; )

  20. Og haldið þið ekki að ofurstrækerinn E. Heskey hafi ekki jafnað gegn Tottenham : )
    Sá er heitur þessa daganna, heitari en Voronin og Crouch til samans : )

  21. 0-2 Crouch!
    En eru einhver takmörk fyrir því hversu Voronin er lélegur?

Mun Hicks bjóða Rafa nýjan samning? (uppfært)

Liverpool 2 – Fulham 0