Aðeins um róteringarkerfi (vetursins) vetrarins

Datt í hug að ræða aðeins um róteringu Rafa eftir leik United í gærkvöldi. Þeir sem litu á byrjunarlið United í dag sáu eitt sterkasta dæmið sem ég hef séð um róteringu sir Alex. SJÖ breytingar á byrjunarliði frá Derby, Rooney og Scholes á bekknum, Pique í vörninni með O‘Shea og Hargreaves í bakvörðum! En ég nenni ekki að rabba mikið um Fergie, en ákvað að skoða aðeins statistíkina hjá okkar mönnum.

Í dag eru búnir 30 leikir í deildinni.

Pepe Reina er eini leikmaður liðsins sem hefur spilað þá alla. Hverja einustu mínútu.

Jamie Carragher kemur næstur með 28 leiki, þeir leikir sem hann ekki spilaði? Derby (H) hvíldur og Middlesboro (H) leikbann. Þessa leiki unnum við báða. Fullt hús stiga þó Carra hafi ekki verið með okkur þessa tvo.

Gerrard hefur spilað 27 og komið inná sem varamaður einu sinni. Hann var meiddur á móti Sunderland (Ú)og Derby (H), tveir sigrar. Hann kom inná á gegn Portsmouth (Ú) á 67.mínútu í 0-0 jafnteflisleik. Kannski 2 töpuð stig???

Torres hefur byrjað 24 leiki og þrisvar komið inná sem varamaður. Leikina gegn Everton (Ú), Blackburn(Ú) og Chelsea (Ú) gat hann ekki leikið vegna meiðsla og því erfitt að skammast yfir því liðsvali. Hann kom inná gegn Portsmouth (Ú) á 62.mínútu í 0-0 leiknum, inná á 60.mínútu gegn Birmingham heima í 0-0 jafntefli og á 71.mínútu gegn Fulham (H) í 2-0 sigri sem hann allt að því átti. Áður höfum við spáð hvort Portsmouth voru mistök í liðsvali og sama má segja varðandi Birmingham. Hins vegar sér maður innkomuna hans í Fulham og þar gekk dæmið upp, sem örugglega var hugsunin gegn Birmingham allavega sem voru slæm 2 töpuð stig.

Ákvað að skella Mascherano með í þessa jöfnu. Hvernig hefur okkur gengið án hans, sem orðinn er einn af lykilmönnunum í hryggsúlunni.

Javier Mascherano hefur spilað 22 leiki í vetur. Hann hefur ekki leikið eftirfarandi leiki: Sunderland (Ú), Newcastle(Ú), Bolton (H), Derby (Ú), West Ham (Ú), Chelsea (H) , Newcastle (H) meiddur, Aston Villa (Ú)). Niðurstaða þessara 8 leikja sem hann hefur ekki tekið þátt í? 6 sigrar, 1 jafntefli og 1 tap.

Í stuttu máli finnst mér ekki hægt að saka „róteringakerfi Rafa“ um það að við erum ekki í efstu tveimur sætunum. Ég viðurkenni alveg að hafa viljað sjá Torres byrja gegn Birmingham og allavega annað hvort hann eða Gerrard á móti Portsmouth. Jafntefli í Portsmouth er þó ekki alslæmt og því hægt að skammast yfir einni hvíld á aðalmönnunum í þrjátíu leikjum.

Ég horfði á United í 15 mínútur í gær og manni fannst skiljanlegt að Ferguson væri ekki að stilla upp sínu sterkasta. Er bara ekki málið er að þeir leikmenn sem ekki eru kjarnamenn hjá United eru sterkari en þeir hjá Liverpool. Þó United hvíli Rooney kemur bara Nani eða Saha eða Scholes í staðinn. Þó Scholes sé hvíldur kemur bara Anderson. Þetta á þó bara við í sóknarstöðunum, því ég vill gjarnan sjá Brown og Pique í hafsentunum á sunnudaginn!

