Liverpool 1 – Everton 0

Í dag áttust við Liverpool og Everton í 207. derbyleik þessara liða. Eins og við var að búast þá var þetta mikill baráttuleikur, ólíkir hálfleikir samt þar sem Liverpool var yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik en þetta jafnaðist þó út í seinni hálfleik fannst mér. Úrslitin frekar öruggur 1:0 sigur hjá okkar mönnum.

Byrjunarliðið var svona skipað:

Reina

Carragher – Hyypia – Skrtel – Riise

Lucas – Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel

Torres

Bekkurinn: Itandje, Finnan, Pennant, Benayoun, Crouch (síðastnefndu þrír fengu svo allir að koma inn á, í mislangan tíma)

Blágubb var bláa liðið kallað í reitnum “Næsti leikur” og fyrir mér var það persónulega mjög gott nafn … akkúrat í dag … en förum ekki nánar í það. Baráttan var strax mikil og leikurinn byrjaði kröftuglega með ágætri sókn hjá báðum liðum, stemmningin góð. En fljótlega komu í ljós algjörir yfirburðir Liverpool og það var oft hrein unun að sjá spilamennskuna þeirra. Eftir hornspyrnu á 7. mínútu misheppnaðist hreinsun hjá Everton, Alonso náði boltanum og Kuyt kom honum svo skemmtilega á Torres, sem auðvitað náði að renna honum í hornið framhjá Tim Howard, flott mark – 1:0!

(mynd fengin frá BBC) Mínútu síðar var Torres sparkaður niður (það gerðist nokkrum sinnum… ) og Gerrard átti ágæta aukaspyrnu rétt framhjá. Eftir 10 mínútur var þunna manninum farið að líða mun betur: mark komið hjá Liverpool og gult spjald á Everton. Eins og fyrr segir þá voru yfirburðir Liverpool augljósir, og þegar varnarmenn höfðu eitthvað að gera þá var það eitthvað minniháttar. Miðjan var traust og Babel og Torres tóku Hibbert reglulega í nefið. Babel var nálægt því að skora á 28. mínútu og hver sóknin á eftir annarri fylgdi í kjölfarið. Pressan fín og baráttan frábær. Tilraunir Everton til einhvers voru afar fáar og fátæklegar. Þeir vildu fá vítaspyrnu dæmda á 38. mínútu en í endursýningu sást það augljóslega að boltinn fór aldrei í hönd Hyypia. Skömmu síðar átti meistari Gerrard frábært skot í stöng.

Staðan í hálfleik var 1:0 og hefði vel getað verið 4:0! Slíkir voru yfirburðirnir. Að vísu voru skotin “ekki nema” átta á móti einu hjá Everton, en blágubbsmennirnir höfðu yfirhöndina í gulum spjöldum: 0-2!

Síðari hálfleikur virtist ætla að byrja jafnvel og sá fyrri, en svo reyndist ekki vera. Yfirburðamaður í fyrri hálfleik, Steven Gerrard, fannst mér ekki sjást nógu mikið og liðið hleypti Everton of mikið inn í leikinn. Hann jafnaðist dálítið út og hálffyndið í leikslok að sjá að Everton voru rétt meira með boltann en Liverpool. Í síðari hálfleik fannst mér mest bera á Hyypia og Skrtel, sem stóðu sig virkilega vel. Það sáust þó nokkrar yndislegar rispur hjá okkar mönnum og ef Babel hefði átt betri leik sendingarlega séð, þá hefði t.d. verið frábært að sjá lokin á stórglæsilegri sókn Liverpool á 67. mínútu þar sem snöggar sendingar og falleg spilamennska fékk mig til að rísa úr sæti.

Fleiri urðu nú ekki mörkin í leiknum, en meistari Gerrard átti stórkostlegt skot að marki undir lok leiksins sem Tim Howard varði vel. Skottilraunir Everton manna tvöfölduðust í seinni hálfleik – þeir áttu sem sagt tvö skot að marki og alls þrjú! Okkar menn létu sér nægja 14 skot.

Maður leiksins: Þetta er nokkuð erfitt val fyrir mér, því í fyrri hálfleik fannst mér nær allir spila vel og yfirburðirnir miklir. Gerrard fannst mér stórkostlegur í fyrri hálfleik en ekki eins áberandi í þeim síðari. Torres var með sífellda ógnun og samspil hans við bæði Kuyt og Gerrard gott. Kuyt var svo hörkuduglegur allan leikinn, og ég veit hvaða álit sumir hafa á þeim manni, en mér fannst það bara lýsandi fyrir þennan knattspyrnumann, að þegar fram var komið yfir venjulegan leiktíma, þá var hann pressandi vörn Everton (tvo varnarmann og markmanninn) sem varð til þess að þeir áttu erfitt með að koma boltanum fram!! Frábær barátta hjá manninum. Skrtel og Hyypia voru öruggir í vörninni, og nokkrir frábærir taktar hjá gamla manninum sáust. Riise meira að segja átti nokkrar sendingar sem skiluðu sér á samherja!! Lucas og Alonso réðu miðjunni. Ég er persónulega með þrjá í sigtinu sem mann leiksins: Torres, Kuyt, Gerrard og Hyypia… (ókei, þetta eru fjórir!) en vegna algjörs asnaskapar hjá Torres í lokin, þegar hann fékk gult spjald fyrir að sparka bolta í burtu, og vegna þess að Gerrard “hvarf” smá í seinni hálfleik, þá ætla ég að taka sénsinn og leyfa Kuyt að hljóta nafnbótina í dag. Baráttan hans var algjörlega einstök.

Næsti leikur: Jæja, góðir hálsar. Framundan eru þrír leikir gegn Arsenik á sex dögum. Þetta verður svakaleg vika!!! Næsti leikur er einmitt sá fyrsti af þessum þremur og það er fyrri leikur liðanna í 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar. Sá leikur fer fram miðvikudaginn 2. apríl kl. 19:45 18:45 á Emirates Stadium og vona ég að Rafa haldi áfram að sýna sömu snilli og hann hefur gert í CL-deildinni. Áfram Liverpool!!!

65 Comments

 1. 3 stig í hús en óþarflega tæpt samt.
  Fyrri hálfleikurinn var fínn en seinni slakur, þetta var ekki öruggt fyrr en eftir flautið.
  Til lukku öll með sigurinn.

 2. Ja mér fannst þetta orðið þokkalega öruggt um leið og flautið kom.
  Til hamingju allir

 3. Þetta var fínt. Frábær leikur í fyrri hálfleik og Liverpool áttu að klára þetta algerlega í fyrri hálfleiknum. Óþarflega tæpt í þeim seinni.

  Skrtel var maður leiksins fyrir frammistöðuna í seinni hálfleik – hann og Hyypia átu leikmenn Everton í hverju einvíginu á fætur öðru. Svo var Gerrard frábær í fyrri hálfleiknum.

 4. Sælir félagar og til hamingju.
  það hefði getað orðið dýrt að skora bara eitt mark í fyrii en slapp til. Mér fannst allir vera að leika vel og leggja sig fram og tek ekki einn fram yfir annan. Það er þá helst Torres að skora þetta sigurmark úr þröngri stöðu en góð 3 stig í hús. 🙂
  það er nú þannig.

  YNWA

 5. gaman að vita að leikskýrslan komi eftir hálftíma … en miðað við miðast sá hálftími ? … engin tímasetning á færslunni.

 6. Smá rýni á skýrsluma.
  Persónulega finnst mér dapurt að vera uppnefna andstæðinga okkar eins og er gert hér með nafnbótinni “blágubb”, svona lagað dregur úr klassa síðunnar.
  Og til að leiðrétta þá leikum við þrjá leiki við Arsenal á 8 dögum en ekki 6.
  Annars fín súmmering Doddi : )

 7. Góður sigur. Tek undir leikskýrsluna að Kuyt undanskildum. Vissulega stendur hann sig vel og vinnur til baka (gengdi bakvarðastöðunni fyrir okkur vel á köflum) og pressar á menn. Ég vil ekki velja hann mann leiksins og þá á þeim forsendum að mér finnst þetta ekki eiga vera hlutverk kantmanns/framherja að vinna þessa vinnu í svona leik. Eflaust getur menn greint á hvort framlag hans skili meira plássi fyrir aðra framherja en fyrir mér vil ég frekar sækja á 3 framherjum heldur en að láta einn spila varnarleik til að skapa pláss fyrir hina 2. (Gaman ef ég væri Benites) Við mat á spilamennsku Kuyt get ég því ekki annað en borið hann saman aðra varnarmenn leiksins og það leiðir mig að vali á mönnum leiksins.

