Liverpool 3 – Blackburn 1

Jæja þá í þetta sinn … Blackburn komu í heimsókn á Anfield í dag og freistuðu þess að ná einhverju út úr þeim leik. En það var aldrei nein hætta á því og niðurstaðan varð öruggur 3:1 sigur á frekar slöppu Blackburn liði. Byrjunarliðið var svona:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Lucas – Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel

Torres

Á bekknum sátu Itandje, Riise, Hyypia, Voronin og Benayoun.

Leikurinn byrjaði afar rólega, einhvern veginn þannig stemming – byrjað var á mínútuþögn til að minnast fórnarlamba Hillsborough slyssins og svo hófst leikurinn. Torres átti ágætis skalla eftir hornspyrnu á 9. mínútu. Svo fylgdu á eftir hálf næstumþví færi (Aurelio, Torres) … Það var blautt og kannski gæðin aðeins verri eftir því.

Á 26. mínútu var Gerrard ýtt niður, Samba var hinn seki, og átti hiklaust að dæma brot á það og manninn út af, en dómarinn var ekki á því. Upp úr því kom álitleg sókn sem endaði með hræðilegu skoti fyrirliðans … Liverpool er með mjög rólega og örugga stjórn á leiknum. Ég veit samt ekki af hverju en mikið rosalega fannst mér skringileg deyfð yfir mönnum. Eðlilegt í kjölfar glæsilegs leiks á móti Arsenal? Nei, ég heimta baráttu í hverjum leik.

Litlu dómarnir voru ekki að falla með okkur og pirringur virtist stundum vera í okkar mönnum. En undir lok hálfleiksins komu upp Actim tölur um að Liverpool hefði átt 6 skot að marki og Blackburn eitt … hins vegar var staðan 1:1 í skotum sem hittu á markið. Frekar dapurt að sjá þessar tölur … og ég vonaði að síðari hálfleikurinn yrði miklu skemmtilegri. 0:0 sem sagt í hálfleik.

Síðari hálfleikur byrjaði á löngu skoti Torres … áhugavert, og var þetta eitthvað sem gæfi til kynna að hálfleikurinn yrði skemmtilegur?? Ég vonaði það. Hressandi sóknir hjá liðunum og maður lyfti augabrúnum örlítið hærra … en það tók tæpar 15 mínútur í hálfleiknum að finna netmöskvana. Eftir ágætis fjör og eftir fína skiptingu á Babel fyrir Benayoun, þá nær Benayoun boltanum af Blackburn, rennir á Steven Gerrard sem nippar á Lucas sem kemur honum áfram svo á Gerrard sem klobbar Samba og rennir framhjá Brad í markinu á 60. mínútu – frábært mark!!! 1:0!

Skrtel fékk réttmætt gult spjald þegar hann hindraði Roberts í sókn, en rautt spjald hefði verið fáránlegt í kjölfar atviksins í fyrri hálfleik. Það var hins vegar gaman að sjá Roberts áður reyna að fiska brot á Skrtel og sífellt tuðandi í dómaranum um atvikin.

Torres átti ekki sinn besta leik og stundum fannst mér hann ekki vera á svæðinu, en það sosum gilti um aðra líka. En eftir að hafa verið klipptur niður skömmu áður þá fékk hann glæsilega sendingu frá Gerrard (var á undan Benayoun í boltann) og setur hann fallega inn á 82. mínútu, 2:0!!! 30. markið komið – til hamingju með það!

Það var augljóst í leiknum öllum að það átti bara ekki að gefa Liverpool vítaspyrnu … menn geta deilt um hversu margar við hefðum átt að fá en þær voru alveg örugglega fleiri en engin. Dómarinn var ekki að heilla mig. Torres fór út af og “súpersöbbinn” Voronin kom inn á (hvað kallaði Gummi Ben hann… 4 marka maður inn á fyrir 30 marka manninn!! – frábært!). Stuttu síðar fer Xabi Alonso út af fyrir Riise og talað um það að Riise eigi eftir að skora fyrir félagið á tímabilinu … norsarinn rauðhærði má eiga það að 2 mínútum eftir innkomuna átti hann óeigingjarna sendingu á Voronin, sem potaði honum inn á 90. mínútu – varamenn dauðans að verki – og öruggur 3:0 sigur í höfn! Ekki aldeilis, því sortubrennararnir náðu því miður að skora fínt mark (óþarfi samt að fá það á okkur!) og var þar Santa Cruz að verki.

Niðurstaðan var sem sagt öruggur 3:1 sigur og bilið minnkar tímabundið í Arsenal og við fjarlægjumst Everton. Gott mál.

Maður leiksins: Sko, þegar klukkutími tæpur var liðinn af leiknum og staðan 0:0 þá hafði ég akkúrat engan í huga. Fannst almenn deyfð yfir þessu og boltinn ekki góður. Reina rólegur, Arbeloa ekkert spes, Carra … var hann ekki örugglega þarna?, Skrtel var traustur, Aurelio ekki góður, Lucas la la, Alonso átti sæmilegan leik, Kuyt ekkert spes en jafn baráttuglaður sem fyrr, Babel ekki spes, Torres alltaf hættulegur … þegar hann sást. Varamennirnir voru allir fínir, en hins vegar fannst mér fyrirliði vor sýna góðan karakter, skoraði glæsilegt mark og átti frábæra fyrirgjöf á Torres í öðru markinu. Það er því án hiks sem ég útnefni Steven Gerrard sem mann leiksins.

