Arsenal á morgun

“Champions League you’re having a laugh” heyrðist oft óma í stuðningsmönnum mótherja okkar þegar þeir komu á Anfield fyrir nokkrum árum síðan. Ég held að ekki nokkrum stuðningsmanni detti til hugar að syngja þann söng núna á Anfield. Það hefur verið hreint með ólíkindum síðustu árin að fylgjast með liðinu í þessari keppni. Það virðist sem vera að það sé hreinlega til sér gír hjá liðinu sem það kúplar í þegar um er að ræða Evrópukvöld. Á morgun ferðumst við alla leið niður til London til að taka þátt í 8-liða úrslitum þessarar keppni og það á Emirates völlinn og hittum þar fyrir lið Arsenal. Það er óhætt að segja að við höfum ekki verið að sækja gull úr greipum þeirra Arsenal manna á þeirra heimavelli síðustu árin. Það er þó hægt að segja það að við höfum heldur aldrei spilað við þá í Meistaradeildinni áður.

Það er þó gömul saga og ný að fyrri árangur hefur lítið að segja þegar á hólminn er komið. Í mínum huga þá eiga stjórar liðanna eftir að spila enn stærri rullu en vanalega núna, hvernig koma þeir til með að setja upp þessa þrjá leiki sem framundan eru? Hvar liggja árherslurnar? Sigur okkar á Everton um helgina var vægast sagt GRÍÐARLEGA mikilvægur í þessu sambandi. Við erum komnir í fína stöðu í keppni um þátttöku í CL á næsta tímabili og því geta menn farið nokkuð afslappaðir í leikinn um helgina og fókusinn verður algjörlega á þennann leik á morgun. Hvar liggur fókusinn hjá andstæðingunum? Auðvitað eru þetta allt atvinnumenn fram í fingurgóma og munu klárlega ekki koma neitt með hangandi haus inn í neinn af þessum leikjum. Ég tel aftur á móti að það verði aðeins frábrugðinn þankagangur hjá stjórunum og því talaði ég um það hérna að ofan að þeir muni spila stærri rullu (ef hægt er að tala um slíkt) en áður þegar kemur að þessum þremur leikjum.

Lið Arsenal hefur verið mikið dásamað í vetur, og það réttilega. Þeir spila fínan bolta með miklu flæði, en mér hefur oft fundist skorta hjá þeim að vera meira “direct” og á stundum virðast þeir vilja spila sig inn í mark andstæðinganna. Jú, skemmtilegt á að horfa á stundum, en ákveðnir veikleikar felast þar í líka. Stjórar liðanna munu koma vel undirbúnir til leiks og kerfi andstæðingsins verður vel krufið. Hefur það áhrif á lið Arsenal að þeir hafa verið að ströggla í deildinni undanfarið? Það er ekki gott að segja þegar í svona stórleik er komið, en það er klárt mál að sjálfstraustið hjá þeim er ekki það sama og það var fyrir nokkrum vikum síðan. Lykilatriði fyrir þennann leik er að Javier Mascherano snýr tilbaka í liðið. Ef einhver getur brotið upp free flowing spil Arsenal, þá er það hann. Ég hugsa að mótherjar okkar kvíði talsvert fyrir því að mæta honum í ham inni á miðsvæðinu og muni því leita meira út á kantana. Þar er stórt skarð hjá þeim, því Sagna er meiddur og hann er að mínum dómi besti hægri bakvörðurinn í deildinni í dag. Hann hefur haft mikið að segja í sóknarleik liðsins því maður eins og Hleb er ekki eiginlegur kantmaður og Eboue mun væntanlega detta tilbaka í vörnina. Það getur þó vel verið að Wenger noti Senderos í vörninni og setji annað hvort Gallas eða Toure í bakvörðinn. Ég er eiginlega að vona að hann geri það því þeir eru afar sterkir saman í miðverðinu þeir félagar.

