Liverpool 4 – Arsenal 2 !!!

Eftir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sumarið 1978, þar sem heimamenn í Argentínu fögnuðu sigri, gerðu Brasilíumenn mikið úr því að þeirra lið hefði með réttu átt að vinna keppnina þar sem þeir spiluðu fallegri knattspyrnu. Cesar Luis Menotti, stjóri heimsmeistara Argentínu, var spurður um þetta skömmu eftir keppnina og svar hans var einfalt: „Við óskum Brasilíumönnum til hamingju með sinn móralska sigur. Vonandi geta þeir óskað okkur til hamingju með heimsmeistaratitil okkar.“

Í kvöld fór fram seinni leikur Liverpool og Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum var ljóst að þetta stæði á hnífsblaði fyrir þennan leik og það kom á daginn. Arsenal-liðið var í tvígang í kvöld á leiðinni áfram í undanúrslitin, í stöðunni 0-1 og stöðunni 2-2, en Liverpool-menn voru á móti í þrígang á leiðinni í undanúrslitin, í stöðunni 0-0, í stöðunni 2-1 og í stöðunni 3-2 og þar á eftir. Sem betur fer var það forskot okkar manna sem varð ofan á að lokum og okkar menn unnu verðskuldaðan **4-2 sigur** í þessum frábæra leik.

Benítez gerði óvænta breytingu á liðinu úr fyrri leiknum og lét Peter Crouch byrja inná í stað Ryan Babel. Sú breyting átti heldur betur eftir að borga sig:

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypiä – Aurelio

Alonso – Mascherano
Kuyt – Crouch – Gerrard
Torres

**Bekkur: Itandje, Riise, Arbeloa, Babel, Benayoun, Voronin, Lucas.

Þessi leikur fór mjög illa af stað hjá okkar mönnum sem virkuðu mjög óstyrkir framan af. Arsenal-liðið geystist út úr startblokkunum og tók öll völd á vellinum og það leið ekki á löngu áður en þeir voru komnir yfir. Á 13. mínútu spiluðu þeir sig tvisvar inn í teig Liverpool en okkar menn bægðu hættunni frá, en í síðara skiptið barst boltinn á Fabregas sem renndi honum inn í teiginn á **Abou Diaby** sem negldi boltanum framhjá Pepe Reina á nærstönginni.

Þetta mark var dæmigert fyrir gang leiksins fyrsta hálftímann. Arsenal-liðið var á undan í alla bolta, hélt boltanum betur innan liðsins og virtist einhvern veginn ákveðnara og tilbúnara í þennan slag. Alonso elti Diaby ekki inní teiginn, þar var Skrtel seinn að taka við sér og Reina lét hann skora hjá sér í nærhornið. Einfaldlega ekki nógu gott hjá Liverpool.

Eftir þetta sat ég með höfuðið í höndunum næsta kortérið og bað til æðri máttarvalda um að Arsenal-liðið næði ekki öðru marki. Á 30. mínútu náðu okkar menn þó loksins að komast fram fyrir miðju, Aurelio fékk boltann frá Alonso og lék honum inná teiginn, gaf þaðan fyrir en boltinn fór í bakið á varnarmanni Arsenal og þaðan að markinu og Almunia þurfti að skutla sér og bægja boltanum frá í horn.

Gerrard tók hornspyrnuna frá hægri og beint inná miðjan vítateiginn, þar sem **Sami Hyypiä** átti laglega gabbhreyfingu til að losa sig við dekkun Philippe Senderos og skallaði boltann glæsilega í stöngina og inn! Staðan orðin 1-1!

Eftir þetta snerist leikurinn eiginlega algerlega við og það sem eftir lifði leiksins var Liverpool í meira og minna stanslausri sókn. Pressan jókst fram að hálfleik en okkar menn náðu ekki að skapa sér nægilega góð færi, á meðan botninn datt algerlega úr leik Arsenal-liðsins. Það var hálf undarlegt að sjá bæði Benítez og Wenger hoppandi af reiði á nánast sama tíma á hliðarlínunni en þannig var fyrri hálfleikurinn eiginlega í hnotskurn; mjög kaflaskiptur og í raun sanngjörn staða í hálfleik, 1-1.

Seinni hálfleikurinn hófst svo eins og þeim fyrri lauk. Liverpool-liðið sótti núna að The Kop og hafði tögl og höld á leiknum en gekk illa að brjóta vörn Arsenal á bak aftur. Arsenal-liðið lá í skotgröfunum og reyndi að sækja hratt með löngum boltum á Adebayor en Skrtel og Hyypiä réðu auðveldlega við flest sem að þeim kom. Fram að þessu hafði Torres verið frekar slakur í leiknum en bróðir minn sagði við mig að menn eins og Torres þyrftu bara eitt færi til að skipta sköpum. Það átti heldur betur eftir að sannast.

Þegar um tuttugu mínútur voru eftir kom langur bolti inn að teig Arsenal. Þar stökk Crouch manna hæst og skallaði boltann hnitmiðað í vasann á milli Senderos og Touré, þar sem enginn annar en téður **Fernando Torres** tók boltann niður, sneri sér með hann út í teiginn og klíndi honum svona líka snyrtilega upp í markhornið fjær, óverjandi fyrir Almunia! Staðan orðin 2-1 fyrir Liverpool og á ljóst að mjög stressandi mínútur voru framundan. Það hvarflaði þó ekki að manni að við ættum eftir að sjá þrjú mörk til viðbótar.

Eftir þetta datt Liverpool-liðið aðeins aftar á völlinn. Rafa Benítez tók Crouch útaf fyrir Ryan Babel til að reyna að fríska uppá sóknarleikinn, en það er skemmst frá því að segja að Loga Ólafssyni, lýsanda á Stöð 2 Sport, tókst að túlka það sem klára varnarskiptingu. Þegar sex mínútur voru eftir af leiknum fékk Theo Walcott boltann rétt fyrir utan eigin teig eftir enn eina þunga sókn Liverpool. Walcott gaf í með boltann og keyrði upp alla 80 metrana inná teig og að marki Liverpool, sólaði svona 4-5 andstæðinga á leiðinni, lagði boltann svo inná markteig framhjá Skrtel þar sem **Emmanuel Adebayor** kom aðvífandi og lagði boltann í nærhornið. Staðan orðin 2-2, sex mínútur eftir, Arsenal á leiðinni í undanúrslit og ég á leiðinni í sturtu í öllum fötunum, háskælandi. Þegar þetta mark kom heyrði maður fyrrnefndan Loga Ólafsson – United-mann með meiru – hrópa af æsingi: „Þetta er það sem gerist þegar menn beita varnarskiptingum til að halda fengnum hlut gegn liði eins og Arsenal!“

Logi átti þó eftir að fá að éta orð sín nokkrum andartökum síðar. Arsenal-menn voru enn að fagna marki sínu þegar Liverpool-liðið tók miðjuna, geystist upp í sókn og boltinn barst að lokum út á vinstri kantinn þar sem Ryan Babel keyrði á Fabregas og Touré, framhjá þeim báðum og inná vítateiginn. Fabregas virtist koma Babel úr jafnvægi með því að toga í hann og svo stökk Touré fyrir hann svo að Babel féll til jarðar og dómari leiksins var skotfljótur að dæma vítaspyrnu! **Gerrard** tók að sjálfsögðu vítið og skoraði örugglega! 3-2 fyrir Liverpool, fimm mínútur eftir og allt að verða vitlaust á Anfield!

Eftir þetta hentu Arsenal-menn öllu fram í örvæntingarfullri leit að jöfnunarmarkinu. Þegar tvær mínútur voru eftir voru þeir í þungri sókn en Hyypiä náði að pota boltanum frá Hleb á vítateignum. Boltinn barst til Dirk Kuyt rétt fyrir utan eigin vítateig og hann negldi honum fram á völlinn. Þar virtist Fabregas vera einn til að hirða boltann þegar eimreiðin **Ryan Babel** kom aðvífandi, tók tvo metra á móti hverjum einum hjá Fabregas, keyrði framhjá honum með boltann, inná teig Arsenal og lagði tuðruna í nærhornið framhjá Almunia. 4-2. Game over. 🙂

**Maður Leiksins:** Hvar eigum við að byrja? Fyrir fyrstu þrjátíu mínúturnar verðskuldaði þetta í raun enginn, þar sem liðið var svo grútlélegt að það hálfa væri nóg. Fyrir seinni sextíu mínúturnar verðskulduðu þetta samt í raun allir. Vörnin stóð sig frábærlega og þar stóð Hyypiä hæstur á meðal risa, enda skoraði hann markið sem þjófstartaði góðri spilamennsku liðsins og hreinlega át Adebayor í kvöld. Á miðjunni byrjuðu Alonso og Gerrard illa en náðu sér á strik, á meðan Mascherano var okkar besti miðjumaður í kvöld en á köflum hreinlega heppinn að hanga inná vellinum eftir að hafa virst staðráðinn í að ná seinna gula spjaldinu sínu.