Næsti leikur: Næst er það útileikur gegn Fulham, laugardaginn 19. apríl kl. 14:00. Það verður virkilega áhugaverður leikur vegna þess að Fulham er í mjög mikill fallbaráttu og þarf á sem flestum stigum að halda til að halda sér uppi. En við sýnum enga miskunn og tökum þann leik, ekki satt? Áfram Liverpool!

35 Comments

  1. Getur einhver reddað markinu hjá Kónginum? Sá Torres og Voronin en vantar Gerrard!

  2. Godur og tiltolulega areynslulaus sigur thar sem varamenn attu frabaera innkomu. Flott lika hja Voronin ad setja eitt og minna adeins a sig 🙂

    Algjort otharfa mark ad fa a sig undir lokin, en fallegt mark engu ad sidur. Spurning samt med Wiley, engu likara en ad hann hafi tynt flautunni a timabili.

  3. Sko …

    Dómarinn flautaði til leiksloka. Liverpool var að vinna 3-0. Torres búinn að skora, og fífla Samba í leiknum. Fimm stiga forskot á Everton staðreynd. Og Torres bara rauk inn í klefa, brjálaður í skapinu. Leikmönnum liðsins inná vellinum stökk ekki bros.

    Þessi sjón sagði meira en mörg orð um dómgæsluna í þessum leik. Við unnum 3-1, en ef Alan Wiley hefði verið með hreðjar í þessum leik hefðum við átt að fá 2-3 klár víti (fyrir utan leikaraskapinn hjá Gerrard í fyrri hálfleik) og Blackburn hefðu átt að leika í 60 mínútur einum færri. Svo fátt eitt sé nefnt.

    Ég er feginn að þessi leikur sigraðist, en þetta var samt pirrandi dagur þökk sé getuleysi dómara. Já, og af hverju fékk Jason Roberts ekki spjald fyrir MARGFALT verra tuð heldur en Mascherano var rekinn útaf fyrir á Old Trafford? Þetta er það sem við erum að tala um með samræmi í dómgæslu á Englandi.

    Kuyt frábær en klaufi að skora ekki. Torres fékk markið sem hann átti skilið fyrir að hafa verið sparkaður niður allan leikinn. Gerrard maður leiksins, allt í öllu hjá okkar mönnum og skoraði fyrsta markið. Benayoun átti eins mjög góða innkomu og ég var hrifinn af vörninni, þótt það hafi slökknað á þeim undir lokin í marki Blackburn.

    Fínn sigur. 4. sætið meira og minna í höfn. Við getum hvílt menn gegn Fulham um næstu helgi (og þið vitið að Rafa á eftir að gera það) á meðan Chelsea þarf að rembast í titilbaráttunni í baráttuleik gegn Everton. Það ætti að vera okkur í hag fyrir Anfield í næstu viku.

    Flott mál. Hvað er þetta lið okkar búið að vinna marga af síðustu 15 leikjum í öllum keppnum? 🙂

  4. Setið þessa síðu í bookmarks strákar. http://www.101greatgoals.com/
    Mörkin eru öll þarna.

    Nánast öll mörk úr flestum deildum heims koma fljótt þarna inn. Spread the word.
    Annars fínn sigur. Enginn meiddist og sigurgangan heldur áfram til loka leiktíðar. Það er bara þannig.

  5. Sýndist Torres neita að taka í höndina á dómaranum eftir leikinn…

  6. Ég er afar ánægður með þennan sigur. Pirringur í mönnum en engu að síður spiluðu menn þetta ekki úr höndunum á sér og héldu áfram og unnu klínískan sigur á skipulögðu liði Blackburn. Einhvern tíma hefur maður séð svona leiki fara jafntefli eða í tap.

    YNWA

  7. Já Kristján mikið er ég sammála þér varðandi tuðið í dómaranum. Hugsaði einmitt um okkar mann sem situr heima í banni fyrir sambærilegt BROT/TUÐ.

  8. Sanngjarn sigur. Dómarinn fannst mér hafa léleg tök á þessum leik og dómaratríóið gerði sig sek um mörg mistök. Ekki má heldur gleyma að í byrjun leiks var veifuð rangstæða á Blackburn þegar þeir sluppu í gegn. Síðan má deila um nokkra vítaspyrnudóma o.fl..
    Hins vegar var liðið heild ekki að spila sinn besta bolta, e.t.v. spennufall eftir Arsenal leikina. Liðið barðist hins vegar vel með Gerrard þarf fremstan í flokki og var hann besti maður Liverpool í þessum leik. Vörnin var nokkuð solid nema mér fannst Skrtel lenda nokkrum sinnum í vandræðum. Lucas fór vaxandi eftir mistækan fyrri hálfleik.
    Mér fannst einnig Benayoun koma sterkur inn og jók hann hraðann í sóknarleiknum. Eins og hvað Babel getur verið frábær, þá á hann það til að þurfa hanga of lengi á boltanum eins og Ronaldo á sínu fyrsta tímabili með Utd. Kuyt greyið, var duglegur að vanda og átti þokkalegan leik, en hvað er málið með fyrstu snertinguna hans?.

