Yfirlit á föstudegi

Eitt er sko alveg á hreinu. Liverpool FC rússibaninn er búinn að eiga fjöruga viku!

Fjörið byrjaði í raun á mánudag, með lítilli frétt sem enn hefur ekki ratað inn til okkar. Varaliðið okkar vann Norðurdeildina sína með því að leggja Blackburn 1-0 með marki ungverska undradrengsins Kristian Nemeth. Ég horfði á þennan leik í beinni og var mjög glaður að sjá þetta lið í action. Uppistaða liðsins eru leikmenn sem hafa unnið FA youth cup síðustu 2 ár, í bland við efnilega leikmenn sem keyptir voru til liðsins síðasta sumar. Í þessum leik léku Jay Spearing og Nemeth afar vel eins og venjulega, Nemeth er ótrúlega ákveðinn og flottur klárari, margt í hans fari minnir mig á Robbie Fowler…… Spearing er hörkuduglegur miðjumaður, en erfiðast fyrir hann er að hann er kannski ekki nógu stór til að spila þessa duglegu miðjustöðu í aðalliðinu. Markvörðurinn David Martin virkar flottur á mann og í þessum tiltekna leik leist mér rosalega vel á það sem ég sá til Paraguyska hafsentsins Robert Huth. Stór og feykisterkur og fínn á boltann.

Auðvitað er þessi titill ekki sá merkasti, en á gullaldarárum okkar unnum við afar oft varaliðsdeildina. Þannig að eitthvað segir það að “squad” leikmennirnir eru betri en hjá öðrum liðum. Ekki skemmir það að Gary Ablett, sem við tókum til baka frá Everton, stýrir liðinu ákaflega vel, hver veit nema að hann verði bara hinn nýji Paco svo þeirri umræðu allri verði nú eytt.

Varaliðakeppnin er 20 liða keppni eins og úrvalsdeildin með varaliðum þeirra liða. Henni er skipt í 2 riðla með 10 liðum í hvorum og framundan er úrslitaleikur við sigurvegara sunnandeildarinnar. Aston Villa eru þar langefstir, á undan West Ham. Vonandi vinna þeir þann titil, því allir skipta máli. Mér hefur fundist orðið talsverð breyting á baklandi aðalliðsins síðustu ár, frá því Rafa tók við. Svipað gerðist þegar ákveðinn maður tók við liði í brotum ekki langt frá okkur í austurátt, því miður með góðum árangri. Vonandi er nú komið að okkur að fá nýjar stjörnur upp úr baklandinu!

Svo kom þriðjudagurinn með allri þeirri miklu gleði. Enginn ástæða til að missa sig, en ennþá eru stuðningsmenn Arsenal í minni vinnu að svekkja sig, svo að ég hef sko heldur betur haldið áfram að gleðjast, svona þeim til samlætis.

Miðvikudagurinn var hálfgerður timburmannadagur, en í gær kom svo fyrst frétt um að Mascherano hafi fengið staðfest bann og síðan kom sprengjan með misklíð Hicks og Parry, sem flestir telja að hafi komið til út af því að Hicks hafi séð það í sjónvarpinu að Parry sat við hlið Gillett að horfa á fótboltaleikinn á þriðjudegi! Talandi um litla stráka í sandkassaleik!

Svo heldur sú saga áfram í dag og nú með nýrri beygju eins og þið sjáið hér í þessari frétt hjá Liverpool Echo.

DIC er semsagt núna að ganga frá kaupum, bara beðið eftir símhringingu. En Í HVERN????

Svo er stóra fréttin á Sky að nafnið sem Benitez er að tala um að verið sé að ganga frá í sumar sé ekki Rafinha heldur annar ungur snillingur. Endalaust fjör!

Hvernig verður eiginlega næsta vika!!!!!!!

19 Comments

  1. Í henni verður Ronaldinho orðaður við Liverpool… Ég meina, það er talað um að hann geti farið til Manchester City…

  2. Skemmtilegur pistill Maggi. Það er sko engin lognmolla yfir félaginu okkar, sumt jákvætt og annað neitkvætt. Ég hef hrifist alveg hrikalega mikið af þessu varaliði okkar. Þetta er kornungt lið og er að spila alveg glimrandi vel. Auðvitað er stór munur að spila í varaliðsdeildinni og svo í Úrvalsdeildinni, en einhvers staðar byrjar þetta og við sáum vel hvernig Plessis stóð sig á The Emirates.