Kuyt barðist sem fyrr eins og ljón á meðan Crouch skilaði sínu með nokkrum af hættulegustu færum leiksins, auk þess sem hann lagði upp markið fyrir Torres. Torres sjálfur átti rólegt kvöld, í raun, en það hindraði hann samt ekki í að skora eitt af glæsilegustu mörkum vetrarins. Þvílík negla.

Minn maður leiksins í kvöld er hins vegar Hollendingurinn fljúgandi, **RYAN BABEL**. Fyrir viku síðan var hann grútlélegur í byrjunarliðinu gegn Arsenal og höfðu einhverjir Arsenal-aðdáendur þá á orði að Wenger hefði hreinlega verið „sniðugur“ að kaupa Babel ekki, þegar allir vita að Wenger vildi fá Babel en við nánast stálum honum og að Wenger var pirraður yfir því.

Frammistaða Babel í kvöld var því í raun meira virði en bara fyrir liðið í þessum leik, því hann hafði ákveðið ‘point to prove’ gegn Arsenal í kvöld. Þegar hann kom inná og liðið fékk strax í kjölfarið á sig mark hefði maður getað fyrirgefið þessum unga strák það að hengja haus, en Babel reif sig upp, reif liðið sitt inní leikinn með frábærum einleik gegn Touré og Fabregas og innsiglaði þetta svo með marki sem á eftir að veita Fabregas martraðir um hollenskar eimreiðar næstu vikurnar og mánuðina. Frábær frammistaða hjá Babel!

Nú ætla ég að skrifa málsgrein sem ég hef skrifað tvisvar áður: liðið er komið í undanúrslit … og þar mætum við … (trommur, takk) … CHELSEA! Ta-da! Þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem þessi lið mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, og ég er orðinn svo þreyttur á því að ég hefði gefið nánast hvað sem er ef að Fenerbache hefðu getað klárað Chelsea í kvöld, en svo fór því miður ekki. Í þetta skiptið er fyrri leikurinn á Anfield, sem telst Chelsea eflaust til tekna. Þetta verður … áhugavert. Veit varla hvort leikirnir við Chelsea geta samt nokkurn tímann toppað þennan Arsenal-leik í kvöld. Hann verður aldrei toppaður.

Djók. Istanbúl, maður. 🙂

Moskva, hér komum við …

143 Comments

 1. Sælir félagar og til hamingju.
  Þetta bætir upp ansi margt á liðinni leiktíð.
  Það er nú þannig 🙂 🙂 🙂 😀

 2. jájájájájájájájájájájájájájájá, makalaust hvað þessir leikir hjá liverpool í meistaradeildinni verða alltaf ótrúlegir!!!

 3. aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrrrrggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg Ég er orðlaus!!! hamingjan er óendanleg….

  Til hamingju allir

 4. Að Mascherano skuli ekki hafa farið út af með 2 gul spjöld er náttúrulega út í hött. Að dæma víti á Toure í lok leiks er grátlegt, sérstraklega í ljósi þess að Kuyt braut virkilega á Hleb í síðasta leik. Þetta var ekki brot og svo jafnvel fyrir utan teig.

  Það er gott að geta huggað sig við það að Liverpool komst áfram í þessu einvígi af því að dómaranir SKITU Á SIG í báðum leikjunum og voru ömurlegir.

 5. Það fær ekkert stoppað þessa náunga þegar þeir komast á skrið. Áttum seinni hálfleikinn algjörlega.

  Hvernig fór chealsea-leikurinn. Þurfum við að mæta þeim ENN EINU SINNI?

  TIL HAMINGJU MEÐ SIGURINN ALLIR:)

 6. Magnað….. Það lekur enn af mer svitinn!!!

  Þvilikar sviptingar af tilfinningum i einum leik. Uffffffffffffffffffffffff.

  Til hamingju pullarar nær og fjær…. 🙂

  YNWA

 7. Ég var að horfa á viðtal við Gerrard, Babel og Benitez. Allir mjög rólegir yfir þessu, sérstaklega Gerrard. Hann er samur við sig og lítið fyrir að hrósa sjálfum sér og sagði, this is propably my worst game in Liverpool shirt og þá sagði spyrillinn you must be joking

 8. Hannes SM: Þó að Toure hefði tekið og kýlt Babel í andlitið þá hefði þetta ekki verið víti i ykkar augum, dæmið bara hver fyrir sig. Mínu mati var þetta víti enda sést greinilega að hann ýttir i bakið á honum og loks þegar Babel dettur þá sést hendinn á Toure dynja á bakið á honum. Ekki alltaf kenna dómaranum um, áttum þetta skilið og frábær sigur segi ég bara 😀

 9. Það er alveg ljóst að Torres skorar bara á móti lélegu liðunum:D

 10. Getur maður ekki séð viðtölin við Gerrard, Babel og Benitez á netinu??
  Geeeeggjaður fótboltaleikur, til hamingju púlarar!;D

 11. Jáááaáááá!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1

  Það er hægt að lýsa spennunni í þessum leik við spennuna í AC Milan leiknum, án gríns…….

 12. Vá Hannes, hversu sorglegt er það að drífa sig inn á aðdáendasíðu Liverpool rétt eftir leik og vera svona sorglega tapsár.
  “Þetta var ekki brot og svo jafnvel fyrir utan teig”
  Varstu að horfa á leikinn?
  Þið áttur klárlega að fá víti í fyrri leiknum alveg eins og þetta var víti.
  Svona er fótboltinn bara, en Arsenal eru nú með svo ungt og efnilegt lið að þeirra er framtíðin : )

 13. Gerrard hefur rétt fyrir sér þar að mínu mati. Hann var því miður ekki nógu góður í kvöld en það kom sem betur fer ekki að sök. Hann verður vonandi hressari í næstu leikjum og á móti Chelsea. Hef enga trú á öðru.

  Djöfull er maður sáttur við þetta!!!!

 14. Frábær sigur í ótrúlega skemmtilegum leik. Hvað er þetta með Liverpool og Meistaradeildina? Alveg ótrúlegt Meistaradeildar lið. Það þarf að hlaða Meistaradeildarlaginu niður í Ipod leikmanna og láta þá spila fyrir hvern deildarleik, þannig vinnum við deildina!

  En svona til að hafa það á hreinu þá er Arsenal mikið betra, skemmtilegra, yngra og í alla staði æðislegra lið sem á framtíðina fyrir sér 🙂

 15. Vááááááá! Þvílíkur leikur! Til hamingju púlarar!
  Hannes sm: Á hvaða leik varst þú að horfa?

 16. Getur maður ekki séð viðtölin við Gerrard, Babel og Benitez á netinu???

 17. Ég verð að segja að Alonso, Gerrard og Mascherano áttu ekki sinn besta dag í dag. Gerrard var bara farþegi á tímabili. Kuyt fannst mér besti leikmaður leiksins, gaf 150% í þennan leik, þvílík vinnsla og hann var að takast að taka við boltanum og senda hann sem er ekki eitthvað sem hann hefur verið nógu stöðugur í á þessu tímabili.

  Annars ÓTRÚLEGUR leikur, maður var alveg að fara á límingunum á tímabili.

  Til hamingju Liverpool!!!

 18. Ummæli Hannesar SM eru sorgleg í meira lagi. Þetta var klárt víti, enginn vafi á því. Ekki sá ég amk kröftug mótmæli Arsenal manna. Annars var innkoma Babel stórbrotin. Að fá víti og skora í svona leik. Frábært. Sammála Sigtryggi að þessi sigur bætir upp ansi margt sem miður hefur farið á þessari leiktíð. Frábær karakter. Eftir svona leik skilja menn hvað fær mann til að elska þetta lið. Til hamingju allir Púllarar, þetta var frábær leikur.

 19. ÉG ELSKA ÞETTA LIÐ!!!

  Sjitt, ég skrifa eitthvað gáfulegra þegar að hjartslátturinn er kominn niður á eðlilegt plan. Liverpool og Meistaradeildin, það er ekki til betri blanda!

  🙂

 20. Liverpool mun vinna Man United einu sinni í vetur – í úrslitum Meistaradeildar.

  Þarf að ræða það e-ð frekar? Þetta er náttúrulega bara dásamlegt. Enn einu sinni sýnir Rafael að það er enginn betri en hann í Meistaradeildina. Hann er besti mótiveitor þegar að kemur Meistaradeildinni og enginn undirbýr lið sín betur. Þetta var mögnuð frammistaða.