    Góður sigur, fimm stig á Everton þegar 4 leikir eru eftir.
    Fulham-Liverpool
    Birmingham-Liverpool
    Liverpool-Man C.
    Tottenham-Liverpool

    Everton-Chelsea
    Everton-Aston Villa
    Arsenal-Everton
    Everton-Newcastle

    Þegar maður skoðar leikina sem þessi lið eiga eftir þá á Liverpool tvímæltalaust lakari lið eftir. Málið er hins vegar að Liverpool á fleiri útileiki eftir og það m.a. á móti liðum sem eru í bullandi fallbaráttu sem er oft erfiðara en leikir á móti liðum sem eru ofar og hafa að engu að keppa.

    Held hins vegar að Liverpool muni duga einn sigur og eitt jafntefli úr þessum leikjum til þess að tryggja sér meistaradeildarsætið.

  9. Er alls ekki sammála því að þetta hafi verið leikaraskapur hjá Gerrard – það sást mjög greinilega í endursýningunum frá myndavélinni sem var beint fyrir aftan atvikið að Friedel fór í lappirnar á honum. Gerrard var svo sem ekkert að reyna sérstaklega að losna við þá snertingu, en þetta var klárlega ekki leikaraskapur. En dómarinn var alveg úti á þekju, leyfði ótrúlega mikið sem gerði leikinn rosalega grófan og eiginlega bara stórhættulegan. Hefði ekki komið á óvart að þetta hefði endað með 1-2 fótbrotum a la Blackburn…

    En okkar menn fá kredit fyrir að klára þetta samt mjög örugglega.

  10. Er ég sá eini sem finnst hallærislegt og niðurlægjandi fyrir Liverpool að vera í einhverri keppni um 4.sæti við Everton? Meina þetta ekki illa, en það eitt að sjá uppsett hvaða leiki þessi lið eiga eftir og tal um að Liverpool þurfi 1 sigur og 1 jafntefli úr síðustu 4 leikjunum veldur mér endalausri klýgju og aulahroll.

    Við erum 5 stigum á undan Everton og 5 stigum á eftir Arsenal. Mér bara gæti ekki verið meira sama.
    Ég man þá tíð þegar næstbesta lið Englands var varalið Liverpool. Nú erum við farnir að búa til spennu í kringum 4.sætið og og hvort við slefumst inní Meistaradeildina. 🙁

    Vekið mig þegar menn tala í alvöru, þá um hvernig á að gera Man Utd að skælandi smástelpum við hliðina á karlmennunum í Liverpool og hvaða leikmenn þarf að kaupa til að Liverpool nái sínum rétta stalli sem langbesta lið Englands.

  11. Dómaragreyið, hvað getur maður sagt eftir svona framistöðu? Það var eins og hann væri að reyna jafna út dómgæslu eftir Arsenal leikinn eftir kjánalegar umfjallanir um þann leik í dag. Ég skildi menn vel að vera pirraða og nauðsýnlegt að vinna svona leiki. Ronaldo leikaraskapurinn hjá Gerrard heillaði mig þó lítið. Sá Fridel koma, setti út löppina til að fá örlitla snertingu og henti sér svo niður eins og skotinn, ljótt að sjá hjá fyrirliða vor.

    Get bara ekki síðan verið sammála Kristjáni að Dirk Kuyt hafi verið frábær. Mér fannst hann einmitt sanna svo ekki yrði um villst í þessum leik að hann er svona 4 númerum of lítill fyrir Liverpool. Maðurinn er hægari en amma mín, gæti ekki tekið á móti bolta fyrir sitt litla líf og á örugglega ein allélegust skotin í enska boltanum. Dirk Kuyt á mjög góðum degi er fínn squat player. Dirk Kuyt í dag er ein af ástæðum þess að við erum í baráttu um 4. sætið. …ég er ekki að kenna honum einum og sér um gengið á tímabilinu, heldur er hann gott dæmi um leikmann sem á ekki heima í meistaraliði og sýndi það enn og aftur í dag. Hann má þó eiga það kallinn að hann er stundum með fínar sendingar og svona, vinnur vel, en vangetan er bara allt of mikil. Verð ekki sáttur ef hann fer ekki í sumar!

  12. Sælir félagar
    Góður sigur í spennufalli meistaradeildarinnar en maður hefur séð liðið spila bæði verr og betur. Dómgæslan ömurleg og Wiley ekki að dæma þennan leik heldur að bregðast við vælinu í Wenger.
    Dýfingin hjá fyrirliðanum frekar slöpp en hann dró þó vagninn í þessum leik sem manni hefur stundum fundist vanta.
    Aurelio jafn ömurlegur og alltaf og vék sér undan skotinu frá Santa Cruz og kórónaði það leiki hans að undanförnu. Riise var betri í þessar fáu mínútur en Fabio ræfillinn í tveimur undanförnum leikjum. Aurelio er einn af þeim sem ég vil kveðja í sumar ásamt Riise og Voronin og fleirum reyndar en það er annað mál.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  13. Sigtryggur, um hvað í ósköpunum ert þú að rugla? Aurelio er miklu betri fótboltamaður en Riise. Getur sent 5m sendingar. Riise hefur held ég ekki hitt á rammann úr skoti síðan vorið 2006. Svona skot eru nú alveg óþörf eftir fín þrjú stig 🙂

    Þetta var ekki leikaraskapur hjá Gerrard, Friedel fer augljóslega í lappirnar á honum en eftir dómaraumræðuna sl. misseri vildi Wiley vera aðalmaðurinn.

