Liðið gegn Everton

Svona lítur þetta út:

Reina

Carragher – Hyypia – Skrtel – Riise

Lucas – Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Bekkur: Itandje, Finnan, Pennant, Benayoun, Crouch

Vörnin er ekki alveg einsog ég hefði kosið, en annars er þetta samkvæmt bókinni.

5 Comments

  1. Eins og ég sagði í upphituninni . 6-0 Carra með þrennu, Gerrard Torres og Babel með hin.

  2. æjæj ef hyypia er settur á andy johnson er ég hræddur um að hraðamunurinn muni skila sér í marki

  3. Mér finnst mjög áhugavert að hugsa til þess að á síðustu 12 mánuðum hefur okkar sterkasta byrjunarlið breyst úr því að vera með sjálfvalda vörn og róteringu á köntum/sókn í að vera með sjálfvalda sókn/miðju og róteringu í vörn.

    Annars er ég fullviss um að þetta lið sé nógu sterkt til að afgreiða Everton, 2-0, Gerrard og Torres sjá um þetta.

  4. Jæja, hálfleikur og staðan 1-0 fyrir okkar mönnum. Torres með markið, nema hvað. El Nino, Babel og Kuyt að eiga stórleik í framlínunni hjá okkar mönnum og Gerrard hrikalega óheppinn að hafa ekki skorað undir lok hálfleiksins. Þetta er búinn að vera einstefnuleikur, algjörlega, en ég viðurkenni þó að ég hef sem fyrr áhyggjur á meðan staðan er bara 1-0. Við verðum að ná öðru markinu sem fyrst í seinni hálfleik og kála þessu, svo að þetta Everton-lið geti ekki sloppið með óverðskuldað stig frá Anfield.

    En þetta lítur allavega vel út í hálfleik. 🙂

Liverpool búið að semja við þrjá leikmenn

Liverpool 1 – Everton 0