Ég held því að verkefni sumarsins í leikmannamálum verði að kaupa það sterka leikmenn að þó við hvílum 1 – 3 lykilmenn í heimaleikjum gegn liðum eins og Bolton vinnum við örugga 2-0 sigra eða stærri!

7 Comments

 1. Ég sá leikinn hjá Manjú í gær og mér leyst ekkert á liðið hjá Ferguson….með Anderson og Flecher á miðri miðjunni og þeir spiluðu ekkert vel í leiknum. Ennn……þegar lið eru með mann eins og Ronaldo þá geta þeir stillt upp svona veiku liði og unnið létt 2-0. Ronaldo er einfaldlega lang besti leikmaðurinn í heiminum í dag…..ég segi þetta jafnvel þó að ég sé Liverpool maður og mjög á móti Manjú.

  Hins vegar…..er það ekki rétt hjá mér að undanfarna 6-7 leiki hefur Benítez róterað liðinu mjög lítið…..á sama tíma og Liverpool virðist ekki geta tapað!!!

  Líklega er það rétt hjá Magga að til þess að Liverpool geti hvílt leikmenn þá verða að vera betri leikmenn sem koma inn fyrir stjörnurnar.

 2. Sælir félagar
  Góð yfirferð Maggi (en ég má til að benda þér á sem gamall kennari þinn að Vetur – vetur – vetri – VETRAR og þar af leiðandi vetrarins) og ég er sammála um þá sem ekki eru fastamenn í byrjunarliði eru mun sterkari hjá MU. Því þarf, eins og ég hefi áður sagt, að kaupa amk. tvo bakverði og einn kantara. Svo þarf að fara að taka kjúklingana inn og gera þá að alvöru hönum, bardagahönum fyrir næsta tímabil. Þá ætti minna að þurfa að kaupa en byggja upp það sem við eigum fyrir. Ég er viss um að í varaliðshópnum eru menn sem eiga heima í aðalliðshópnum án þess að ég leggi dóm á einstaka leikmenn þar. Til þess skortir mig þekkingu á getu einstakra leikmanna. En varaliðið er með yfirburðastöðu í sinni deild og segir það eitthvað um getu einstaklinga þar.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 3. nei varaliðið er ekki mælikvaði á styrkleika þeira leikmana sem eru ekki fastamenn. Því 90% af varaliðsleikmönunum spila ekki leik í deildini.

 4. Ástæðan fyrir því að Benitex hvíldi Gerrard og Torres á móti Portsmouth á sínum tíma var ekki síst vegna þess að þessi leikur kom strax á eftir landslekjum þar sem þeir spiluðu báðir tvo leiki ef ég man rétt.

  Mér finnst alltaf jafn asnalegt hvað menn hafa gangrýnt Bentiez fyrir þetta skiptikerfi sitt á meðan Ferguson róterar jafnvel meira og öllum finnst það alveg sjálfsagt. Ég minnist þegar United tapaði fyrir Bolton á Reebook í fyrra þá hvíldi hann einmitt Ronaldo en það þótti ekki fréttnæmt. Annað hefði verið upp á teninginum ef þetta hefði verið Benites að hvíla Torres eða Gerrard.

 5. Skemmtilegar pælingar Maggi og þetta var ég einmitt að segja þegar Souness var að ausa úr sínum viskubrunnum í Torres þættinum hér að neðan. Þetta með Rafa og rotation er bara bull og hann hefur hreinlega ekkert verið að rótera neitt minna undanfarið. Síðan við töpuðum fyrir Barnsley þá hefur hann ekkert verið að rótera neitt minna en hann er vanur. Mér reiknast að þetta sé svona:

  1 Breyting Inter-Boro
  3 Breytingar Boro-Bolton
  2 Breytingar Bolton-West Ham
  3 Breytingar West Ham-Newcastle
  5 Breytingar Newcastle-Inter
  2 Breytingar Inter-Reading

  Þannig að það hefur lítið breyst þarna, mig minnir að hann sé með meðaltalið í kringum 3 breytingar yfir tímabilið og þessir 7 leikir eru c.a. 2,7 breytingar að meðaltali á leik.