    Fulham næstir á Craven Cottage, hafa sterka blöndu – verðum að passa okkur að tapa ekki stigum þar. Væri til í að sjá Plessis, Nemeth eða Insua spila í þeim leik, Nemeth hefur verið að standa sig feykivel og skemmtilegt að horfa á hann.

  14. Auerlio er svo margfallt betri en Riise, þó hann hafi verið slappur í dag hefur vaxið mikið á þessu ári.

    Annars var þetta fínn sigur, gott að ‘tryggja 4 sætið’ eins leiðinlegt og það er að segja það, það vantar smá í að við getum virkilega barist (Allavega í deildinni, gæti breyst í meistaradeildinni) við United sem ég tel besta knattspyrnulið heims í dag.

    Finnst okkur vanta vinstri og hægri bakvörð sem eiga sýna stöðu, eins og Evra svo eitthvað sé nefnt, sem spilar 90-95% af leikjunum, Riise og Auerlio eru alltaf að rótera. Og síðan eina Kuyt týpu en samt góður, Tevez eða Rooney eru t.d. akkúrat leikmenn sem gætu leyst stöðuna örugglega 8fallt betur þó sá draumur um að fá annanhvorn þeirra sé út úr sögunni eða ekki í myndinni.

  15. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr að við séum að berjast við Everton um 4.sætið þá er það bara staða liðsins í dag, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Það þýðir lítið að vera skoða stöðuna í deildinni fyrir einhverjum 20 árum síðan og ylja sér yfir því. Þetta er staða liðsins í dag og maður verður bara að sætta sig við það. Auðvitað myndi maður vilja að Liverpool væri í stöðu Man Utd undanfarinna ára en því miður hefur ansi margt farið úrskeiðis hjá klúbbnum andanfarin ár sem hefur komið í veg fyrir það.

    Ef Liverpool ætlar að ná að keppa við Man Utd um titilinn á næsta ári, þarf ansi margt að breytast. Fyrst og fremst þarf að koma á vinnufriði utan vallar meðal stjórnar og eigenda. Nenni ekki að fara útí hvaða eigendur ættu að koma að klubbnum eða þess háttar en þessi mál þurfa að komast á hreint. Síðan þarf að taka til í hópnum. Liðið þarf að fylla uppí nokkrar stöður á vellinum, helst að fá tvo til þrjá leikmenn í Torres/Gerrard klassa.
    Hvort raunhæft sé að þetta gangi upp fyrir næsta tímabil er ómögulegt að segja en það er óskandi.

  16. Hvað eru menn að svekkja sig á fjórða sætinu núna? Það er svona þrír eða fjórir mánuðir síðan það var augljóst að það væri okkar baráttusæti í ár. Ég er bara himinlifandi að góð von er til þess að sá árangur náist. Gífurlega mikilvægt þar sem það heldur Liverpool í CL… þar sem “by the way” Liverpool er að brillera ár eftir ár. Þar eru peningarnir. Þannig að miðað við allt og allt þessa leiktíðina er ég himinlifandi að ná fjórða sætinu og vera komnir í Undanúrslit í CL –Bara magnaður árangur!!!

    Þegar okkur gekk sem verst fyrir áramót var ég alveg búinn að gefa Benites upp á bátinn. Eftir að hafa verið harður stuðningsmaður hans síðan hann kom. Ég var kominn á þá skoðun að hann þyrfti að fara í sumar. Ég er búinn að skipta um skoðun!! Hann á að vera áfram. Ég vona það í það minnsta. Hann er ekki gallalaus þjálfari… en hver er það? En ég er búinn að taka tryggð við hann að nýju. Ég hef fulla trú á því að hann geti skilað Liverpool Englandsmeistaratitli ef hann fær stuðninginn til þess hjá eigendum. Stóra málið í dag eru eigendamálin. Það veit enginn lengur hvernig sá sirkus endar allur. Verst er, ef það verður allt áfram í uppþotum og ósamkomulagi í sumar. Þá er nú ekki hægt að gera sér miklar vonir um góðan árangur á leikmannamarkaði. En vonandi lægja öldurnar fljótt og Benites fái óskoraða traust yfirlýsingu og honum verði gefinn séns í það minnsta tvö ár í viðbót að skila því í hús sem allir vilja.

    YNWA

  17. Þetta var hættulegur leikur og ekta leikur sem við vorum að klúðra fyrr á þessu tímaili, sterkt lið sem spilar fast og það stuttu eftir rosalega CL rimmu.