  Mér finnst Hyppia og Skrtel eiga að vera menn leiksins. Þeir stigu varla feilspor í dag og unnu hverja einustu tæklingu og skallaeinvígi sem þeir fóru uppí og án þess að brjóta af sér. Aðrir leikmenn áttu góðann leik en mér fannst þeir tveir bera af.

  Þá er það þriggja leikja sigurhrina á Arsenal.. djöfull er maður farinn að hlakka til.

 8. Kyut maður leiksins að mínu mati – Skrtel og Hyypia voru hins vegar menn seinni hálfleiksins.

 9. Hafliði, við erum ómálefnalegir um tvö lið á þessari síðu án þess að skammast okkar hið minnsta fyrir það. 🙂

 10. Ef mér skjátlast ekki, þá hefst leikurinn á miðvikudaginn kl. 1845. Fínn leikur hjá okkar mönnum…bring on Arsenal!;)

 11. Mér finnst það einmitt gefa síðunni klassa að uppnefna andstæðingana og skrifa fréttir og skýrslur eins og Liverpool menn en ekki eins og fréttamenn. Aðal ástæða þess að ég fer inn á þessa síðu er að fá mat Liverpool manna en ekki harðar staðreyndir fréttamanna.

  Annars get ég ekki sagt að ég hlakki til Arsenal trílógíunnar. Endar eflaust með magasári og vesen. Ennnn.. mikilvægur sigur í dag svosem! Ánægður með Torres.

 12. Sigur, frábær fyrri hálfleikur, lélegir í seinni hálfleik, hefðum aldrei þurft að hleypa spennu í þetta, ein spurning???? Er þetta virkilega það besta sem við getum boðið upp á, á vinstri vængnum, Gerrard var farinn að senda há bolta á Carra svo hann gæti skallað hann fyrir því að ekki getur hann notað lappirnar í það að senda boltann fyrir markið.!!

 13. FLott síða, skemmtilegt að lesa þetta fyrir og eftir leiki. En mig langar að koma því á framfæri fyrir þá sem eru ekki með á hreinu hvenær liverpool eru að spila, þá eru leikirnir við Arsenal á 6 dögum, þ.e á miðvikudaginn 2 apríl kl 18:45, tíminn breyttist aðfaranótt sunnudags (í dag) næst er leikið á laugardaginn 5. apríl og svo eftir það þann 8. Apríl sem gerir 6 daga á milli þessa leikja….
  Bara smá ábending og í góðu. 😉

 14. Bara svona til að halda besserwisser menningunni gangandi að þá eru leikirnir við Arsenal hvorki spilaðir á 6 né 8 dögum, ef við eigum að vera voðalega nákvæmir að þá eru þeir spilaðir á 3 dögum, miðvikudegi, laugardegi og þriðjudegi. Tímabilið milli leikja spannar hins vegar 7 daga, miðvikudag til þriðjudags en það líða þó ekki nema nokkurn veginn nákvæmlega 6 sólarhringar milli upphafssparka fyrsta og síðasta leiksins og þar af leiðandi nokkurn veginn 6 sólarhringar, 1 klukkustund og 50 mínútur (með uppbótartíma í síðasta leiknum) frá upphafssparki á miðvikudag til lokaflauts á þriðjudag eftir rúma viku. Vona að þetta taki af allan vafa um tímann sem það tekur að vinna Arsenal þrisvar.

  En að leiknum í dag að þá er ég sammála flestu sem fram hefur komið, Liverpool miklu betra í fyrri hálfleik, jafnræði í seinni hálfleik án þess þó að Everton hafi nokkurn tímann verið eitthvað sérstaklega hættulegir. Skrtel að mínu mati maður leiksins en Kuyt góður kandídat engu að síður. Ég skil ekki menn sem kvarta yfir framlagi Kuyt en dásama kerfi benitez á sama tíma. Ég er 99.9% viss um að ef Benitez segði kuyt að gera það sem hann langaði inni á vellinum að þá færi hann varla út úr vítateignum. Hann hefur hins vegar ákveðnu hlutverki að gegna, kanski heldur óvanalegu fyrir (væng)framherja, og því hlutverki skilar hann alveg frábærlega. Hann á að pressa varnarmennina eins og hann getur, og við það skapast pláss fyrir torres og babel þegar við vinnum boltann. Ef ég hefði verið á Anfield í dag hefði ég hlaupið inn á völlinn og faðmað hann þegar hann einn síns liðs hélt 4 everton mönnum ásamt boltanum í og við everton vítateiginn í góðar 30 sekúndur þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma og þeir þurftu nauðsynlega að koma boltanum fram völlinn. Enginn annar en Kuyt hefði getað haldið þessarri pressu jafnvel.

  Annars spilaði allt liðið vel í dag og á einfaldlega hrós skilið fyrir frammistöðuna, meira af þessu í næstu 3 leikjum og tímabil Arsenal kemur til með að hrynja til grunna eins og illa uppsett spilaborg.

 15. Góður sigur í dag, þrátt fyrir að ég hefði viljað fleirri mörk og klára þetta í fyrri hálfleik bara. En nóg um það, 3 stig fengin og ég bið ekki um meir.

  Gerrard var manna bestur í fyrri hálfleik, tæklandi og pressaði allt, átti eina geggjuðustu sendingu á Babel sem sést hefur á þessu tímabili að mínu mati, góð skot og var bara sannur fyrirliði í dag. Skrtel átti líka mjög góðan leik, það þarf varla að segja en Yakubu er ekki mannlegur og Skrtel átti bara góðan leik gegn honum. Hefði viljað sjá önnur viðbrögð við dýfuni hans. Hyypia, spila hann sem eftir er, leyfa honum að klára tímabilið þarf sem hann hefur verið frábær og vörnin er allt önnur þegar hann er þar. Riise var seigur sem og Carra, Alonso og Reina. Lucas og Babel, björtustu voninar okkar sáust lítið en gerðu það sem þurfti. Torres, gott mark, óþarfa spjald. Kuyt var mjög duglegur og ég fékk gæsahúð þegar hann hélt 3 Everton mönnum í horninu í einhverjar sekúndur þegar leikurinn var að fara klárast. mmm.

  Heilt yfir góður leikur hjá okkur, vorum ekkert að keyra okkur út í seinni enda 3 stórleikir frammundan. 3 af 15 stigum komið, vonandi verða þau 12.

 16. Nr 18. Svenni ég nenni ekki að fara út í Kuyt umræðuna eftir þennan erfiða sigur, það verður bráðum bannað mér að tala um Kuyt hérna, en fyrir mér hleypur hann og hleypur en skapar ekkert í líkingu við menn i sambærilegum stöðum hjá hinum stóru liðunum. Hans frammistaða í dag er u.þ.b. eins gott og hann getur og persónulega vil ég hafa meiri ógn, Kuyt væri svo agætur squad player en fráleitt minn kostur í starting XI í hverjum leik.

  Maður leiksins í dag var Hyypia að mínu mati, hann át ALLT sem kom á teginn, gerði Yakubu pirraðan og átti nokkrar super tæklingar, Skrtel var einnig góður. En í dag var engu að síður munurinn á þessum liðum aðallega Fernando Torres, hans líkir kosta svona mikið vegna þess að þeir klára þessa leiki.

 17. Haha vá geðveikt sniðugt og þroskað að segja “blágubb” ég vildi að ég væri jafn orðheppinn og þú

 18. Ég ætla bara að kaupa TORRES rauðvín og carlsberg bjór það sem eftir er.

 19. Kuyt og Hyypia menn leiksins. Fannst samt óþarfi að hafa þetta svona tæpt í lokinn eins og oft áður.

  Núna er það bara Arsenal eftir tæpa 3 sólarhringa.

 20. Riise maður leiksins að mínu mati. Var að spila fanta varnarvinnu og vann allar sínar tæklingar. Hægri kanturinn hjá Everton var alveg ónýtur og þeir komust ekkert framhjá Norðmanninum. Var líka að skila boltanum vel frá sér og átti fínt skot sem hefði steinlegið ef það hefði ekki farið í Babel 😉

 21. Já, gleði gleði gleði. Ég kýs að kalla þá Bitter Blues en blágubb gengur svo sem alveg líka gjaldgengt og finnst mér hreinlega fyndið að menn skuli ekki geta brosað út annað þó svo að menn noti svona nöfn á síðu sem er eingöngu haldið úti af stuðningsmönnum Liverpool. Það er ekki eins og að þetta sé óháð fréttasíða.