  Kuyt, sem er Meistaradeildarmaður (líkt og þjálfari sinn), hljóp þrekvirki í dag en hann er besti fótboltamaður heims marki yfir held ég. Crouch hreint frábær, vann frábært verk í dag – menn verða að fá það sem þeir eiga skilið. Svo verður að minnast á besta framherja heims, Fernando Torres, sem er hreint ótrúlegur.

  LFC getur gert allt, í Meistaradeildinni, og mun gera það í vetur er ég sannfærður um.

 21. Hjartað komið í gang aftur? ég hélt að það væri á fullu.Allavega þannig hjá mér.
  En ….Gerrard hefur aldrei getað neitt á vinstri kanti. Bestur á miðjunni og hægra megin.
  TIL HAMINGJU PÚLLARAR
  🙂

 22. ekkert kjaftæði..komdu með skýrsluna…nóg að segja að john barnes nr2 hafi reddað okkur með smá hjálp frá vinum…

 23. Babel með mergjaða komu inní leikinn;)

  Get ekki lýst því hvað mér létti þegar hann skoraði 4. markið, annars væri ég ekki til í að vera arsenalmaður þegar vítið var dæmt, bæði strax eftir jöfnunarmark þeirra og svo var þetta augljóslega mjög lítið við hliðinna á brotinu í hinum leiknum samt klárlega víti

  stríðið unnið og ég er ekkert annað en sáttur

 24. Já sorglega aum er athugasemd Hannesar SM, sama hvað það stendur fyrir.

  En, hvað um það! Held að ég hafi séð samtals um 15mín af leiknum (þó þrjú mörk 🙂 ), en þetta var óbærilegt fyrir mig að horfa á!

  Nú eigum við auðveldari leiki fyrir höndum að mínu mati gegn Tjélskí!

 25. Liverpool – Chelsea…. fastir liðir eins og venjulega !!!

  Koma svo !!!

 26. Ég röflaði þegar þeir komust 0-1 yfir að okkur væri bara alveg fyrirmunað að fara einföldu leiðina að hlutunum…..en COME ON þetta er bara ekki sanngjarnt fyrir hjartað!!! Klárlega með erfiðari leikjum sem ég hef horft á, en við fórum áfram á eigin verðleikum og áttum það klárlega skilið. FRÁBÆRT.

  Leikur liðsmanna skiptist í nokkra kafla, stundum arfaslakir en stundum mjög góðir, Torres gerði t.d. fátt að viti í leiknum…..já nema auðvitað klára hann (eða það var maður að vona á þeim tímapunkti) 😉 Gerrard átti nú varla sinn versta dag í Liverpool skyrtu, alls ekki.
  Hyypia, hvað er hægt að segja um þennan gamla úff, Skrtel engu síðri. JM frábær síðustu 70.mínúturnar, Kuyt eins og einhver sagði mjög góður þegar við vorum að verjast og með mikla baráttu en ekki eins öflugur þó og í fyrri leiknum, Carra einnig mjög öflugur og nokkuð ljóst að það vantaði ekkert upp á viljan á hægri kanntinum í dag. Crouch spilaði sig vonandi inná í fleiri leikjum (byrjaði leikinn eiginlega á 20.mín eins og aðrir) og Babel var hreint út sagt FRÁBÆRT sub og fékk mig til að hoppa upp á háaloft á húsi sem er ekki með háaloft í 4.markinu.

  En það sem eftir stendur er að það er hreinlega sætara að slá Arsenal út úr CL heldur en ég hélt 🙂 Þeir eiga þó ekkert nema hrós skilið, flott lið.

 27. Allur skalinn í tilfinningum í kvöld og stutt á milli hláturs og gráturs
  Kuyt maður leiksins
  Babel innkoma leiksins
  Torres mark leiksins
  og nú er bara að gera klárt fyrir úrslitaleikinn – undanúrslitin eru formsatriði

 28. Byrjunin á þessum pistli og „Við óskum Brasilíumönnum til hamingju með sinn móralska sigur. Vonandi geta þeir óskað okkur til hamingju með heimsmeistaratitil okkar“ hreint frábær!

  KAR sjaldan verið betri. Góð skýrsla. Verður gaman að sjá hvernig taparinn Wenger vælir núna.

 29. Til hamingju POOLARAR nær og fjær.

  Benitez vissi allan tímann hvað Babel myndi gera ef hann kæmi inn í svona leik.
  Hvaða lið kemur til baka í svona leik eftir að hafa fengið á sig mark á 80 mín í svona leik og vera út í keppninni???
  það er bara LIVERPOOL FC þeir eru ótrúlegir á þessum meistaradeildarkvöldum.
  Til hamingju og njótið vel :D:D

 30. Ég get svo svarið það að þriggja vikna gömul dóttir mín brosti í fyrsta sinn í kvöld eftir að sigurinn var í höfn 🙂

  Ótrúlegur leikur í alla staði og tekur léttilega annað sætið yfir mest spennandi Evrópu leiki sem ég hef orðið vitni að með Liverpool.

 31. Glæsilegur leikur og ég þurfti (sem betur fer?) að missa af fyrsta markinu, þar sem ég var að dæma í stóru upplestrarkeppni 7. bekkinga … og það teygðist aðeins á því 🙂 En vá, hvað þetta var ótrúlegt … spennufallið er ekki enn komið hjá mér, stífar axlir og ótrúlega blandaðar tilfinningar. Eða í raun ekki – ég er bara happy!

  Maður leiksins fyrir mér er ekki bara einn. Ég verð að gefa Hyypia titilinn en réttilega með honum á Babel, sem er með innkomu ársins! Vá, hvað þetta var flott innkoma hjá honum.

  Ég beit víst í púða í sófanum og grét smá í hann líka … sný honum bara við og enginn tekur eftir neinu, ok? 🙂

  Haminguóskir til Steven Gerrard með þetta sögulega mark sitt, en hann er þá fyrsti Liverpool maðurinn sem skorar í heimaleik í Evrópukeppni, fjóra leiki í röð!!!!! Frábært!

  Glæsileg leikskýrsla Kristján, glæsilegt kvöld! Ég elska Liverpool!

 32. Hyypia er magnaður leikmaður.

  Senderos sorglegur.

  Reið Það reið baggamuninn…!

  Avram Grant veit ekki á hverju hann á von.

 33. Shit ég er ekki ennþá kominn niðrá jörðina.. Þetta var rosalegur leikur í alla staði.. búnað vera með hálsbólgu og ætlaði að reyna hemja mig yfir leiknum… þvílíkt ofmat.. ég gjörsamlega öskraði úr mér lungun….þvílíkt lið.. ég held það sé aldrei of oft sagt… mikið djöfull er gaman að halda með Liverpool!!!!!

 34. Annars mjög góð leikskýrsla.

  Það verður einfaldlega að segjast einsog er að karakterinn í þessu liði er stórksotlegur. Ég var einsog Kristján Atli í þunglyndi eftir Diaby markið og gafst líka alveg upp eftir Adebayour markið. Guði sé lof fyrir að við erum ekki þarna inná vellinum.

  Þessi hópur einfaldlega neitar að gefast upp. Það var enginn sem stóð neitt alveg uppúr, heldur er það einsog svo ótal oft áður einfaldlega liðsheildin sem skóp þetta. Kannski væri best að gefa Rafa nafnbótina. Enn einu sinni sannar hann sig í Meistaradeildinni.

  Ég segi bara einsog Kristján, Moskva – hér komum við!

  🙂

 35. Sá ekki leikskýrsluna, en mjög góð skýrsla KAR, sammála flestu nema ég hafði bara ekki hugmyndaflug í að ætla mér í fötunum í sturtu 😉

 36. Frábært,allir voru frábærir. Ég er samt að kjósa Hyypia mann leiksins,hann var frábær,og ekki amarlegt að hafa hann hjá okkur.Svo er bara að halda svona áfram. Bara gleði ,já gleð.Mér fynnst LIV vera að smella saman, og Gerrard ,hann er KÓNGURINN. Áfram LIVERPOOOOOOOOOOOL

 37. Djúpt. Hvað getur maður sagt. Þvílíkur tilfinningarússíbani, þegar maður sökk í þunglyndi í 2-2, bara til þess að vera einhvern vegin jumpstartað í ofurgleði þegar Babel vinur minn ákvað að verða hetjan okkar ( í fyrra skiptið, þ.e.) Ja hér! Og vill einhver snillingur henda inn mörkunum, verð að sjá þetta aftur svona til að staðfesta þetta allt saman, takk.

