Liverpool búið að semja við þrjá leikmenn

Mögnuð frétt á LFC.tv: [Rafa segist vera búinn að semja við þrjá leikmenn](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N159354080330-0955.htm) og þar af einn, sem muni ganga inní byrjunarlið Liverpool!

>”We have agreements with two young players and one senior player who will be a starting XI player. That deal is already done,”.

10041-rafinha.jpgSamkvæmt þessari frétt á Sky, þá eru leikmennirnir sem um ræðir tveir ungir leikmenn frá Suður-Ameríku og svo Rafinha hægri bakvörður Schalke.

Það er alveg ljóst að ef að Rafa er að tala um mann sem labbar inní liðið þá hreinlega hlýtur hann að vera að tala um bakvörð. Rafinha sem er 22 ára gamall Brassi er hins vegar með samning við Schalke til 2011 og því furðulegt að þau mál skuli vera komin á hreint.

Spurningin er samt hvort að við þurfum annan hægri bakvörð. Arbeloa er orðinn varamaður fyrir Sergio Ramos, sem er (að mínu mati) besti hægri bakvörður í heimi, þannig að það er augljóst að hann er að standa sig. Svo eigum við enn Steve Finnan, sem er góður varamaður fyrir Arbeloa. Vinstri bakvarðar staðan hefur hins vegar verið mun meira vandamál. Rafinha, sem ég hef ekki séð spila, er víst mjög sóknarsinnaður hægri bakvörður.

Rafinha hefur áður tjáð sig um áhuga frá Liverpool og hann sagði við Sunday Mirror:

>Liverpool is a top destination

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.

14 Comments

 1. Stranger things have happened 😉
  ÉG er allavega mjög ánægður með þetta. Skammarlegt að lið í sama klassa og Liverpool skuli ekki vera með betri kantmenn og bakverði. Vonandi fyrsti af mörgum 🙂

 2. Síðan annað. Fer Arbeloa ekki bara í vinstri bakvörðinn eins og þegar hann kom fyrst?
  Hefur oft fundist hann betri vinstra megin en hægra megin.

 3. Rafinha yrðu frábær kaup og ég vona að þetta sé hann sem um er rætt.
  Svo er spurning hvort að að myndi setja Rafinha í vinstri bakvörðin, hann er víst með svakalegan vinstri fót líka.

 4. Ég sé ekki að þetta geti veriði neitt annað en jákvætt, í dag eigum við ágætis hægri bakverði en það er alls ekki óhugsandi að skipta þeim út.

  Ferillinn hjá Finnan hlítur að fara búa sig hægt og rólega til lendingar á næstu árum, sem þíðir að hann fer líklega a einhverjum tímapunkti í miðlungslið og Liverpool fær sér betri bakvörð…..kannski er sá tími kominn.

  Á næsta timabili kæmi mér ekki óvart að sjá Insua komast í hópinn og í raun hefði ég viljað sjá hann fá fleiri tækifæri í ár, hann getur ekki verið mikið verri en það sem boðið hefur verið uppá í ár

 5. Já, ég var ekki að segja að þetta væri neitt nema jákvætt. Ég var bara að velta því fyrir mér hvort það gæti staðist að Rafinha væri þessi maður sem myndi labba inní liðið.

 6. Insua hefur ekkert verið að brillera með varaliðinu þar sem ég hef séð til hans. Sá t.d. Liverpool reserves vinna varalið Everton 3-0 þar sem Kristian Nemeth setti 2 og var maður leiksins. Insua var frekar slakur í þeim leik og á ekkert erindi í aðalliðið ef tekið er mið af þeirri frammistöðu. Leto var þokkalegur í þeim leik og eins átti Jay Spearing góðan leik. Á lokamínutum leiksins var skipt inn ungum strák að nafni Daniel Pacheco sem kom frá Barcelona og þar er augljóslega mikið efni á ferðinni.

 7. einhver staða las ég að þessi leikmaður sem ætti að vera byrjunarmaður væri mascerano þar sem hann væri en á lánssamning en vona samt að þetta sé nýtt andlit í liverpool

 8. ég veit, var bara að skrifa það sem ég las en ekki það sem ég held hummm

 9. Kristinn, þessi leikur sem þú minnist á sigurinn við Everton var í desember þannig að það er soldið langt síðan hann var… Ég hef séð 2-3 af síðustu leikjum varaliðsins og Insúa hefur verið að standa sig drullu vel, sókndjarfur og ákveðinn. Plessis á miðjunni hefur einnig verið að standa sig vel en sennilega lang besti maður varaliðsins er Krisztian Nemeth og mundi ég gjarnarn vilja sjá hann í hópnum á næsta ári og fá tækifæri til að spila.
  Varðandi Leto þá hefur hann ekkert spilað með varaliðinu í 2-3 mánuði, en var að spila vel þangað til…

 10. Ég hef trú á því að hann fari að spila þessum strákum í aðalliðinu nú undir lok leiktíðar þegar fjórða sætinu verður náð. Svipað og þegar Owen byrjaði að spila undir lok leiktíðar, þegar hann var að koma í gegnum unglingastarfið og mætti svo betur undirbúinn á nýju tímabili.
  Ég er spenntur fyrir þessu því Rafa hefur haft mikinn metnað í að byggja upp sterkann hóp ungra leikmanna, einsog staða varaliðsins gefur kannski til kynna.

 11. Sælir félagar
  Arbelóa er síst verri í vinsri bak en hægri. Hann er örugglega besti vinstri bak í liðinu í dag svo það er allt í lagi ef við erum að fá alvöru sóknarbakvörð í hægri. 🙂
  Það er nú þannig

  YNWA

 12. Það segir kannski einhvað um stöðu hægri bakvarða okkar í dag að hvorugur komst í liðið gegn Everton 😉

Everton á morgun

Liðið gegn Everton