  Sem minnir mig á það 🙂 Hversu gaman er að sjá þá “íþróttafréttamenn” á Stöð 2 Sport 2 Sýn 4 Extra 5 hreinlega í þunglyndi yfir því að Liverpool skuli vinna leiki. Hossdeinn Gunnars verður mitt efni í nýjan pistil á morgun 🙂 Hann varð að bæta því við áðan í fréttunum “hvar væri Liverpool statt ef þeir hefðu ekki Torres…”. Þvílíkur bjöllusauður sem hann er, ekkert nýtt reyndar, en hann kemur sífellt á óvart. Hvar væri Man.Utd án Ronaldo? Hvar var Torres í fyrra og hvar vorum við þá? Jú, stórbrotinn leikmaður sem bætir liðið helling, en þegar “íþróttafréttamenn” geta nú ekki verið hlutlausir einu sinni. Þetta er verndari íslenskrar tungu, það eru nýbúar sem eru búnir að búa hér í 2 ár sem geta talað betri íslensku.

  Hvað um það, ég er ennþá í skýjunum með að vinna þá bitru. Ég er reyndar kominn á þá skoðun að menn eru haldnir algjörum fordómum gagnvart Dirk Kuyt. Hann var frábær í dag og verðskuldaður maður leiksins. Skrtel og Hyypia góðir líka en aðrir fannst mér misjafnir. Neikvæðu punktarnir fannst mér vera Xabi og Lucas, sem voru afar mislagðir fætur með sendingar sínar í dag og voru að tímasetja sig illa á köflum. Vinnan hjá Kuyt í dag, stoðsendingin, spilið í gegnum hann, baráttan, bara eitt orð, frábært. Ef hann hefði verið málaður svartur og sett nafnið Babel aftan á treyjuna hans þá hefðu menn ekki haldið vatni yfir frammistöðunni. En þar sem hann heitir Kuyt, þá er bara akkúrat ekkert rétt eða gott sem hann gerir.

  Sigur á Everton, frábær dagur og tvennan yfir þeim er staðreynd. Nú er brosað hringinn og bitri helmingurinn heldur áfram á sinni braut. 🙂

 22. Frábær sigur og verð að taka undir með Einari Skertel er alveg magnaður og er heldur betur búinn að stimpa sig inn í þetta lið hann og Finnan voru frábærir… áfram Liverpool… og svo bara að taka Arsenal á miðvikudaginn…

 23. Sammála með Kuyt. Frábær í dag, búin að vera frábær í þessari sigurhrinu sem við erum í núna (United-leikurinn undanskilin), frábær í þessari stöðu. En persónulega hefði ég valið Hyypia sem mann leiksins. Tæklingin hans þarna í fyrri hálfleik þegar (var það ekki Yakubu?) var sloppinn í gegn var fegurð. Hann var með Yakubu í rassvasanum allan leikinn, maður tók eftir því í dag hvað maður saknaði hans á móti Man.Utd. En annars, er þetta ekki bara besta vörnin sem við höfum í dag? Skrtel og Hyypia í miðverði og Carragher í bakverði?

  Maður tekur líka eftir því hvað sú reynsla sem Carragher hefur unnið sér inn seinustu fjögur árin hefur skilað sér í miklu betri og öruggari bakverði en hann var á Houllier-tímanum. Svei, mér þá, ég er ekkert viss um að hann eigi afturkvæmt sem fyrsta val í miðvörðinn. Með Skrtel og Agger (heilan), þá held ég að þeir séu fyrsta val í miðverðina. Sérstaklega þar sem Carragher er að leysa bakvörðin jafn vel og hann er að gera.

  En svo ég fari nú í troðnar slóðir Hafliða og böggist út í umfjöllunina um þennan leik (fín umfjöllun annars), þá vill ég minna á það að við erum að spila í Meistaradeildinni. Eða Champions League eins og hún heitir á útlensku. Ekki Meistaradeildar-deildinni.

 24. ég er að mestu leyti sammála ummælum nr 25, að því undanskyldu að mér fannst Hyypia vera maður leiksins (þarf ekkert að rökstyðja það, þið sáuð leikinn), en Kyut kom klárlega næstur þar á eftir og var að gera fína hluti. Reyndar hefur hann verið að gera fína hluti uppá síðkastið og það hlýtur að koma sá tímapunktur að menn hætti að taka hann fyrirfram af lífi fyrir leik.
  Þegar það voru 2 mínútur eftir af leiknum (krítísk stund), þá elti hann boltann 300 kílómetra leið eftir vellinum til þess að trufla varnarmennina,og markmanninn og tókst að “eyða” mínútu af leiktímanum án þess að vera með boltann. Þessi mínúta var mikilvæg þegar það var svona stutt eftir. Kyut hefur kanski ólíkt t.d Torres og Gerrard, ekki átt mikið í bankanum til þess honum hafi verið fyrirgefið þau mistök sem hann hefur gert í vetur, en hann er klárlega að vinna í því að “lækka yfirdráttarheimildina sína”, og stendur sig vel í því.
  Fínn dagur, og 3 stig í hús..4 sætið er klárlega okkar, en næst er það Arsenik og eftir það er það Arsenik, og síðan þar á eftir er leikur við Arsenik 🙂 Það verður orrusta sem má ekki tapast og ég bíð spenntur..
  Insjallah…Carl Berg

 25. Ég bara verð að troða mér hérna inn til þess að tilkynna mönnum það formlega að ég er algerlega sammála því sem sagt er í ummælum nr28 varðandi vörnina. Ég er búinn að segja það við alla sem heyra vilja (heldur fámennur hópur yfirleitt:) að besta varnarlínan okkar í augnablikinu er að vera með ljóshærða krúttið og Slóvakann í miðverðinum (síðar Agger),og Carragher í hægri bakverðinum. Ekki af því að mér finnst Carra slappur miðvörður, þvert á móti, hann er alltaf sá besti, en með því móti tekst okkur að koma þeim öllum þremur fyrir í varnarlínunni og skapa suddalega sterka vörn,og ekki skemmir fyrir að Carragher er góður hægri bakvörður. Riise er besti kosturinn fyrir okkur að mínu mati í v.bakk, í leikjum sem þarf að verjast í…en ég vil þó helst fara lítið troðnar slóðir og nota bara Arbeloa í þessari stöðu. Það held ég að yrði skotheld varnarlína ; Carra, Skrtel, Hyppia(Agger),Arbeloa.

  Svo er ég sammála því að mér finnst aðeins of lítið vera koma út úr miðjumönnunum okkar um þessar mundir..laga það, og þá erum við solid.

  Carl Berg

 26. Já frábær leikur og sérstaklega vel leikinn fyrri hálfleikur að Liverpool hálfu. Kuyt, Hyypia og Gerrard voru þeir leikmenn sem mér fannst bera af í leiknum í dag.

  Þrátt fyrir að það tengist ekki leiknum í dag vil ég hrósa þeim sem halda úti þessari flottu síðu og líka þeim sem skrifa inn á hana. Var bara að detta inn á hana í dag og er mjög sáttur með það.

 27. Fyrir mitt leyti þá er ég ekki að gagnrýna Kuyt og þá baráttu sem hann leggur í leiki, hún er aðdáunarverð. Ég er heldur ekki að gagnrýna Kuyt og upphefja leikkerfi Benites á sama tíma. Það sem ég var að benda á er svipað og Babu benti á hér að ofan að ég held að við værum að skapa meiri ógn fram á við ef Kuyt væri að spila sem framherji. Fannst það sjást ansi vel í Utd leiknum hvað leikskipulag með alla sóknarmenn stanslaust ógnandi fram á við skapar mikla hættu. Við erum með sterka miðju og sterka vörn sem eiga að geta séð um varnarhlutverkið í svona leikjum og ég sé ekki alveg þörfina beint fyrir því að nýta einn af framherjunum sem varnarsinnaðann miðjumann eða oft á tíðum bakvörð. Ég er ekki að segja að ég vilji Kuyt útúr liðinu eða selja hann í Bolton eða eitthvað álíka. Ég vil spila með sama mannskap en fá Kuyt til að fara síður aftur fyrir miðju og liggja framar á vellinum tilbúinn í að sækja hratt ásamt Torres og Babel. Ef hann gerir það og sýnir sömu baráttu og hann gerði í dag þá skal ég glaður velja hann mann leiksins 🙂 En ég er ánægður með úrslit dagsins og tel það vera mjög ánægjulegt fyrir liverpoolaðdáendur að á degi sem liverpool spilar við everton á anfield sé atriði eins og það hvar Kuyt eigi að spila á vellinum sé það eina sem menn getur greint á um.