 38. Walcott 8 en Babel 7 í einkunnir hjá Skysports. Frekar furðulegt en Liverpool sýndi í kvöld að það er eitthvað mesta karakters lið sem þú finnur Í CL. Nú þarf að gera eitthvað til að koma með amk hluta af þessum drifkrafti sem er hjá liðinu í meistaradeildinni í deildina á næsta tímabili. Þá loksins gæti eitthvað gerst í þeim málum.

  Í CL vinnur Liverpool öll lið (amk þegar spilað er heima og heiman), það er alveg ljóst.

 39. Við skuldum Loga einn gráan. Hefur hann þetta að atvinnu, heldur hann að Reynir sé varnarmaður 🙂

 40. Þetta lið er engu líkt í CL, þeir trúa bara ekki að þeir geti tapað

  OMG, hvað munaði litlu að ég fengi hjartaslag

 41. YYYYYYYYNNNNDDDISSSLEEEEGGGTTT!!!!
  ég TRYLLTIST og fékk aðsvif þegar TORRES skoraði. Þvílíkt fo*** mark!!!

 42. Frábær sigur – en hvers vegna braut Aurelio ekki á Walcott þegar hann rétt missti af boltanum í 2:1 ? Þetta hélt ég að yrði úrslitadæmið í þessum leik.

 43. ArnarÓ: Mér sýndist hann reyna það en Walcott hljóp bara í burtu… Þurfti langa göngu til að róa mig niður en er þó enn í sýjunum!!!
  Vil svo, án allrar hóværðar, vitna í sjálfann mig úr kommentum fyrir leik:
  http://www.kop.is/2008/04/07/11.27.05/#comment-29708

  “Svona vil ég sjá það:
  Reina
  Carra-Skertl-Hyypia-Arbeloa/Aurelio
  Alonso – Masch
  Gerrard – Torres – Kuyt
  Crouch

  Kuyt getur vel spilað vinstra meginn og Babel yrði sami super-sub og hann var í upphafi leiktíðar. Hann getur ekki enn spilað heilan leik og yrði að mínu mati mjög sterkt að hafa hann á bekknum til að ógna með hraða og leikni þegar líða fer á seinni hálfleikinn”

  Til hamingju!!!

 44. Masch fékk ekki gult spjald í leiknum þó margir haldi það.

  Enþetta var einn svakalegasti leikur sem ég hef séð með Liverpool síðan 2005, ég var orðinn svo hás eftir öll fagnaðarlætin í kvöld.

  Maður leiksins og vikunnar er án efa Hyypia koma liðinu aftur inn í þetta og framlengja samninginn um ár sem er bara snilld 🙂

 45. Já þetta var rosalegur leikur, akkúrat eins og maður vill ekki hafa þetta.
  Karakterinn í liðinu er ótrúlegur og vonandi heldur ævintýrið áfram. Tel möguleika okkar gegn Chelsea nokkuð góða og kannski fær maður að sjá enskan úrslitaleik í Moskvu. Vonandi vinnum við junited þar ! ætla samt ekki að reyna að komast þangað ….
  Annars er ég sammála Kristjáni um frekar ömurlega spilamennsku í fyrri hálfleik en um leið og Flamini fór út af náði okkar rauði yndislegi karaktersher yfirhöndum á miðjunni. Nallarnir hafa marg oft sagt að maður tímabilsins sé Flamini ekki Fabregas og maður sá það raunverulega gerast í kvöld. Ég er ekki viss um að okkar lið hefði klárað þetta með Flamini innanborðs.

 46. Hvað sem allir Arsenal menn segja þá var Liverpool liðið betra í þessum leik og átti þetta skilið. Markið hjá Torres í klassa sem Arsenal menn hafa ekki búið yfir síðan að títt nefndur Henry yfirgaf liðið. Þvílíkur karaketer í þessu Liverpool liði, Arsenal menn voru að tala um karakter eftir leikinn á móti Bolton um daginn. Hvað var þetta þá eiginlega?????? Varðandi vítið þá var Þetta var allan tíman víti alveg eins og að það var allan tíman víti þegar að Hleb fór niður í fyrri leiknum. Arsenal menn geta bara einfaldlega ekki neitað því. Það eru akkurat þessi kvöld sem gera það að verkum að ég elska að vera Liverpoolmaður! Það eru vægast sagt ótrúlegar tilfinningar sem að maður upplifir í gegnum þetta Liverpool lið. Og þetta hefur gerst svo oft áður og mun gerast um ókomin ár. Nú er 3 tímabilið í röð á Þess að ná einum einasta bikar í hús orðið að staðreynd hjá Arsenal!! Við þá Arsenal menn sem eru að koma hérna inn á spjallið vil ég segja. Takk fyrir frábærar viðureignir, þið töpuðuð stríðinu og ættuð að taka tapinu með sæmd. Ekki væla um dómarann eða einstaka leikmenn hjá ykkur. Óskið frekar Liverpoolmönnum til hamingju og sýnið af ykkur þroska og heilindi! YNWA!!!

 47. Vá, í hamagangnum get ég svo svarið að ég sá Masch fá gula spjaldið. Ojæja. Þá var hann bara ekkert tæpur eftir allt saman. 🙂

  Annars er fyndið að lesa ummæli Arsene Wenger eftir þennan leik:

  “The mental strength of the team was fantastic tonight. It was down to lack of experience.

  “This team has plenty of talent and potential but we lacked that little bit of extra confidence.

  Sem sagt, þetta kornunga lið sem er að spila saman í fyrsta skiptið og er rétt nýbyrjað að raka á sér kjálkann þarf að öðlast meiri reynslu áður en það getur unnið lið eins og Liverpool, sem til samanburðar var með 9 leikmenn í 16-manna hópi sínum í kvöld sem ekki voru hjá klúbbnum í ársbyrjun 2007.

  Afsakanirnar hjá Wenger eru orðnar jafn fyrirsjáanlegar og vælið út af dómurum.

 48. Til hamingju, gat ekki sjed leikinn sökum vinnu. Kollegar minir töldu mig galinn thegar eg leit og sa 4-2 a tölvuskerminum. Komst ekki til ad lita a skerminn eftir ad arsenal komust yfir.
  Vitid sem Hleb atti ad fa finnst mer nullast thvi domarinn i theim leik sleppti ad daema viti thegar Torres var dreginn nidur i vitateig arsenal undir lok leiksins. Thad er bara vaell ad kalla thad einhvern vendipunkt.

 49. Maður lifandi.
  Besti leikur þessarar keppni síðan í Istanbúl. Mitt mat allavega. Skulum ekkert taka af flottu liði Arsenal í kvöld, þeir byrjuðu þennan leik ótrúlega og fyrstu 25 mínúturnar þeirra eign algerlega á pökkuðum Anfield gegn góðu liði LFC.
  Sami Hyypia var startkapallinn í þessu liði og lék að mínu viti besta leik sinn í Liverpooltreyjunni síðan gegn Juventus. Skil alveg valið á Babel, því hann réð úrslitunum en Hyypia fannst mér yfirburðamaður í liðinu okkar, þvílíkur snilldarvetur hjá Finnanum síunga.
  Þessi leikur hafði þetta allt, eini vandinn var í 1-1 stöðunni, hvorugt liðið þorði að keyra á fullt. Torres breytti því – snillingur hreint og beint. Eftir það var þessi leikur stórkostlegur í alla staði og ég bara sárkenndi góðum vini mínum, yfirveguðum Nalla, sem bauð okkur þremur Púlurum til sín í kvöld. Hann var ekki hættur að hoppa þegar vítið var dæmt!!!! Sem betur fer fengum við alvöru dómara sem þorði að taka ábyrgð í þessum leik. 100% víti, engin spurning, aumingja Toure að hlaupa hafsentshlaup sem fæstir bakverðir hefðu reynt og svo treysti Babel manns taugar í uppbótinni.
  Alger gargandi snilld og ég ætla hér með að verða Reykás. Enginn annar þjálfari í heimi á að vera þjálfari Liverpool á Anfield í ágúst 2008. Ég var á Anfield í fyrra og sá Arsenal pakka okkur í 1-3 tapi, sá liðin í 1-1 í haust og var stressaður. Núna spiluðum við þrjá leiki við Gunners, vorum í heildina betri en þeir og áttum skilið að komast áfram. Þetta lið er þvílíkt að rífa sinn karakter áfram og verður bara betra, enda var vel sungið fyrir Rafael karlinn í lokin. Ég söng með!!!
  En auðvitað er flott að menn eru yfirvegaðir. Chelsea næst og nú þarf virkið að verða á undan. Verða alvöru leikir!!!
  Ég hét því við félagana hér þegar við unnum Besiktas 8-0 að ef við kæmumst upp úr riðlinum og í úrslit myndi maður taka togara til Moskvu ef með þyrfti.
  Ég er farinn að fylgjast með skipaferðum til Rússlands!
  Innilega til hamingju öll, verður indælt að koma í búningnum í vinnuna á morgun. Spái því að Hannes SM meldi sig veikan og það réttilega!!!!!
  “At the end of the storm there’s a golden sky”……….

