Torres og Gerrard tilnefndir

Nú er búið að tilkynna hverjir eru tilnefndir sem leikmenn ársins í vali leikmannasamtakanna á Englandi. Þeir eru:

* Steven Gerrard
* Fernando Torres
* Cristiano Ronaldo
* Cesc Fabregas
* Emmanuel Adebayor
* David James

Torres er einnig tilnefndur í valinu um efnilegasta leikmanninn. Þar eru tilnefndir:

* Fernando Torres
* Cristiano Ronaldo
* Cesc Fabregas
* Gabriel Agbonlahor
* Ashley Young
* Micah Richards

Það verður að teljast líklegt að Ronaldo vinni verðlaunin annað árið í röð, en ég trúi varla öðru en að Torres hirði annað sætið. En það er allavegana gott að sjá tvo af okkar mönnum útnefnda (aðeins 1 Man U og enginn Chelsea maður).

38 Comments

 1. Það er því miður ekki nokkur samkeppni um þetta í ár.

  C.Ronaldo er bara bull.

 2. Ef allt gengur eðlilega fyrir sig ætti Ronaldo að hirða bæði þessi verðlaun, engin spurning um annað.

  En auðvitað gaman að sjá Torres þarna og að hann sé að fá einhverja viðurkenningu fyrir sitt fyrsta tímabil, sem hefur verið betra en flestir þorðu að vona!

 3. Svo má ekki gleyma því að þarna er einn fyrrverandi Liverpoolmaður

 4. Væri þá ekki eðlilegt að giska á lið ársins svona miðað við þetta val:

  James

  ?? – Ferdinand – ?? – Evra

  Ronaldo – Gerrard – Fabregas – Hleb

  Torres – Adebayor

 5. Hvað í fjandanum er samt Gerrard að gera á þessum lista?

  Ertu að grínast? Já, hann hefur ekki átt sitt allra besta tímabil, en nefndu mér einn miðjumann (utan þá Fabregas) sem hefur leikið betur á tímabilinu.

 6. GBE – þetta snýst ekki um að vera efnilegur – þetta er “Best young player” og því eiga þeir allir heima þarna.

  Reyndar er algjörlega fáránlegt að Mascherano sé þá ekki á þessum lista yfir bestu ungu leikmennina. Hann er jafngamall Torres og aðeins ári eldri en Ronaldo.

 7. Til að bæta í lið ársins hjá Einari…

  Sagna og Gallas.

 8. Varðandi lið ársins fyndist mér eðlilegt að Bakary Sagna mundi hirða hægri bakvarðar stöðuna. Vinstri bakvörðurinn er svo Evra eða Clichy. En svo er það spurning með miðvörð við hliðina á Ferdinand, þar held ég að valið standi á milli Vidic, Gallas, Lescott eða jafnvel bara Hyypiä gamli 🙂

 9. Sagna klárlega, en ekki Gallas að mínum dómi, engan veginn. Meira að segja sumir Arsenal félagar mínir eru langt því frá að vera sáttir með Gallas kallinn á tímabilinu. Ég myndi persónulega setja Vidic og Terry í þær.

 10. David James er búinn að standa sig frábærlega á þessu tímabili, eitt besta tímabils hans í langan tíma..

 11. Hvað ertu að gera með Hleb í liðinu? Ætti David Bentley ekki að vera í hans stöðu. Það er alllavega mín skoðun.

 12. Totii, þeir eru búnir að spila heilt yfir mun betur og stöðugar en Babel í úrvalsdeildinni held ég.

 13. Mitt lið mundi líta svona út:

  D.James / Van Der Sar

  Sagna R.Ferdinand Vidic Evra

  Ronaldo Gerrard Flamini Hleb

  Torres Rooney

  Ég er Arsenal maður og þetta er hreinskilið álit frá mér.

  Flamini hefur að mínu mati verið betri en Fabregas á þessu tímabili þó þeir séu auðvitað mjög ólíkir leikmenn mér finnst Fabregas oft ekkert sérstakur og oft líka frábær en Flamini er alltaf mjög góður.