 28. Loksins kominn í tölvu til að gleðjast með ykkur yfir þessum sigri. Tek þetta í punktaformi:

  • Skrtel er alveg magnaður. Ég er farinn að slefa yfir því að fá að sjá hann og Agger saman í vörninni næsta vetur. Sérstaklega fyrst Rafa er farinn að setja Carra aftur í bakvörðinn. Er hann að venja þá við þetta sem framtíðarkerfi? Er nýji aðalliðsmaðurinn sem hann segist vera búinn að tryggja sér þá kannski vinstri bakvörður? 😉

  • Fernando Torres er ofurmenni. Á Anfield. Allt utan heimavallarins virðist vera hlaðið kryptoníti. Ef hann getur bætt markaskor sitt á enskum útivöllum mun hann bæta einhvern slatta af metum í markaskorun á næstu árum.

  • Eins og einhver sagði hér að ofan, þá skil ég ekki hvernig menn geta dásamað kerfi Benítez en gagnrýnt Kuyt fyrir að spila eins og hann gerir. Halda menn að Kuyt væri í liðinu ef hann væri ekki að gera það sem Benítez biður hann um, leik eftir leik? Eins og staðan er í dag er hann að halda Benayoun, Pennant, Kewell og jafnvel Voronin fyrir utan liðið, en þeir gætu allir spilað þennan vængframherja. Af hverju byrjar Kuyt alla leiki þarna, nema bara af því að hann er að sinna því sem Benítez vill og ekkert annað? Vinnslan í honum er dásamleg, hann gefur framlínunni jafnvægi (sólarinn Babel vinstra megin og vinnuþjarkurinn Kuyt hægra megin við hinn alhliða Torres) og skapar pláss og tækifæri fyrir alla í kringum sig með vinnu sinni. Í dag hljóp hann maraþon, vann haug af boltum, bjó til annað hvert færi liðsins, lagði upp sigurmarkið fyrir Torres og var í þrígang nálægt því að skora sjálfur. Eins hrifnir og við erum af Babel verða menn að spyrja sig áður en þeir dásama hann fyrir tækni sína og hraða og gagnrýna Kuyt fyrir vinnusemina; hvor þeirra er búinn að skora meira í vetur? hvor þeirra hefur átt fleiri stoðsendingar í vetur? Hugsið aðeins áður en þið komið hér inn eftir hvern einasta leik og lýsið því yfir að Kuyt sé rusl. Þetta er orðið þreytt.

  • Fernando Torres er búinn að vera ástæðan fyrir gengi Liverpool undanfarið, en að segja að hann og Gerrard séu það eina góða við þetta lið er brandari. Skoðið tölfræði toppliðanna fjögurra. Þótt Torres og Gerrard séu að skora langmest hjá okkur (og Ronaldo langmest hjá United, og Adebayor langmest hjá Arsenal, og Drogba og Lampard nánast þeir einu sem skora hjá Chelsea) sýnir tölfræðin einnig að það eru töluvert fleiri leikmenn að skora mörkin fyrir Liverpool heldur en United. Hjá Liverpool eru 5 leikmenn búnir að skora meira en 5 mörk í öllum keppnum, hjá United eru það þrír (Ronaldo, Rooney, Tevez, búið), hjá Arsenal eru það sex og hjá Chelsea eru það fimm, eins og hjá Liverpool. Þannig að í stað þess að gefa endalaust í skyn að Liverpool séu háðir Gerrard og Torres, sem hafa skorað 47 af 100 mörkum liðsins í vetur eða minna en helming, ættu menn að spyrja: hvar væri United-liðið án Ronaldo, Rooney og Tevez, sem hafa skorað 66 af 91 marki United í vetur. Hvaða lið er háð stjörnunum sínum? Ha?

  • Við vorum að vinna Everton í dag. Ég ætla ekki að kalla þá nöfnum, heldur halda mig við raunsætt og faglegt mat á málinu: það er alltaf góð upphitun fyrir stórleiki gegn stórliðinu Arsenal að vinna létta sigra á smáliðum. 😀

 29. Kristján, hefurðu kannski spáð í það að ef nýi gæjinn er hægri bakvörður gæti Rafa spilað Agger í vinstri bak með Carra og Skrtel í miðri vörninni.

  Agger hefur leyst bakkarann hjá danska landsliðinu og er alveg rúmlega mellufær á boltann.

 30. “Eins og einhver sagði hér að ofan, þá skil ég ekki hvernig menn geta dásamað kerfi Benítez en gagnrýnt Kuyt fyrir að spila eins og hann gerir. Halda menn að Kuyt væri í liðinu ef hann væri ekki að gera það sem Benítez biður hann um, leik eftir leik? Eins og staðan er í dag er hann að halda Benayoun, Pennant, Kewell og jafnvel Voronin fyrir utan liðið, en þeir gætu allir spilað þennan vængframherja. Af hverju byrjar Kuyt alla leiki þarna, nema bara af því að hann er að sinna því sem Benítez vill og ekkert annað?”

  SPOT ON!!!! Þarf ekkert að segja eftir að þetta hefur verið sagt.

 31. Þó ég ætli að vera sammála að Dirk sé maður leiksins þá ætla ég að taka ofan húfuna fyrir Sami Tuomas Hyypiä.

 32. Mikið er ég sammála #33 og #35

  Ég held að þeir sem gagnrýna Kuyt mest skilji ekki leikaðferðina hjá Liverpool og vilja bara sjá 4-4-2 eða eitthvað álíka á myndinni fyrir leik.

  Og mikið er þetta rétt með Babel – hann er efnilegur greyjið en vantar samt slatta uppá að verða eitthvað – og vonandi kemst hann þangað.

 33. Sammála þetta með Kuyt…..ég er farinn að elska þennan leikmann. Ég skil bara ekki hvernig er hægt að gagnrýna þenna leikmann eftir undanfarna leiki! Hann er langtum betri en allir þessir sem Kristján Atli nefnir hér fyrir ofan og þá er ég líka að tala um Babel.
  Það má heldur ekki gleyma því að Kuyt er alltaf til í að bakka upp aðra leikmenn á vellinum, hann er alltaf fyrstur til að fagna þegar mörkum og hann er alltaf að hrósa öðrum leikmönnum eftir leiki. Sér einhver fyrir sér að t.d. Pennant færi að hrósa öðrum leikmönnum……ALDREI.

  Kuyt er svo miklu meira en maður sem á að hanga ofarlega á vellinum og bíða eftir boltanum. Hann skapar spil, á stoðsendingar, skorar, tæklar, á góðar fyrirgjafir, pressar og drífur menn áfram. Þetta eru allt kostir sem fáir fótboltamenn hafa.

  Tæklingin hjá Skrtel út á velli þegar hann var að hlaupa til baka í sinni hálfleik var rosaleg!!!!!

  Ég hef áhyggjur af Lucas!

 34. Krumar… Kristján Atli..

  Lesiði innlegg annarra áður en þið gagnrýni þá. Ég og Babu vorum einu sem commentuðum á Kuyt. Hvorugur okkar var að dásama kerfi Benites og á sama tíma gera lítið úr Kuyt. Hvorugur okkar var heldur að segja það að hann væri ekki að gera það sem Benites segir honum að gera. Það er eins og það komi sjálfkrafa eitthvað varnarsvar frá ykkur ef fólk setur út á Kuyt. Það sem ég commentaði á var að ég vildi frekar láta mann í þessari stöðu spila sóknarbolta, þ.e. vörnin og miðjan ætti að geta séð um hlutverk Kuyt að stærstu leyti og hann ætti að geta einbeitt sér að sóknarleiknum. Þetta er ef eitthvað er gagnrýni á Benites fyrir að spila Kuyt á þennan hátt. Ég var ekki að segja að Kuyt inni ekki það starf sem honum er fólgið að vinna á vellinum vel.. ég vildi frekar að það starf yrði fengið varnarmanni/miðjumanni og 10 milljón punda framherjinn okkar geti verið fyrir framan markmið að skora mörk eins og hann var keyptur til að gera.