 50. þrátt fyrir að Liverpool “hafi ekki getað rassgat” í bráðum 20 ár þá hefur það samt ennþá á sér þetta vinningsliðahatur annarra aðdáenda..

  afhverju er aldrei hægt að samgleðjast púllurum ???

  og talandi um að það hafi aldrei verið snerting inní teignum á Babel.. maðurinn hreinlega hoppaði og skoppaði aftan á bakinum á manninum og tekur hann hrein úr jafnvægi… það er brot.. hvort sem það er inni í teignum eða fyrir utan hann eða ég veit ekki hvað. Stór ákvörðun… en samt rétt. Og ég vil líka minna menn á það að það var ekki sami dómarinn sem dæmdi þennan leik og þann síðasta… og að segja að dómarinn hafi hrein bara ekki geta dæmt víti því að hinn dæmdi ekki er bara fáránlegt.. kannski þessi hafi búið 3 km frá Babel.. hver veit ????

 51. Þvílíkur leikur, maður er í skýjunum eftir þetta. Hvað eru samt menn að væla í því að þetta hafi ekki verið víti ? Ég er á því að þegar Kuyt reif Hleb niður í fyrr leiknum þá átti það að vera víti, og sama sagan hér.

  Annars var ég hvað mest ósáttur með Alonso í þessum leik, mér fannst hann engan veginn sannfærandi. Plús það að Logi Ólafsson er (ritskoðað – KAR) og á ekki að vera að lýsa svona leikjum.

  Djöfull er ég sáttur! Pökkum Mourinho lausum Chelsea hórum saman og tökum svo Man Utd í úrslitum. Arsenal – Chelsea – Man Utd: svona á þetta að vera!

 52. Nú þegar aðeins er farið að hægjast umð hérna 😉 , þá fullyrði ég, að aldrei hefur verið notað eins mikið af stórum stöfum (CAPS LOCK) og í fyrstu 10 kommentunum hérna áðan 😉

  þetta var bara snilld…ég held að ég sé ekki reiðubúinn að tjá mig fyrr en á morgunn!!

  Insjallah…Carl Berg

 53. Hvernig er það er ég sá eini sem fannst Skertel vera að spila stórkostlega vel. Hann var alltaf að vinna og hafði ekki alltaf tíma til að stilla sér upp áður en að boltinn kom aftur hans svæði/mann. En einhvern veginn náði hann alltaf að stoppa sóknirnar aftur og aftur.
  Minn maður leiksins

 54. Hvað er Torres eiginlega komin i mörg mörk i öllum keppnum i vetur?? 🙂

 55. Liverpool liðið var ekki með fyrstu 30 mínúturnar af þessum leik. Eftir Diaby markið spurði félagi minn, utd maður, hvað yfir/undir væri á hvenær liverpool næði 5 sendingum á milli sín væri. Við sátum 4 saman og ég var bjartsýnastur, giskaði á í kringum 30. mínútu, og þótt ótrúlegt megi virðast gerðist það ekki fyrr en á 38. mínútu! rúmlega 20 mínútur liðu af leiknum frá því við byrjuðum að telja þar til Liverpool náði 5 sendingum á milli sín, slíkir voru yfirburðir Arsenal í byrjun (og ég er ekki búinn að horfa aftur á fyrstu 15 mínúturnar en ég yrði ekki hissa þótt við hefðum ekki náð 5 sendingum innan liðsins á þeim heldur).

  Eftir þessa hrikalegu byrjun var samt liverpool liðið töluvert betra liðið á vellinum og það verður aldrei tekið af þeim að þeir berjast fram í rauðann dauðann fyrir málstaðinn. Ég, eins og ansi margir sennilega, hélt að þetta væri búið þegar Adebayor jafnaði, og meðan ég man, hvernig fóru 3 Arsenal menn að því að vera einir inni í okkar vítateig þegar 8 mínútur voru eftir af leik sem við erum yfir í? Hvar var vörnin okkar? Ryan Babel bjargaði samt sem betur fer geðheilsunni næstu 3 vikurnar með einhverri mögnuðustu innkomu í leik sem ég hef orðið vitni að. Mikið hlýtur wenger að naga sig í handarbökin að hafa ekki nælt í hann á meðan hann hafði tækifæri til.

  Nú er það bara liverpool – chelsea v.3.0 og ef eitthvað er að marka fyrr leiki þessarra liða í vetur höfum við nákvæmlega ekkert að óttast.

 56. Mikið lifandi getur Wenger verið leiðinlegur náungi; að hlusta á vælið í honum eftir þennan leik og þessa flottu þriggja leikja rimmu: „það er dómaranum að kenna við við töpuðum!“ Maðurinn ætti að fá sér aðra vinnu ef hann þolir ekki að tapa gegn betra liði. Dollulaus maður er alltaf tapsár. En hann er búinn að læra þetta taktíska væl af Sir Alex og þess vegna halda margir að þeir fari með einhverja speki.

 57. Jesús minn, ég held ég hafi örugglega nagað mig í gegnum borðið á Viktor á einhverjum tímapunkti. Annars var fyrsta korterið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað í liverpool-leik, ekki bætti úr skák að einhverjir jakkafataklæddir og hrokafullir arsenal-gaurar sátu á borðinu við hliðina og fögnuðu mjög. Sem gerði auðvitað sigurstundina enn ljúfari. Priceless 🙂

  Til hamingju öll sömul

 58. Sorglega staðreyndin fyrir Arsenal aðdáendur er sú að liðið er sprungið, fyrir rúmum mánuði síðan voru þeir með gott forskot í deild en eru núna í tómu basli hvar sem fæti er drepið niður, þá skortir einfaldlega breidd.
  Ég benti vinnufélögum mínum á þetta strax í haust þegar ég spáði því að Arsenal myndu vera góðir framanaf en fatast flugið á endasprettinum.
  Einnig verð ég að segja að ég held að Wenger sé búinn að skíta upp á bak með liðið og það kæmi mér ekki á óvart að það verði breytingar hjá Arsenal í sumar, þ.e. annað hvort lærir kallinn af þessu og kaupir reynslubolta til liðsins eða hann fer sjálfur frá liðinu.
  Óbreytt staða verður ekki liðin hjá einum stæðsta klúbbi veraldar.
  Við hins vegar erum á réttri leið, klárlega, og Rafa hreinlega verður að fá annað tímabil með liðið því með nokkrum styrkingum á liðinu verðum við óstöðvandi : )

 59. Eins og ég hef alltaf sagt þetta Liverpool lið á eftir að koma mér á klepp einhvern daginn og þá verður maður bara stoltur kleppari…Þvílíkur leikur þvílik dramatík þvílík geðshræring þvílíkt allt.Bara fokking rugl

 60. Hyypia er legend sem á skilið að fá 15 ára samning.

  Annars var þetta einn besti fótboltaleikur sem ég hef nokkurn tímann séð. Maður dansaði yfir allt tilfinningalitrófið í þessum leik; hræðsla, reiði, von, gleði, ofsagleði, vonleysi og endalaus hamingja. Það verður seint leiðinlegt að vera Liverpool aðdáandi.

  YNWA

 61. Snilldar leikur, langt síðan ég hef upplifað svona spennu. En skít með það þó Wenger hefði fengið víti í fyrri leiknum þá hefði þetta bara endað 4-3 😉

 62. Það kæmi mér ekki á óvart að Liv endi fyrir ofan ars í deildinni. Þeir eru búnir á því á þessu tímabili.
  Tel þá samt feikigóða og Wenger er náttúrulega góður. Þeir eru ekki slakari en Liverpool. Þeir eru þó reynsluminni en að sama skapi með ögn meiri snerpu og tækni. Við tókum þetta á smá heppni en hún eltir Liverpool í þessari keppni. Lið þurfa heppni í þessari keppni.
  Annars frábært að eiga enn von á titli. Hefði ekki meikað að tapa þessu einvígi.
  Nú er bara að koma sér vel fyrir í 4. sæti deildarinnar og henda Chelsea útúr þessu líka.
  Ætli Voronin sé ekki maðurinn í að klára Barca í Moskvu…? Hví Barca??, Nú United fá ekki titil í ár. Þannig er það nú.

 63. Ég trúi ekki að ég hafi ekki getað horft á leikinn! 🙁 En frábær sigur og mikið svakalega varð ég fegin að lesa að minn heittelskaði Crouch hafi fengið að byrja inn á! 🙂

 64. Bara frábært!!!!
  Ég gat ekki annað en hlegið að Senderos greyinu þegar Hyypia plataði hann í fyrsta markinu. Bara svipurinn á honum, þið þurfið að skoða hæga endursýningu á markinu til að sjá hvað hann var lost.
  Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið tilþrifalítill leikur. Frábær skemmtun og enn betri úrslit.