Ég held að það sé nokkuð öruggt mál að Rafa mun fara varfærnislega inn í þennann leik. Ég reikna með að liðið pressi stíft á miðjuna og leyfi þeim ekki að ná upp sínu venjubundna stutta spili. Xabi og Jav munu þar verða lykilþáttur og ég reikna líka með að Stevie muni leika aðeins aftar og styðja meira við þá en í undanförnum leikjum. Aðal spurningin verður vörnin. Sami og Skrtel áttu frábæran dag um helgina og ég á alveg von á því að þeir verði áfram í miðvarðarstöðunum og Carra áfram í hægri bakk. Ég held hreinlega að Rafa setji þetta fyrst og fremst upp með örugga vörn, pressu og skyndisóknir. Vinstri bakvarðarstaðan er svo spurningamerki. Rafa virðist treysta Aurelio betur (og ég er þar hjartanlega sammála honum) en Riise var solid um helgina, þó svo að lítið hafi í raun reynt á hann. Ég ætla því að spá því að vörnin verði alveg óbreytt frá Everton leiknum. Jav kemur sem sagt inn á miðjuna fyrir Lucas og Xabi honum við hlið með Stevie fyrir framan þá. Kuyt mun klárlega halda sinni stöðu en ég er í svolitlum vafa með hvort Babel byrji inná. Ég myndi ekkert detta úr stólnum af undrun ef við sæjum bæði Riise og Aurelio í liðinu. Ég ætla engu að síður að tippa á Babel, bara upp á það að gera að geta keyrt upp hraðar sóknir og sér í lagi þar sem Sagna er fjarverandi. Torres verður svo uppi á topp:

Reina

Carra – Skrtel – Sami – Riise

Jav – Xabi
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Bekkurinn: Itandje, Arbeloa/Aurelio, Finnan, Lucas, Benayoun, Crouch og Pennant

Hvernig fer? Úff, erfitt um að segja. Ég ætla að gerast svo djarfur og segja að þetta endi með 1-1 jafntefli. Það væru mjög fín úrslit fyrir okkur og myndi setja okkur í ágætis stöðu fyrir leikinn á Anfield. Ég ætla að giska á að það verði Dirk Kuyt sem skori markið fyrir okkur með bylmingsskoti úr teignum. Gallas mun svo jafna fyrir Arsenal seint í leiknum. Það er allavega ljóst að ég mun finna fyrir meiri titringi fyrir þennan leik heldur en þegar mikil umbrot eru á Hengilssvæðinu. Glös munu titra í hillum og hlutir færast úr stað. En það er ekkert nýtt, við erum að tala um Liverpool leik í Meistaradeild Evrópu. Það er einfaldlega ekki til neitt skemmtilegra og meira spennandi í boltanum í dag, simple as that.

34 Comments

  1. Flott upphitun og ljóst að spennan er byrjuð að magnast fyrir þennan leik. Bæði lið keppast við að segja að hitt liðið sé hrætt etc. Við höfum harma að hefna frá því Arsenal tók okkur í bakaríið í báðum bikarkeppnunum fyrir ári síðan.
    Eftir sem áður verður þetta háspennuleikur þar sem ég held að Mascherano verði sá leikmaður sem skipti sköpum. Oft stutt á milli þess að leikmaður er hetja eða skúrkur! Hann setur eitt mark og við vinnum 1-0.

  2. Úff úff, hvílík spenna : )
    Erfitt að spá, annarvegar höfum við slæmt gengi okkar manna gegn Arsenal og hinns vegar gengi Liverpool í CL.
    Ég er sammála þessari spá þinni Steini með 1-1, en hvernig sem þessi leikur fer þá förum við áfram úr þessari viðureign liðanna.
    Hvað leik helgarinnar varðar þá verður þar barátta líka, en þá á ég von á sigri heimamanna : (

  3. Þetta verður rosalegur leikur – ROSALEGUR! Hvort sem fótboltafræðingar munu kalla hann fallegan eða leiðinlegan… þá verður hann rosalegur. Arsenik gegnir ákveðnu hlutverki hjá mér (ef svo má komast að orði), og þessi rimma verður bara að vinnast … ég meika ekki annað.

    1:1 væru frábær úrslit, en betri úrslit væru 1:0 fyrir okkar mönnum þar sem Torres skorar auðvitað. Að vinna Inter Milan á Ítalíu … hlýtur að gefa tilefni til þess að geta náð góðum árangri á Emirates Stadium.

    Áfram Liverpool!!!!!

  4. Rafa hintaði víst að því á blaðamannfundi í dag eða í gær að allavega einn myndi detta úr vörninni frá síðasta leik og annaðhvort Arbeloa eða Aurelio koma inn…

    Líklegastir væru þá Hyypia eða Riise ?