    Varðandi dómarann þá hefur hann líklega lesið undanfarið einhvert mesta væl sem sést hefur í enskum fótbolta og hreinlega ákveðið að gefa Liverpool bara ekki víti í þessum leik!! Það er allavega líklegt að það sé svona dómgælsa sem nallararnir vilja meina að sé nánast eina ástæða slæms gengis þeirra sl. 10. vikur!!! 😉

    Ég vil nú kannski ekki meina að hann hafi verið alveg vonlaus, hann dæmdi t.d. rétt þegar Fridel KOM VIÐ Gerrard inni teig, gaf hvoki víti á Fridel og ekki heldur gult á Gerrard fyrir leikaraskap (Gerrard var btw ekki mikið að öskra á víti í því tilviki) og ég held að það hafi bara alveg verið rétt. En Wiley átti klárlega ekki góðan dag, Samba hefði t.d átt að fá rautt (aðstoðardómarinn átti allavega að sjá það) o.s.frv.
    En það sem ég er að reyna koma orðum að er að við létum þetta ekki verða aðalumræðuefnið í leikslok og ólíkt Arsenal gáfum bara ennþá meira í og kláruðum hið grófa lið Blackburn…og það bara nokkuð sannfærandi.

    Varðandi liðið þá virkaði þetta nokkuð áreynslulaust þannig, við núlluðum út Blackburn að mestu.
    Reina var traustur að vanda, Carra sást varla sem er jákvætt, Skrtel var sæmilegur (allavega var Roberts ekki að gera neina rósir).
    Arbeloa virkaði nokkuð óöruggur en slapp alveg frá þessum leik og mér finnst Sigtryggur Nr. 15 vera alveg í bullinu varðandi Aurelio, hann er mikið betri en Riise, sérstaklega í svona leikjum þar sem við þurfum að sækja gegn liði sem verst. Ekki besti bakvörður í heimi en sá besti sem við höfum og það er gaman að sjá hann LOKSINS ná nokkrum leikjum í röð án þess að meiðast.
    Miðjan var ágæt; Lucas gerði ekki mikið en virtist þó ná vel saman við Gerrard í stutta spilinu (þeir sköpuðu fyrsta markið). Alonso var ekki mjög eftirminnilegur þannig, Babel var sæmilegur en verður vonandi stöðugri á næsta (og þarnæsta) tímabili, hann hefur alls ekki nægan kraft ennþá í enska tuðrusparkið. Kuyt (sjá álit Benna Jóns Nr.14 að mestu). Ekki leikirnir sem hann hentar sem best í og jesús minn hvað first touchið hjá honum var dapurt í dag.
    Gerrard var klárlega maður leiksins hjá mér í dag, sí ógnandi, átti að fá víti, átti einnig að fá Samba útaf og einnig skoraði hann mjög gott mark sem braut ísinn. Torres er svo með þennan leiðinda ávana að skora alltaf, sama hvernig hann spilar og hvað það er mikið sparkað í hann 😉 í þetta skiptið tók hann t.d. færið af hinum ísraelska Benna Jón sem átti flotta innkomu í dag.

    En góð þrjú stig og góð tilbreyting að vera ekki að horfa á Arsenal……….sá þá ekki fyrr en hálftíma seinna og það er ekkert voðalega leiðinlegt að horfa á þá tapa…..jafnvel þó að það hafi verið fyrir United. Þeir eiga lítið inni hjá okkur púlllurum allavega eftir virðingarleysið sem þeir sýndu í ósigri sínum.

    p.s. er Wenger að missa ósnertanleika sinn? http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premier_league/arsenal/article3736042.ece

  18. Mér finnst svo gaman að fylgjast með Arsene Wenger þessa dagana 🙂

    ‘We lose on a penalty we cannot believe but we are used to it now,’ he added. ‘And on the free kick, he did not touch him. They are two big decisions and we have to take it.’

    Ókei, Arsenal skorar mark með hendinni í dag. Svo er skot í átt að marki varið með hendi af Gallas og dæmt víti. En Wenger bara trúir þessu ekki? 🙂

    Varð að deila þessu með ykkur. Get ekki gert upp við mig þessa dagana hvað maður á eiginlega að segja um elsku liðið okkar. Undanúrslit í CL, loksins farnir að vinna svona leiki í deildinni og allt í háalofti utan vallar.

    Stanslaust stuð.

  19. Fínn sigur í dag og maður var einhvernveginn aldrei í vafa um að mörkin myndu koma. Spilamennskan fannst mér alltilagi og eins og menn hafa bent réttilega á þá var þetta góður skyldusigur.

    Ég veit ekki hvort ég tek alveg undir það sem einhverjir hafa verið að segja hérna að við höfum ekki mannskapinn til að gera atlögu að titlinum. Við höfum fínan mannskap, auðvitað menn missterkir en það er hjá öllum liðum. Liverpool er búið að gera 12 jafntefli á tímabilinu meðan liðin fyrir ofan okkur hafa verið að gera 5-7 jafntefli. Ef ekki nema helmingur af þessum jafnteflum okkar hefði dottið okkar megin hefðum við verið í baráttunni um titilinn í deildinni á þessum tíma. Í mörgum af þessum jafnteflisleikjum vorum við miklu sterkari aðilinn, sóttum og sóttum en sigurmarkið virtist ekki detta fyrir okkur sama hvað menn reyndu. Ég er því á því að við höfum alveg haft mannskap í það að gera atlögu að titilinum í ár en eins og svo oft gerist í fótbolta tók liðið slæman kafla á tímabilinu sem virðist hafa kostað þá titilinn.

