Nítján ár

Fyrir nítján árum síðan breyttist saga Liverpool FC til hins verra. Enn í dag er við hæfi að staldra við, taka sér pásu frá því að metast við aðdáendur annarra liða, og minnast þess sem er mikilvægara en nokkur knattspyrnuleikur.

96 mannslíf. YNWA.

29 Comments

  1. Hillsborough – 15 apríl 1989
    96 Mannslíf
    Þið munuð aldrei gleymast – Hvílið í friði
    You´ll Never Walk Alone

  2. Dagur sorgar.
    Setur alltaf umræðuna um fótboltann í samhengi, saga fólksins sem fór til að horfa á knattspyrnuleik tveggja skemmtilegra fótboltaliða en kom aldrei heim má aldrei gleymast.
    You’ll never walk alone.

  3. Já, við bræðurnir fáum þann heiður að vera á Anfield í dag um 2 leitið og minnast þessa hræðilega atburðar.

    YNWA.

  4. Ógleymanlegur sorgaratburður, flott memo strákar.
    You´ll Never Walk Alone

  5. Ég man þetta eins og gerst hefði í gær. Það sem átti að verða skemmtilegur FA Cup leikur breyttist í martröð og maður horfði á allt saman í beinni útsendingu. Hræðilegur dagur.

  6. You’ll Never Walk Alone

    Gáfulegasta sem maður getur sagt sem poolari á þessum degi

  7. Ég las frásögn frá manni sem var á vellinum þegar þetta gerðist. Var í stúkunni sjálfri en komst í burtu í tæka tíð. Las þetta á Echo í gær, einhverjar 13 síður. Ætlaði að linka á þetta en finn þetta ekki aftur.

    Ég átti verulega erfitt með mig þegar ég las þetta, táraðist og allt. Skora á alla að lesa þetta ef þetta finnst aftur þ.e.a.s

  8. Einn dagurinn snýst um Sigra, töp, gleði og vonbrigði. Svo koma dagar þar sem Hillsbourogh kemur í hugan. Voðalega verður fótbolti lítill og kjánalegur þegar það er.
    Það sem gerðist þennan dag má aldrei gleymast!
    You’ll never walk alone

One Ping

  1. Pingback:

Léttlyndisþunglyndi

Mun Hicks bjóða Rafa nýjan samning? (uppfært)