 65. Vitiði hvar maður getur séð vegalengdina sem menn hlupu í þessum leik?

 66. “..og ég á leiðinni í sturtu í öllum fötunum, háskælandi.”

  Besta setningin!!

  Maður leiksins (svo lengi sem það er ekki ‘leik’maður leiksins) er Rafael Benítez!! Þvílíkur taktískur sigur á Arsenal liðinu. Að byrja Crouch og geyma Amsterdam uppaldna leynivopnið var sannarlega mikill lykill í þessum sigri.

  “You’re just a fat spanish waiter!”

 67. Tók enginn eftir því hvað Almunia var alveg út úr korti í 4. markinu? Hann virtist vera að bjóða Babel að setja hann í hornið. Góði helv… keeperinn.

 68. Thvilik gargandi snilld sem thetta er!
  erum svo bara ad fa annad evropukvold a Anfield! Reyndar fyrri leikurinn en hef samt tru um ad vid klarum Chelsea enn einu sinni!!!

 69. Gaman að segja frá því að á vefsíðu Nallaklúbbsins er mynd af dómaranum tengd umfjöllun um leikinn – þeir eru alveg ákveðnir í að hann hafi eyðilagt gærkvöldið fyrir þeim.

 70. Manni verður alltaf hugsað til orða Gerrard í ævisögu sinni. Hann vildi meina að Wenger og Arsenal væru allra lélegastir í að taka tapi. Alltaf væri eitthvað væl og röfl um dómara, ósanngirni, leiðinlegan fótbolta og hvaðeina.

  Ef að einhverir fara að væla um það í dag að þetta hafi ekki verið víti er bara eitt svar við því, “farðu ekki að grenja”.

  Furðulegt, en það liggur við að mann hlakki til að mæta Chelsea eftir að hafa þurft að hlusta á þennan grátkór frá London undanfarna viku.

 71. Fór inn á arsenal.is í gærkvöldi og rak þar augun í könnun sem gerð var fyrir viðureignirnar þrjár varðandi það hversu marga leiki Arsenal myndi vinna á móti Liverpool. Rak upp stór augu þegar ég skoðaði niðurstöðuna. Flestir kjósenda (31%) spáðu því að Arsenal myndi ekki vinna neinn af þessum þremur leikjum, sem reyndar varð raunin:-)

 72. Flott skýrsla og jesús minn hvað þetta var skemmtilegur leikur (og já spennandi).

  Ég var eins og KAR og EÖE tvisvar sinnum búinn að gefast upp í leiknum en það voru leikmenn LFC alls ekki búnir… þetta lið er með innbyggt Istanbul minni forever.

  Gerrard, Torres, Hyypia, Babel o.s.frv. Þetta var frábært.

  Núna er það Chelsea og er ekki hægt að taka allar upphitanir undanfarin 3 ár og sett þau í eina?

 73. …til að vera líka á jákvæðu nótunum verð ég líka að taka hattinn ofan fyrir Rafa. Ég hef ekki verið sáttur við hann í vetur en það verður ekki af honum tekið að þrjú undanúrslit á fjórum árum í CL er alveg stórkostlegur árangur.

  Skál fyrir þér Rafa

 74. Babel er búinn að borga sig upp á einu bretti með þessum leik 🙂

  Frábær leikmaður!

 75. Það er stórt hjarta í Liverpool mönnum þegar spilað er á Anfield í svona leikjum.

  Mér fannst við sína karekter með því að klára þennan leik og missa ekki trúna þegar þeir jöfnuðu 2-2.

  Maður á eflaust eftir að heyra í einhverjum “nölurum” nöldra fyrir
  dómgæslunni.

  Fótboltinn er bara svona og á bara að vera svona,
  mannlegar ákvaðanir og vafaatriði.

  Við unnum þetta 4-2 og það verður ekki af okkur tekið víti eða ekki víti.

  áfram Liverpool

 76. Ég var að hlusta á 606 á BBC í ræktinni í morgun. Algjörlega kostulegt að hlusta á Arsenal adðáendurna. Þeir vældu náttúrulega yfir vítaspyrnunni og segja hana álíka mikið hneyksli og Hleb dóminn (sem er auðvitað bull, þetta voru bæði vítaspyrnur og bara fyrra atvikið var hneyksli).

  En þeir ganga svo lengra og segja að þetta sé allt samsæri vegna þess að Arsenal spili svo skemmtilegan bolta og þess vegna vilji allir að þeir tapi.

  Já, og svo kom einn með snilldar punkt. Liverpool er víst núna “3-man team” – semsagt Gerrard, Torres og Masche. Við unnum Meistaradeildina á að vera “1-man team”, þannig að við hljótum að vera í fínum málum núna með þrjá menn sem geta spilað fótbolta. 🙂

  Einsog maður segir, eftir höfðinu dansa limirnir. Og lið sem hefur mesta vælukjóa í heimi sem þjálfara smitar auðvitað út frá sér til aðdáendanna.

 77. fékk Mascherano ekki spjald þegar hann tók Fabregas niður??

  Ég man ekki í hvorum hálfleiknum það var…. renndi sér, náði ekki boltanum og tók Fabregas þá niður með hinni löpinni. Kannski hafa lýsararnir bara blekkt mann 🙂

 78. Er einhver með link á mörkin? Maður verður að halda sér við í gleðinni….

 79. ok… ekkert að véfengja þig

  mér fannst magnað þegar logi var að gagnrýna Benitez eftir seinna mark Arsenal, var að tala um skiptingarnar að hann væri að líða fyrir það að hafa ætlað að halda fengnum hlut (NB mark Arsenal kom eftir stórsókn LFC en ekki það að LFC hafi verið að liggja í vörn)…. um leið og það var flautað af þá var Logi búinn að finna það út að taktíkin/skiptingarnar hjá Benitez hafi unnið leikinn

 80. Segið svo að það komi enginn hingað eftir sigurleiki og skrifi!

  Wengerinn klikkaði ekki. Ég var eiginlega jafn spenntur að bíða eftir ummælum hans (væli og afsökunum) og ég var að bíða eftir þessum leik! Hann stóð fyllilega undir því.

 81. Logi Ólafsson gerði ágæta hluta með hið unga, léttleikandi og stórskemmtilega lið KF Nörd, en það er Púllurum fyrir bestu að hann haldi sig sem allra lengst frá þjálfarastöðu Liverpool

  Ég var að skoða myndir frá leiknum inná Sky Sports og sá eina stórskemmtilega mynd…linkurinn er hérna að neðan

  http://www.skysports.com/gallery/detail/0,20501,12739_3401337,00.html

  Myndin sem ég er að tala um er næst síðasta myndin í myndaseríunni, þar sem sést hvernig Favregas rífur í treyjuna hans Babel. Mæli með að allir skoði þessa mynd og sjái hvað leikmenn Arsenal eru heiðarlegir og prúðir, sérstaklega inní eigin vítateig.

 82. heyrðu ég er með eina spurningu segjum að liverpool endi í 5 sæti og vinni meistaradeildina, þá fáum við samt að taka þátt í henni að ári er það ekki?
  Var að rífast um þetta í gær við manutd menn og mig minnir að sigurvegarinn fær alltaf að verja titill sinn….
  Væri gott ef einhver gæti svarað þessu fyrir mig til að komast í botn í þessu máli.
  En við endum ekkert í fimmta sæti en svona til að vera viss um þetta.

 83. Jú það er þannig að sigurvegarnir fá alltaf að verja titilinn en þá kemst ekki liðið sem er í fjórða sæti í CL. Þeir breyttu reglunum eftir að Liv. varð í 5.sæti 2005 en þá komust 5 lið frá Englandi inn í CL.

 84. UEFA breytti reglunum eftir sigur liverpool 2005, núna VERÐUR liðið sem vinnur keppnina og endar neðar en í 4. sæti í heimalandi sínu að taka 4. sæti sinnar þjóðar í meistaradeildinni og liðið sem endaði í 4. sæti í deildinni fer í UEFA keppnina. Það er búið að eyða öllum geðþóttaákvörðunum knattspyrnusambandanna í þessum efnum.

 85. óli, jú það er rétt. UEFA setti þá reglu inn eftir að við unnum 2005 að meistararnir komast alltaf í keppnina óháð því hvar þeir lenda í sinni deildakeppni en það kæmi hins vegar á kostnað þess liðs sem lenti í 4. sæti (að því gefnu að við séum að tala um enskt, spænskt eða ítalskt lið). Þannig að ef (og Guð hjálpi okkur frá því að það gerist aftur) að Everton mundi ná fjórða sætinu og Liverpool enda í fimmta sæti og vinna meistaradeildina þá færi Liverpool í meistaradeildina að ári en Everton færi í UEFA cup. Sanngjarnt? kannski ekki en svoleiðis eru reglurnar.