    Auðvitað er alltaf hægt að segja “hvað ef, hvað ef” en mér finnst staðreyndin sú að liverpool var og er með fínan mannskap í dag. (þó svo ég eins og allir vill alltaf fá ennþá betri menn og það er eflaust alltaf hægt að benda á einhvern sem gæti verið betri í tiltekinni stöðu, en hópurinn er góður og ég vil ekki meina að mannskapur í ákveðnum stöðum hafi sem slíkur kostað okkur titilinn)

    Varðandi Gerrard í þessum leik þá fannst mér hann standa sig vel og á skilið að vera maður leiksins. Eitt sem pirraði mig samt við hann var hversu auðveldlega hann fór niður þegar hann lennti í návígi. Vissulega er það ákveðin list að “láta” brjóta á þér á réttan hátt og það getur oft komið liðinu vel. Ég samt fyrir mitt leyti þoli ekki þegar leikmenn láta sig falla svona auðveldlega (fannst þetta eiginlega hálf pínlegt þegar Fridel tæklaði hann, jú vissulega snerti hann Gerrard en Gerrard var að reyna sækja snertinguna og gerði eins mikið úr henni og hann gat og hefði verið mjög harður dómur hefði dómarinn dæmt vítaspyrnu). Sama gerðist á nokkrum stöðum í leiknum og mér fannst framkoma hans ekki til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Ég fíla því ekki þegar leikmenn reyna að fiska brot með þessum hætti og á það við liðsmenn Liverpool alveg jafnt og önnur lið. Liverpool hefur aldrei verið þekkt fyrir leikaraskap, man t.d. eftir því þegar Riise fékk olnbogaskotið í andlitið í fyrra minnir mig og fossblæddi úr honum en hann stóð bara beinn og uppréttur og horfði á dómarann án þess að segja neitt. Það fannst mér til fyrirmyndar í stað þess að fleygja sér í jörðina gera eins mikið úr hlutunum og mögulega hægt er.

  20. 22 Biggi…

    Hjartanlega sammála með leikaraskapinn hjá Gerrard. Vil ekki sjá svona í leik Liverpool, nema kannski á ögurstundu…
    Annars er ég ósammála þér varðandi leikmannahópinn. Sást bara á tvöföldu skiptingu Fergusons í dag. Þeir leikmenn sem hann keypti í sumar eru lykilinn að titlinum og hann mun bólstra liðið með 2-3 leikmönnum í sumar, góðum leikmönnum (a.m.k. varnar- og sóknarmann). Ferguson hefur nokkur ár á Benitez og mikilvægt að hann fái frið til að kaupa nokkra sterka leikmenn í sumar. Síðan verður gaman að sjá hvað kemur uppúr ræktunarstarfinu. Vil fara að sjá þessa leikmenn í aðalliðinu fljótlega, sleppa Voronin og hafa Nemeth frekar á bekknum og Riise/Pennant út fyrir El Nazr(??).

  21. Sælir.
    Ég verð að segja að ég er ekki sammála mönnum hér sem halda því fram að við hefðum átt að fá víti í þessum leik. Kristjönu stælarnir voru alls ekki til fyrirmyndar hjá fyrirliðanum og ég tel hann hafa verið heppinn að Wiley virðist vera spar á spjöldinn. Hins vegar var hann mjög duglegur og skilaði sínu fyrirliðahlutverki hvað baráttu og dugnað varðar og það var honum að þakka að þessi þrjú stig komu í hús.

    Hvað varðar Wiley í þessum leik þá er ég ekki sammála t.d. Sigtryggi og Andra Fannari að hann hafi verið eitthvað litaður af ummælum Wengers upp á síðkastið. Málið er, að ég tel, ofboðslegt ósamræmi á milli dómara í deildinni. Einn leyfir hörku á meðan annar heldur heila sinfóníu tónleika með flautunni einni saman. Það er bara staðreynd að Wiley er sá dómari sem beytir minnst af spjöldum af öllum dómurum í deildinni við dómgæsluna. Ég er handviss um að ef Steve Bennet hefði dæmt þennan leik að þá hefðu bæði Samba og Skertl fokið útaf með rautt. Skertl átti t.d. sólatæklingu, ekki ósvipaða Taylor tæklingunni á Eduardo, í leiknum og fékk ekki einu sinni tiltal. Þannig að ég ætla ekki væla yfir dómgæslunni í þessum leik. Hún var ekki góð, en hún var alls ekki svo mótfallin okkur þegar á heildina er litið.