  5. Þess má líka geta að Pennant spilaði með varaliðinu í kvöld gegn Everton og verður því að teljast ólíklegt að hann sé í hóp á morgun

  6. Hafið þið einhvern tímann spáð Liverpool tapi?

    Þú þorðir þó allavega ekki að spá sigri eins og þið gerðuð í öllum leikjunum gegn Arsenal í fyrra (einn af fjórum er ekki svo slæmt).

  7. Ég held að Hyypia hafi sannað í síðasta leik hversu góður varnarmaður hann er. Vona að hann verði þarna inni reynslunnar vegna. Það eru um 4 ár síðan lýsendur enska boltans töldu hann ónothæfan því hann var orðinn svo seinn en mér finnst vörnin yfirleitt meira solid þegar Hyypia spilar. Skrtel er mikið efni en hann er að venjast tempóinu og gerir mistök á meðan.
    Eiginlega er mér skítsama hvernig deildarleikurinn á laugardaginn fer svo lengi sem við komumst áfram í CL.
    Ætla ekki að spá fyrir um úrslit á morgun því það virðist boða ógæfu hjá mér 🙂

  8. nr#7: afhverju í ósköpunum ætti maður einhvern tímann að spá Liverpool ósigri ? Ég tala auðvitað bara fyrir sjálfan mig, en ég hef trú á því í öllum leikjum að Liverpool geti unnið, og hef því aldrei spáð liverpool tapi í nokkrum leik.
    1-1 væru í sjálfu sér ágætis úrslit ef maður á að vera raunsær, en ef við ynnum væri það auðvitað betra.

    Ég er sammála því að það kæmi mér ekki á óvart ef við sæum bæði Riise og Aurelio inná og Babel kæmi inná seint í leiknum. Hinsvegar ef það er rétt sem Mummi segir að það verði ein breyting á vörninni frá því í síðasta leik (einn dytti út), þá kæmi það mér minnst á óvart ef það yrði meistari Sktrktktrkrktkel ! Hann hefur veri að spila mjög vel, en reynsluna hefur hinsvegar Hyypia og Slóvakinn hefur kanski verið heldur stressaður í stóru leikjunum so far..svo kanski þarf hann aðeins meiri tíma til að vera tilbúinn í þann pakka.
    Auðvitað er von á hörkuleik og ekkert minna en algert brjálæði fyrir okkur fótboltaunnendur. Ég segi þó fyrir mig, að ég hefði frekar kosið lið sem ekki er enskt, til að mæta á þessum tímapunkti og hefði ég valið frekar hvaða lið sem var, utan englands til að mæta. Helst þó Roma 🙂

    Carl Berg

  9. Frábær upphitun eins og allt á þessari síðu.
    Þessi leikur verður magnaður og sem betur fer er brjálað að gera í vinnunni svo maður haldi geðheilsunni fram að leik! 0-1 SAMI 33mín (með skalla) 🙂

  10. Já, þetta er furðuleg árátta hjá okkur Joe, að við skulum virkilega hafa trú á því að Liverpool geti unnið andstæðinga sína, algjörlega óskiljanlegt. Það er ú einfaldlega þannig að Liverpool getur unnið öll lið, það er bara þannig. Ég hef yfirleitt mikla trú á sigri minna manna. Í kvöld býst ég við jafntefli, einfaldlega út af taktík. Er eitthvað óeðlilegt við það? Spá er bara spá, það segir til um hvaða tilfinningu viðkomandi hefur fyrir leiknum. Þó svo að þú hafir kannski aðra tilfinningu fyrir honum, þá er það akkúrat það sem það er, ÞÍN spá.

  11. Af hverju er hjartsláttur minn byrjaður að rísa og klukkan er bara 9:30??? 🙂 Tilhlökkun og spenna er líklega svarið…úfffff

    Mikið hlakka ég til kvöldsins. Come on you reds, spái okkur 0-1 sigri, hver annar en Torres setur’ann.