  Kristján Atli: ” Hugsið aðeins áður en þið komið hér inn eftir hvern einasta leik og lýsið því yfir að Kuyt sé rusl. Þetta er orðið þreytt.” … Ég held að þú sért orðinn þreyttur. Ég held ég hafi einu sinni áður minnst á Kuyt og spilamennsku hans á þessari síðu og hef ekki verið að gera lítið úr honum sem persónu eða fótboltamanni sem slíkum og minnir mig að þá hafi ég verið að hrósa spilamennsku hans þann daginn.

 35. Fremur auðveldur sigur á vinnusömu meðalmennskuliði.

  Ég skrifaði einmitt fyrir áramót þegar allir voru að keppast við að hrauna yfir Dirk Kuyt að hann myndi ná sér mun betur á strik og yrði mikilvægur lykilmaður í þessu Liverpool liði í lok leiktíðar þegar kostir squad-rotation kerfis Rafa kæmu í ljós. Það hefur heldur betur reynst raunin. Annar eins baráttuhundur hefur vart stigið fæti á rauðari bakka Mersey-árinnar.
  Já hann gæti bætt sendingarnar og móttökuna og mætti vera teknískari en hans þrotlausa vinna og óeigingirni opnar mikil svæði fyrir tekníska leikmenn á borð við Torres, Babel og Gerrard.

  Fótbolti gengur útá jafnvægi og að mynda sterka heild úr ólíkum leikmönnum. Þegar Kuyt spilar vel er hann límið sem fær þetta 4-2-3-1 leikkerfi til að virka. Auk þess hefur hann mikið bætt sinn sóknarleik undanfarna mánuði og er með stórhættulegan hægri skotfót þagar hann nær að hlaða. Er auk þess mjög agaður og nautsterkur líkamlega o.fl.
  Hvaða skoðun sem menn hafa á Kuyt hefur hans frammistaða undanfarið séð til þess að hann verður ekki seldur í sumar. Útrætt myndi ég halda.

  Það sem okkur vantar eru mun betri sóknarbakverðir svo við getum sótt framar og á fleiri mönnum. Agger mun síðan koma inn næsta tímabil með enn meiri sóknarkraft og sendingargetu.
  Mér finnst við þurfa að selja Xabi Alonso og fá leikstjórnanda sem er soldið graðari en hann til að verða Englandsmeistarar. Mér finnst Alonso sem leikstjórnandi bara ekki henta í ensku deildina, jafnvel í sínu besta formi. Hreint frábær leikmaður að mjög mörgu leyti en hefur ekki nógu mikið sjálfstraust og ógnun sem miðjumaður til að stjórna meistaraliði.

  Við þurfum reyndar að fara varlega í að setja Torres uppí skýin sem gallalaust ofurmenni. Hann hefur sína galla og á til að týnast í stórleikjum eins og báðum leikjunum gegn Man Utd gegn hröðum og líkamlega sterkum varnarmönnum. Frábær en hann getur bætt sig töluvert enn.

  Það er dálítið til í því sem Hicks sagði eftir Man Utd leikinn á Anfield að Liverpool skortir trú á að vinna stóru liðin.
  Ef við vinnum Arsenal í þessari törn þá held ég að næsta tímabil líti frábærlega út. Öruggur sigur í þessari rimmu ætti að ýta aðeins við Rafa að sýna smá “cojones” og þora að valta yfir þessi sömu lið. Hætta að láta viskídurga eins og Alex Ferguson taka sig á sálfræði fyrir leiki.

 36. Biggi, þú þarft ekkert að taka þessu persónulega. Þessu var ekki beint gegn þér einum og sér, heldur var ég meira að tjá mig um umræðuna gagnvart Kuyt almennt. Í dag átti hann mjög góðan leik, lagði upp sigurmarkið, þú og Babu gagnrýnduð hann í ummælunum eftir leik og ég var því ekki sammála. Það er óþarfi að móðgast þótt ég mótmæli gagnrýni ykkar.

  Og ef þú telur mig bara hrósa Kuyt, og aldrei gagnrýna hann, hefurðu ekki lesið nógu margar leikskýrslur síðustu mánuðina. Ég gaf honum nafnbótina mann leiksins gegn Marseille á útivelli í byrjun desember, svo heyrðist vart jákvætt orð frá mér í hans garð, jafnvel þótt menn gagnrýndu hann á nær hverjum einasta degi á þessari síðu, af því að ég var sammála öllum að hann væri að spila hörmulega illa. En svo fór hann að spila betur og rífa sig aðeins upp úr þessu, og hefur átt nokkra mjög góða leiki að undanförnu, og verið fastamaður í liði sem hefur unnið átta af síðustu níu leikjum sínum, en samt er ég sakaður um að segja bara jákvæða hluti um hann núna þegar ég er loks farinn að segja eitthvað jákvætt aftur.

  Ég gagnrýni Kuyt þegar hann á það skilið. Hann átti það ekki skilið eftir leikinn í dag.

 37. ohh well þetta endaði í Kuyt umræðunni.

  Ég hef margoft sagt að mér finnst Kuyt alls ekki lélegur leikmaður og hef aldrei haldið öðru fram en að hann vinni vel fyrir liðið. Hann hefur í raun allt að bera, vinnusemin er gríðarleg, fagmaður utanvallar fram í fingurgóma og líklega með stærra hjarta fyrir liðið heldur en fyrirliðinn sjálfur!!! Mér finnst hann bara ekki nógu góður fyrir Liverpool, þ.e.a.s. ekki nógu hæfileikaríkur, hann er ekki mjög hraður, vinnur ekki marga menn maður á mann og er ekkert gríðarlegur slúttari!! Það er jafnvel hægt að líkja þessu við sundmanninn í Fóstbræðrum sem hafði allt að bera, kunni beygja kreppa sundur saman og allt það en bara sökk alltaf!!

  Ég geri mér grein fyrir að segja þetta líka eftir góðu leikina hans, eins og í dag (jafn og eftir hans fjölmörgu slæmu daga) er ekki vinsælt, so be it. Ég sagði t.d. yfir leiknum í dag, “man ef Babel hefði vott af kraftinum, þolinu og áhuganum í Kuyt” (Babel gat ekki mikið í dag btw).

  En fyrir mér þá er Babel efni í mjög öflugan leikmann sem er ætti að vera akkurat í sinni stöðu sem vinstri framherji, hann hefur alla burði til að verða mjög öflugur, en hann þarf að bæta sig töluvert. Kuyt hinsvegar skilar alltaf sínu hlutverki, en mætti sú vinna ekki vera í umsjá miðjumannanna, jafnvel bakvarða?

  Liðinu skortir ansi oft sóknarþunga finnst manni og sést það t.d. í því hversu “oft” við höfum náð að klára okkar leiki sannfærandi og hversu mörg jafntefli við höfum gert í ár, þetta hefur því miður ekki verið tilviljun þó margt hafi reyndar legið að baki.

  Ég get fallist á að ef Kuyt heldur áfram að spila eins og hann hefur verið að gera þá mótmæli ég því ekki að hafa hann áfram en það mætti þá vera sem back up fyrir mun stærra og sóknarsinnaðara nafn, einhvern fljótari, leiknari og betri slúttara.

  Ég og Biggi erum að mörgu leiti sammála í þessum þræði, erum ekkert að tapa okkur yfir 1-0 baráttusigri á Anfield þó við séum eflaust jafn ánægðir og þið hinir með stigin þrjú. Ég er þó ósammála Bigga að einu leiti, ég vil ekki sjá Kuyt einan í sambærilegri stöðu og Torres er í í dag (god no) og ég hef fulla trú á þessu leikkerfi, hentar okkar hóp vel og það er auðvelt að skipta um útfærslu á því þegar með þarf. Vil fyrir alla muni halda þessu kerfi afram, halda beinagrindinni af liðinu sem við höfum núna og skipta hægt og rólega út squad playerunum fyrir betri, sem ég tel að Rafa hafi verið að gera, og er ennþá að gera, t.d. með kaupunum á Rafinhia (ætli hann sé kallaður Rafa?)

  Plís ekki kalla þetta Kuyt hatur, Kuyt yfirdrull eða hvað sem þið kallið það, þó ég sé einfaldlega ekki sammála ykkur sem dýrkið Kuyt. Svona er bara mín skoðun á Kuyt sem leikmanni, ég kann vel við persónuleikann Kuyt (miðað við ástríðuna sem hann sínir).

  p.s. en að Arsenal, þó að við flestir séum aðallega að spá í CL leikinn þá er athyglisvert að sjá hversu nálægt þeim við getum komist með sigri í deildarleiknum, fimm stiga munur ef við vinnum á Emigrants vellinum og þeir eiga United í kjölfarið á okkur.