    Sandkassaleiknum hjá Hicks og fóstbræðrum hans, Parry og Gillett VERÐUR bara að ljúka og það fljótt. Ég er orðinn svo þreyttur á sífelldum PR slysum að það hálfa væri nóg. Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að DIC geta hreinlega ekki höndlað þetta verr en það er í dag. Óvissan er að drepa allt og alla og þetta er mun verra en þegar verið var að leita að nýjum fjárfestum. Nú þarf að koma á stöðugleika, halda áfram að byggja á þeirri frábæru uppbyggingu sem hefur verið á liðinu og henda þessum nýja velli upp. Hicks á ekki pening, ekki Gillett heldur, en DIC á hann. Ekki flókið reikningsdæmi þetta.

    Mér líst svo hrikalega vel á að næla í þennan króatíska leikmann. Hef reyndar lítið séð af honum sjálfur, en hef heyrt mikið um hann. Getur ekki verið að Rafa sé bara búinn að tryggja sér hann OG Rafinha, segi bara svona.

  3. Maggi, af hverju tengirðu þessa Modric frétt eitthvað við Rafinha? Einsog ég skildi þetta frá Benitez, þá var Liverpool búið að ganga frá kaupunum á Rafinha, en þetta með Modric virðist bara vera tilraun Liverpool til að kaupa hann.

    En Modric er svo sannarlega spennandi leikmaður (hann er auðvitað sá sem rústaði enska landsliðinu) og hann er greinilega afburða greindur og skynsamur einstaklingur því hann sagði:

    “I don’t wish to discuss possible transfers, but if Liverpool really want me, then this is fantastic and I am truly honoured.”

    “I watched the Champions League quarter-finals and the way they crushed Arsenal. Only the greatest and the best can play such a match against strong Arsenal”

    (feitletrun mín) 🙂

  4. Ákvað að finna þennan gæja inná wikipedia og lesa mig til um hann. Samkvæmt því sem þar stendur er allt sem segir manni að Alonso sé að fara(að því gefnu að Luka Modric sé að koma).

    “At his team Dinamo Zagreb he usually plays as playmaker, on the left side of the field. His natural position is that of central midfielder and he plays as playmaker solely due to his capabilities to cover that role as well and to leave room for designated defensive midfielders in Dinamo’s 4-2-3-1 formation.

    He uses both feet to play, and his biggest strength is his swift offensive positioning without the ball. He’s also one of few playmakers able to contribute on the defensive end as well. His lack of physical power contradicts his shooting, which has a surprising amount of power that make his shots on goal mostly effective. However, he has plenty of stamina and is very aggressive in one-on-one battles. His timing is perfect, and his passes are accurate.”

  5. Höfum við virkilega áhuga á Ronaldinho?
    Ekki ég, vil frekar fá einhvern sem hefur meiri áhuga á knattspyrnu og minni á djammi og lóðaríi : )
    Ekki það að það sé nokkur verið að orða hann við okkur sko….ég segi bara æji nei.
    Annars hlítur þetta tímabil að fara í sögubækurnar hjá Liverpool svona miðað við allar þessar erjur, vonbrigðin með deildina og gleðina með CL : )

  6. Annars var ég að skoða ný uppdeitaða töflu yfir markahæðstu menn úrvalsdeildarinnar, maður vissi svo sem alveg að Torres er að keppa við hinn magnaða Ronaldo um markakóngstitilinn (Adebayor á auðvitað sjéns á að vera fyrir ofan Torres ennþá) en það sem sló löðrungaði mig allsvakalega er að sjá að á lista yfir 45 markahæðstu menn deildarinnar eru aðeins Torres og Gerrard frá Liverpool!
    L. Bowyer er í 45 sæti með 4 mörk!
    Eigum við virkilega ekki nema 2 leikmenn sem hafa skorað 4 mörk eða meira?
    Hér er annars listinn á fótbolti.net
    http://www.fotbolti.net/leagues.php?id=8&sid=2118

  7. …og í þessum tiltekna leik leist mér rosalega vel á það sem ég sá til Paraguyska hafsentsins Robert Huth. Stór og feykisterkur og fínn á boltann.

    Ekki það að það skipti nokkru máli en ég ætla að vona að Robert Huth sé ekki farinn að spila með varaliðinu okkar. Okkar Huth heitir alveg pottþétt Ronald 🙂

    Annars fínasti pistill og ég er spenntur fyrir Modric en held að það þýði ekkert endilega að Xabi sé að fara. Held að Modric sé frekar hugsaður í eina af þremur fremri miðjustöðunum.

    Og svo VERÐUR þetta helv… fjölmiðlafyllerí á eigendunum að fara að ljúka.