  22. Sterkt að sigra í dag og ekkert nema gott um það að segja, alltaf erfitt að spila við Blackburn. Liðið er að spila ágætlega og þá sérstaklega miðað við það álag sem á liðinu er í dag. Þá bæði inni á vellinum sem og utan hans. Hiks heldur áfram að bulla og nú er hann komin með nýtt útspil í heimsku sinni. Veit ekki hversu marktækt þetta er en Boscomb á víst að hafa komið með þetta á NOTW
    Hicks Leaked Info To Klinsmann, Rafa Furious
    http://blogs.notw.co.uk/sport/2008/04/rafas-klin-shoc.html
    http://www.ynwa.tv/forum/index.php?s=b4d7571c353067d4857904005339f26b&showtopic=136894

    Drullan bara heldur áfam að koma frá Kanalandi. Allir farnir að tala um klúbbinn í fjölmiðlum fyrst Parry og nú er Moores farinn að gráta yfir því hvernig mennirnir sem keyptu klúbbinn af honum eru ekki heiðarlegir eins og þeir höfðu lofað. Reyndar lofaði Hiks engu vegna þess að Moorse hafði aldrei talað við hann eða látið kanna heiðarleika hans því Gillett sem talaði svo fallega ensku lofaði því að hann væri góður maður (jú stóri Tom var nú vinur BUSH forseta Bandaríkjanna) 🙂

    Þetta er verra en kólumbísk sápuópera, Þvílíkur farsi – Ég vona bara að Benites fari ekki eftir tímabilið.
    YNWA

  23. Ég vildi bara bæta við að það eiga sér stað einhver mestu hriðjuverk sögunnar í gagni á Anfield. Hriðjuverkamennirnir eru 2 “kaupsýslumenn” frá USA, framkvæmdarstjórinn, Moores og stjórn Liverpool.

    http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=liverpool-fc-officials-met-jurgen-klinsmann-twice%26method=full%26objectid=20762046%26siteid=50061-name_page.html

    Þetta ættlar engan endi að taka, ég held að það sé nokkuð ljóst að við séum að missa einhvern besta þjálfara í heimi, þjálfara sem vill ekki fyrir sitt litla líf fara frá Mekka fótboltans. Heldur er verið að hrekkja hann í burtu með einhverjum mestu lúgarbrögðum sem fyrirfinnast. Manni verður óglatt að horfa upp á hvernig verið er að rústa klúbbnum í beinni útsendingu fyrir framan allri heimsbyggðinni.
    Klúbbur sem byggður er á hefðum, trausti og virðingu hefur verið rúinn inn að skinni og gerður siðferðislegagjaldþrota að hálfu eigenda og stjórnar.

    Ég er svo reiður……………………………………….and………………….
    Ég veit ekki hvernig þetta endar en eins og staðan er í dag finnst manni þetta því miður aðeins geta endað á versta veg.
    En ég held að við þurfum að halda en fastar í texta lagsins sem við elskum að syngja fyrir liðið okkar.

    When you walk through a storm
    Hold your head up high
    And don’t be afraid of the dark
    At the end of the storm
    Is a golden sky
    And the sweet silver song of a lark

    Walk on through the wind
    Walk on through the rain
    Tho’ your dreams be tossed and blown
    Walk on, walk on
    With hope in your heart
    And you’ll never walk alone
    You’ll never walk alone

    YNWA

  24. Sælir félagar
    Ég get bara ekki að því gert að mér finnst Aurelio alveg ömurlegur leikmaður. Mér finnst Riise greyið ömurlegur líka enn ekki eins. Hann á líka innistæðu fyrir ýmislegt sem hann hefur gert eins og aukapyrnumarkið á mót MU á sínum tíma. Það er þess vegna sem ég er ekki eins fúll útí hann og Aurelio. Aurelio á ekkert inni. Hann er skárstur maður á móti manni út við hliðarlínu, ömurlegur inn í teig og getur ekkert útá vellinum. Það sást best þegar hann ætlaði að stöðva Walcott í leiknum á móti Arsenal og Walcott stóð hann af sér eins og gæs pissibunu úr mús. Hann er búinn að tapa bolta ansi oft á eigin vallarhelmingi sem skapað hefur stór hættu þó mig reki ekki minni til að það hafi kostað mark. Sem betur fer en oft hefur munað ansi litlu. Og nothæfu krossarnir frá honum eru jafn margir og fingurnir á puttalausu líki.
    Það er nú þannig 😉

    YNWA

  25. Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að Kuyt verði áfram á næstu leiktíð. Bara talað um hann sem frábæran hér eins og ekkert sé. Finnst ykkur þessu maður virkilega boðlegur fyrir Liverpool? Er það nóg til að spila með Liverpool að vera ógeðslega ,,duglegur” og áhugasamur? Hann verður að fara!!!!

  26. Strákar mínir.
    Verum jákvæðir! Ekki það að lýsing Sigtryggs er auðvitað stílfræðileg snilld á allan hátt.
    Ég aftur á móti vill ekki útskrifa Aurelio, hann lék vel gegn Bolton og Inter í Mílan og var flottur leikmaður með Valencia. Hins vegar hafa meiðsl hans verið honum erfið.
    Gefum honum séns á að vera varamaður á næsta ári fyrir nýjan heimsklassa bakvörð. Riise hef ég fengið nóg af.
    Kuyt hefur leikið vel að undanförnu, ein af ástæðum þess að við höfum nú náð okkur allverulega á strik. Allir hafa fylgst með áliti mínu á honum hér á þessum vef, en um sinn tel ég hann skipta okkur máli. Það fylgir því algerlega að sama leikkerfi verði næsta ár, hann getur ekki spilað senter í 442 kerfi.