 38. Ég nenni engan veginn í enn eina Kuyt-umræðu við þig Babu. Miðað við þín skrif um að Kuyt verði ekkert betri en hann lék í dag er það líkast tilgangslaust. Þú bara ert með 1 skoðun og breytir henni ekki.
  Þú sérð samt það sem ég talaði um að ofan um jafnvægi og ólíka leikmenn sem mynda sterka heild. Er eitthvað að því að hafa ólíka leikmenn frammi? Verða allir sóknarmenn að vera óagaðir, hrokafullir, súperhraðir, teknískir og frábærir slúttarar? Af hverju flytjum við þá ekki bara t.d. inn hálft argentínska landsliðið? Hvernig hefur S-Ameríku leikmönnum gengið í enska boltanum? Ef við fáum betri sóknarbakverði, getur ekki bara vel verið að Kuyt verði töluvert meira inní teignum en nú, skorandi jafnmikið eða meira en hann gerði í Hollandi? Nautsterkur target-striker sem skýlir boltanum vel, skutlar sér á eftir öllum boltum inní teig, leggjandi upp mörk og með baneitraðan hægri fót?

  Þú ert ekkert endilega með Kuyt hatur, glæpurinn felst í að þú heldur að einn ákveðinn leikmaður Liverpool geti og muni aldrei taka neinum framförum og hrósar honum aldrei. Ég þakka bara fyrir að þú sért ekki þjálfari Liverpool. Leikmenn sem finna að þjálfarinn sé fullkomlega ósveigjanlegur, breyti aldrei um skoðun hversu vel sem þeir standi sig á æfingum og hafi ekkert álit á sér missa trúna strax á sjálfa sig og byrja skemma móralinn útfrá sér.

  Annars minntist ég á ýmislegt annað að ofan. Hvað finnst mönnum t.d. um Xabi Alonso? Er hann rétti leikstjórnandinn fyrir Liverpool í enska boltann? Er Torres í alvöru strax orðinn hinn fullkomni striker?
  Er rétt hjá Hicks að Liverpool skortir sjálfstraust í toppleikjum? Hefur Rafa Benitez nóg “cojones” til að niðurlægja erfiða andstæðinga og vinna þá reglulega?

 39. Hvernig er það, var þetta ekki 5 spjal torres á tímabilinu og því kominn í bann í næsta leik ?

 40. Ahhhh…þvílíkur léttir að vinna neverton. Fór í Bítlaborgina með pjakkinn minn í Janúar stl. og það sló mig hvað stuðningsmenn neverton eru hrokafullir og leiðinlegir. Maður fékk nokkur komment þegar maður var að spóka sig um í fallegu rauðu treyjunni. En það er nú bara merki um óöryggi, minnimáttarkennd og biturleika af þeirra hálfu 🙂
  Svo tökum við nallarananana!

 41. Ég held að það sé ekki bann fyrir 5 spjöld á þessum tímapunkti. Mig minnir að ég hafi lesið einhversstaðar að þetta breytist í lok febrúar. Þá fá menn ekki lengur bann fyrir 5 spjaldið, heldur aðvörun og tiltal og eitthvað slíkt.

  Annars man ég þetta ekki alveg nákvæmlega

  Carl Berg

 42. Hæ öll.
  Ákvað að gefa mér góðan tíma, horfa á klippurnar á lfc.tv áður en ég kommentaði, var svo æstur og á þvælingi í gær, ekki alveg í jafnvæginu sko!
  Fyrir það fyrsta fannst mér þetta lið í gær sýna flottan karakter að rífa sig upp eftir delluna á Trafford. Var mjög glaður með breytingar Rafa á liðinu, Carra og Riise vanir slagsmálunum í bláliðunum og því flott að hafa þá í bakvörðunum.
  Í öðru lagi samþykki ég alveg að Kuyt sé valinn maður leiksins, en margir voru útvaldir. Er sammála því að hann er sennilega að spila sig í það að fá að vera áfram, en þá líka með því að Rafa haldi sig við þetta leikkerfi. Ég reyndar tel okkur þurfa aðra týpu í kantinn en Dirk kallinn er búinn að vera að gera vel að undanförnu og verður örugglega í hópnum næsta vetur.
  Menn hér hafa verið að tala um Alonso og Lucas sem veika hlekki gærdagsins. Þar er ég ekki sammála, Xabi fannst mér spila afar vel allan tímann og Lucas á löngum köflum. Hann er auðvitað enginn Mascherano í að vinna bolta og ekki sendingarsnillingur í sama klassa og Alonso, en í gær var hann að mínu mati að spila einfalt, komst í 2 fín færi þegar hann stakk sér af miðjunni. Þessi strákur er nýorðinn 21s árs og er flottur kostur inn í þessa djúpu miðjustöðu, sannfærður að hann á eftir að verða lykilmaður hjá okkur.
  Skrtel er að byrja frábærlega í enska boltanum og shit hvað Sami Hyypia er búinn að pikka upp sinn leik í vetur, ef Torres væri ekki í þessu liði væri hann nálægt því að vera leikmaður ársins í mínum huga!
  En fyrst og fremst var ég mjög glaður að sjá liðið komið í gírinn strax aftur, glaður að sjá 4231 kerfið steinliggja í þessum slagsmálaleik og brosið mitt yfir því að hafa “done the double” yfir bládruslunum þetta árið er míla á þverveginn!
  Það toppaði alveg daginn að sjá fýluna í Neville þegar hann var tekinn útaf!

 43. Arnór , þú er nú kannski með full mikið af fullyrðingum um mig sem þú hefur ekkert vit á!! Ég er ekki með eina ósveigjanlega skoðun á Kuyt, mér finnst hann ekki nógu góður kostur (samt ágætis leikmaður) og hef ekki séð hann breyta þeirri skoðun minni ennþá.
  Kannski er ég að reyna að meta hann meira af raunsæi heldur þeirri blindni sem margir hérna virðast hafa. Sumir hérna virðast bara ekki höndla það þegar maður er ósammála þeim og neikvæður gagnvart leikmanni.

  • Þú ert ekkert endilega með Kuyt hatur, glæpurinn felst í að þú heldur að einn ákveðinn leikmaður Liverpool geti og muni aldrei taka neinum framförum og hrósar honum aldrei. Ég þakka bara fyrir að þú sért ekki þjálfari Liverpool. Leikmenn sem finna að þjálfarinn sé fullkomlega ósveigjanlegur, breyti aldrei um skoðun hversu vel sem þeir standi sig á æfingum og hafi ekkert álit á sér missa trúna strax á sjálfa sig og byrja skemma móralinn útfrá sér.

  haha rólegur vinur, kom þessi pistill úr afturendanum á þér?

 44. p.s. annars tek ég undir allt sem Nr.47 Maggi hafði að segja.
  Held að þetta tímabil eigi eftir að reynast mönnum eins og Lucas og Babel griðarlega mikilvægt, Lucas hefur alla burði til að verða mjög öflugur, hann er þó ekki orðinn það ennþá en samt alveg nothæfur og vel það.

 45. Ég man að á 91. mínútu sagði ég við vin minn að nú væri Kuyt sko í skýjunum þegar hann fengi að elta boltann einsog óður hundur. Já, hann er að sinna ýmsu í sínu hlutverki vel og var góður í gær.

  Spurningin er sú ef að menn eru sáttir við Kuyt í hlutverkinu þarna frammi, hvar sjá þeir að liðið eigi að bæta sig á næsta tímabili? Flestir eru sammála um að við þurfum að bæta okkur. Þá benda flestir á bakverðina og ég er sammála því.

  En ég er líka á því að stóru kaupin okkar í sumar eiga að vera í leikmanni sem getur leyst hlutverkið á hægri kantinum betur sóknarlega en Dirk Kuyt. Pennant virðist engan sjens fá, þannig að ég myndi sætta mig við að hann yrði seldur og að Kuyt yrði áfram sem back-up.

  Marco van Basten er til að mynda sammála mér og mörgum hérna inni um að Kuyt hafi ekki verið nógu góður í vetur. Hann valdi hann því ekki í hollenska landsliðið. Hann velur Jan Vennegor, Huntelaar, van Persie og Babel alla umfram Dirk Kuyt. Og svo var van Nilsteroy meiddur, þannig að það er líklegt að Kuyt sé númer 6 í röðinni í hollenska landsliðinu.