 86. Ooooo, ég er komin með drauma scenario.

  Liverpool lendir í fimmta sæti í deildinni og Everton í því fjórða. Everton menn springa úr monti í tvær vikur.

  Liverpool mætir svo Man U í Moskvu og vinnur þann leik 3-0. Ronaldo fær taugaáfall í leikslok og hann og Nani fara vælandi útaf. Þeir fara í sleik við hliðarlínuna, en það hjálpar samt ekkert við það að stöðva tárin. Gerrard lyftir svo bikarnum og Ferguson missir sig og reynir að ráðast á Liverpool aðdáendur, sem veldur því að hann er settur í ævilangt bann frá fótbolta.

  Og svo tekur Liverpool Meistaradeildarsætið af Everton í kjölfar sigursins. Væri þetta ekki fínt? 🙂

 87. Jú óli, reglunum var breytt sumarið 2005 og nú fer sigurvegarinn alltaf sjálfkrafa í riðlakeppnina.

  En að leiknum…úff…úfff og úffffff.

  Það var hægt að gefa út fokheldisvottorð á Players í gærkvöldi. Þvílík rússíbanareið. Það er ekki fyrir hjartveika að vera stuðningsmaður Liverpool FC. En hversu yndislegt er það? Ég elska líka að sjá hvað tapsárir Nallar eru að skrifa á síðum sínum og það er langt síðan ég fór inn á hina stórbrotnu síðu, andfotbolti.net en mér var bent á eina mestu snilldarsetningu í sögu Internetsins þar inni: “En ekki skal horft framhjá því að fyrstu 20-25 mín leiksins spilaði Arsenal knattspyrnu á stigi sem Liverpool hafa ekki náð síðan félagið var stofnað”. Þeir bakkabræður fara að slá baggalutur.is út í fyndni, en verra fyrir þá er að þeir eru ekki að reyna að vera fyndnir 🙂

  Ég heyri líka sáran grát þeirra Arsenal manna yfir vítaspyrnum og ekki vítaspyrnum. Þeir telja upp Hleb atvikið, en ekki heyri ég einu orði minnst á Torres atvikið í sama leik. Ef þetta með Hleb var víti, þá var Torres dæmið 150% víti. Málið var bara að það var ekki endursýnt 350 sinnum ef London fjölmiðlinum eins og hið fyrra. Babel atvikið, þar fannst mér gult spjald á Toure vera kjaftæði, enda var hann að reyna að brjóta ekki. Hann tekur Babel engu að síður úr jafnvægi og því víti.

  Maður leikins? Tjahh, það er erfitt að horfa framhjá Babel með það, enda stórbrotin innkoma. Ég er líka sammála Gerrard í því (ekki samt jafn hart tekið til orða og hann sjálfur) að hann átti dapran dag. Mér fannst hann hreinlega ekki vera með í leiknum mestan hluta hans. En gamli í vörninni var stórkostlegur, hreint STÓRKOSTLEGUR. Þessi finnski turn er svo löngu orðinn legend hjá félaginu að það hálfa væri nóg. Bring on Chelsea, það verður erfitt, en ekkert nýtt þar á ferð. Ég hugga mig þó við því að þurfa ekki að sjá og hlusta á þvaðrið í Moaninho fyrir og eftir þá leiki núna.

  Wenger er svo samur við sig. Hann er frábær stjóri, en afburðalélegur looser. Hann má þó eiga það að hann hefur gert milljónir annarra að sambærilegum háskælurum, því stuðningsmenn Arsenal virðast hafa ákveðið að reyna að apa upp persónuleika hans í einu og öllu. Já það rignir í London, tárum þ.e.a.s.

 88. Spekingarnir á Sýn/Sport eru búnir að tala um það í ALLAN VETUR að Hyypia sé veiki hlekkurinn í vörninni, orðinn gamall og hægur o.s.frv……. þvílík steypa

 89. uss…. ég gat sko ekki sofnað í gærkveldi. maður bara með blóðbragð í munninum, hjartað slær í botni, skelfur eins og manni sé borgað fyrir það. En þessi leikur! guð minn góður hvað hann var KLIKKAÐ spennandi. ég hef ekki verið svona spentur síðan í maí 2005..
  -ómægat.

 90. Hyypia hefur alltaf svarað þessum röddum um hversu hægur hanns sé orðinn á mjög einfaldann hátt,seigist aldrei hafa verið hraður..En þvílíkt legend er kallinn.

 91. “Ég hugga mig þó við því að þurfa ekki að sjá og hlusta á þvaðrið í Moaninho fyrir og eftir þá leiki núna.”

  Ooooo hvað eg er sammala þessu.

  En eg verð að viðurkenna að eg er halfhræddur við þessa viðureign við Chealsea. Avram er dalitið svona likur Rafa… vill meira tala inn a vellinum en utan hans. Og það er asskoti mikil hvatning fyrir Chealse menn að hugsa sem svo að þeir ætli sko ekki að upplifa sömu vonbrigðin þrisvar i röð. Siðast en ekki sist…. seinni leikurinn a Stamford. Þetta verður feiki erfitt.
  En ef Liverpool tekst að halda hreinu i fyrri leiknum og setja svona eins og eitt mark eða svo… þa hef eg tru a okkar mönnum i seinni leiknum. Annars er allt hægt eftir að verða vitni að svona leik eins og i gærkvöldi. 🙂

 92. Eftir að hafa lesið og stundum rifist við grátkór Lundúna undanfarið þá verð ég að segja að virðing mín fyrir þessu liði er ennþá sú sama og mikið meiri heldur en þeir virða okkur. En stuðningsmenn Arsenal eru alls ekki á sama báti, þvílíkir vælukjóar sem þessi hópur er orðinn, vá. Þá er ég svo sannarlega ekki bara að tala um þessa þriggja leikja rimmu.
  Wenger byrjar veisluna með hverri skemmtiglósunni á fætur annari sem grátkórinn apar svo eftir næstu daga á eftir, þeir væla jafnvel yfir dómaranum fyrir leik.

  Það eina sem hægt er að gera í svona stöðu er að mótmæla öllu sem þeir hafa að segja, brosa og strá smá aukaskammti af salti i sárin 😉 (það á við þá nallara sem bera enga virðingu fyrir Liverpool liðinu og halda því fram að Arsenal sé eina liðið sem spilar fótbolta).

  p.s. getur einhver sett hér inn brotið á Torres í fyrri leikum? Þegar hann virtist vera togaður niður (eins og t.d. SSteinn bendír á nr.109)!!! Ég bara skildi ekki afhverju þetta var aldrei endursýnt.

 93. Einar, draumurinn er fínn, en ég vill allavega ekki sjá myndir af umræddum sleik í sjónvarpinu!!!!!
  Mitt draumasenario er hins vegar þriðja sætið í deildinni eftir fullkomið hrun ofmetna unglingaliðsins frá Norður – London…….

 94. Ég verð nú að taka undir með það að arsenal menn eru væluskjóður út í gegn.Einn seigir að Guð hati þá því það er aldrei dæmt með þeim;).Seigja svo að við höfum aldrei unnið PL,mætti halda að nafninu hafi verið breitt svo önnur félög gætu unnið titilinn á englandi.Væla um að Rafa kunni ekkert á enskudeildina en samt búinn að vera ofar en wenger 2 á sínum 3 árum hjá félaginu???

 95. svo má ekki gleyma boring boring Liverpool;).sem btw gerir ekkert annað en að halda uppi taumlausri skemtun þegar svona háspennu lífshættu leikir eru spilaðir

 96. Ég hélt bókstaflega ad ég myndi fá hjartaáfall yfir thessum leik. Varla ad madur meikadi ad horfa á vítid.
  Sammála thví ad Hyypia er algert legend og thetta er eitt hans besta tímabil thó ad margir hafi vaelt í byrjun vetrar ad vaeri of gamall og haegur.
  Hins vegar finnst mér skrýtid ad enginn skuli minnast á Fabio Aurélio hér. Átti algerlega frábaeran leik og var eins og klettur í vörninni auk thess sem hann hélt og spiladi boltanum vel.
  Auk thess fannst mér Alonso eiga sinn besta leik í langan tíma.

 97. Ég þarf varla að taka það fram að það var nallari með kekkina í hálsinum sem benti mér á þessa síðu http://www.rightresult.net/

  Stórkoslegt.