  12. alltaf sami hrokinn í þér SSteinn ótrúlegt að þú haldir alltaf að þitt lið geti ekki tapað hvurslags stuðningmaður ert þú eiginlega

  13. Mín spá um liðið yrði mjög líklega nákvæmlega eins og hjá bróður vor hér í færslunni.
    Ég ætla samt sem áður að spá okkar mönnum sigri í svaðalega miklum baráttuleik og dauðafærum, 0-1 fyrir okkar mönnum og ég held að Torres klíni honum í netið eftir að fífla Gallas.
    Allt er hægt og vitiði Joe og ICER, ef að þið komið einfaldlega með leiðindi hingað inn dr***** ykkur héðan útaf! Eifallt mál. Ef þið hafið ekkert um bloggið, leikinn eða liðið að segja sleppiði því að tjá ykkur (veit af málfrelsi en leiðindi eru mjög vafasöm)! Þetta mál með leiðindi hefur oft komið hérna upp og vill ég núna að stjórnendur síðunar taki niður IP-töluna hjá svona mönnum og banni þá sem koma með einföld leiðindi, eða hendi út leiðindar commentum sem tengjast ekkert fótbolta, en ef að þið lesið vel hér að ofan kemur þetta ekkert fótbolta við, ekki ra*****!

    Takk og Bless!

  14. Heheheheheheheheheheheheh………..þá skil ég þetta comment 😉 Verður að informa mig næst þegar að ég kem hverjir eru hvað á þessari síðu 😉

  15. Sigurður er hreinlega ekki eins og fólk er flest eins og við báðir vitum 🙂 Ekki orð takandi mark á þessum manni 😉

  16. SSteinn ertu enþá með heimasíðuna þína opna hroki.is 😉

    Annars held ég að þetta verði erfitt í kvöld vonandi náum við ásættanlegum úrslitum í kvöld þar sem að Anfield virkar bara ef við eigum möguleika ef við leyfum Arsenal að spila gæti þetta orðið Erfitt held Að þetta ráðist á því hvernig Alonso spilar þar sem að við vitum hvað Javier getur en Alosno hefur verið brokkgegnur spili hann vel held ég að við getum náð góðum úrslitum

  17. já ef hann “Sigurður” heldur að Liverpool geti ekki unnið Arsenal þá vantar nú eitthvða í hann, ekki það að þeir geta alveg líka tapað fyrir þeim en það mun bara ekki ské í kvöld. Maður á að hafa trú á sínu liði sama hvað á móti blæs og besta vitneskjan um það er þegar sungið var í leikhléi í Istanbúl þá sást hverjir stiðja sitt lið…. Í stuttumáli

    Arsenal 0:2 Liverpool

  18. Verður virkilega erfitt

    Okkur hefur ekki gengið vel gegn Arsenal síðustu ár, og virðist sem að þeirra free-flow spil henti okkur afar illa, á meðan okkur gengur mun betur að eiga við lið eins og Chelsea, meira útreiknanlegir…

    Ég spái okkur 1-0 tapi í kvöld, ég er á því að það lið sem skorar á útivelli fari áfram, og ef okkur tekst það ekki í kvöld þá verður þetta mjög erfitt. 0-0 úrslit eru ekkert það slæm úrslit fyrir Arsenal , þá verðum við að spila fullkomlega á Anfield, skora og fá ekki á okkur mark, því þá er einvígið nánast búið…

    En spá mín fyrir kvöldið er 1-0 fyrir Arsenal, verður Hleb sem skorar markið.

  19. Skithræddur við þennan leik. Ekki bjartsynn. 🙁

    Veit ekki hvort eg þori að horfa…. en eg horfi nu alltaf samt !!? Hvað er það?

    Eg spai þvi að ef við naum ekki að skora a Emirates i kvöld þu mun Arsenal vinna þessa tveggja leikja rimmu.

    Við þurfum utimark. Helst tvö!!

  20. Leikurinn í kvöld er líklega mesta stress fyrir leik það sem af er þessu tímabili, mér lýst ekki alveg nógu vel á þetta þar sem þetta getur svo innilega farið á alla vegu og eins vegna þess að ég þekki óþægilega marga “leiðindar” nallara!!