 14. Jújú kannski allt í lagi að hafa Gerrard á þessum lista en mér finnst það samt hálfskrýtið, ef Lampard hefði verið meira með í vetur væri hann örugglega þarna líka sama hvernig hann hefði spilað. Ef það hafa engir miðjumenn skarað í vetur þá á bara að sleppa að tilnefna þá!
  Svo þetta með best young player, til dæmis er Ronaldo er á 24. aldursári og búinn að vera mörg ár í boltanum. Mér finnst þetta eiga að vera flokkurinn 17-22 eða svo. Nútímaknattspyrnumenn eru bara orðnir ,,fullorðnir” og þroskaðir leikmenn miklu fyrr en áður.

 15. Ég skellti nú bara upp úr þegar ég sá liðið hjá Bjarka 🙂 Rooney! Ég verð nú bara að leyfa mér að efast um að hérna sé Arsenal maður á ferð. Van Der Saar í markinu 🙂 Þrír ManYoo menn í vörninni 🙂 Rooney í sókninni 🙂 Jú, jú, greinilega Arsenal maður á ferð 🙂

 16. Haha já einmitt það sama og ég hugsaði þegar ég las liðið hjá bjarka… pottþétt man u maður!! :Þ

 17. Ég er nú gallharður Liverpool maður en hverja aðra mynduð þið hafa í vörninni? Hvaða vinstri bakvörður hefur spilað betur en evra og hvaða miðvarapar hefur spilað betur en ferdinand og vidic?

 18. James
  Sagna/Ferdinand/Vidic/Evra
  Ronaldo/Gerrard/Fabregas/Bentley
  Torres/Berbatov

  Mitt álit..

 19. Ssteinn, þrír Manjú menn í vörninni er nú alveg vel réttlætanlegt. Þeir eru aðeins búnir að fá á sig 17 mörk og á heimavelli hefur verið skorað hjá þeim 5 sinnum. Ef það segir ekki ýmislegt um hversu góðri vörn Manjú hafa yfir að ráða veit ég ekki hvað gerir það. Þetta með Rooney er þó eitthvað skrýtið þó að hann hafi nú alls ekki átt lélegt tímabil.

  Annars er það ansi augljóst að Ronaldo hirðir bæði þessi verðlaun. Hæfileikar drengsins eru einfaldlega bara á öðru leveli en allt sem maður hefur séð. Gaman að sjá Torres samt tilnefndan.

 20. Held að Vidic (því miður…) eigi mest skilið að vera þarna í miðverðinum við hlið Ferdinand. Annars er ég algjörlega sammála Óla B. með liðið. Sé ekki að hægt sé að líta framhjá Berbatov. Litlu hægt að mótmæla með James. Staðreyndin er bara sú að kallinn hefur átt frábært tímabil.

 21. Að því gefnu að Adebayor hefur skorað nítján mörk í deildinni, Berbatov 14, hlýtur að vera eðlilegt að velja hann þarna frammi með Torres.

  Sammála Einari Erni með liðið, og bæti inn Terry og Sagna.

 22. Nákvæmlega Hjalti, það er ekki eins og að það muni mörgum mörkum fengnum á sig á milli Chelsea og ManYoo. Terry þarna inn, meikar ekkert sens að það séu 3 ManYoo varnamenn í liði ársins, hvað þá markvörðuinn líka.

 23. Mér finnst að lið ársins ætti að vera svona!

                         James
  
                  Sagna - Ferdinand - Evra
  
               Ronaldo - Gerrard - Fabregas - Bentley
  
                    Berbatov - Torres - Adebayor
  
 24. James

  Sagna – Ferdinand – Richards – Evra

  Mascherano – Fabregas
  Ronaldo – Flamini – Gerrard
  Torres

  Btw ætla að nota changeið að spyrja einar örn hvernig hann gerir svona grænan kassa með leikmönnum inní???

 25.                       James
              Sagna - Ferdinand - Terry - Evra
             Ronaldo - Gerrard - Fabregas - Bentley
                    Torres - Adebayor
  

  Bara prufa

 26. James
  Sagna – Ferdinand – Terry – Evra
  Ronaldo – Gerrard – Fabregas – Bentley
  Torres – Adebayor

Yfirlit á föstudegi

Meira um Wenger