  Þeir eru að toppa vælið okkar eftir CSKA London leikinn fyrr í vetur og virðast bara hreinlega ekki þola það að tapa fyrir Liverpool….sem er líka ekkert nema stórkoslegt

 98. “Wenger knows best”

  Þetta eiga Arsenal menn til að segja þegar Wenger er gagnrýndur, því þeir vilja meina að í gegnum tíðina hafi umdelildar ákvarðanir Wengers reynst réttar.

  Arsene áttaði sig ekki á því að Senderos er Frode Kippe þeirra Arsenal manna, og með slíka menn innanborðs vinnast engir titlar. Enginn miðvörður keyptur í glugganum, og Arsenal sprungnir eftir að líta mjög vel í deild og Evrópu.

  Rafa áttaði sig á því að með Agger í meiðslum væri ekki hægt að treysta á að Carra og Hyppia myndu endast allt tímabilið. Hvað gerir kallinn? Kaupir trukkinn Skrtel um leið og glugginn opnast, og hann hefur reynst peninganna virði.

  Væri ekki nær að segja “Rafa knows best”?

 99. Jamm þetta var frábært í gærkvöldi og stemmningin á Allanum var ekki ósvipuð og á Players td á Leikjum Liverpool-Chelsea í undanúrslitunum í fyrra. Bara takk þið sem voruð með mér á Allanum. Við bara skulum halda áfram að mynda svona andrúmsloft þar á næstu leikjum.

 100. Stemningin var gríðarleg á Anfield í gærkveldi. Þvílíkur leikur!

  Fylgdist ekkert með fótbolta áður en ég flutti hingað út en núna eru þetta mín trúarbrögð. Leikdagar eru ólýsanlegir. Bestu dagar í heimi. Hvað geri ég þegar ég kem heim?!

  Stór plús til síunga Hyypia, hann er alveg með þetta;)

 101. Snilldarkomment af Liverpool Echo um dauðasénsinn sem Adebayor klúðraði:

  “It could also have been decisive as it gave Liverpool a crucial lead which was left in tact when Emmanuel Adebayor took the Eidur Gudjohnsen award for services to Liverpool European Cup runs with a horror miss when everyone expected him to score. “

  Enginn gleymir Eið okkar Guðjohnsen í bili á Anfield……

 102. Talandi um Adebayor, hvaða æfingar var hann að gera þarna eftir að hann skoraði markið? Spurning hvort hann ætti að sækja um í leiklistarskóla…

 103. Til hamingju Púllarar nær og fjær. Þetta var algerlega meiriháttar.

  Skemmtileg leikskýrsla og ég get tekið undir hvert orð sem þar kemur fram.

  Hrópaði á mína menn að DÚNDRA Walcott niður þegar hann lagði af stað í jöfnunarmarkið. Merkilegt hvað það getur verið notalegt að öskra á sjónvarpið.

  Áfram Liverpool!

 104. Ég skil ekki sjónarmið þeirra, eins og okkar fyrrum á skysports (Houllllier), að fyrst að Arsenal fékk ekki víti í fyrri leiknum, þá átti Liverpool ekki að fá í seinni leiknum. Fyrir mér var þetta víti í fyrri leiknum. Það er samt einn stór munur (að mér finnst amk) á þessum tveimur. Babel fór niður því hann gat ekki staðið þetta af sér. Hleb fór niður af því hann fann snertingu. Dómarinn var búinn að setja ákveðna línu í leiknum, og dæmdi eftir henni. Ég sjálfur er samt á því að þetta átti að vera víti, en samt, þetta var línan, og Hleb fór niður af því hann fann snertinug, ekki af því að hann var dreginn niður. Kannski er ég bara svona rammhlutdrægur…….
  En sammála SSteinn og fleirum í því að pæla, afhverju var hvergi endursýnt þegar Torres fór niður seint í leiknum???????

 105. Vitið þið annars hvort hægt sé að sjá þegar Torres fór niður í fyrri leiknum. Sá þetta aldrei endursýnt, og hvergi neins staðar þar sem verið er að summera upp leikinn.

 106. Ég ætla nú ekki að segja mikið. Vááá. Ég er ennþá að jafna mig. Um daginn, eftir atvikið með Massa, þá byrjaði umræða um skipperinn. Captain Fantastic.
  Beint á punktinn og vissi að hann myndi skora. Það er svo ótrúlegt. Stundum sér maður bara í augunum á honum að nú ætli hann bara að skora. Alvöru fyrirliðar fara fremst og Gerrard sannaði í leiknum að hann er 110% fyrirliði. Shit ég er ennþá emótional.

 107. Nr. 134 Dagur
  Ég skal alveg viðurkenna að ég var að skíta á mig af stressi þegar ég sá að Gerrard færi á punktinn, mikilvægt moment, vítaspyrna og ENGLENDINGUR að taka það!!! Ég verð seint talinn mesti aðdáandi Gerrards af vítapunktinum en þarna stóð hann svo sannarlega undir nafni, vá.

  Annars ætlaði ég að fara skamma Edda (nr.133) fyrir að hafa drepið kop.is 😉

 108. Jæja… nú er maður rétt að byrja að jafna sig á þessu stórkostlega afreki sem síðasti leikur var. Hvílíkt lið sem Liverpool er. Hvílík augnablik sem áhangendur Liverpool fá að eiga í minningum sínum!! Ég er í skáldlegu skapi núna. Leikurinn við Arsenal fer í mínar bækur í sama flokk og leikurinn við Olympiakos á Anfield 2005 og Chealsea á Anfield 2007. Vill ekki ganga svo langt og líkja honum við Istanbul. Það er bara fátt eða ekkert sem getur toppað þann sigur.. 🙂

  Stemmingin fyrir Chealsea rimmurnar 2005 og 2007 var rafmögnuð. Ég er búinn að vera pæla hvort Liverpool muni endurtaka leikinn á móti Chealsea og fara alla leið til Moskvu. 2005 var svo sannarlega töfrum líkast -markið hans Garsia, sællar minningar og stemmingin 2007.. guð minn góður … markið hans Aggers og svo vítaspyrnukeppnin.

  Verður það mögulegt að skapa þessa ótrúlegu stemmingu sem fylgir stuðningsmönnum Liverpool, nú þegar seinni leikurinn verður á Stamford??
  Verður rimman okkar við Chealsea þetta árið jafn mögnuð og áður?

  Ég fæ ennþá gæsabólur, tár í augun og hárris í hnakka þegar ég horfi á þetta myndband:
  http://www.youtube.com/watch?v=BY2oX–Omj4

  Ég fæ bara ekki nóg af því…. 🙂

 109. “Ég skal alveg viðurkenna að ég var að skíta á mig af stressi þegar ég sá að Gerrard færi á punktinn, “

  Ég hljóp í felur…. 🙂 horfði inn í stofu á tengdó… og þegar ég heyrði lætin í impanum stökk ég inn í stofu og hoppaði næstum því inn í forláta glerskáp.. tengdó til lítillar ánægju…. haha… Aaaa Liverpool móment… óborganleg. Það er bara ekki hægt að kaupa augnablik sem þessi í lífinu. Priceless.. 🙂

  Og sveiflurnar guð minn góður… Maður var náttúrlega enn í rusli þegar vítið er dæmt.. Það er bara á mörkunum að kransæðakerfið hjá manni þoli svona leiki.

 110. Hvenær var þetta í leiknum sem að Torres fór niður í teignum?
  Er með leikinn hérna heima og langaði að spóla á atvikið til að sjá þetta betur

 111. Nr. 139 Eddi
  Hehe ég var ekki að meina það, það var bara svo lítið að gerast hérna í lengri tíma eftir þitt comment 😉
  Ég væri annars mikið til í að sjá þetta aftur (það er þegar Torres virtist vera togaður niður)

 112. Ég bara finn ekki þetta umdeilda atvik með Torres,,,,,búinn að renna yfir síðustu 10 mín í fyrra hálfleik en finn þetta ekki
  Væri ekki verra en einhver gæti sagt nákvæmt á hvaða mínútu

 113. Þetta brot á Torres var undir lok seinni hálfleiks. Um það bil 86 mín minnir mig.

  Hefur afsakanafræðingurinn Arsene Wenger einhvern tímann á ævinni viðurkennt að hafa tapað verðskuldað? Eða er þetta allt eitt alheimssamsæri gegn honum? Vilja allir sjá Arsenal tapa því þeir spila svo fallegan fótbolta eins og Fabregas heldur fram?
  Hverjar eru líkurnar á að Wenger hafi varalitað sig grátandi og bitið extra fast í koddann á þriðjudagsnóttina? 😉

2 Pings & Trackbacks

 1. Pingback:

 2. Pingback:

Liðið gegn Arsenal: Crouch BYRJAR!

Auglýsingar á kop.is (uppfært)