    Ég ætla samt að spá okkur sigri, og ef við skorum á annaðborð í kvöld þá er það náttúrulega alveg gefið að það verði Dirk Kuyt sem klínir tuðrunni inn 0-1 😉

    p.s. hvernig í andskotanum er það réttlætt að gefa manni ekki frí frá vinnu á svona dögum fyrir stóra CL leiki!!? Guði sé lof að maður sé ekki í próflestri 😉

  21. Jæja
    Þá er spennan farin að magnast í maganum á manni 🙂
    Þetta verður æsispennandi leikur þar sem ég held að úrslit leiksins ráðist í miðjuspili liðanna.
    Ef Alonso og Macha spila eins og þeim er lagið – Macherano eltir alla bolta og vinnur þá og skilar honum strax til Alonso sem dreifir boltanum með einföldum hætti á framherja Liverpool þá tel ég að við eigum að vinna þennan leik.
    Aftur á móti ef miðjan nær sér ekki á strik hjá okkur í kvöld tel ég að Fabrigas og félagar muni fara illa með okkur. Að sjálfsögðu munu drengirnir frá Liverpool mæta á völlinn til þess að skemmta aðhangendum Liverpool og vinna leikin.
    Mín spá 1:2 fyrir Liverpool.
    Smá upphitun fyrir leikinn
    http://youtube.com/watch?v=KkLATZyIJmQ
    http://youtube.com/watch?v=yFN9yVeUjwg 😉

    YNWA

  22. valli það er ekkert skrítið þó Sigurður viti ekki alveg hvað fram fór í hálfleik í Istanbul, hann var einfaldlega fjarverandi. Það sama er ekki hægt að segja um mig, því ég var þar og upplifði hvað gerðist þar í hálfleik….með konuna hans mér við hlið 🙂 🙂 🙂

  23. Mikið er indælt að horfa á þessa vídjóbúta frá Baldini. Þetta átti ekki að vera hægt en svo bara gerðist eitthvað út úr þessum heimi, sérstaklega í Istanbul Þetta var eiginlega svolítið overdose af góðum tilfinningum, 3 mörk á sex mínútna kafla í svona leik, á móti svona liði var eiginlega bara súrealískt. Og þegar Jerzy vinur minn “varði” frá Shevchenko af þessu blessaða hálfsmetra færi þá vissi maður að það væri ekki séns að við værum að fara að tapa þessum leik. Þetta er samt búið og gert, vonandi búa drengirnir til nýjan farsa fyrir okkur í kvöld og alla leið þar til í maí. Hef fulla trú á þeim. Og Rafael nokkrum Benitez.

  24. Hahahaha ég var að rifja upp þegar ég og félagar mínir sem eru Arsenal menn fórum á Highbury á leik Arsenal og Liverpool í feb. 05.. Ég var eini Púllarinn í 3 manna hóp og við sátum allir saman í venjulegum sætum Arsenal megin.. ( boring ) allaveganna þá var sungið allann leikinn sem því miður fyrir okkar menn tapaðist 1-3 ” Liverpool FA Cup” og voru að drulla yfir Liverpool að komast ekki í 4 sætið og ná bara meistarkeppni félagsliða….. hahahah hvað var það sem Liverpool gerði í maí 05… man það einhver…??

  25. Hehe það er víst rétt hjá honum SSteini að hann var með konu mína sér við hlið enda er hann þekktur fyrir að mæta á alla úrslitaleiki og er aldrei kallaður annað en parttimer eða gloryhunter af okku félögunum á Park. Enda kemur hann inn eftir að við erumbúnir að elta liðið útum alla Evrópu til að koma þeim í úrslitaleikinn. Þá kemur SSteinn og við hinir þurfum að eiða tveim fyrstu dögunum í að kenna honum alla söngvana svo hann verði sér ekki til skammar 😉

  26. Liðið komið, hvað segja menn um þetta!

    Reina, Aurelio, Hyypia, Skrtel ,Carragher, Mascherano, Alonso, Babel, Gerrard, Kuyt, Torres

    Subs:

    Itandje
    Riise
    Voronin
    Benayoun
    Crouch
    Arbeloa
    Lucas

  27. The team in full for this evening’s 7.45pm kick-off is:

    Reina
    Aurelio
    Hyypia
    Skrtel
    Carragher
    Mascherano
    Alonso
    Babel
    Gerrard
    Kuyt
    Torres

    Subs:

    Itandje
    Riise
    Voronin
    Benayoun
    Crouch
    Arbeloa
    Lucas

Arsenal trílógían nálgast og fleira.

Liðið gegn Arsenal