  8. 6 – Já, ég hefði haldið að a.m.k Babel og Benayoun ættu að komast inná þennan lista? Mér finnst a.m.k eins og að þeir hafi a.m.k sett 4-5 mörk hvor, en þetta er engu að síður athyglisverður listi. Við erum nú ekki búnir að skora neitt áberandi fá mörk, þetta hlýtur bara að þýða að markaskorunin er að dreifast svona vel á marga einstaklinga (fyrir utan Torres og Gerrard auðvitað).

  9. Ég hélt að þessi gaur væri eitthvað sem myndi nýtast okkur í kantstöður, en þetta sýnir vel hversu lítið ég hef séð af honum.

    En Ronaldinho, bara nei takk. Vil ekki sjá hann til liðsins miðað við hvernig hann hefur verið síðustu 2 tímabil. Fínt fyrir hann að fara á elliheimilið hjá AC Milan.

  10. Ég sagði nú bara svona með Ronaldinho 🙂

    Já og félagið hefur ákveðið að halda ekki hinn hefðbunda blaðamannafund fyrir leikinn gegn Blackburn. Það segir sitt, enda yrðu væntanlega engar spurningar um Blackburn þar. Nema kannski hvort Rafa sé að íhuga að bjóða í David Bentley…

  11. Ronaldinho er fæddur árið 1980. Hann er varla á grafarbakkanum. Ég tel að hann þurfi fyrst og fremst á almennilegum þjálfara að halda. Ég efa það ekki að hann myndi vera frábær undir stjórn Rafa.

    En núna erum við farnir að rökræða um einhvern brandara hjá Hjalta og það er varla skynsamlegt.

  12. Það getur varla talist galli að vera lítill og duglegur miðjumaður hjá Liverpool í dag eins og þú segir um þennan Spearing 🙂

  13. Nei hann er kannski ekki gamall, en miðað við það sem maður hefur séð af honum, þá eldist hann hraðar en aðrir 🙂

    Ég væri allavega til í að eyða seðlunum (og ekki yrðu þeir fáir) sem færu í að fá hann, í einhvern annan sem er með meiri eldmóð í brjósti.

  14. Vá vá ví! Luka Modric hljómar virkilega vel…gæti þar verið kominn playmakerinn sem okkur hefur vantað.

    Finnst ekkert skelfileg hugmynd að Rick Parry fari að láta af störfum. En ég er ekkert sérstaklega hrifinn af DIC.

  15. Ég held að Ronaldinho myndi alveg ganga í gegnum endurnýjun lífdaga kæmi hann til okkar. Hann er kannski að skíta á sig hjá Barcelona en það er ekki hægt að efast um hæfileika þessa manns. Hann er enn stórkostlegur leikmaður, og myndi alveg sóma sér vel fyrir aftan Torres held ég 🙂

    Vá, þetta létta grín hjá mér í byrjun er komið út í umræðu! Merkilegt… 🙂

  16. Ef þessi Modric er eins góður og menn eru að tala um þá er það bara frábært að fá hann, við viljum jú fá þá bestu er það ekki. Hvort sem hann kæmi inn fyrir Alonso eða ekki þá finnst mér Alonso alls ekki búinn að eiga gott tímabil og mér væri persónulega alveg sama þó við seldum hann bara.

    Með Ronaldinho veit ég ekki, ef hægt er að fá hann fyrir einhverjar 10-15 miljónir punda þá mundi ég alveg vilja skoða það en það er vissulega rétt sem steini er að segja að hann hefur nú ekkert átt nein svakaleg seinustu 2 tímabil en vissulega frábær fótboltamaður og gæti hugsanlega komið með ansi skemmtilega hluti inní spilamennsku okkar.

    En hvernig væri að fá Henry bara til þess að spila í sókninni með Torres, hann hefur nú reynsluna af því að spila í ensku deildinni og búin að segja að hann væri til í að spila fyrir Liverpool og við þurfum ekkert að fara neitt yfir það hvað hann er búin að afreka í ensku deildinni, held líka að hann yrði ekkert neitt rosalega dýr.

  17. Henry er ekkert nema hrokafull beinahrúga sem er kominn á endastöd á sínum ferli. Ronaldinho er búinn ad gera Barcelona meira gagn á fylleríi í vetur en Henry inni á vellinum.

  18. Ég hef hvergi séð það að staðfest sé að Rafinha sé kominn, síðast las ég að Schalke ætlaði ekki að láta hann fara.
    Kveikti á Sky-sjónvarpsstöðinni í morgun og þá var þessu slegið upp sem fréttinni að “Rafa’s mystery signing has been found in the form of Modric” og þegar ég sá þessa frétt á netinu las ég hana ekki alla. My bad! Auðvitað heitir okkar drengur Ronald og er ekkert skyldur Robert. Henry væri fínn kostur.

Hicks vill að Parry segi af sér!

Torres og Gerrard tilnefndir