Arsenal trílógían nálgast og fleira.

Það er ótrúlegt hvað þetta gerist oft þ.e. að lið mætast í bikar/meistaradeildinni/deildinni svona oft á skömmum tíma en hvort sem það er betra eða verra þá er þetta ótrúlega gaman fyrir okkur sem sitjum fyrir framan skjáinn og styðjum okkar lið.
Núna er “sálfræðistríðið” byrjað milli Liverpool og Arsenal þar sem Rafa segir okkar menn fara fullir sjálfstrausts í þessa leiki á meðan Kolo Toure heldur því fram að við hræðumst þá. Ég segi í viðtali við sjálfan mig hérna á kop.is:

Liverpool ber virðingu fyrir Arsenal en árangur Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár segir allt sem segja þarf. Arsenal þarf á heppni að halda ef þeir ætla að slá út Liverpool þetta tímabil.

Alan Hansen, sem yfirleitt spáir Liverpool ekki góðu gengi, heldur því fram að Liverpool muni komast áfram í Meistaradeildinni í pistli sínum hjá BBC Sport.

The Times er með fínt viðtal við Rafa í dag þar sem hann ræðir m.a. um þegar Pako fór, mæli með að allir lesi þetta. Rafael Benitez opens up on transfers, treachery, Torres, titles – and, of course, tinkering

13 Comments

 1. Sammála með þetta viðtal við Rafa. Mjög óvenjulegt að hann sé svona hreinskilinn og opinskár. Hann virðist treysta Guillem Balague algjörlega.

 2. Gott viðtal og mér sýnist Rafa vera að koma sínum skoðunum á framfæri og svara þeim sem hafa gagnrýnt hann mest. Dettur helst í huga að þetta sé samvinnuverkefni þar sem Guillem Balague, sem þekkir Rafa mjög vel, spyr um hluti sem mikið hafa verið til umræðu en Rafa ekki svarað beint áður. Spurningarnar eru í raun mjög hjálplegar Rafa og hann getur sagt sína hlið á málum. Hann löðrungar t.d. ,,gullaldaráraleikmenn” Liverpool með því sem hann segir um leikjafjölda og sérstaklega hraða og yfirferð í leikjum:-) Mjög fróðlegt í heild.

 3. Já, mér fannst einmitt tölfræðin um hraðann og fjölda hlaupinna metra vera góð. Blæs á allt þetta “í gamla daga þurftu menn enga hvíld” blaður.

 4. Hansen má nú bara alveg halda áfram að spá Liverpool slæmu gengi í Meistaradeildinni. Það hefur virkað hingað til, algjör óþarfi að breyta því núna.

  Annars held ég, og vona, að þessi trilogia verði svona:

  Arsenal – Liverpool (CL) 1-0
  Arsenal – Liverpool (FAPL) 1-1
  Liverpool – Arsenal (CL) 2-0

  Einn sigur, eitt jafnefli og eitt tap. Nokkuð sanngjarnt myndi ég segja 🙂

 5. Skemmtilegt viðtal, gott að heyra um Paco karlinn, skil fullkomlega að Rafa hafi viljað losa hann frá liðinu!
  Ekki leiðinlegra að heyra að hann er að vinna í þremur leikmönnum, þar af einum sem gengur beint í liðið. Greinilegt að hann á að fá traust eigandans áfram……

 6. Hih, þeir sem halda að menn hafi hlaupið meira í gamla daga hafa aldrei horft á Jan Mölby spila:)

 7. Já, ég held að Mölby hafi náð að hlaupa heila 10 metra í einum leik, nei, ok, skokkaði um 10 metra. Hann gaf samt 3 stoðsendingar í leiknum 🙂

 8. Sælir Liverpool menn. Ég er kannski ekki með traustustu heimildamenn í heimi en ég á marga góða vini í Lancashire og sá orðrómur gengur mátt þar að David Bentley sé á leiðinni til Merseyside. Furðulegt ef satt er.

 9. Takk fyrir þetta Bragi, kjaftasaga um það verið í gangi í nokkurn tíma, talað um að Pennant og peningur verði sent í Langaskíri í stað Bentley.
  Ég væri nú bara sáttur við það held ég, en reyndar er hann líka með smá vandræðasögu hann Davíð!!!!

 10. Í viðtalinu við Rafa koma nokkrar góðar staðreyndi fram:
  Varðandi sölu á leikmönnum:

  None of the players that left us are playing at a club that are of a higher standard than Liverpool.

  Varðandi Pako:

  Pako was much more than a physical trainer, he was my friend and someone I trusted for many years. I worked with him for 11 years. It’s a recent wound that still hurts…
  Liverpool gave him autonomy and power and I think that changed him a lot – he wanted more and more. One day I found out that he had serious contacts with other teams and that seemed to me a betrayal towards me and the club that I couldn’t accept…

  Varðandi kaupverðið á Torres:

  Whenever we talk about the deal for Torres with Atlético Madrid we always include Luis García in the price. The total cost of the operation is around £20 million.

  og áfram um leikmannakaupin:

  I have a rough idea of the figures involved. Chelsea had spent £120 million previously and an additional £240 million to win the league in the 2004-05 season. Manchester United have spent £200 million in recent years. This year on Carlos Tévez, Owen Hargreaves, Anderson and Nani, that cost them more than £70 million. Tottenham have spent £100 million in the last two seasons alone. And Arsenal have spent more or less the same amount as we have on young players with potential.

  In my four years at Liverpool we have spent £150 million and we have gained somewhere in the region of £70 million. Looking at those numbers, there’s a difference of £20 million per season, yet we have won four [trophies] and played seven finals. When all things are considered, that’s not a bad return. I think that we’re on the right path.

 11. Gaman að sjá þessar tölur hjá Rafa um eigin leikmannakaup.
  Ef ég ber þær saman við þær tölur sem við erum með á LFChistory.net þá stemma þær glettilega vel 🙂

  Kaup: £151,666,000
  Sala: £71,575,000

Uppfærsla

Arsenal á morgun