Liðið gegn Arsenal

Er maður orðinn spenntur eða spenntur????? Svona verður liðið:

Reina

Carragher – Hyypia – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel

Torres

Bekkur: Itandje, Riise, Voronin, Benayoun, Crouch, Arbeloa, Lucas

Ég er persónulega mjög sáttur við þessa uppstillingu. Ég er spenntur! Áfram Liverpool!!

11 Comments

 1. Úff, mér líður verulega furðulega með þetta. Þetta er svo sem liðið sem ég bjóst við, en af einhverjum ástæðum hef ég slæma tilfinningu fyrir þessum leik.

  Jæja, best að drífa sig á pöbbinn og vona hið besta.

 2. 0-6 fyrir Liverpool. Carragher og Kuyt með sitthvora þrennuna og Wenger hættir að nota útlendinga í liðið!

  Sakar ekki að vera bjartsýnn 😀

 3. Doddi, ég bætti smá mynd við færsluna hjá þér, til að auka aðeins á stemmarann.

  Úff hvað ég er orðinn spenntur! Loksins kominn heim og fyrir framan kassann eftir langan dag og að setja mig í boltagírinn! Þetta byrjunarlið er meira og minna eins og maður bjóst við, og ljóst að Rafa ætlar að setja upp með varkárt lið sem getur beitt skyndisóknum. Við munum eflaust sjá Gerrard og Kuyt í vinnslunni fyrir framan Mascherano og Alonso, og svo Babel og Torres í holunum að reyna að finna pláss fyrir hraðaupphlaup.

  Allavega, þessi leikur leggst ágætlega í mig. Ég veit að þetta er Arsenal og við eigum það til að tapa illa gegn þeim á útivelli undir stjórn Rafa, en það getur allt gerst í þessu og ég hlakka til að sjá þessa fyrstu rimmu.

  Game on! Come on you Reds! 🙂

 4. hæhæ, ok það er pottþétt enginn að hanga á netinu eins og er en … ER EINHVERSTAÐAR HÆGT AÐ HORFA Á HANN á netinu ?? 😐

 5. Flott hjá Kyut að jafna.

  Nú þarf Torres bara að setjan í seinni hálfleik

 6. HÚRRRRRRRRRRRRAAAAAAAAAAAAA, þeir vinna okkur ekki á Anfield – ó nei.

  Avanti liverpool

Arsenal á morgun

Arsenal 1- Liverpool 1