  27. Góðan daginn!
    Góður sigur í gær en nokkur atriði sem ég vildi minnast á.
    Eftir leikina 3 gegn Arsenal þá hafa Nallar mikið talað um að Liverpool hafi fengið 2 vítaspyrnur í forgjöf, þ.e. vítið sem ekki var dæmt í fyrri leiknum og vítið sem var dæmt á Anfield (sem þeir segja að hafi ekki verið víti en við að hafi verið pottþétt víti). Ég hef spurt þá hvort dómarinn hafi átt að sleppa vítinu í seinni leiknum vegna þess að ekki var dæmt víti í þeim fyrri. Að sjálfsögðu er svarið nei við þessari spurningu.
    Með sömu rökum er hæft að segja: Átti dómarinn í leiknum í gær að sleppa Skrtel við rautt spjald fyrir brotið á Roberts vegna þess að hann sleppti rauðu spjaldi á Samba áður í leiknum? Sama svar og áður, að sjálfsögðu ekki.
    Mér finnst menn hér inni einblína svolítið mikið á að rauða spjaldinu hafi verið sleppt á Samba en ekki minnast einu orði á rauðas pjaldið sem sleppt var á Skrtel (með örfáum undantekningum). Þetta var rautt spjald og ekkert annað, Roberts var kominn einn í gegn og Skrtel reif hann niður og lái honum hver sem er að röfla yfir þessu.
    Til þess að við séum tekin alverlega þá verðum við að vera staðföst í málefnaflutningi okkar.
    kv
    Ninni

  28. ninni.. dómarinn reynir auðvitað að gæta samræmis í þeim leik sem hann dæmir, þ.e. menn fái sömu refsingu fyrir samskonar brot í þeim leik, það telst bara góð dómgæsla að mínu mati. Það er samt allt annar handleggur að tala um það að dómarar eigi að gæta sömu viðmiðiða í leik B og þeir gerðu í leik A, það er ekki hægt að gera kröfu um það.

    Ég er því alveg sammála þér með vítið í seinni arsenal leiknum, það var réttur dómur og dómarinn átti ekkert að hugsa um það hvað dæmt hafði verið í fyrri leiknum.

    Í blackburn leiknum hins vegar leyfði dómarinn ýmislegt og hvorki spjaldi né dæmdi á ýmis brot og þ.á.m. brotið hjá Samba á Gerrard. Brotið hjá Samba og brotið hjá Skrtel voru bæði rauð spjöld að mínu mati en fyrst dómarinn ákvað að vera með þessi viðmið í sínum leik og ekki spjalda Samba í fyrri hálfleik þá var sú dómgæsla að sleppa Skrtel með rautt í seinni hálfleik í fullu samræmi við fyrri ákvarðanir dómarans í leiknum og því réttur dómur.

  29. Biggi #31
    þú ert að segja akkúrat það sama og ég. Ég var að benda á að menn eru að skammast yfir því að Samba var ekki rekinn útaf, en minnast ekki á að Skrtel átti að fara sömu leið. Ég er að tala um samræmi.

  30. Dómarinn sýndi samræmi, við verðum að sýna það líka.
    En ég er ekki að verja dómarann í þessum leik, mér fannst hann frekar slappur svo ekki sé sterkara að orði komist.

  31. Roberts var búinn að missa boltann nánast til Reina þegar Skrtel braut á honum, bara gult spjald, þar sem marktækifærið er úr sögunni.

  32. Auðvitað átti skrtel að fjúka útaf, allavega samkvæmt ströngustu túlkun laganna. Hann var aftasti varnarmaður og braut á sóknarmanninum. Hins vegar er Wiley ekkert mikið fyrir að flagga rauðum spjöldum og miðað við aðra dómgæslu hans í leiknum var hann aldrei að fara að senda skrtel útaf, en ég ítreka þó að það hefði ekki verið hægt að kvarta mikið ef hann hefði gert það og ég skil roberts vel að hafa verið brjálaður.

    Hvað samræmi varðar er ekkert hægt að bera saman brot samba og skrtel, wiley sá samba brotið greinilega ekki sem brot (hvernig sem hann nú fór að því) og ef leikmaður er ekki talinn brjóta af sér er nú varla hægt að senda hann af velli er það. Við vitum hins vegar ekkert um það hvort samba hefði fokið af velli ef wiley hefði ákveðið að um brot hefði verið að ræða.

    Annars var Wiley skelfilegur í þessum leik en hann má þó eiga það að hann var mjög samkvæmur sjálfum sér í öllum skelfilegu ákvörðunum sínum og dæmdi að mínu mati eins á bæði lið. Eina ástæðan fyrir að við höfum það kanski á tilfinningunni að það hafi hallað á liverpool í dómgæslu er einfaldlega sú staðreynd að við vorum meira með boltann og blackburn því meira í því að brjóta af sér.

Blackburn á morgun

Léttlyndisþunglyndi