 46. Ég myndi vilja sjá Kuyt áfram hjá Liverpool, enda veit ég varla um nokkurn annan framherja sem gæti sinnt þessari vinnusemi jafn vel og hann.

  Hins vegar tek ég undir með fólki að það nægir ekki að hafa Kuyt í þessa stöðu. Eins og Rafa segir oft snýst þetta um að hafa valmöguleika í hópnum. Ef hann hefur t.d. Babel vinstra megin sem fljótan, sókndjarfan mann sem getur tekið andstæðinginn á, má segja að hann hafi valkosti í því að geta sett Benayoun inn sem heldur bolta betur og hefur betra auga fyrir samleik, og svo Riise sem er varnarsinnaðri og getur hjálpað til við að þétta vænginn þegar þess þarf.

  Hinum megin höfum við Kuyt sem er duglegur að leggja upp og búa til fyrir samherja sína og vinnur hörkuvinnu. En við þurfum að mínu mati einnig aðra svona “Babel-týpu” með honum á þennan væng, þannig að Rafa geti alltaf valið hvort hann þarf vinnusemina í Kuyt þarna eða hvort hann þarf fljótan mann sem skorar mikið a la C. Ronaldo eða getur tekið menn á a la Babel í þessa stöðu. Það er til dæmis ekki mikil þörf á að hafa Kuyt í þessari stöðu gegn liði eins og Derby, sem mætir bara á Anfield til að lifa af og sleppa með 0-0. Þá myndirðu frekar vilja hafa markheppnari og/eða fljótari einstakling þarna.

  Ef ég mætti velja einhvern í bransanum í dag í þessa stöðu væri það Daniel Alves, þótt þetta sé framar en hann er vanur að spila hjá Sevilla, en þess utan væri ég t.d. ekkert mótfallinn því að sjá Franck Ribery spila þarna megin við Torres og Babel. En þetta eru auðvitað bara draumórar.

  Bottom line: Kuyt er þarfaþing í leikmannahópi Liverpool og á framtíð hjá félaginu, en við þurfum að hafa góðan valkost á móti honum, annars konar leikmann sem hefur þá kosti sem Kuyt vantar, til að Rafa hafi heilsteypta framlínu til að velja úr. Eins og staðan er í dag er Pennant ekki sá leikmaður.

 47. Ég vil Kuyt í burtu og myndi ekki gráta það þótt ég sæi hann aldrei spila aftur í Liverpool búningi. Sama hversu “duglegur” hann er.

 48. Nú thegar 4.saetid er ordid svo gott sem tryggt og thar med Meistaradeildarthátttaka á naesta tímabil og Liverpool hefur thannig séd ekkert upp á ad spila thad sem eftir deildarinnar thá aettu menn ad byrja ad forgangsrada naestu leikjum.

  Thessir 3 leikir gegn Arsenal naestu vikuna eru náttúrulega grídarlega mikilvaegir en thó ekki allir ad sama leyti. Vid thurfum klárlega ad ná a.m.k. jafntefli á Emirates núna á midvikudaginn thví ad sigur Arsenal thýdir ad vid verdum alltaf í haettu í seinni leiknum ef Arsenal naer ad laeda inn einu marki á Anfield vegna vaegi marka á útivelli.

  Deildarleikurinn á laugardaginn er hins vegar ekki sídur mikilvaegur fyrir okkur Poolara og aettum vid allir ad stydja Arsenal sem mest vid megum í theim leik. Liverpool hefur ad engu ad keppa í thessum leik og aetti ad nota taekifaerid til ad hvíla lykilmenn fyrir seinni leikinn í Cl á medan ad Arsenal getur ennthá nád Man Utd ad stigum enda eiga Manure enn eftir ad leika gegn Arsenal og Chelsea. Vid hljótum allir ad geta verid sammála um thad ad thad er mun mikilvaegara ad Utd verdi ekki meistarar en hvort ad Liverpool verdi 9 eda 12 stigum á eftir naesta lidi í lok tímabils.

 49. Hahaha…..ertu að gefa í skyn að við eigum að tapa deildarleiknum á móti Arsenal út af Man Utd. Þvílíkur brandari!!!

 50. Hvað ertu að tala um ?

  Arsenal leikirnir eru allir jafn mikilvægir – á meðan við mætum arsenal í deild á útivelli mæta Everton Derby. Ég ætla að gerast svo djarfur og bóka 3 stig hjá Everton þar…

  Sem þýðir að ef við náum ekki sigri gegn Arsenal þá eru þeir komnir 2-3 stigum frá okkur á ný – sem sagt sama eða svipuð staða og fyrir leikinn í gær.
  Baráttan um 4 sætið er langt langt langt frá því að vera búin (þeir eiga einnig 4 heimaleiki eftir, á meðan við eigum tvo)

 51. “haha rólegur vinur, kom þessi pistill úr afturendanum á þér?” (Babu)

  Vei, það er hreinn heiður að skrifast á við snilling eins og þig. Þvílík fágun.

  Liverpool mun á næsta tímabili skipta reglulega á milli þess að spila 4-4-2 og þetta 4-2-3-1 kerfi sem við erum að spila núna. Kuyt er mun vanari að spila sem annar af 2 strikerum í 4-4-2 og þannig nýtist hann Liverpool best sem sóknarmaður þegar við við fáum loksins alvöru menn í bakverði og hægri væng.
  Ég er sammála því að Kuyt er ekki rétti maðurinn í hægri sóknarstöðuna í þessu 4-2-3-1 kerfi, né til að spila 1 frammi, við þurfum einhvern heimsklassa kantmann sem getur tekið menn reglulega á, sent góðar fyrirgjafir og komið inná miðjuna og ógnað með vinstrifótar skoti, en á sama tíma unnið vel aftur.
  Pennant getur ekkert og á að vera löngu farinn frá Liverpool. Jafnvel Kuyt er skárri kantmaður en hann. Það á líka að selja Crouch og Alonso að mínu mati. Síðan má gefa leikmenn eins og Kewell, Voronin og Riise til góðgerðarstarfa.

  Ég vil ekki sjá óagaða og lata gaura eins og Quaresma í þessa hægri kantstöðu. Frank Ribery væri alger draumur. Hæfilega hrokafullur og alltaf útum allt í leikjum. Spurning enn um Simao eða hvort njósnarateymi Rafa finni ekki einhvern lítt þekktan snilling. Eitthvað hefur David Bentley líka verið orðaður við Liverpool.
  Hver sem verður keyptur þá þyrfti hann að geta spilað bæði leikkerfin með sóma og gert gæfumuninn í stórleikjum. Síðan vantar okkur betri leikstjórnanda að mínu mati. Spurning að gera allt til að landa manni eins og Diego hjá Werder Bremen.

  Síðan þarf Liverpool sárlega að finna nýjan aðstoðarþjálfara í stað Pako. Það yrði þá einhver sem kann almennilega á ensku deildina.

 52. Nr. 57 Arnór, ég vildi að ég hefði jafn gaman af okkar skoðanaskiptum og þú!!

  En varðandi Kuyt þá hélt ég að við værum hjartanlega ósammála að öllu leiti…..
  – Ég er sammála því að Kuyt er ekki rétti maðurinn í hægri sóknarstöðuna í þessu 4-2-3-1 kerfi, né til að spila 1 frammi, við þurfum einhvern heimsklassa kantmann sem getur tekið menn reglulega á, sent góðar fyrirgjafir og komið inná miðjuna og ógnað með vinstrifótar skoti, en á sama tíma unnið vel aftur.

  …….en það virðist ekki vera rétt, þú ert bara á móti þvi að ég segi þetta nákvæmlega sama og missir þig í sleggjudómum á mig fyrir að viðra mínar skoðanir, sem btw hafa haldist nokkuð stöðugar í allan vetur, þú virðist hinsvegar vera kominn hring bara í þessum þræði.

 53. (er einhver til í að laga þetta hjá mér í Nr.57 þannig að það sjáist að ég var að vitna í Arnór, og henda þessu kommenti?)

  danke

 54. Ææ, þú ert líklega ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni elsku Babu minn.

  Ef þú hefðir sæmilegt minni og prófaðir að fletta upp gömlum þráðum þá vissiru að ég hef alltaf talað um að Kuyt sé ekki að spila sína bestu stöðu og því sé erfitt að meta hans spilamennsku. Kuyt á að spila frammi í 4-4-2 með hröðum framherja og alvöru kantmönnum til að hans kostir umfram aðra sóknarmenn komi í ljós. Gallar Kuyt eru öllum augljósir.