 6. Takk Siddi.
  Ákvað að láta vitleysuna standa í sviga……
  Er ekki sammála því að varaliðið sé ekki mælikvarði, eru menn búnir að gleyma Arsenalliðinu sem fór í úrslit Carling Cup í fyrra. Þeir leikmenn spiluðu saman í varaliði þess ágæta félags og í vetur eru Denilson, Diaby, Eduardo og Walcott t.d. búnir að spila þar. Lucas okkar fram að áramótum líka.
  Góði efnilegir varaliðsmenn geta auðvitað orðið að góðum aðalliðsmönnum!

 7. Ég ætla að leyfa mér að vera afar ósammála þeirri fullyrðingu að Rafa hafi ekki róterað meira en aðrir þjálfarar. Það að hann hafi horfið frá þeirri vitleysu er að mínu mati stærsti þátturinn í því að gengi okkar hefur verið gott að undanförnu.

  Rótering er ekki það sama og rótering. Það að skipta mönnum út af vegna meiðsla eða að þeir hafi ekki verið að standa sig er ekki sú rótering sem Rafa hefur viðhaft. Rafa skipti mönnum út af og inn á burtséð frá frammistöðu þeirra. Hann róteraði líka mönnum stanslaust inn á vellinum þannig að enginn vissi hvar hann kom til með að spila í næsta leik og menn fengu heldur aldrei að spila sig saman.

  Alveg magnað að menn skuli algerlega hunsað gagnrýni manna eins og Souness, Ronnie Whelan, Tommie Smith, Jamie Redknapp, Grobbelar, Alan Hansen sem hafa allir sem einn komið fram og gagnrýnt kerfið. Meira að segja Steven Gerrard hefur viðurkennt það að stilla ekki upp sterkasta liðinu auki líkur á því að Liverpool geti tapað fyrir liðum eins og Barnsley. Þá hefur Rafa sjálfur komið fram og viðurkennt að taktík hans sé ekki að virka í Englandi … og viti menn í kjölfarið hætti hann að rótera.

  Það er svo allt annað að hringla með liðið fram og til baka en að skipta inn jafngóðum leikmönnum eins og við gætum gert núna í bakvörðunum okkar. Í öllum öðrum stöðum á vellinum er nú að mínu mati ljóst hver er okkar besti byrjunarliðs maður. Engin tililjun að það er núna mun auðveldara að giska á byrjunarliðið heldur en það var fyrir áramót.

  Svo finnst mér alltaf skrítið þegar menn nota það sem réttlætingu að aðrir hafi gert það sama með góðum árangri. Gott og vel, það er eflaust rétt en þá verður líka að líta á það að lang flestir gera það ekki og hafa náð góðum árangri. Mannskapurinn hlítur einnig að spila stóran sess í þessu samhengi.

  Svo að lokum vil ég segja að tölfræði í fótbolta segir að mínu mati ekki nema hálfa söguna. Lið getur t.d. verið minna með boltan en tapað og verið verra liðið í leiknum. Þá er líka ekkert mál að skjóta oftar á markið en andstæðingurinn og hafa aldrei átt séns á að vinna leikinn.

  Vildi bara koma þessi á framfæri þótt eflaust séu einhverjir ósammála mér. Ég er hæst ánægður með gang mála að undanförnu og kenni tvennu um. Litlar breytingar á liðinu og Gerrard er ekki á miðjunni heldur í frjálsi rullu.

  Áfram Liverpool – ég held að við getum gert mjög góða hluti á næstunni.

Að láta drauminn rætast

Miðar í boði