  Þitt drull um Kuyt hefur heldur aldrei snúist um leikkerfi, þú bara hefur enga trú á þessum leikmanni sama hvar og hvernig Liverpool spilar. Við erum því engu nær því að vera sammála.
  Kuyt er notaður þarna í hallæri núna á meðan Rafa er að prufukeyra þetta 4-2-3-1 leikkerfi fyrir næsta tímabil. Samt er hann búinn að standa sig merkilega vel undanfarið og bætt markaskorið töluvert eftir áramót. Ef ég man rétt var lélegt markaskor aðalröksemd þín fyrir því hvað hann væri glataður sem leikmaður.

  Að lokum var ég með helling af öðrum pælingum í 2 bréfum hér að ofan, t.d. um Xabi Alonso, Pennant, aðstoðaþjálfaramál o.fl.
  Það eina sem þú svarar og vilt tala um er Kuyt! Getur verið að það sért þú sem ert með þennan leikmann algerlega á heilanum? Hmm…

  • Að lokum var ég með helling af öðrum pælingum í 2 bréfum hér að ofan, t.d. um Xabi Alonso, Pennant, aðstoðaþjálfaramál o.fl. Það eina sem þú svarar og vilt tala um er Kuyt! Getur verið að það sért þú sem ert með þennan leikmann algerlega á heilanum? Hmm…

  Ég var að reyna svara þér varandi Kuyt, umræðan var um hann,ég var ekki að svara öllum þínum pælingum!! Því nenni ég alls ekki enda álit mitt á þér að minnka með hverri blammeringunni sem þu setur fram um mig, btw hættu svo með alhæfingar um mig #$#”$ &%%/$ þinn (ritskoðaði mig sjálfur)
  (Eins kom ég nú líka inná fleira heldur en Kuyt til að byrja með.)

  Það hreinlega tekur því ekki að leika við þig í sandkassanum, at the end of the day þá getum við þá verið sammála um að vera ósammála, þó þín rökfærsla sé svolítið flöktandi.
  Ég er á því að Kuyt sé ekki nógu góður, punktur basta, jafnvel þó að þú sjáir ekki ljósið fyrir honum. Þetta er ekkert sem ég er búinn að bíta í mig í þrjóskukasti né einhvað persónulegt heldur einhvað sem ég hef komist á eftir langan tíma. Þetta á við hvort sem við erum að tala um það leikkerfi sem við erum að spila núna 4-2-3-1 eða 4-4-2 sem við spiluðum í fyrra, með litlum árangri sjáanlegum frá Kuyt. Mér finnst hann meira að segja skömminni skárri núna. (sl. leikir, ekki allt tímabilið)

  • Ef ég man rétt var lélegt markaskor aðalröksemd þín fyrir því hvað hann væri glataður sem leikmaður.

  Miðað við væntingar sem ég gerði til nýja 10 milljón punda sóknarmannsins okkar, þá já, klárlega vonbrigði. En ég er nú búinn að útlista andskoti vel hvað það er annað sem ég set út á leik Kuyt.

  • Ææ, þú ert líklega ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni elsku Babu minn.

  og svo innilega sömuleiðis væni, ég er ennþá á þvi að þetta komi út um afturendann á þér.

 55. Arnór: þú talar um Simao.. er hann að gera einhverjar rósir hjá Atletico ? ekki af því sem ég hef séð og heyrt allavega. Svo er ég ósammala þér með Quaresma, rétt hjá þér að hann sé óagaður og hroki út eitt.. en það er bara það sem Rafa þarf að bæla niður í honum og láta hann þroskast í frábæran hægri kantara sem hann svo vel gæti orðið hjá okkur, mér finnst hann akkurat þessi leikmaður sem við þurfum í hægri kantinn, einnig væri ég rosalega mikið til í að fá Ribery en allir vita að það er ekki að fara ské. Svo síðast þegar Rafa eða njósnarar hans fundu einhvern ‘lítt þekktan snilling’ var það Gonzalez og allir vita hvernig það endaði. Frekar að kaupa einhvern kauða á mikinn pening sem við vitum að er góður einsog var gert með Torres, enda fór ég í feitan bömmer þegar Joaquin fór til Valencia.

  Öðruleiti er ég sammála þér með Kuyt og öllu öðru sem þú sagðir 🙂

 56. 26 ára bið er á enda og þvílík sældarvíma.

  Fyrsti skiptið á Anfield. The Park frá kl. 11:30 til 15 fyrir leik! Þvílík stemmning. Liverpoolsöngvarnir bergmála ennþá í hausnum á manni! 🙂 Ágætis miðaverð eða 36 GBP fyrir fín sæti.
  Varðandi leikinn, þá var þetta aldrei nein hætta enda Evertonliðið með eindæmum lélegt þennan daginn. Hefði verið sætt að sjá Gerrard setja hann af 25-30m í fyrri hálfleik.
  Hyppia átti mjög góðan seinni hálfleik og Skrtel var bara góður. Hvað sem öðru líður þá var Kuyt ótrúlegur. Hann skorar ekki mikið, en vinnslusemin í manninum er rosaleg. Missti töluna fljótlega á hvað hann vann marga bolta af mótherjanum.
  Ef pláss er fyrir smá krítík, þá var Lucas Leiva GJÖRSAMLEGA út á túni – en það var augljóst að hann þorði ekki að gera neitt nema með samþykki Alonso eða Gerrard. Hann lærir bara af þessu strákurinn.

 57. Mér finnst smá svona ósamræmi í þessu hjá þér Biggi. Ég er alveg sammála því að ég vil fá alvöru kantmann. Ég er líka sammála því að mig langaði í Joaquin á sínum tíma. En þú tekur dæmi um Simao og að hann sé ekki að gera neinar rósir hjá Atletico, það er kannski rétt, enda á fyrsta tímabili sínu þar. En hefur Joaquin gert einhverjar rósir hjá Valencia? Að mínum dómi hefur sá síðarnefndi fallið af þeim stalli að vera mest promising winger í boltanum í dag og yfir í það að vera hrein og klár vonbrigði. Eins og maður var nú spenntur fyrir honum.

 58. Joaquín hefur nú verid besti leikmadur í ömurlegu lidi Valencia í vetur og var einnig í fyrra ásamt Villa og Silva sennilega.
  Simao hefur verid fínn fyrir Atleti í vetur en er meiddur núna.
  Hvad hafa menn á móti thví ad fá haegri kantmann sem er hrokinn uppmáladur eins og Quaresma? Vilja menn í alvöru halda áfram ad spila med tvo haegri bakverdi eins og vid erum ad gera í dag? Get ekki séd ad Utd hafi tapad mikid á thví ad kaupa hrokafullan, óagadan portúgalskan haegrikantmann…

 59. Sammála Kjartan, en ég veit ekki með Simao. Hefur aldrei náð eitthvað að heilla mig.. en þetta kemur bara í ljós í sumar 🙂

 60. Gallinn við Quaresma er að hann er bara húðlatur og hreyfir sig nánast ekkert án bolta. Eins var frammistaðan hjá honum í 1-4 tapinu gegn okkur á Anfield svo getulaus að ég held það sé útilokað að hann henti í enska boltann. Fyrir utan allan leikaraskapinn og dýfingar af 10m palli. NEI takk.

  Joaquin og Simao hafa verið ágætir hjá sínum liðum í vetur. Joaquin ætti að hafa skrokkinn og hraðann til að meika það í enska boltanum, held að hann þurfi nýja áskorun í nýju landi til að ná fyrri hæðum. Væri til í c.a. 10m punda kaup á þeim pilt.
  Ég nefndi Simao því Rafa ætlaði að kaupa hann fyrir örfáum árum. Sæmilegur kostur.

  Helst langar mig auðvitað í Ribery frá Bayern Munchen. Stjórstjörnur hafa oft fengið nóg af fjölmiðlasirkusnum hjá FC Hollywood og viljað komast undir stjórn agaðra þjálfara eins og Rafa. Má bara alveg reyna að lokka hann til okkar.
  Síðan er það auðvitað Daniel Alves sem öll stórlið dauðlangar í.
  Einnig hefur David Bentley verið nefndur.

  Eigum við ekki segja að Liverpool hreinsi upp bestu leikmennina sem spila í Þýskalandi og kaupi Ribery, Diego, Lahm og Rafinha á einu bretti! Maður má láta sig dreyma. 🙂

One Ping

 1. Pingback:

Liðið gegn Everton

Karate